Vísir - 23.02.1974, Síða 17

Vísir - 23.02.1974, Síða 17
Visir. Laugardagur 23. febrúar 1974. CM3 | í KVÖLD | í DAG | í KVC Höröur Torfason, Kristin ólafsdóttir, ómar Valdimarsson og Guðrún Ásmundsdóttir Sjónvarp, sunnudag, klukkan 20.55: Gestir til Ómars Óm ar Valdimarsson blaðamaður ætlar enn einu sinni að hitta fólk að máli i sjónvarps- sal. Á sunnudagskvöld koma til hans i sjónvarpið þau Kristin ólafsdóttir, útvarpsþulur og leikkona og söngkona, Hörður Torfason, þjóðlagasöngvari og leikari, og svo hún Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Ekki er að efa, að lagið verður tekið i þættinum, og verður spennandi að sjá, hvort Guðrún situr hjá ef þau Kristin og Hörður taka til við að kyrja þjóðvisur. — GG Sjónvarp, sunnudag, klukkan 22.45: Magnús og Tringov Ingi R. Jóhannsson, hinn kunni skákmeistari, ætlar á sunnudagskvöldið að fjalla nokkuð um alþjóðlega skákmót- ið, sem staðið hefur i Reykjavik að undanförnu. Ingi fjallar um mótið i heild, en þvi lýkur annars það sama kvöld og þætti Inga verður sjónvarpaö. Siðan ætlar Ingi að útskýra skák þeirra Georgi Tringov og Magnúsar Sólmundarsonar. Og það er ekki úr vegi að segja hér stuttlega frá þessum tveimur skákköppum: Georgi Tringov er Búlgari, fæddur 1937. Hann var sæmdur stórmeistaratitli árið 1963 og hefur teflt á mörgum sterkum skákmótum, en þeirra sterkast hefur sennilega verið milli- svæðamótið i Amsterdam 1964. Þar tefldi Tringov meðal annars við kappana Larsen, Tal, Smys- lov og Spasski. Helzti árangur, sem Trirtgov hefur nýlega náð, verður senni- lega að teljast mótið i Sarajevo 1970. Þar var hann i 3.-4. sæti með 9 1/2 vinning af 15 mögulegum. Á móti i Teeside i fyrra varð Trinkov i 4.-5. sæti með 9 vinninga af 15 mögulegum. Efstir á þvi móti voru þeir Larsen, Ljunojevic og Portisch. Magnús Sólmundarson er fæddur 1939 og er þvi orðinn einn af okkar reyndari skák- meisturum. Hann hefur m.a. teflt á einum þremur ólympiu- mótum fyrir Islands hönd. Á skákþingi íslands 1970 varð hann i 1.-2. sæti ásamt Ólafi Magnússyni, en tapaði einvigi þeirra um titilinn. Tvisvar sinnum áður hefur Magnús teflt á þvi Reykjavikur- móti, sem nú stendur yfir. Fyrst var það 1964, og þá varð hann i 8. -9. sæti ásamt heimsmeistara kvenna i skák, Gabrindashvili, og hlaut 5 vinninga af 13 mögulegum. Á Reykjavikur- skákmótinu 1972 varð Magnús i 9. -10. sæti með 6 1/2 vinning af 15 mögulegum og af islenzku keppendunum var aðeins Frið- rik fyrir ofan,. — GG 17 «- ★ «• ★ ★ «■ ★ ★ «- ★ «- ★ «■ ★ «- ★ «- ★ «- >6 «- ★ «- ★ «- ★ «- X- «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- >*- «■ ★ «- ★ «- , ★ «- ★ «- X- «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- >♦- «- ★ «- >f «- ★ «- * «- >(- «- >♦- «- >♦- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- *í m w c rn m u & Spáin gildir fyrir sunnudaginn 24. febrúar. Hrúturinn, 21. marz-20. apríl. Auknar vinsældir þinar gætu komið af stað deilu eða samanburði. Beittu þekkingu þinni til að rugla andstæðinginn. Vertu viðfeðmur. Nautið,2l. april-21. mai.Vandamál iþyngja þér, en þú getur leyst þau. Hugleiddu málin i einrúmi og þögn. Þú hefðir gott af að ihuga iif óæðri dýrategunda en mannsins. Tviburinn, 22. mai-21. júni.Þessi dagur ætti að vera ánægjulegur, sérstaklega siðdegið. Þú gerir óvenjulega tilraun ásamt öðrum. Efldu hugsjónir þinar. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Trúariðkanir gætu haft örvandi áhrif á andriki, gæti hent, að þú uppgötvaðir nýja stefnu i trúmálum. Sérvizka þarf ekki að vera fráhrindandi, þvert á móti. Ljónið, 24. júli-23. ágúst.Þúgætirorðið fyrir and- legri upplifun án áreynslu af þinni hálfu. Einhver viðburður gæti einnig haft örvandi áhrif á sköpunargáfu þina. Vertu ekki feiminn við að tala. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Ný uppgötvun gæti verkað endurnýjandi á þig, annaðhvort andlega eða likamlega. Hrösaðu eignum eða verkum annarra og mundu, að samvinna er lifsnauðsyn. Vogin, 24. sept.-23. okt. Vertu reiðubúinn að styðja aðra fyrri hluta dags. En vertu samt ekki að búast við neinu sérstöku, þvi dagurinn verður ósköp venjulegur. Drekinn, 24. okt.—22. nóv.Vertu númer tvö i dag og reyndu helzt að gera góðverk, það mun reynast þér ánægjulegt. Reynstu ættingja þinum eða nágranna vel. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Hugur þinn verður opinn og rannsakandi i dag, hvað varðar áhugamál eða trúarkenningar. Vertu óhræddur við hressandi nýjungar, þú kynnir að örva ungan huga. Steingeitin, 22. des.-20. jan.Reyndu að vinna upp trassaskap heima fyrir. en vertu á verði gegn viðkvæmum fjölskyldutengslum. Orð eða gjörðir annarra kynnu að æsa þig upp. Taktu ósigrum allavega vel. Vatnsberinn, 21. jan.-l9. febr. Dagurinn verður ánægjulegri en gærdagurinn. Þér bjóðast ýmsir möguleikar til aðskemmta þér og verður liklega á ferðinni. Hjálpaðu vini eða félaga. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz.Þolinmæði þrautir vinnur allar, gefðu i skyn, en ýttu ekki á eftir. t dag verður dagur næmi og töfra. Beittu hæfileikum þinum i þágu góðgerðarstarfsemi. •ft ★ -s ¥ ■ct ¥ -S ¥ -Ct ¥ ¥ -S ¥ '<L ¥ * ■Ct ★ ¥ ■ít ¥ •» ¥ ¥ ■Ct ¥ -tt ¥ -tt ¥ <t ¥ ¥ -Ct ¥ <L ¥ <c ¥ ¥ -Ct ¥ ■Ct ¥ -Ct ★ <t ¥ -Ct ★ -Ct ¥ ¥ ■ít ¥ -Ct ★ •Ct ¥ -Ct ¥ ■H ¥ ■Ct ¥ •Ct ¥ •Ct ¥ •Ct ¥ -Cf ¥ -ít ¥ -Ct ★ ■Ct ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ Ct ¥ ■Ct ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ ■Ct ¥ -Ct SJÓNVARP • Sunnudagur 24. febrúar 17.00 Endurtekið efni Staldrað við framfarir Fræðslumynd um ljósmyndun úr lofti og kortlagningu óbyggðra svæða með nýtt landnám fyrir augum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannes- son. Áður á dagskrá 23. janúar siðastl. 17.50 Höllin I Oplontis Bresk fræðslumynd um uppgröft fornleifa skammt frá Pom- pei á Suður-ítaliu. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundin okkar öskudags- skemmtun. Meðal efnis eru söngvar og dansar um bolludag, sprengidag og öskudag. Leikið er sexhent á pianó, og töframaður fer á stjá með stafinn sinn. Soffia frænka og ræningjarnir i Kardimommubæ láta til sin heyra, og litil börn sýna dansa. Einnig er i þættinum teiknimynd um Jóhann og loks verður sýnt þýskt ævin- týri, sem nefnist Brima- borgarsöngvararnir. Um- sjónarmenn Sigriður Mar- grét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. 18.55 Gitarskólinn Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 3.þáttur endurtekinn. Kenn- ari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Þaö eru komnir gestir Ómar Valdimarsson tekur á 1 móti Guðrúnu Ásmunds- dóttur, Herði Torfasyni og Kristinu ólafsdóttur i sjón- varpssai. 21.05 TorgiðBreskt sjónvarps- leikrit eftir Jonathan Raban. Leikstjóri J. Cellan Jones. Aðalhlutverk Ed- ward Fox, Elaine Taylor, Hermione Baddeley og Li- am Redmond. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Aðal- - persónurnar eru ung hjón, sem taka ibúð á leigu af öðr- um hjónum, eldri og af annari þjóðfélagsstétt, og lýsir leikurinn samskiptum þeirra. 21.55 Heimsböl Samböndin og Fórnarlömbin Tvær sam- stæðar fræðslumyndir frá Sameinuðu þjóðunum um eiturlyf og vandann, sem af þeim stafar. 1 fyrri mynd- inni er fjallað um seljendur eiturlyfja og dreifikerfi þeirra. en i þeirri siðari er hugað að fórnarlömbum eiturlyfjasalanna. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 22.45 Frá Reykjavikurskák- mótinu Ingi R. Jóhannsson segir frá mótinu og skýrir skák Magnúsar Sólmunds- sonar og Tringovs. 23.15 Aökvöldi dagsSéra Þór- ir Stephensen flytur hug- vekju. 23.25 Dagskrárlok 1ÍTVARP » Sunnudagur 24. febrúar 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljóm- sveit Hans Carstes leikur. 9.00 Fréttir. útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar: Frá út- varpinu i Vestur-Berlin (10.10. Veðurfregnir) Flytj- endur: Kammerkór út- varpsins undir stjórn Uwes Gronostays, Konrad Ragos- sing gitarleikari, Rolf Schmete fiðluleikari og David Levine pianóleikari. a. Fimm mótettur eftir Melchior Franck við texta úr Ljóðaljóðum. b. „Benedita Sabedoria” eftir Heitor Villa-Lobos. c. Tvö verk fyrir lútu eftir John Dowland. d. Þrir þættir úr Svitu nr. 3 i g-moll eftir Bach. e. Andaluza eftir Enrico Grandados. f. Fandanguillo og Rafaga eftir Joaquin Turina. g. Brasiliskur dans fyrir gitar eftir Villa-Lobos. h. Sónata i G-dúr op. 78 fyrir fiðlu og pianó eftir Brahms. 11.00 Messa i Hallgrims- kirkju. Prestur: Séra Gisli Brynjólfsson. Organleikari: Páll Haildórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tiikynningar. Tónleikar 13.15 Aldarafmæli stjórnar- skrárinnar Gunnar Karls- son cand.mag. flytur hádegiserindi. 14.00 Gestkoma úr strjál- býlinu. Jónas Jónasson fagnar gestum frá Patreks- firði. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiðinni i Prag i fyrrai Tékkneska fil- harmóniusveitin leikur „Föðurland mitt”, sex sinfónisk ljóð eftir Bedrich Smetana: Vaclav Smetacek stjórnar. 16.15 Kristallar — popp frá ýmsum hliðum Umsjónar- menn: Sigurjón Sighvatsson og Magnús Þ. Þórðarson. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Útvarpssaga barnanna: ,,Jói I ævintýraleit,” eftir Kristján Jónsson Höfundur les (5). 17.30 Stundarkorn með pólsku söngkonunni Bognu Sokorska 17.50 Úr segulbandasafninu Páll Bergþórsson veður- fræðingur talar við Stein Dofraættfræðing i ársbyrjun 1958. 1 þættinum fer Jón Helgason prófessor með kvæði sitt ,,Til höfundar Hungurvöku”. 18.20 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Barið að dyrum Þórunn Sigurðardóttir heimsækir Sverri Kristjánsson og Guðmundu Eliasdóttur að Grjótagötu 5. 19.55 í s1e nz k t ó n 1 ist Guðmundur Guðjónsson söngvari og Sinfóniu- hljómsveit tslands flytja. Stjórnendur: Proinnsias O'Duinn og Páll P. Pálsson. a. Fimm sönglög eftir Pál Isólfsson. b. Fjórir rimna- dansar eftir Jón Leifs. 20.15 ,,Nú er góa gengin inn" Gisli Helgason sér um þát.t- inn. Auk hans koma fram: Kristján Steinsson, Dagur Brynjúlfsson, Guðmundur Danielsson og Hjörtur Pálsson. 21.15 Tónlistarsaga A11 i Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (16). 21.45 Um átrúnað: Út fyrir- birgðafræði trúarbragða. Jóhann Hannesson flytur fjórða erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. llanslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.