Vísir


Vísir - 10.06.1974, Qupperneq 11

Vísir - 10.06.1974, Qupperneq 11
10 Vlsir. Mánudagur 10. júni 1974 Vísir. Mánudagur 10. júni 1974 11 lur Símonarson 1. deild Staðan i 1. deild eftir leikina um helgina: Akurcyri—Vikingur 0:2 Akranes—Keflavlk 3:1 Frain—IBV 1:1 Akranes 4 3 1 0 9:2 7 Vikingur 4 2 11 6:4 5 Kll 3 2 0 1 3:2 4 Keflavik 4 2 0 2 6:5 4 ÍBV 4 1 2 1 4:4 4 Valur 3 0 2 1 2:3 2 Fram 4 1 2 2 5:7 2 Akureyri 4 1 0 3 1:9 2 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimsson, Akran. 4 Kári Kaaber, Viking 3 Steinar Jóhannsson, Keflavik 3 Rúnar Gislason, Fram 2 Teitur Þórðarson, Akranes 2 Jón Gunnlaugsson, Akranes 2 Næstu leikir i 1. deild: i kvöld, mánudaginn 10. júni leika á Laugar- dalsvellinum KIl—Valur kl. 20,00. Fimmtudaginn 13. júní kl. 20,00 leika á i.augardalsvellinum Fram—Akra- 2. deild Staðan i2. deild eftir leikina um helgina: Armann—FH 0:3 Rreiðablik—isafjörður 9:0 Völsungur—Selfoss 3:0 Breiðablik FII Völsungur Selfoss Þróttur Haukar ísafjöröur Ármann Markhæstu menn: Ólafur Danivalsson, Flf 5 Guðmundur Þórðarson, Breiðab. 5 Sumarliði Guðbjartsson, Self. 4 llermann Jónasson, Völsungi 3 Guðjón Sveinsson, Ilaukum 3 Leifur Iielgason, FIl 3 Næstu leikir i 2. deild verða: i kvöld, mánudag, leika í Hafnarfirði kl. 20,00. FH—Haukar. A morgun, þriðjudag, leika á Ar- mannsvelli kl. 20,00. Armann—Þrótt- ur. A fimmtudaginn kl. 20,00 leika I Kópavogi Breiðablik—Haukar og á föstudaginn leika á Selfossi kl. 20,00 Selfoss—FH. 3. deild Crslit i Austfjarðariðli i 3. deildar- keppninni i knattspyrnu um helgina urðu þessi: Sindri—Leiknir 1:2 Einherjar—Huginn 3:1 Höttur—Austri 0:2 Þróttur—Valur (Frestaö) i kvöld verða tveir leikir I 3. deild i Reykjavik. Fylkir og ÍR leika á Ar- bæjarvelli, og á Háskólavellinum leika Leiknir og Grindavik. Báðir leikirnir hefjast kl. átta. Enn hreint mark Zoff! ítalia — eitt sigurstranglegasta. landið i heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu — lék sinn siðasta æfinga- leik fyrir HM á laugardag. italir léku þá viö Austurrikismenn I Vinarborg og varð jafntefli án þess mark væri skor- að. Enn heldur þvi Zoff marki sinu hreinu hjá ítaliu —og er nú að nálgast 15 landsleiki i röð án þess að fá á sig mark. Yfir fimmtiu þúsund áhorfend- ur sáu leikinn og tókst austurriska lið- inu að stöðva allar sóknartilraunir itala — og yfirtók svo spilið langtim- um saman. Hins vegar tókst Austur- ríkismönnum ekki að skora hjá hinni frábæru vörn og stórkostlcga mark- verði itala. Leikurinn var allfjörugur, en greinilegt, að itiilsku leikinennirnir tóku enga áhættu svona rétt fyrir IIM. Fyrsti leikur liðsins þar verður gegn Haiti á laugardag I Munchen. Arni Stefánsson, markvörður Fram, handsamar knöttinn, áöur en Haraldur „gullskalli” Júliusson nær til hans. Ljósmynd Bjarnleifur. Tœkifœri í tugatali, en aðeins tvö nýttust — Fram og Vestmannaeyjar gerðu jafntefli á Laugardalsvelli 1-1 „Þvi er ekki að neita að ég er óhress yfir byrjuninni hjá okkur. Þetta er gott lið, en það er eins og hlutirnir vilji ekki rúlla rétt fyrir okkur þessa dagana, og við náum i mesta lagi jafntefli i leikjunum. En þetta hlýtur að fara að smella i liðinn”. Þetta sagði eini tslendingurinn, sem þjálfar 1. deildarlið hér á landi I sumar, Jóhannes Atlason þjálfari Fram, eftir leikinn milli Fram og Vestmannaeyja á Laugardalsvellinum i gær. Það er ekki að undra þótt Jóhannes sé óhress. Fram, með allar sinar „stjörnur” hefur að- eins hlotiö 2 stig i fyrstu 4 leikjun- um og er á botninum i deildinni ásamt Akureyringum. Leikiirinn i gær var sann- • • kallaður leikur hinna glötuðu tækifæra. Bæði liðin áttu aragrúa af marktækifærum, en aðeins tvlvegis var knettinum komið i netið. Framarar voru fyrri til, en Eyjaskeggjar jöfnuðu i siðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var hressilegur og bæði liðin sýndu skemmtilegan leikkafla, auk þess sem áhorfendur skemmtu sér vel við ýmis brosleg atvik á vellinum. Góð tækifæri sköpuðust við bæði mörkin en það var ekki fyrr en um 30 min. voru liðnar af leiknum að fyrsta markið kom. Guðgeir Leifsson lék eins og oft I þessum leik á Einar Friðþjófs- son og sendi fastan bolta fyrir markið. Þar kom Asgeir Eliasson á fullri ferö og skallaði fyrir fætur Rúnars Gislasonar, sem var fyrir innan markteig, og hann átti auövelt með að senda knöttinn i netið. Vestmannaeyingar höfðu allt að vinna er þeir hófu siðari hálf- leikinn — og það var mikill kraft- ur i þeim. Strax á 1. min. átti örn Óskarsson skot af góðu færi, sem fór tveim tommum of langt til vinstri, og þar með fram hjá markinu. Það var svo á 25. min. hálf- leiksins að jöfnunarmarkið kom. örn Óskarsson gaf fyrir markið og hafði Arni Stefánsson mark- vöröurFram hendur á boltanum. En hann var háll og hann missti hann frá sér til Sveins Sveinsson- ar, sem kom inn á i siðari hálfleik fyrir Tómas Pálsson, og hann sendi knöttinn auðveldlega yfir Arna, þar sem hann lá I valnum. Þetta mark má skrifa á reikning Árna. 1 þessu tilfelli átti hann að slá boltann, en ekki að gera tilraun til að gripa hann. En Arni borgaði fyrir brotið með glæsilegri markvörzlu siðar i leiknum... og það ekki einu. sinni heldur oft. Leikur liðanna i siðari hálfleik var ósköp leiðinlegur. Allt spil var þröngt og mikið sparkað mót- herja á milli. Við það fækkaði marktækifærunum að mun, en þó gafst eitt og eitt við bæði mörkin STJORNURNAR FLESTAR FJAR- VERANDI Á E.Ó.P. MÓTINU Enginn sérstakur árang- ur náðistá E.ó.P. mótinu í frjálsum íþróttum á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið. Flest okkar bezta frjálsíþrótta- fólk er erlendis þessa dag- ana, annaðhvort við æfing- ar eða nám, aðrir létu ekki sjá sig.þótt við þeim hefði verið búizt. Erlendur Valdimarsson mætti t.d. ekki i kringlukastkeppnina, og olli það vonbrigðum, þvi vitað er að hann er i góðri æfingu um þessar mundir, og aðstaðan á Laugardalsvellinum ekki til að fárast útaf. 200 metra hlaup karla var skemmtilegasta grein kvöldsins. Bjarni Stefánsson fékk sinadrátt er hann var að koma úr beygj- unni, en gafst ekki upp og kom fyrstur i mark á 22,0 sek. Annar varð Vilmundur Vilhjálmsson KR á 22,5 og þriðji hinn bráðefnilegi spretthlaupari úr Armanni, Sigurður Sigurðsson, sem hljóp á 22,7 sek., sem er nýtt sveinamet, og það af glæsilegri gerðinni. Gamla metið átti Vilmundur Vilhjálmsson og var það 23,3 sek. Stefán Hallgrimsson KR virðist vera i góðri æfingu. Hann setti persónulegt met i 110 metra grindahlaupi, hljóp á 15,2 sek,.. og sigraði... sömuleiðis sigraði hann i langstökki, stökk 6,83 metra, i sjöttu og siðustu tilraun. Þá sigraði hann i kringlukasti en þar nægði honum 39,49 metra kast i fjarveru Erlendar. Elias Sveinsson, ÍR, kastabi spjótinu 61 metra slétta, sem telja má góðan árangur hér hjá okkur. i stangarstökki sigraði Karl West, stökk 4,10 metra og bætti þar með sitt persónulega met all- verulega. Hann sigraði einnig I hástökki — stökk 1,90 m. 800 og 3000 metra hlaupin voru heldur slök. Robert MacKee, FH, sigraði i 800 á 2:06,7 og Sigurður P. félagi hans úr FH sigraði i 3000 metra hlaupi á 9:41,0 min. Ingunn Einarsdóttir sigraði i 100 m hlaupi kvenna, á 12,5 sek og Óskar Hlynsson, Ármanni, i 100 og 600 metra hlaupi pilta. Hann hljóp 100 metrana á 13,7 sek.*sá sem var næstur honum var á 14,5 sek. og 600 metrana á 1:44,0 en annar maður var á 1:47,7. Þarna er á ferðinni mikill hlaupagikkur, sem á einhvern tima eftir að vera góður,enhann er aðeins 12 ára gamall. ,, — klp — Meistarar IBK yflr- spilaðir á Skipaskaga! — Akurnesingar sigruðu með 3-1 og hafa nú tveggja stiga forustu í I. deildinni að loknum fjórum leikjum, en KR gœti dregið á þá í kvöld en þau urðu aldrei annað en tækifærin ein. Liðin voru mjög áþekk, og jafn- tefiið þvi sanngjöfn úrslit. Varnir beggja voru góðar og mark- verðirnir einnig. Ólafur Sigur- vinsson varbeztur Eyjamanna og byggði vel upp, en framlinu- mennirnir unnu illa úr efninu. Þar var örn Óskarsson einna friskastur, og harðfylgi hans aðdáunarvert — þótt kappið sé stundum heldur of mikið. Sveinn Sveinsson komst einnig vel frá sinum hálfleik. Hjá Fram var Marteinn Geirsson fastur fyrir að vanda, og Jón Pétursson gaf sitt ekki eftir frekar en fyrri daginn. Þá áttu bakverðirnir Ómar og Agúst þokkalegan leik. Óli ólsen dæmdi leikinn, og var hann heldur spar á flautuna og lét leikmenn komast upp með óþarfa fautaskap. -klp- Akurnesingar tóku for- ustu í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á laugardag- inn með því að sigra sjálfa islandsmeistarana frá Keflavík með þrem mörk- um gegn einu á Skipa- skaga. Þeir gerðu hreinlega útaf við þá i siðari hálfleik leiksins og skor- uðu þá tvö gullfalleg mörk, en áttu auk þess tækifæri á að skora enn fleiri. 1 fyrri hálfleik voru Keflviking- ar betri aðilinn á vellinum — a.m.k. lengst af — og áttu mörg góð upphlaup og auk þess mörg góð tækifæri til að skora. Strax á fyrstu minútum leiksins fengu þeir hornspyrnu, sem Ólaf- ur Júliusson tók. Spyrnti hann snúningsbolta fyrir markið og var boltinn á leiðinni inn i markið, þegar Benedikt Valtýsson, sem stóð langt fyrir innan linu, náði að reka kollinn i hann og koma hon- um út aftur. A 20. min leiksins kom fyrsta mark leiksins. Keflvikingar höfðu þá sótt fast og kom boltinn fyrir markið, þar sem Davíð markvörður ætlaði að góma hann, en tókst ekki betur til en svo, aö hann sló hann út til Gisla Torfasonar, sem þegar skallaði hann til baka inn i mark- iö. Eftir þetta mark kom mikil „panik” yfir vörn Skagamanna, og lagði hún hvert færið á fætur öðru upp fyrir íslandsmeistar- ana, en þeim tókst ekki aö nýta þáu mörgu og góðu boð. Þegar leið á leikinn, fóru Skagamenn að jafna sig, og hófu að sækja fast að marki Keflvik- inga. Það bar árangur þegar 4 min. voru eftir af hálfleiknum, er þeir Matthias Hallgrimsson og Teitur Þóröarson brunuðu upp meö boltann á milli sin. Or þröngri stöðu sendi Matthias boltann i netið fyrir aftan Þor- stein Ólafsson, markvörð ÍBK, sem kominn var út úr markinu tií að taka fyrirgjöfina frá Matthiasi — en hún kom aldrei. Strax i siðari hálfleik tóku Skagamenn að herja á markið hjá Keflvikingum fyrir alvöru — enda léku þeir þá undan hagstæðum vindi. Teitur átti þrumuskot i þverslá af stuttu færi, og siðar I leiknum komsthann i enn betra færi, en þá skaut hann yfir fyrir innan mark- teig...óskiljanlegt hvernig hann fór að þvi??? A 15. min. kom loks mark hjá Skagamönnum. Þeir fengu auka- spyrnu, sem spyrnt var fyrir markið. Þorsteinn hljóp út og stökk upp til áð taka boltann, en var ekki nógu fljótur né stór til að komast yfir „risann” Jón Gunn- laugsson, sem skallaði yfir hann og I netið. Skömmu siðar var Jón aftur á ferðinni með skallann. Teitur skallaði þá fram til hans við markið og Jón kastaði sér fram og sendi boltann framhjá nokkr- um varnarmönnum ÍBK og alla leið inn i mark...3:l. Akurnesingar áttu fjöldann all- an af tækifærum til að bæta við mörkum eftir þetta, en tókst það ekki. Keflvíkingar áttu einnig Matthias Hallgrimsson skoraöi jöfnunarmark Skagamanna og er nú markhæstur i 1. deildinni. nokkur, en þau voru mun færri og ekki eins hættuleg. Skagamenn voru betri aðilinn i þessum leik, með þá Jón Gunn- laugsson og Jón Alfreðsson sem beztu menn. Teitur var friskastur þeirra framlinumanna og skapaði mikla hættu með hraða sinum og krafti. Þá átti Eyleifur góöan leik, en hann fékk „gula spjaldið” hjá dómaranum fyrir að slá Grét- ar Magnússon niður i bræði...og var það vel sloppið hjá honum. Guðna- og Einars-lausir eru Keflvikingarnir langt frá þvi að vera sannfærandi. Missir þeirra er mikill fyrir liðið, þvi við það verður að draga miðjumennina Grétar og Gisla Torfason aftur i vörnina, og nægilega sterkir menn eru ekki til til að taka við af þeim. Gisli var áberandi beztur Kefl- vikinganna i leiknum. Þeir Astráður og Grétar komu einnig vel frá honum, en framlinan og miðjumennirnir voru slakir. Sér- staklega þó ólafur Júliusson, sem var eitthvað mikiö miður sin i þessum leik, en hann átti að visu við erfiðan mann að etja, sem var „jarðýtan” Benedikt Valtýsson, er ekkert gaf eftir frekar en fyrri daginn. Dómari leiksins var Hinrik Lárusson og var hann oft heldur ragur að dæma á augljós brot, aðallega þá á brot Akurnesinga. —klp— Ármenningar fundu ekkí mðrkín ó ÁrmannsvelGnum! Ekki fór það svo að Armenning- ar færu með sigur af hólmi i sin- um fyrsta heimaleik I 2. deild á Ármannsvellinum. Þeir réðust heldur ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur, þvi FH varö fyr- ir valinu sem mótherji. Armenningar fundu aldrei réttu leiðina inn i markiö á vellinum sinum, en FH-ingar voru öllu fundvisari. Þeir skoruðu eitt mark I fyrri hálfleik og tvö i þeim siðari. ólafur Danivalsson gerði tvö af þessum mörkum og Logi Ólafsson eitt. Leikurinn var skemmtilegur og i honum brá oft fyrir þokkaleg- ustu knattspyrnu, sem ekki gaf eftir sumu af þvi sem 1. deildar- liðin eru að bjóða upp á. Marktækifærin voru mörg, en það voru aðeins gestirnir, sem kunnu að nota þau á réttan hátt. Armenningarnir voru ánægöir með útkomuna á leiknum — burt- séð frá tapinu — og hugguðu sig við gamla máltækið....„Fall er fararheill”. —klp— Jón Pétursson Fram rétt staðsettur I einni af mörgum sóknum Vestmannaeyinga I leiknum á sunnu- daginn og tekst að spyrna knettinum frá markinu á síöustu stundu. Gðmlu kmdsliðs- mennirnir skora fyrir Húsvíkinga Völsungarnir hala inn stigin jafnt og þétt á heimavelli sínum á Húsa- vík i 2. deildarkeppninni í knattspyrnu. Á laugardag- inn fengu þeir Selfyssinga i heimsókn og sendu þá heim aftur með þrjú mörk í mínus. Fyrri hálfleikur var jafn, en þá tókst hvorugu liðinu að skora mark. I siðari hálfleik fóru Völsungarnir i gang og tóku nær öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Fyrsta markið var skorað úr vitaspyrnu. Þar var tannlæknir- inn á staðnum, Magnús T. Torfa- son fyrrum landsliösmaður og leikmaður með Keflavik.að verki með föstu og öruggu skoti aö vanda. Annað markið skoraði Július Bessason og það þriðja geröi Hreinn Elliðason, fyrrum lands- liðsmaður og leikmaður með Fram og Akranes. Völsungarnir voru vel að þess- um sigri komnir. Léku vel i siðari hálfleik og voru ákveðnir upp við markið. Verður fróðlegt aö fylgj- ast með viðureign þeirra við „stóru iiðin” Breiðablik, FH og Þrótt, á Húsavik i sumar. Þau verða ekki auðtekin stigin þeirra þar. Selfyssingarnir eru mun betri i ár en i fyrra, og þeir eiga eftir að ná sér i mörg stig til viðbótar. Þegar hafa þeir hlotið jafn mörg stig og i öllu mótinu i fyrra, og samt er það rétt að byrja. Þórir Jónsson — segist ekki ætla að leika meira meö Val I sumar. Vandrœði í búðum Valsmanna? #/Þér er óhætt aö hafa það eftir mér/ að ég er hættur að æfa og leika með Val i sumar. Hvað ég geri svo er enn ekki afráðið". ...Ástæðan?....Það er per- sónulegt/ en þú getur sagt að ég hafi verið búinn að fá nóg". Þessi snaggaralegu svör við spurningunni — Hvaö er aö gerast hjá ykkur i Val? — fengum við hjá Þóri Jónssyni, sem undanfarin ár hefur verið einn af beztu leikmönnum 1. deildarliðs Vals i knattspyrnu, en hef- ur nú ásamt öörum leikmönnum, farið i „óbeint verkfall” og hvorki mætt á æfingar né leiki. Hinir tveir eru Ingi Björn Albertsson og Þór Hreiöarsson, sem gekk yfir til Valsmanna úr Breiöablik s.l. haust. Milli þessara þriggja og hins rúss- neska þjálfara Vals, hefur andað köldu undanfarnar vikur, en upp úr sauð, er hann setti þá út úr liöinu i leiknum gegn Fram i siöustu viku. Þeir Ingi Björn og Þór hafa baðir komiðá eina æfingu eftir það, en Þórir hefur ekki látið sjá sig, og ætlar sér ekki að mæta á næstunni. Valur á að leika viö KR i 1. deildinni i kvöld á Laugardalsvellinum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði liðin — sérstaklega þó Val, þar sem liðiö hefur enn ekki náð að sigra i einum einasta leik i deildinni. Fróðlegt verður að vita hvort þeir Ingi Björn og Þór Hreiðarsson fá að vera með i þessum leik. Ef ekki, má búast við að tilennmeiri tiðinda kunni að draga á Hliðarenda á næstunni — sérstaklega ef erkióvinurinn úr vesturbænum fer með annað eða bæði stigin með sér vestur fyrir læk! ---klp — Þriðji sigur Ástralíu HM-lið Astraliu I knattspyrnunni viröist alls ekki eins slakt og flestir vilja álita. A laugardaginn lék það siö- asta æfingaleik sinn I Sviss — mætti þá Neuchatel og sigraöi ineð 1-0. Þaö var þriðji sigurleikur ástralska liðsins i Sviss. Aöur hafði það sigrað St. Gall og Young Boys fyrr i vikunni. t siöasta leiknum virkuöu leikmenn Astraliu sterkir og fljótir og hefðu eflaust getað skorað fleiri mörk. Richards skoraði eina mark leiksins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.