Vísir - 10.06.1974, Síða 7
Vísir. Mánudagur 10. júni 1974
7
stöðu og Finnland var á þessum
tima. Á ekki lengri tima en 20 ár-
um hafa Sovétrikin breytt valda-
hlutföllunum jafn mikið og raun
ber vitni — þau geta auðveldlega
á enn skemmri tima fært sig
lengra út á Atlantshaf.
— Hvernig er unnt að skýra
þessa útþenslu Sovétrikjanna?
Hvað vakir fyrir þeim?
—Á þvi timabili bættrar sam
búðar milli austurs og vesturs,
sem við höfum lifað undanfarin 10
ár, hefur einkum borið á tvenns
konar þróun i Vestur-Evrópu. Þar
„Með minnkun her-
af lans í vestri og aukn-
ingu hans í austri geta
yfirburðir Sovétmanna
orðið svo miklir, að
þeir þurfa ekki að
beita þeim".
má annars vegar néfna stöðugt
minni hernaðarlegan viðbúnað
Vesturlanda. Þjálfun herja i
NATO rikjunum minnkar alltaf.
Vopn og tæki hafa smám saman
orðið úrelt og ekki verið endur-
nýjuð á fullnægjandi hátt. Fram-
lög til varnarmála minnka hlut-
fallslega miðað við þjóðarfram-
leiðslu. Miðað við ástandið fyrir
10 árum rikir nú meiri upplausn
meðal NATO-rikjanna, og þau
eiga erfiðara með að koma sér
saman um stefnumörk.
Hins vegar má benda á sifellda
eflingu herstyrks Sovétrikjanna
og fylgirikja þeirra. Almennt séð
eru herir Varsjárbandalagsland-
anna mun betur þjálfaðir og þeir
fá meira fé til sinna þarfa af
þjóðarframleiðslunni en herir
Vesturlanda. Samstaðan mætti
að visu vera betri meðal banda-
lagsrikjanna, a.m.k. hreyfa
Rúmenar og Pólverjar stundum
andrnælum við stefnu Rússa En
eins og sást i Tékkóslóvakiu 1968,
leyfa Sovétmenn aldrei, að
ágreiningurinn verði þeim baga-
legur.
Rússar hljóta að taka mið af
þessari heildarþróun og geta ekki
komizt hjá þvi að sjá, að það er
þeim i hag að geta vigbúizt i skjóli
batnandi sambúðar, á sama tima
og varnir Vesturlanda dragast
saman. Enda er ljóst, að þeir
færa sér þetta i nyt.
Væru Sovétrikin land, þar sem
öllum þörfum almennings væri
fullnægt og rikidæmi mikið, gæti
verið eðlilegt, að stjórnvöld þar
beindu nú fjármagni til að efla
varnir landsins. En þessu er alls
ekki þannig farið. Almenningur i
Sovétrikjunum verður að sæta þvi
i daglegum kjörum, að herinn er
sifellt efldur, meðan almenningur
fær ekki að njóta þeirra lifsgæða,
„Rússar eru jarð-
bundnir að eðlisfari og
þeir gera ekkert, nema
það þjóni ákveðnum
tilgangi".
sem við teljum sjálfsögð á
Vesturlöndum. Maður verður að
ætla, að Sovétstjórnin hafi eitt-
hvað sérstakt i hyggju með þess-
ari miklu uppbyggingu herafla
sins. Rússar eru jarðbundnir að
eðlisfari, og þeir gera ekkert
nema það þjóni ákveðnum til-
gangi.
— Ertu þeirrar skoðunar, að
við stöndum frammi fyrir innrás
frá Sovétrikjunum inn i Vestur-
Evrópu?
— Nei, það held ég ekki. Þvert
á móti álit ég, að minnkun
varnarviðbúnaðar á Vesturlönd-
um á timum bættrar sambúðar
leiði til þess, að Rússar telji það
bæði ónauðsynlegt og beinlinis
skaðlegt fyrir stefnu sina að sýna
vald sitt. Þróunin hefur gengið i
lið með þeim eins og áður er lýst.
Þeim er ekkert um það gefið, að
samstaða Vestur-Evrópurikja
innbyrðis sé mikil eða félags-
skapurinn við Bandarikin of ná-
inn. Nú verður þess einnig vart,
að Vesturlönd hamra á sérhags-
munamálum i samstarfi sinu, á
meðan sameiginleg hætta þjapp-
ar þeim ekki saman.
Illlllllllll
IM WSM
viðtal
Bjðrn Bjarnason
Með minnkun heraflans i vestri
og aukningu hans i austri geta
yfirburðir Sovétmanna orðið svo
miklir, að þeir þurfa ekki að beita
þeim. Sundurlyndið meðal
Vesturlanda getur leitt til þess, að
þau verða hálfhlutlaus.
Eina mótvægið gegn Sovétrikj-
unum getur komið frá Bandarikj-
unum og kemur þaðan nú. Ekki
einu sinni sameining Vestur-
Evrópu, sem ekkert verður af á
þessari öld, getur komið i staðinn
fyrir afl Bandarikjanna.
Með þetta ihuga er engin furða,
þótt ýmis riki harmi þá breyt-
ingu, sem orðið hefur i Banda-
rikjunum og á stefnu þeirra i
utanrikismálum eftir Vietnam-
styrjöldina. Eftir bitra reynslu
sina I Vietnam vilja Bandarikja-
menn ekki gangast undir neinar
nýjar skuldbindingar, sem fela i
sér ábyrgð á öryggi annarra
rikja. Hins vegar bendir ekkert til
þess að þeir ætli að hlaupast und
an þeim skyldum, sem þeir bera
nú þegar eins og til dæmis gagn-
vart Islendingum samkvæmt
varnarsamningnum frá 1951.
Einmitt þess vegna segi ég, að
stefna islenzku rikisstjórnarinnar
um lokun varnarstöðvarinnar sé
ekki i samræmi við það, sem
gerist annars staðar i heiminum.
Þetta er stefna, sem gat átt rétt á
sér á sjötta áratugnum þegar
Bandarikin höfðu alhliða hern-
aðarlega yfirburði. Hins vegar er
engu likara en þeir stjórnmála-
menn, sem fylgja þessari stefnu
nú, hafi alls ekki fylgzt með þvi,
sem er að gerast i kringum þá,
þeir eru ekki i takt við timann.
— Svo við snúum okkur að lok-
um sérstaklega að samstarfi
NATO-rikjanna á norðurslóðum.
„Ég er þeirrar skoð-
unar, að ekki sé þörf
neinna byltinga innan
Atlantshafsbandalags-
ins".
Nú hefur verið rætt um það, að
Noregúr, Kanada og Island ættu
að taka upp nánari samvinnu um
öryggismál. Hver er þin skoðun á
þessu?
Nýlega hreyfði ég þeirri hug-
mynd i grein I kanadisku timariti
um alþjóðamál, hvort ekki væri
timabært að endurskoða skipan
sameiginlegu herstjórnanna inn-
an NATO. Eins og kunnugt er, ber
SACLANT-herstjórnin i Norfolk i
Bandarikjunum ábyrgð á vörnum
N-Atlantshafs. Hins vegar heyra
til dæmis varnir Noregs undir
Evrópu-herstjórnina og norður-
deild hennar, sem hefur höfuð-
stöðvar i Kolsás við Oslo. Mér
finnst, að taka ætti til athugunar,
hvort ekki sé rétt að koma á fót
þvi, sem ég kalla Artic Command
(Norðurheimsskaut-herst jórn),
sem næði til svæðisins, sem nær
frá Skandinaviu til Kanada, og
yrði undir herstjórn SACLANT.
Styrkur sovézka flotans á þessu
svæði kallar á einhverjar raun-
hæfar aðgerðir.
Ef slíkri nýskipan yrði komið á,
mundu Bandarikin að sjálfsögðu
verða þungamiðjan i henni. Innan
varnarsvæðisins falla Noregur,
Danmörk, Bretland, Island og
Kanada, sem yrðu þátttakendur i
starfinu hvert eftir sinni getu.
Ég er þeirrar skoðunar, að ekki
sé þörf neinnar byltingar innan
Atlanstshafsbandalagsins. Eftir
meira en 20 ára starf herstjórna
NATO eftir óbreyttu fyrirkomu-
lagi fer þó ekki hjá þvi, að ýmis-
legt megi betur fara.
1 framhaldi af kynningu okkar
hérna á Innsiðunni á fimmtud.
30. mai væri ekki úr vegi að tala
aðeins um upphluti á telpur.
Undanfarin ár, sérstaklega
17. júni, hefur það meira og
meira færzt i tizku, að telpur
klæðist upphlut.
Ekki er hægt að segja annað
en að það auki á hátiðarsvipinn
að sjá litlu stúlkurnar þannig
búnar. Ekki er óliklegt, að þeg-
ar þessar telpur vaxa upp, verði
þetta þeim hvatning til þess að
fá sér islenzkan búning og þá
um leið til þess að gefa sinum
eigin dætrum slikan búning.
stundum hafðar með 19. aldar
sniði og þá djúp skotthúfa við.
Pilsið er fellt á likan hátt og pils
fullorðinna, en viddina verður
að sjálfsögðu að miða við stærð.
Sama er að segja um svuntuna.
1 raun og veru er alls ekki svo
erfitt að sauma þetta sjálfur.
Þyrfti það þá ekki að vera mjög
dýrt, nema auðvitað yrði silfrið
dýrast, en það er hægt að nota
aftur og aftur.
Höfuðbúnaðurinn með telpu-
upphlutnum var i fyrstu flauels-
húfa i sama lit og bolurinn,
bundin undir höku með silki-
böndum og skreytt virjegging-
um eða virsaumi með ýmsu
móti. Hefur húfa þessi stundum
verið nefnd bátur. Má vera, að
hún hafi verið gerð að einhverju
leyti með hliðsjón af skarðhúf-
unni, sem stúlkubörn báru á 18.
öld, eða spaðahúfunni, sem
leysti skarðhúfuna af hólmi um
1800, þótt ekki verði það fullyrt.
Hægt er að fá leiðbeiningar og
snið um saumaskapinn á kyrtl-
um I Húsfreyjunni 21. árgangi
1970 3. tbl. Blaðið fæst hjá Kven-
félagasambandi Islands.
Hér meðfylgjandi koma
nokkrar upplýsingar um,
hvernig telpuupphlutir lita út
skv. lýsingu Húsfreyjunnar.
Bolurinn er mislitur. 1 fyrstu
var hann liklega oftast úr dökk-
rauðu og dökkbláu bómullar-
flaueli, grænt mun þó einnig
hafa þekkzt og eins hárautt,
sem hefur orðið einna algengast
á siðari árum.
Á siðarí árum hefur færzt i
vöxt, að telpur væru með skott-
húfur við upphlutinn, ýmist
grunnar með svörtum skúf, eða
djúpar og þá tiðum með mislit-
um skúf, rauðum eða I sama lit
og upphluturinn: — EVI —
Telpa með djúpa prjónaskott-
húfu með mislitum skúf frá
1968.
Pilsið var ætið svart, úr klæði
i fyrstu. Slðan var farið að nota
satin eins og I upphluti kvenna,
en mjög er það lakara og sjálf-
sagt að hafa pilsið úr ullarefni.
Brydding er neðan á pilsinu, úr
sama efni og bolurinn, er hún
höfð misbreið eftir stærð u.þ.b.
4-9 cm.
Upphlutnum fylgir langerma
hvit skyrta úr ógagnsæju efni,
helzt lérefti. Þó hafa silkikennd
efni einnig tiðkazt. Hálsmálið
getur verið með ýmsu móti. Þó
fer bezt á þvi, að það sé ekki
mjög flegið.
Svuntan er felld með hneppt-
um streng. Mun fara bezt á þvi,
að hún nái rétt niður fyrir efri
brún pilsbryddingarinnar.
Svuntan hefur verið með ýmsu
móti.hvit eins og skyrtan eöa
munstruð, rósótt, röndótt eða
köflótt. Fer það tvennt siðast
nefnda einkar vel við.
Beltiö er svipað belti fullorö-
inna, oftast svart flauelsbelti,
krækt með silfurpörum og e.t.v.
sett silfurdoppum. Brjóstnál er
á skyrtunni við hálsmálið fram-
anvert, ef vill.
A fótabúnaði eru ekki neinar
fastar venjur, að þvi er virðist,
en telja verður, að svartir, slétt-
ir skór og hvitir sokkar fari
einna bezt við búninginn.
Sniðið á bolnum er likt þvi,
sem gerist á upphlutum kvenna
nú á dögum. Það er að finna i 1.
tbl. Húsfreyjunnar 1974, á 2-3
ára og u.þ.b. 9 ára.
Athugið að hlýrar og fram
stykki eru sniðin I einu lagi.
Um saumaskap á telpuupp- '{W 1H JHj'
lilut gilda ii.in.r-t m.uihi reglur og .
upphlut fullorðinna
Borðar, leggingar og brydding- w'9,1
ar á bolnum eru með sama . 4C-?
hætti, nema hvað boröar og
bakleggingar eru nú einnig Upphlutsklæddar telpur meö flauelshúfur (báta) frá 1956,