Tíminn - 05.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1966, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 1966 TÍIVIINN •:V'\ y /Vx':'' Bændur í Bayern urðu furðu lostnir, þegar þeir komust að fáfræði nútíma borgarbarns ins. Fannst þeim allmerkilegar- þær hugmyndir, sem unglingar höfðu um það, sem átti sér stað á bændabýlum. Þegar lagðar voru nokkrar spurningar fyrir mörg þúsund börn í Miinchen, kom það í Ijós, að ekki aðeins meiri hluti þeirra vissi ekkert um lífið í sveitinni, heldur voru margir fullvissir um það að kýr verptu eggjum, hænurnar fæddu lif- andi unga og að mjólk væri einungis vara, sem framleidd væri í verksmiðjum. Bændasamtökin í Bayern hafa nú hafið herferð gegn þessari vanþekkingu. Kvikmyndin Dr. Zhivago var nýlega frumsýnd í New York fyrir skemmstu. Meðal frum- sýningargesta vóru þau Sophia Loren og Carlo Ponti, sem var framleiðandi myndarinnar. Við það tækifæri gáfu þau Sophia og Carlo þá yfirlýsingu, að þau vonuðust til þess að geta gengið í hjónaband eftir um h Enskir tollverðir ei'ga nú í miklum erfiðleikum í sam- bandi við nýju kjólasíddina því nú vita enskir tollverðir ekki lengur, hvort innfluttir kjólar eru ætlaðir fullorðnum konum (en þá eru kjólarnir tilllagðir) eða hvort þeir eru saumaðir handa börnum (en þá eru kjól arnir ekki tolllagðir). Nú hafa tollverðirnir til- einkað sér aðferð, sem án efa sker úr um það, hvort toll eigi að leggja á kjólinn. Allir kjól ar, sem hafa brjóstvíddina 80 sentimetra og meira eru taldir kjólar fyrir fullorðna. ★ Hinn nýi umferðarmálaráð- herra Breta Barbara Castle, kann ekki að aka bifreið, og er það ósennilegt, að hún reyni nokkru sinni að læra það. Hún er fyrsta konan, sem hlýtur þetta embætti og hefur þessi embættisveiting verið mikið rædd og umdeild. Barbara Castle segir sjálf, að hún áliti Það ekki hjálpa sér á nokkurn hátt í þessu starfi að kunna að aka bifreið og ég á við talsverða erfið- leika að etja. Sérhver umferð armálaráðherra hlýtur að vera svo óvinsæll, að það að vera kona gerir ekki neinn mun það bil viku eða tíu daga. Mynd in hér að ofan er af einni af leikkonunum í Dr. Zivago og það er engin önnur er Geraldin Chaplin elzta dóttir Charlie Chaplin. Blaðamaður í Hollywood átti nýlega samtal við ungan og upprennanli kínverskan leik- ara þar í 'borg. Blaðamaðurinn átti ekkert of auðvelt með að fá greið svör hjá Kínverjanum. — Geðjast yður að vinnu yð ar? — Það er lélegur fiskimaður sem kvartar yfir ánni, sem hann er að veiða í. — Eruð þér nauðbeygður til að leggja mikið á yður? — Sá sem mest Leggur á sig verður auðveldast snillingur. — Ætlið þér að fá yður um- boðsmann? — Góð tromma þarfn- ast ekki stórra kjuða. — Hvers vegna hafið þér ekki keypt yður bíl? — Sá, sem kaupir það sem hann þarfnast ekki, neyðist brátt til að selja það, sem hann þarfnast. Eftir þetta gafst blaðamaður inn upp. ★ Hér sést Ursula Anders á flugvellinum á London og er að fljúga til Sviþjóðar til þess að halda jól þar. Ursula var í Hér að ofan sjást iveu fræg ustu ballettdansarar heimsins um þessar mundir, þau Margot Fonteyn og Rudolf Noureeyv. hinn rússneski fæddi Myndin er tekin í París þar sem þau eru nú um þessar mundir með ástralska baliettinum Fyrir nokkrum vikum var ballettinn Danmörku. við miklar undir- t-»ktir. London í nokkurn tíma í sam bandi við síðustu James Bond kvikmyndina sem tekin hefur verið í Casino Royal. 3 Sæmir þetta laga- doktor? Bjarni Benediktsson laga- doktor og forsætisráðherra leyfði sér furðulegar blekking- ar í áramótagrein sinni í Morg- unblaðinu. Hann líkti gjaldeyris eftirliti ríkisins nú á dögum við verzlunarhöft einokunartímans, þegar hýðing lá við að verzla við aðra en einkaleyfiskaup- menn hvers héraðs. Nefndi hann sem hliðstæð dæmi frægt brot frá sautjándu öld og gjald eyrislagabrot frá 1939. Lagði hann þannig gjaldeyriseftirlit ríkisins nú að jöfnu við ein- valdstilskipanir frá liðnum öld um og taldi Eystein Jónsson bera „stjómskipulega ábyrgð á gjaldeyrislögunum frá 1937“ og þar með þeirri lögsókn sam- kvæmt lögunum. Mátti úr þessu helzt lesa það, að lagadoktorínn teldi gjaldeyrislögin hin verstu ólög, einkennandi fyrir stjóm Fram- sóknarmanna og táknrænt fyrir höft og þvinganir, sem nú væm auðvitað löngu úr sögu á tímum þeirrar frelsisstjórnar, sem nú ríkir!! Ekki þarf mikla athugun til þess að sjá, að svona málflutn- ingur er ekki sæmandi Laga- doktor hvað þá forsætisráð- herra. Því fer svo fjarri að Eysteinn Jónsson beri „stjóm- skipulega ábyrgð" á fyrstu lagasetningu um gjaldeyriseft- irlit, að fyrstu lagareglur um það voru settar af stjóm Jóns Magnússonar 1920, og gjald- eyriseftirlit var framkvæmt samkvæmt þeim lögum á annan áratug. Síðan voro gjaldeyris- lögin endurskoðuð hvað eftir annað, og því fer svo fjarri, að gjaldeyrisverzlun hafi nú verið gefin frjáls, að ákvæðin um gjaldeyrisskil hafa miklu frem ur verið hert og ero hörðust f lögum núverandi ríkisstjómar um skipun innflutnings- og gjaldeyrismála frá 1960. Þar . segir í 4. gr. „Allur erlendur gjaldeyrir, ' sem hérlendir aðilar eiga eða eignast fyrir vöror, þjónustu eða á annan hátt, skal seldur 1 Landsbanka íslands, Seðlabank | anum eða öðrum bönkum, sem hafa heimild til að verzla með erlendan gjaldeyri". Og brot gegn þessum ákvæð- \ um varða nú ekki lengur 1500 3 króna sektum, heldur „allt að I 500 þús. kr.“, varðhaldi, fang- Ielsi, missi atvinnuréttar, og upptöku eigna samkvæmt al- mennum hegningarlögum. Þetta eru lög þau, sem nú- verandi ríkisstjóm setti og fer eftir og er væntanlega sífellt að framkvæma, en ekki aflögð ákvæði frá stjóraartíma Fram- sóknar! Heiðarleiki forsætisráðherr- ans sést svo bezt á þvf, að hann skuli leyfa sér að nefna þau ákvæði, sem hann hefur Jsjálfur fullgilt v g hert á ný og er að framkvæma, aflagt óstjórnardæmi, sem sérstaklega skrifist á reikning Framsókn- arflokksins! Ekki ero nú hæg heimatökin, þegar svona langt þarf að seilast eftir dæmum um „haftnstefnu Framsóknar" og ekki finnst annað skilrík- ara. , „Auglvst eftir þjóðar- metnaSi" Hannesi á horninu i Alþýðu- blaðinu þykir ástæða til að Framhald á 14. siðn J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.