Vísir - 10.06.1974, Page 4
4
Vlsir. Mánudagur 10. júni 1974
stuttvm fyrirvara
varabluti í tiestar
gerðir bandarískra
bifreiða, mótorhjóla
og vinnvvéia. [
NEiTOlR UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN
Lækjargötu 2 (Nýja Bió) - Reykjavik - lceland - Tel.: 25590 - P. O. Box 285
VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN
TILSÝNIS: i dog kl. 14—22
LOKSINS eru fáanlegir hér á landi
hinir heimsþekktu paradiso tjaldvagnar
Paradiso hefur góða innréttingu
Paradiso hefur gaseldavél
Paradiso hefur vask
Paradiso hefur svefnpláss fyrir 4 til 5
Paradiso hefur kosti hjólhýsis
Paradiso hefur þó þá kosti framyfir hjól-
hýsi, að það byrgir ekki útsýni og er mjög
létt og stöðugt i drætti.
Paradiso er reist á 3 sekúndum
Búsport
Rofabæ 27, Arbæjarhverfi.
Simar 84348 — 83097.
Akureyri simar 22550 og 22680
Lausar stöður við norrœnu
landbúnaðarstofnunina
í Tanzaníu
Finnska utanrikisráðuneytið hefir óskað
eftir þvi, að auglýstar verði til umsóknar
hér á landi svo sem á öðrum Norður-
löndum 17 stöður við norrænu land-
búnaðarstofnunina i Mbeya i Tanzaniu.
Stöður þessar eru:
Ein staða yfirmanns, er umsjón hafi
með kennslu á vegum stofnunarinnar, 8
kennarastöður við bóklegt og verklegt
nám, 4 stöður við rannsóknarstofnun og 4
stöður við tilraunastörf og þjálfun i þeim.
Háskólapróf i búvisindum eða land-
búnaðarhagfræðier yfirleitt skilyrði fyrir
þvi, að ráðning komi til greina, auk þess
sem krafist er nokkurrar starfsreynslu.
Umsækjendur þurfa einnig að vera mjög
vel færir i ensku.
Launakjör miðast við ráðningarkjör
sérfræðinga hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þeir, sem stöðurnar hljóta, njóta skatt-
frelsis, ókeypis húsnæðis fyrir sig og fjöl-
skyldur sinar, auk ýmissa annarra
friðinda. Ráðningartimi er tvö ár frá kom-
andi hausti.
Umsóknareyðublöð og nánari upp-
lýsingar verða veittar á skrifstofu Að-
stoðar íslands við þróunarlöndin, Lindar-
götu 46 (herbergi nr. 12), Rvk., en skrif-
stofan er opin á mánudögum og miðviku-
dögum kl. 4-6 e.h. Tekið verður á móti um-
sóknum til og með 24. júni n.k.
Aðstoð íslands við þróunarlöndin
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsqötu 49 — Simi 15105
MALNINGAVÖRUR
Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i
nýjum húsakynnum aö Grensásvegi 11 — sími
83500. Erum einnigá gamla staönum Bankastræti 7
sími 11496.
Sakharov
fer hvergi
Kjarnaeðlisfræðingurinn
Andrej Sakharov, sem átt hefur i
erjum við sovézk yfirvöld vegna
borgaralegra réttinda sinna og
annarra, segist ekki munu sækja
um að fara frá Sovétrikjunum,
þvi honum finnist hann vera eins
konar leiðarljós þeirra Rússa,
sem berjast fyrir auknum
mannréttindum.
„Landflótti er ekki hótinu betri
en fangabúðirnar. Ég er i sömu
aðstöðu og Solsjenitsin. Hann
hefði heldur ekki valið útlegðina,
hefði hann átt einhverra kosta
völ,” sagði Sakharov i samtali við
norska fréttamenn, sem nýlega
voru á ferð i Moskvu.
í fyrrahaust sótti Sakharov um
leyfitilaðfara til Bandarikjanna,
þar sem honum bauðst að flytja
fyrirlestra við Princeton-háskóla.
Nú virðisthonum hafa snúizt hug-
ur, eftir að Solsjenitsin var vlsað
úr landi.
A sama tima hafa svo sovézk
yfirvöld loks tekið til greina
umsókn ballettdansarans Valeri
Panov um fararleyfi. Panov er af
Gyðingaættum, og þótt hann væri
áður einn af fremstu dönsurum
Rússa, hefur hann ekki fengið
verk að vinna, eftir að hann tók
undir mótmæli Gyðinga vegna
ofsókna yfirvalda á hendur þeim.
Panov var velkomið að fá
fararleyfi fyrr, en þá hefði kona
hans, ballettdansmærin Galina,
ekki fengið að fara með honum.
Þau vildu hvorugt láta stia sér
þannig sundur, og þar við sat, þar
til loks þeim var veitt núna báð-
um leyfi til að fara.
Uppreisn
í gullnámu
Það kom til harðrá átaka
við gullnámuna I bænum Wel-
kom I Suður-Afríku, þegar
nokkur þúsund afríkanskra
námaverkamanna gerðu
uppþot. Urðu árekstrar við
lögregluna, og létu tveir
menn lífið, en þrír særðust.
Uppþotsmennirnir báru eld að
nokkrum byggingum við Tarmoni-
gullnámuna og ollu spjöllum á
öðrum. — Varð að senda liðsauka frá
nágrannabæjum til að aðstoða
slökkvilið og lögreglu. Var beitt
táragasi og vatnsslöngum á óeirðar-
seggina, en þeir leituðu skjóls lengst
inn i dimm námagöngin.
Ekki liggur ljóst fyrir, hvað kom
uppþotinu af stað en vonir stóðu til
þess að koma mætti á ró i dag.
Nóbels-
skáldið
Asturias
látinn
Nóbelsskáldið, Miguel Angel
Astucias lézt á sjúkrahúsi i Madrid i
gær, 74 ára að aldri. Hann hafði verið
lagður inn á sjúkrahúsið fyrir fyrir
þrem vikum, þá með andarteppu.
1 tilkynningu frá sjúkrahúsinu var
skýrt frá þvi, að æxli i þörmum og
galli i öndunarfærum hefðu leitt
hann til dauða. — Fjölskylda hans
hefur skýrt frá þvi, að hann verði
jarðsettur i Paris.
Asturias, sem einnig var kunnur af
stjórnmálaafskiptum i heimalandi
sinu og störfum i utanrikisþjón-
ustunni, aflaði sér fyrst frægðar með
bók sinni „Þjóðsögur frá
Guatamala”, en þaðan var hann ein-
mitt sjálfur. Gat hann sér orðstir
fyrir skrif um stöðu hinna kúguðu
Indiánaættkvisla i Suður-Ameriku.