Tíminn - 30.01.1966, Page 1
I
Auglýsing ■ rtmanum
kemur daglega ryrir augu
80—100 þúsund lesenda.
-.......
Myndin hér að ofan er af nýbyggingunni að Lágmúla 9, þar sem gaflinn i háhýsinu hrundi niSur á þak lægri byggingarinnar og áfram niður
á götuna og lokaði henni. — (Tímamynd-GE).
OFSAVEDUR GEISAR f
OLLUM LANDSHLUTU
KT-Reykjavik, laugardag.
í morgun var stormur um
allt landið og snjókoma alls
staðar nema e.t.v. á Suður-
landi, en þar var víðast svo
mikill skafrenningur, að vart
sá út úr augum. Vegna óveð-
ursins hafa ýmsar truflanir
orðið, símasamband rofnað,
áætlunarferðir farið úr skorð
um og geysilegar skemmdir
orðið á verðmætum. Ófært er
nú að heita má um allt landið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerð ríkisins, -ná segja, að
ófært sé um allt land. Á Aust-
fjörðum, Norðurlandi, og á Vest-
fjörðum eru allir vegir lokaðir. en
á stöku stað hægt að hreyfa sig
innan sveita. Ekki mun með öllu
ófært á Suðurlandi, þar sem
Þrengslavegur hafði t'-ii lokazt
um hádegi og gátu mjólkurflutn-
ingar því faric fram til Reykja-
víkur. Einnig mun vera hægt að
komast frá Reykjavík upp í Borg-
arfjörð og suður til Keflavíkur.
Veðurstofan gaf þær upplýs-
ingar í dag, að í gær, föstudag,
hafi NA áttin, sem verið hefur
ríkjandi í vikunni farið að vaxa
og með kvöldinu hafi víða verið
kominn stormur á Vestur- og
Norðurlandi. Þá hafi verið snjó-
koma á norðanverðu landinu, en
á suðurströndinni hafi verið þurrt
að kalla. í nótt hafi NA áttina
hert enn og í morgun kl. 8 hafi
verið stormur um allt land
og snjókoma alls staðar, iiema
e.t.v. í nærsveitum Reykiavíkur
og fyrir austan fjall, en þar hai'i
víðast hvar verið skafrenningu-,
svo ekki sá úr augum. Hitirm á
SA-verðu landinu hafi verið um
frostmark, en lækkað til norð-
verið —10 stig á Vestfjörðuni.
Norðan hörkustórhríð nefur
verið ttm allt_ Norðurland i nótt
og morgun. Á Húsavík var tæp-
lega fært á milli húsa um hádeg
isbilið, að sögn fréttaritara og
Framhald á bls. 15.
Húsþök
f júka og
veggir
hrynja__________________
GÞE—Reykjavík, laugardag.
Hin nýja bygging fyrirtækisins
Bræðurnir Ormsson varð fyrir
skemmdum í fárvirðrinu í dag.Fyrir
tækið var flutt í hluta byggingar
innar, en hinn hlutinn var aðeins
fokheldur og hefur vinna staðið
þar yfir að undanförnu. Heill
veggur af þeim hluta hússins, sem
ófullgerður var, hrundi gersam-
lega, og annar var og fyrir mikl
um skemmdum. Eltki var vitað
fyllilega um tjónið, þegar blaðið
fór í prentun, en áætlað er, að
það hafi numið hundruðum þús
unda króna.
Fleiri mannvirki urðu fyrir
tjóni, af völdum fárvirðisins. Af
húsi Heildverzlunarinnar Heklu að
Laugavegi 172 fauk þakið i heilu
lagi, hafnaði það úti í porti bak
við húsið, og voru þar fyrir margir
nýir bílar, sem 'afalaust hafa orð
ið fyrir miklum skemmdum af
þessum sökum. Lögreglan hafði
svo mikið að gera að hún gat
ómögulega annað eftirspurn. Sí-
fellt var verið að hringja og til-
kynna tjón á mönnum og mann-
virkjum, þakplötur fuku af hús
um víðsvegar um bæinn, m.a. af
Landssmiðjuhúsinu, Hafnarhvoli,
og nýja húsi Verzlunarsambands-
ins, voru vinnuflokkar að störfum
Framhald á bls. 14.
Grófu þýfí / fáan
umfír Ölfusárbrú
DÓMUR FALLINN í KEFLAVÍKURMÁLINU:
Jósafat fékk 2 ár
EJ-Reykjavík, laugardag.
f dag kvað Ólafur Þorláksson,
dómari, upp dóm í máli ákæru
valdsins gegn Jósafat Arngríms-
syni, Þórði Einari Halldórssyni, Ey
þór Þórðarsyni, Aka Guðna Granz
og Albert Karli Sanders, eða
Keflavíkurmáíinu svonefnda. Nið
urstaða dómsins var á þá teið að
því er ákærðan Jósafat varðar að
kröfur ákæruvaldsins vegna föls
unarhrota hans voru að veruieg
ustu leyti teknar til greina Þá
voru kröfur ákæruvaldsins um
fjórsvikaþátt ákærðs lósafats og
teknar til greina, en þó miðað við
lægri upphæð eða um 2.5 milljón
króna. Hlaut Jósafat þyngstan
dóm þeirra fimmmenninganna,
eða tveggja ára fangelsi.
Þáttur Þórðar Einars hlaut þá
niðurstöðu, að hann r talinn
hafa aðstoðað við að halda á-
vinningi af fjársvikabroti ákærðs
Jósafats og jafnframt haft huga
að hann var þá opinber starfrmað
ur. Ákærður Eyþór var talinn hafa
gerzt sekur um hlutdeild í fölsun
arbrotum Jósafats í 6 liðum. Á-
kærðir Áki Guðni og Jbert Karl
voru fundnir sekir um að hafa
stuðlað að því að viðhalda ávinn
ingi ákærðs Jósafats af fjársviks
broti hans.
Dómsorðið er svohljóðandi:
þdðáo
„Ákærður, Jósafat Amgrímsson,
sæti fangelsi í 2 ár. Gæzluvarð
haldsvist hans frá 31. janúar 1964
til 14. marz saona ár komi með
fullri dagatölu refsingu hans til
frádráttar.
Ákærður, Þórður Einar HalH "'”
son sæti fangelsi í 8 mán /">
Gæzluvarðhaldsvist hans frá 27.
febrúar 1964 til 7. marz sama ár
Framhald á bls. 15.
HZ—Reykjavík, föstudag.
Snemma í morgun var lögregl
unni á Selfossi tilkvnnt um inn
brot og stuld í bílaverkstæði, sem
Akur hf. rekur á Selfossi. Hafði
verið stolið nokkur hundruð krón
um, talsverðu magni af viðgerðar
verkfærum, einu útvarpi og auk
þess unnið spjöll á bíl, nýjum
Taunus 12 M. Kistulokið hafði ver
ið sprengt upp með haka sem á
verkstæðinu var.
Fljótlega féll grunur á pilta, sem
'kvissaðist um að hefðu verið á
ferðinni á Volkswagen úr Reykja
vík. Þeir voru lagðir af stað til
Reykjavíkur en lögreglumenn af
Selfossi eltu þá og einnig var lög
reglunni í Reykjavík gert viðvart
og handtók hún þá við Geitháls.
Þrír piltar, voru fluttir til yfir
heyrslu og játuðu þeir að hafa stol
ið fyrrnefndum hlutum. Þeir viður
kenndu að hafa grafið verkfærin í
fönn undir Ölfusárbrú, þeir hefðu
ekki þorað að fara með þau til
Reykjavíkur.
Piltar þessir, sem eru um tví-
tugt, höfðu ætlað sér að halda
austur í Rangárvallasýslu en sök
um illrar færðar komust þeir ekki
austur úr þorpinu og heldur ekki
suður þegar þeir ætluðu að snúa
við. Einhvern hroll hefur sett að
þeim á verkstæðinu, því að þeir
fóru i Tryggvaskála með hið
stolna fé og fengu næturgistingu.
Snemma í morgun, líklega á sjö
unda tímanum héldu þeir til
Reykjavíkur. Þeir höfðu orðið sér
úti um keðjur og fóru svo í sporin
eftir fyrstu bílana sem fóru til
Reykjavíkur.
Volkswagen-bíllinn, sem piltarn
ir þrír voru á, er frá bílaleigu í
Reykjavík. Við yfirheyrzlu í dag
kom í ljós að piltarnir búa allir í
Reykjavik en einn þeirra er ætt
aður úr Rangárvallasýslu. Þeir
sögðust bara hafa ætlað sér að
gista í verkstæðisbyggingunni en