Vísir - 23.02.1974, Side 9

Vísir - 23.02.1974, Side 9
Vlsir. Laugardagur 23. febrúar 1974. 9 Þó að Sveinbjörn Egilsson hafi ekki verið talinn eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar, hafa sennilega mjög margir kynnst is- lenskum skáldskap fyrst í barnagælum hans. Þessar visur eru margar alkunnar, sérstaklega þær, sem hann kveður við Kristinu. Kristin litla, komdu hér með kalda fingur þina, ég skal bráðum bjóða þér báða lófa mina. Eitthvað tvennt á hné ég hef, heitir annað Stina, hún er að láta litið bréf i litlu nösina sina. Fuglinn segir bi, bi, bi, bi, bi segir Stína, kvöldúlfur er kominn I kerlinguna mina. Fljú ga hvítu fíðríldin Einna kunnust held ég þó að visan, Kristin segir tiðindi, sé. Fljúga hvitu fiðrildin fyrir utan glugga, þarna siglir einhver inn ofurlitil dugga. Láti þau mig i Lectors stað, listamennin fróðu, þá er hverjum auðséð, að ekki er von á góðu. Guðfræðipróf frá Hafnarháskóla tekur Sveinbjörn árið 1819. Á siglingu til Hafnar 1845 kveður Svein- björn Lækka tekur liðandi, langt er burtu Skaginn, skipið klýfur skriðandi skuggafullan æginn. Um Sigriði yrkir hann. Krummi situr úti I for, kominn að bjargarþroti: „Ekki’hef ég séð þig siðan I vor, Sigga i Landakoti”. Við Þuriði kveður hann. Þó ég kalli þrátt til þin, þú kannt ekki að heyra. Þuriður, Þuriður, Þuriður min, þykkt er á þér eyra. Sina fyrstu visu gerði Sveinbjörn árið 1802, en hann fæddist árið 1791. Árni karl er villtur vist, verr en nokkur sauður, heldur hver ein hringarist hann sé nærri dauður. Arið 1819 verður Sveinbjörn kennari við Bessastaðaskóla og rektor hans, þegar skólinn er fluttur til Reykjavikur 1846. Hvort þú hefur létta lund, eða leggst á sorgin þétta, eitt sinn mun að efstu stund á þig helið detta. Treystu þvi af trúar rót tyggja sólarranna, þeim er sendir böl og bót börnum alira manna. Honum treyst af allri önd, utan vils og trega, fel þig allan hans á hönd heitt og elskulega. Næstu visu kallar hann Friþenkjarinn. Ekki var allt, sem ort var á þeim tima, sem Sveinbjörn er uppi, góður skáld- skapur. Þetta birtir bragarskort, blómaskert og heldur þurrt, það er stirt og illa ort, ekki vert að láta burt. Ekki var Bjarni Thorarensen þó i þeim hópi, sem illa ortu. Hefir fræði fyrðum seld fróðleiks gæða kjarni, látið glæða andar eld andann kvæða Bjarni. Trúðu bæði’á stokk og stein, steinar aldrei deyja, haltu þér fast við hold og bein, hvað sem aðrir segja. i augnveiki heitir næsta visa. Það hlægir mig, þá héðan ferk, helgar það sagnir boða, að ég fæ guðs hin góðu verk gleraugnalaust að skoða. Sveinbjörn gefur okkur þetta heilræði við hugarangri. Þegar hugann harmur sker og hverfur sálar dugur, borða og drekka bezt þá er; batnar við það hugur. Þátturinn verður ekki lengri að þessu sinni. Ben.Ax. Stjórn Bridgesambands Islands ákvað nýverið á fundi sinum að senda sveit til keppni i opna flokkinn á Evrópumótið 1974, sem að þessu sinni verður haldið utan Evrópu, eða nánar tiltekið i Israel. Jafnframt var ákveðið að framlengja frest til þátttöku I úrtökumóti til ákvörðunar landsliðs, til sunnu- dags. Var sú ákvörðun tekin vegna dræmrar þátttöku flestra þeirra spilara, sem skipað hafa landsliðið á undanförnum árum. Evrópumótið i Tel Aviv er 31. mótið i röðinni, en það verður haldiðdagana 2.-16. nóvember á Hótel Sharon. Fyrir tilstilli tsraelsmanna hafa náðst hag- stæð kjör á ferðakostnaði, sem gerir þátttöku tiltölulega auð- velda, ef miðað er við kostnað undanfarinna ára. Ennfremur var ákveöið að senda unglingalandslið á 4. Evrópumótið i unglingaflokki, sem haldið verður i Kaup- mannahöfn dagana 21.-28. júli. Rétt til þátttöku hafa þeir, sem fæddir eru eftir 1. janúar 1948. Að sjö umferðum loknum i meistarkeppni Bridgefélags Reykjavlkur hefur sveit Hjalta ennþá örugga forystu, en bilið hefur jafnazt hjá fjórum næstu sveitum. Röð og stig efstu sveitanna er sem hér segir: 1. Sveit Hjalta Eliassonar 127 stig 2. Sveit Þóris Sigurðssonar 104 stig 3. Sveit Guðmundar Péturs- sonar 104 stig 4. Sveit Harðar Arnþórssonar 100 stig 5. Sveit Gylfa Baldurssonar 99 stig 6. Sveit Hannesar Jónssonar 68 stig 7. SveitBraga Jónssonar 58 stig. 8. Sveit Sigurðar Sverrissonar 58 stig. Næsta umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 i Domus Medica. 1 leik Þóris við sveit Axels Magnússonar voru mjög skemmtileg spil og fjörugar skiptingar. Hér er eitt sýnis- horn. Staðan var allir utan hættu og austur gaf. 4 K-D-4-2 V A-K-D-G-8-6 ♦ enginn 4 10-7-3 ♦ G 4 A-10-8-6-5 V ekkert 410-9-4 ♦ G-10-9-4-3-2 4 D-8-7-6 4 K-G-9-8-6-5 42 49-7-3 V 7-6-3-2 4 A-K-5 4 A-D-4 t opna salnum, þar sem sveit Þóris sat a-v, gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður P 1* 14 2 ¥ 2 G! 34 4 4 4 V 5 4 D P P P Austur reyndir að flækja málin með tveggja granda sögn sinni og hvort sem það hefur tekizt eða ekki, þá fengu a-v að spila tigulsamning. Norður spilaði út hjartaás, sem sagnhafi trompaði. Hann Karlalandsliðið til ísrael og unglinga- lið til Danmerkur spilaði siðan á spaðaás og laufi, sem suður drap með ás. Þá kom þrisvar tígull, en laufið lá vel, og safnhafi átti afganginn. Einn niður, 100 til n-s t lokaða salnum ákvað vestur að bregða á leik, eftir að suður hafði opnað i öðrum sexlitnum hans: Austur Suður Vestur P \% V* P 4 G P P P P Norður 3¥ 5* Eftir tigulopnun suðurs er erfiðara fyrir a-v að finna fórn- ina I jafnri stöðu, og bvi fékk sveitÞóris að spila fimm hjörtu. Það gerði 450 og 8 stig. Kanaríeyja- kynning * á vegum Fl t sambandi við Olympiumótið i tvimenning, sem haldið verður á Kanarieyjum hefur Bridge- samband tslands efnt til hóp- ferðar á mjög hagstæðu verði i samvinnu við Flugfélag tslands. 1 framhaldi af þessu efnir Flugfélag Islands til Kanarieyjakynningar i Domus Medica sunnudaginn 17. marz kl. 13. Á dagskrá veru: 1. Tvimenningskeppni (tak- mörkuð þátttaka) 2. Kvikmynd frá Kanarieyjum 3. Verðlaunaafhending. Ferð fyrir tvo til Kanarieyja 2.-24 mai Þátttaka tilkynnist til við- komandi félagsstjórna fyrir 1. marz n.k. SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 1974 fer fram i Reykjavik dagana 10.—15. april 1974. Dagskrá: 10. april Mótsetning kl. 14.00 Bláfjöll. 15 km ganga 20 ára og eldri kl. 15.00. 10 km ganga 17—19 ára. 11. april Stökk 20 ára og eldri kl. 14.00. Bláfjöll. Stökk 17—19 ára. Norræn tvikeppni. 12. april. Skiðaþing. 13. april. Svig karla og kvenna fyrri ferð kl. 11.00. Bláf jöll. Boðganga 3x10 km kl. 12.30. Blá- fjöll. Svig karla og kvenna seinni ferð kl. 15.00. Bláfjöll. 14. april. Stórsvig kvenna kl. 13.00. Skálafell. Stór- svig karla kl. 15.00. Skálafell. Flokkasvig kvenna kl. 11.00. Skalafell. Flokkasvig karla kl. 13.00. Skálafell. Ganga 30 km kl. 12.30. Skálafell. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt mótstjórn, c/o Þórir Lárusson, Hliðargerði 1, Rvik, fyrir kl. 18.00 þriðju- daginn 2. april ásamt þátttökugjaldi. Otdráttur fer fram i Iþróttamiðstöðinni Laugardal kl. 18.00 miðvikudaginn 3. april. Nafnakall fer fram á mótstað hverju sinm 1 klst. fyrir keppni, nema i stórsvigi 2klst. fyrir keppni. Mótstjórn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.