Vísir - 10.06.1974, Qupperneq 20
VÍSIR
Mánudagur 10. júni 1974
íslandsmótið
var í húsi,
en...
íslandsmótinu i sveitakeppni i
bridge, sem fram fór núna um
helgina, var nánast lokið, áður en
siðasta umferðin hófst.
Sveit Hjalta Eliassonar, sem
flestir höfðu talið sigurstrangleg-
asta, hafði 68stig, en næsti keppi-
nautur, sveit Þóris Sigurðssonar,
hafði 51 stig, — Forskot Hjalta
var of stórt.
En þessir tveir áttu eftir að
mætast i siðustu umferðinni, og
það var reikningslegur möguleiki
á þvi, að sveit Þóris gæti unnið
sveit Hjalta með 19-1 og orðið
þannig íslandsmeistari. Rétt að-
eins reikningslegur möguleiki og
litið annað.
Ahorfendur bjuggu sig þó undir
að horfa á harða keppni i gær-
kvöldi, og voru svo sannarlega
ekki sviknir um hana. Eftir fyrri
hálfleik var sveit Þóris komin
meö 54 im-punkta gegn 15, en
meira þurfti til, þvi að 42-im
punkta mun þurfti til 19-1
vinnings. En þeir héldu áfram að
bæta við muninn i siðari hálfleik,
sem þeir unnu einnig 32-4.
Islandsmeistarar urðu þvi Þór-
ir Sigurðsson, Hallur Simonar-
son, Höröur Blöndal, Páll Bergs-
son, Simon Simonarson og Stefán
Guðjohnsen.
I siðustu umferðinni komst
sveit Hannesar Jónssonar upp að
hlið sveitar Hjalta i öðru og þriðja
sæti.
-GP.
ennþá
betur
í viðureigninni við
Svíþjóð i skákinni
t þriðju umferð á skákmótinu i
Nice standa lslendingar vel að
vigi gagnvart Svium. Skákir
þeirra Inga og Björns fóru i biö,
en Guömundur vann sina skák og
Friðrik náði jafntefli. Eru ts-
lendingar þvi með einn og hálfan
vinning á móti hálfum vinning
Svia.
„Útlitið er nokkuð gott i viður-
eigninni viðSviþjóð. Við eigum að
vera að minnsta kosti jafnsterkir
þeim,” sagði Baldur Möller,
ráðuneytisstjóri og skákáhuga-
maður, er Visir leitaði álits hans
á stöðu tslendinga á skákmótinu.
„tslendingarnir voru nokkuð
óheppnir i fyrstu umferðinni. Það
vakti athygli er þeir töpuðu fyrir
S-Afrikumönnum og urðu það
okkur vonbrigði, þar sem þeir
voru ekki taldir ýkja sterkir,”
sagði Baldur ennfremur. „Eins
má segja, að við hefðum getað
farið betur út úr viðureigninni við
Þjóðverja en 3-1. Það var þó ná-
lægt eðlilegri útkomu, þvi Þjóð-
verjar eru það sterkir.”
„Það kemur tæpast til greina
annað en að tsland sigri trland,
Trinidad, Hong Kong, Guernsey
ogTobaqo,” sagði Baldur. „Mað-
ur trúir heldur ekki öðru en að ts-
land verði ófar en S-Afrika, þrátt
fyrir þaö sem á undan er gengið.
Nú stendur þvi baráttan um ann-
að sætið i okkar riðli á milli ts-
lands og Sviþjóðar.”
„Minni von er hinsvegar til
þess að við eigum möguleika á að
sigra þær þjóðir, sem fara i A-
riöil,” sagði Baldur loks. „Bæði
Tékkar og Júgóslavar, og jafnvel
lika Rúmenar og Búlgarar, eru
þjóöir, sem reynslan hefur kennl
okkur, að við komumst ekki upp
fyrir.”
—ÞJM
Ómálga barn í fylgd með
dauðadrukknum foreldrum
Eins og hálfs árs
gainalt barn, úrvinda
af þreytu, illa hirt og
hlandbrunnið upp á
bak, var i fylgd ineð
dauðadrukknum
foreldrum sinuin i
miðbæ Reykjavikur,
þegar lögreglan
stöðvaði fjölskylduna.
Þetta var eftir hádegi á
laugardag. Hjónin höfðu gengið
talsvert um bæinn, og barnið
fylgt þeim eftir. Þegar lög-
reglan stöðvaði þau, voru þau
svo drukkin, að ekki þótti annað
fært en setja þau i fangageymsl-
ur.
Barnið var tekið af þeim og
fengið félagsmálafulltrúa
Kópavogs, en þar býr fólkið.
Hjón þessi eru um fertugt, og
hefur barnið einu sinni áður
verið tekið af þeim. Þau fengu
það hins vegar aftur.
-ÓH.
Frá setningu Listahátiðarinnar 1974 IHáskólabiói. Þar hélt m.a. forseti tslands dr. Kristján Eldjárn ræðu, Sinfóniuhljómsveitin Iék,
Einsöngvarakórinn söng og borgarstjórinn hélt ræðu.
12 ÞÚSUND MIÐAR SELDIR Á
w w w
w
„LISTAHATIÐ I REYKJAVIK
Aðgöngumiðar á „Listahátið i
Reykjavik” hafa selzt mjög vel.
Alls höfðu selzt um 12 þús. miðar,
þegar Visir ræddi við Pétur Snæ-
land, blaðafulltrúa hátiðarinnar. I
morgun.
Uppselt er á allar 3 kabarett-
dagskrár á verkum Sigfúsar
Halldórssonar. Á ljóð og tónlist
með Lone Hertz o.fl. er uppselt.
Miðar eru að verða búnir á
„Gömul norsk tónlist með kveð-
skap” með hjónunum Knut og
Hanne K. Bue.
örfáir miðar eru eftir á hljóm-
leika Sinfóniuhljómsveitar
Lunduna, þar sem André Previn
stjórnar og Ashkenazy leikur ein-
leik og litið eftir á hljómleika
sömu hljómsveitar með Pinchas
Zuckerman, einleikara á fiðlu.
Sala aðgöngumiða á Sinfóniu-
hljómsveit tslands, þar sem Re-
nata Tebaldi syngur, ganga mjög
vel.
A kvöldstund með Cleo Laine,
John Dankworth o.fl. er löngu
uppselt. Pétur vildi vekja athygli
á þvi, að jassunnendum gefst
tækifæri til að hlusta á einhverja
fremstu jassleikara Finna, söng-
varann Lasse Mortensson ásamt
kvartett Esko Linnavalli þann 16.
júnl. —EVI—
ÞAÐ RIGNDI A SJOMENNINA
tirhellisrigning var, er sjómenn
héldu sjómannadaginn hátiðleg-
an i gær. Um morguninn drógu
skip I höfnum fána að hún, og i
Ilafnarfirði var tekin fyrsta
skóflustungan að nýju DAS-
heimili.
Aðalhátiðarhöldin i Reykjavik
fóru fram i Nauthólsvik. Þar lék
lúðrasveit, ávörp voru flutt, og
Pétur Sigurðsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs, afhenti Garðari
Jörundssýni af bátnum Kára frá
Bfldudal a^reksverðlaun dagsins.
Garðar bjargaði fyrir nokkru sið-
an bátsfélaga sinum frá drukkn-
un.
Heiðursmerki dagsins fengu
þeir Sigurður Halldórsson, Jó-
hannes Þórðarson, Friðfinnur
Kjærnested og Sigfús Bjarnason,
allt aldraðir sjómenn úr Reykja-
vik.
Mikill straumur fólks lá niður I
Nauthólsvik þrátt fyrir leiðinda-
veður, og tók það klukkustund að
komast akandi frá slökkvistöð-
inni við Reykjanesbraut niður i
Þeir öldruðu reykvisku sjómenn, sem heiðurspening hlutu á sjómanna-
daginn, voru Sigurður Halldórsson, Jóhannes Þórðarson, Friðfinnur
Kjærnested og Sigfús Bjarnason.
Nauthólsvik.
t lokin fór fram að hefðbundn-
um hætti koddaslagur, siglinga-
keppni og sund. Um kvöldið má
svo ætla, að margur landlegusjó-
maðurinn hafi gert sér glaðan
dag. Næturlif höfuðborgárinnar
var þó litið liflegra en gengur og
gerist um helgi að sögn lögregl-
unnar.
—JB
Sólin skein ekki
heldur ó Eyrbekkinga
Það var dágóður hópur, sem
var i skrúðgöngunni, sem gekk
frá kirkjunni á Eyrarbakka i gær-
dag. Leiðin lá I gegnum þorpið, út
að kirkjugarðinum og lagður var
blómsveigur á leiöi óþekkta sjó-
mannsins. Sjómannadagshátiðin
hafði byrjað með messu og 2 börn
sjómanna skirð I leiðinni.
Veöurguðirnir reyndust
Eyrbekkingum ekkert betur en
okkur Reykvikingum og fleirum.
Enda ekki laust við að eitt og eitt
brot úr stifpressuðum karl-
mannsbuxum væri að syngja sitt
siöasta i rigningunni. Nokkrir
hættu sér ekki út i regnið og létu
sér nægja að sitja i bium slnum og
horfa á.
Ef einhverjum hefur verið kalt,
þá kom það ekki að sök, þvi að
konur i Slysavarnarfélaginu
seldu sjóðheitt kaffi með tilheyr-
andi meðlæti i veitingahúsi
staðarins til ágóða fyrir Slysa-
varnafélagið.
A Eyrarbakka er björgunar-
stöð. Er útbúnaöur fyrir 14 menn
þar til þess að leggja upp i
björgunarleiðangur. Þeir eiga
samt ekki bil til þess að leggja
upp i slika leiðangra og þvi er
það, að slysavarnafélag staðarins
hefur lagt áherzlu á að safna fyrir
honum nú. Til fjáröflunar eru
haldin böll, hlutavelta og kaffi-
sala.
1 gærkvöldi var svo auðvitaö
haldið ball á vegum félagsins.
Hefur vafalaust verið glatt á
hjalla þar sem annars staðar á
landinu, þar sem stiginn er dans
til að halda upp á sjómannadag-
inn. — EVI —