Vísir - 23.02.1974, Side 20
Byssumaðurínn
ígeðrannsókn
Maöurinn, scm ógnaði konu og
dóttur hennar með byssu að-
faranótt fimmtudagsins, var úr-
skurðaður í 60 daga gæzlu-
varðhald og geðrannsókn.
Maðurinn bjó á Eyrarbakka, og
það var þar sem hann stal byss-
unni, áður en hann kom i
heimsókn til konunnar. Fyrir ut-
an byssuna hafði hann með sér
eina flösku af léttu vini og drakk
það, en áhrifin af þvi eru ekki tal-
in hafa haft afgerandi áhrif á
hegðun mannsins. —óH
Húsavík:
Jóhann Kr.
Verkfallsverðir V.R. sinna hér skyldustörfum viö verzlunina Kjöt og fisk viö Baldursgötu I gærdag (Ljósmynd Visis BG)
„Skráður eigandi í fundargerð"
— Og þess vegna hélt eigandi
Karnabœjar að starfsmaðurinn
gœti afgreitt — tilraunir
til verkfallsbrota tíðar
Jónsson
í 1. sœti hjó
D-listanum
Sjálfstæðismenn á Iiúsavik
hafa ákveðið framboðslistann við
bæjarstjórnarkosningarnar. Jó-
hann Kr. Jónsson framkvæmda-
stjóri verður nú i 1. sæti i stað
Jóns Ármanns Árnasonar
húsasmiðs, sem nú verður I stað-
inn i 2. sæti.
Við siöustu bæjarstjórnar-
kosningar hlutu „Sameinaöir
kjósendur” 286 atkvæði og 3
kjörna, Framsókn 230 atkvæði og
2kjörna, Alþýöuflokkurinn 177 at-
kvæöi og 2 kjörna, Sjálf-
stæöisflokkurinn 144 atkvæöi og 1
kjörinn og „Öháðir kjósendur”
125 atkvæöi og 1 kjörinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft tiltölulega minna fylgi á
Húsavík en i nokkrum öðrum bæ.
Nú vonast sjálfstæöismenn eftir
aukiíingu og hefur félagsmönnum
i félagi þeirra fjölgaö mjög á
kjörtimabilinu, eru nú engu færri
en allt atkvæðafylgi þeirra var
siöast, að sögn fréttaritara Visis.
Listi sjálfstæöismanna litur
þannig út:
1. Jóhann Kr. Jónsson fram-
kvæmdastjóri. 2. Jón Ármann
Árnason húsasmiður, 3. Ingvar
Þórarinsson bóksali, 4. Hörður
Þórhallsson stýrimaður, 5.
Haraldur Jóhannesson mjólkur-
fræðingur, 6, Katrin Eymunds-
dóttir húsmóöir, 7. Guðmundur A.
Hólmgeirsson sjómaöur, 8.
Haukur Akason tæknifræðingur,
9. Reynir Jónasson kaupmaöur,
10. Dóróthea Guðlaugsdóttir hús-
móðirj 11. Siguröur Rögnvaldsson
vélstjóri, 12. Þórhallur Aðal-
steinsson vélstjóri, 13. Brynjar
Halldórsson sjómaður, 14.
Þröstur Brynjólfsson lög-
regluþjónn, 15. Björn Sigurðsson
bilstjóri, 16, Arni Gunnar Sigur-
jónsson trésmiður, 17. Garðar
Þórðarson bilstjóri, 18. Karl Páls-
son útgerðarmaður.
Prófkjör var ekki viðhaft. HH
Verkfallsverðir V.R. höfðu i
nógu að snúast I gærdag.
Þeir ráku verzlunarstjóra
Karnabæjar ásamt afgreiðsiu-
stúlku út I kuldann og lokuðu búð-
inni.þareð téður verzlunarstjóri,
Sævar Baidursson, hafði ekki
leyfi til að afgreiða I búðinni, né
heidur stúlkan.
„Eigandi Karnabæjar bar þvi
við að i fundargerð hefði Sævar
verið skráður eigandi,” sagði
Elis Adolphsson verkfalls-
vörður,” en það dugir nú
skammt. Maöurinn var nefnilega
ekki þinglýstur eigandi að búð-
inni.”
Sviptingar urðu við verzlunina
Kjöt og fisk i gærkvöldi, en þar
var eigandinn við afgreiðslu
ásamt sex manneskjum öðrum,
að þvi er verkfallsverðir tjáðu
VIsi.
„Hann hélt að hann gæti látið
fullorðinn son sinn afgreiða hjá
sér, vegna þess að sá væri erfingi
að búðinni,” sagði Elis Adolphs-
son,” en þaö er vitanlega firra”.
Fjöldi manns var inni I Kjöt og
fiski, þegar Vlsismenn bar þar
að, og höfðu verkfallsverðir lokað
búðinni, hleyptju engum inn.
Nokkrir viðskiptavinir Einars i
Kjöt og fiski söfnuðust saman
framan við verzlunina og hófu
orðaskak við verkfallsverði.
Þeir stóðu þó fastir við sina ætl-
un og hleyptu engum inn i búðina.
Loks kom Einar kaupmaöur út,
sættist við verkfallsverðina og
lokaði búð sinni.
Kærur um verkfallsbrot bárust
viða að I gærdag, en stundum
reyndist um vitleysu að ræða, t.d.
I Vogaveri. Þangað þustu verk-
fallsverðir, en I ljós kom, að þar
var ekki verið að fremja verk-
fallsbrot.
— GG
EMBÆTTISMENNIRNIR KOMUST
ÚR LANDI ÞRÁTT FYRIR HARÐA
VERKFALLSVÖRZLU
— „Stungu af##
með norskri herflugvél
Verkfallsvörðum úr
Verzlunarmannafélagi Suður-
nesja og V.R. tókst að hindra
tvo opinbera starfsmcnn i að
komast úr landi með Loftleiða-
vél, sem hér millilenti í gær-
morgun á leið frá Amcriku til
Luxcmburg.
„Við höfum staðið vörð við
þær Loftleiðavélar, sem lent
hafa á Keflavikurflugvelli, og i
þessu tilviki vorum við fimm við
hvorn landgang”, útskýrði
Gunnar Árnason verkfalls-
vörður þar syðra i viðtali við
Visi i gærkveldi.
„Þeir komu þarna tveir að
vélinni i morgun, Kristján
Pétursson deildarstj. i tollgæzl-
unni á Keflavikurflugvelli og
Valtýr Sigurðsson fulltrúi
bæjarfógetans i Keflavik”,
sagði Gunnar frá. „Þegar þeir
gerðu sig liklega til að stiga
orðalaust um borð i vélina á
meðan hún tók eldsneyti,
stöðvuðum við þá og kröfðumst
skýringa á ferðum þeirra.
Kristján kvaðst þá vera i oþin-
berum erindum, en þeim
erindum yrði lokið á tveim
dögum. Þar sem hvorugur
þeirra, ' Kristján eða Valtýr,
gátu sýnt skilriki, sem sönnuðu
áætlanir þeirra, var þeim snúið
frá vélinni, og við yfirgáfum
ekki landgangana, fyrr en vélin
lagði af stað á ný”.
Og Gunnar heldur áfram frá-
sögn sinni: „Kristján, sem að
visu var ekki að störfum þarna
að þessu sinni, vísaði okkur út af
transit-svæðinu, sem við
féllumst á. Enda var verkefni
okkar lokið þarna að sinni. En
skömmu eftir að við höfðum
yfirgefið völlinn, gengu þeir
Kristján og Valtýr upp i norska
herflugvél, sem var að fara til
Noregs, og með henni fóru þeir
af landi brott.
Þetta er nokkuð, sem við
héldum, að ætti ekki að vera
hægt”, sagði Gunnar að lokum.
„Auk þess vitum við, að erindi
Kristjáns til Kaupmannahafnar
átti ekki að taka nema tvo daga.
Síðan mundu þeir Valtýr halda
til Austurrikis i skemmti-
ferð..En við litum á þetta sem
mjög gróft verkfallsbrot!!
—ÞJM
Laugardagur 23. febrúar 1974.
Týndu bréfin
innihéldu
stórar summur
— mólið sent
saksóknara
Rannsókn i ábyrgðarbréfa-
hvarfinu, sem varð á bréfapóst-
stofunni I Reykjavik i fyrra, er nú
loks lokið.
Skýrsla um málið fór rétt fyrir
seinustu helgi til saksóknara, sem
ákveður hvað gert skuli.
Eins og kunnugt er, voru tveir
menn handteknir, grunaöir um
þátttöku i bréfahvarfinu. Þeir
játuðu aldrei að hafa átt þar hlut
að máli.
Að sögn Njarðar Snæhólm hjá
rannsóknarlögreglunni eru það
mjög mörg ábyrgðarbréf, sem
kvartað er undan að hefðu ekki
komið til skila. Það voru fyrst og
fremst bréf til útlanda, sem ekki
komu fram.
1 mörgum tilfellum er um mikl-
ar fjárhæðir að ræða, sem talið er
að hafi horfið. — óH
Bretinn að veiðum nœr
landi en okkar menn
— mistökum við gerð sjókorts kennt um
Bretar hafa nú rétt til
togveiða i hólfi fyrir
Norðurlandi upp að
gömlu 12 milna mörk-
unum.
íslendingar hafa hins
vegar, samkvæmt lög-
um, ekki rétt til að
veiða svo nærri landi.
Sjómenn fyrir norðan
eru að vonum reiðir
vegna þessa ástands,
sem varað hefur siðan
samningurinn við
Breta tók gildi.
Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins,
tjáði Visi, að þessi mismunun
stafaði af mistökum við gerð
korts hjá Sjómælingum Islands.
„Það er áhugi fyrir þvi að lag-
færa þessi mistök, og það
verður lagt fram frumvarp á
þingi eftir helgina með það fyrir
augum”, sagði Jón Arnalds.
Ef það frumvarp nær fram að
ganga, sem hlýtur að vera, þá fá
islenzku togveiðibátarnir að
stunda veiðar upp að gömlu tólf
mllna mörkunum eins og Bret-
ar.
Jón Arnalds sagði, að hjá Sjó-
mælingum hefði verið teiknað
kort og miðað við grunnlinu-
punkta gömlu 12 milna land-
helginnar.
Nú þegar 50 milurnar eru
komnar til, fækkaði þessum
grunnlinupunktum um þrjá, og
við það færðist lina, sem botn-
vörpulögin frá 1972 voru miðuð
við, utar.
„Þeir áttuðu sig ekki á þess-
ari breytingu hjá Sjómæling-
um”, sagði Jón Arnalds, „en
þetta verður lagfært”.
Norðlenzkum sjómönnum
fannst að þessi ákvæði kæmu
undarlega út, og þvi kvörtuðu
þeir við Landhelgisgæzluna og
ráðuneyti — og nú kemur laga-
frumvarp á þingi til að laga
þessa handvömm, þvi ekki
verða Bretar reknir út fyrir is-
lenzku fiskimennina I bráð.
—GG