Tíminn - 30.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1966, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 30. janúar 1966 TfMIWN___________________________5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. ínnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. « Afstaða Framsóknar- flokksins í alúmínmálinu Þar sem stjóraarblöðin halda því sífellt fram að Fram- sóknarflokkrinn hafi tekið afstöðu tii alúmínsamning- anna að óathuguðu máli og áður en samningsatriði lágu svo vel fyrir að málið yrði metið er rétt að taka það fram enn einu sinni að þetta eru staðlausir stafir. Skömmu fyrir jólin flutti ríkistjórnin skýrslu um málið á þingi svo sem kunnugt er, og sagði þar, að búið væri að ganga frá öllum aðalatriðum málsins í samningum við svissneska alúmínhringinn. Lægi það mál allt ljóst fyrir til ákvörðunar og ríkisstjórnin ákveðin í að semja. Var þá komið í ljós, að engum þeim skilyrðum, sem Framsóknarflokkurinn hafði sett á flokksþingum og mið- stjórnarfundum og áður birt, var fullnægt og lá því ijóst fyrir, að flokkurinn gæti ekki fylgt málinu, og því var skylda hans að lýsa þegar yfir andstöðu sinni, svo að enginn vafi léki á um hana, eftir að málavextir samn- inganna voru kunnir. Um þetta sagði Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokssins, meðal annars svo í ára- mótagrein sinni hér í blaðinu: „Kom þessi ákvörðun Framsóknarmanna í beinu fram- haldi af ályktun miðstjórnar flokksins í fyrra, því að þau skilyrði, sem sett voru fyrir því, að Framsóknarflokk- urinn gæti fylgt málinu, voru ekki uppfyllt. Hefur komið betur og betur í ljós, að í stórum dráttum hafði málið verið fest í farvegi strax í fyrrahaust áður en það var sýnt alþingismönnum, og fékkst ekki úr honum þokað. Erfitt er að skilja, hvers vegna stjórnarflokkarnir sækja þetta alúmínmál með þvílíku ofurkappi svo sem ástatt er í landinu, og liggur ekki í augum uppi, hver ástæðan er, en sest þó, ef nánar er skoðað. Vegna raforkumálanna þarf ekki á þessu "5 halda því að Búrfellsvirkjun er mjög hagkvæm o» vel viðráðanleg án alúmínvers, og raunar vandrfo. hvernig þau við- skipti reynast, svo að ekki sé meira sagt, að gera nú samning um fast raforkuverð til 25 ára frá orkuveri, sem á að vera fullbúið eftir sjö ár”. íslenzkur vetur á enn sín grimmdartök. Þessa dagana geisar stórhríð yfir landið með stormi, frosti og fann- komu. Vegir teppast í einni svipan símalínur rofna og samgöngutækni manna lýtur um stund í lægra haldi fyr- ir náttúruhamförum norðurhjarans íslenzka veðráttan er mislynd og misær Sumum árum er svo veðursköp- uði, en snjór í fjallabrúnum í hverium sumarmánuði uði en snjór í fjallaskörðum í hverjum sumarmánuði. önnur ár eru sumur biíð og varla hæpt að segia. að vetur komi. Og hamskinti vetrarins úr hiífj:; í qfríðu eru oft svo snögg, að varla trúa því aðrir fslendingar. Nú, þegar norðanstórhríð geisar na íaman. beinist hugurinn að því, hvort hafís mum • að landi. f fyrra fengum við heim sanninn um hað að hann ratar enn hina gömlu leið sína inn í íslenzka firði. oe við vitum, að hann er ekki langt undan á þessum borra. þó að sigl- ing hans hafi sem betur fer ekki enn sézt fyrir lands- steinum. fslenzk stórhríð IJAMES RESTON: Bandaríkjastjórn þarf að hug- leiða betur viðhorfin í Asíu Engin ástæða til að rasa um ráð fram í Víetnam Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna þarí' að hugsa vel ráð sitt, því að næsta skref Bandaríkjanna í málum Ahetnam og Asíu í heild munu skipta miklnm sköpum. Hugsanagangur Asíubúa kemur fram á mjög mismun- andi og margvíslegan hált og er ávallt jafn mikið undrunar efni fyrir þá, sem starfa að því hér í Washington að móta stefnu okkar Bandarikja manna. Viet Cong virðist ekki skelf- ast yfirburði okkar í vopna búnaði eða lofthernaði. Skæru liðar halda ótrauðir áfram bar áttu sinni, hvað sem á gengur. Þorpsbúum í SuðurVietnam virðist sárna miklu meira, þegar dánir menn verða fyrir sprengjuvarpi en lifandi fólk. Harðyðgi og grimmd Vietnama gagnvart herteknum löndum sínum má heita ofvaxin skiln ingi okkar vestrænna manna. Fáar vikur líða svo núorðið, að ekki gerist ný og furðuieg dæmi til sönnunar þessum und arlega hugsanagangi. Ekki er Ilangt um liðið síðan, að komm únistar í Indonesíu fóru i fjöl mennar skrúðgöngur til þess að lýsa andúð sinni á Banda ríkjamönnum. Og svo var að sjá, sem þetta væri gert með vitund og samþykki Súkarnos for^eta og ríkisstjórnar hans, svo og Indonesísku þjóðarinn ar. Svo gerðist það, að fimm háttsettir herforingjar Indon esa voru myrtir á hryllilegan hátt og þá var gerð hin grimmi legasta gagnárás á kommún ista. ) Síðan þetta gerðist hafa hundrað þúsund manns verið •'•knir af lífi í Indonesíu. Þeir hafa ekki fallið í orrustum eða orðið fyrir sprcngjuvarpi, held ur verið uppi og myrtir. Sukarno játar meira að segja sjálfur, að um 87 þúsundir manna hafi horfið í þessum villimannlegu morðárásum, en leyniþjónusta okkar Banda ríkjamanna telur mannfallið nema fast að 130 þúsundum manna. Opinberum embættismönn- um hér i Washington hefur reynzt nægilega erfitt að skilja hugsanagang Evrópum. undan- gengin 30 ár Allt öðru máli gegnir þó um Asíubúa og þeir reynast miklum mun torskild ari. Norður-Vietnamar bregð- ast ekki við friðarsókn okkar á þann hátt, sem við héldum að þeir kynnu að gera. Suður Vietnamar hafa verib mjög hljóðlátir og fáorðir um friðar sóknina. Ekki stafar þetta þó af því, að þjir hafi —ir* henni svo samþ; heldur hinu, að þeir þekkja landa sín? og áttu aldrei von á, að friðarsóknin bæri skjótlega jákvæðan árang ur. Framv.'da mála í Asíu hef ur stöðugt komið stjórnmála mönnum okkar meira og meira á óvart s’ðan að heimsstyrjöld inni lauk Þeim skjátlaðist í útreikningum sínum á aflei. ingum loftárásannr í Norður Vietnam og gerðu ráð í - allt öðrum áhrifum af eflingu bandarískra hersins í Vietnam en raun varð á, þegar til kast anna kom Þeim hafði skjátl azt f spám sínum um gena’ og nytsemi hverrar Saigon stjórnarinnar af annarri og gerðu alrangar ályktanir um væntanleg áhrif af sigursæili baráttu okkar meðan á stað vindunum stóð. En þrátt fyrir öll þessi mistök stjórnmála mannanna eru þeir enn jafn óhagganlegir og kreddufastir og áður í afstöðu sinni gagn vart Kína. Dean Rusk utanríkisráð herra vlifar sí og æ á æuai mótinu með árásarstefnu na? ista í Evrópu og áleitni Kín verja í Asíu. Hann fer ekki í neinar grafgötur með afstöðu sína: Kína er hinn raunveru legi óvinur. Kínverja verður að stöðva nú þegar í fyrstu lotu þeirra áleitnu útþenslu herferðar, alveg á sama hár.t og þurft hefði að stöðva na? ista á árunum milli 1930 og 1940 og Sovétrikin voru stöðv uð í Grikklandi, Tyrklandi, Persíu og Berlín á árunum eftir styrjöldina. Vera má, að Rusk hafi rétt fyrir sér, en hann kann einnig að hafa á röngu að standa. Thant framkvæmdarstjóri Sam einuðu þjóðanna er Burma maður og er sennilega allt eins fróður um Asíu og Asíu menn og Johnson forseti. í augum Thants er Kína í dag enginn eflings skelmir, held ur taugaveiklaður vesalingur. Sato forsætisráðherra Japana heldur að Kínverjar hafi þyngstar áhyggjur út af iram leiðslue.fiðleikum ’-.eima fyrir og telur leiðtoga þeirra not færa sér stríðið sem innrásar ógnun til þess að knýja fátæk an almugann il að leggjr harð ar að sér og auka afköst sín. Þegar búið er im sinn að koma fram við einhverja þjóð eins og hún sé samsafn af hraka skógarmanna np ann arra sökudólga. sagði fram xvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðannr og átti þá >ið Kín verja. ,, hlýtur hún að oregf ast við með sérstökum hætti . . Þegar málin eru komin á þetta viðkvæma stis lætur þjóðin '‘'inöum inc ákveðnar i' finningar, grípur til vissra, harkalegra viðbragða, sýnir vissan stríðleika og jafnvel hroka á stundum . . .“ Þær tvær skoðanir á R.a verjum, sem hér hefur verið lýst, þurfa ekki endilega að stangast á. Sé það rétt, að þjóð geti orðið taugaveikluð eins og einstaklingur, eins og Thant lætur sér um munn fara. getur hún auðvitað einnig orö ið öðrum hættuleg, eins og Dean Rusk utanríkisráðherra gerir ráð fyrir. Hér er þóri meiri hógværra hugleiðinga um Kína, ef forðast á meiri aflsbeitingu á grundvelli fleiri rangra ályktana. Hvort sem kommúnistar þurfa á auknum fresti að haida eða ekki til þess að hugsa sig betur um gang stríðsins en orðið er og afla birgða iil reksturs þess, leikur nitt ekki á tveim tungum, að ríkisstjórn Johnsons forseta paifnast sannarlega aukins umhugsunar tíma. Hún er hvergi nærri á eitt sátt um, hvernig framhald inu beri að haga. Hún nefur ekki fundið viðundandi íausn á birgðavandanum í Vietnam og er ekki enn komin að nið urstöðu um. hve víðtæk og stórvægileg hin kínverska ógn sé, né heldur hvaða þjóðir ætli að leggja lið til tálmunar Kín verjum, ef þeir sleppa fram af sér beizlinu og láta til skarar skríða. En hví skyldi þá liggja þessi ósköp á? Engin hætta er á, að banda ríski herinn bíði alvarlegan ósigur. Við höfum tullt og stöð ugt yfirlit um aðdrætti óvin :ina og fáum því fyrirfram vitneskju um allan meiri hátt ar liðssamdrátt. Ástand mála er ekki þann veg /arið að nokkur hlutur annai en þá vaninn geti knúið okkur til athafna áður en við erum bún ir að gefa okkur góðan tíma til að hugsa ráð okkar. ( Þýtt úr New York Times). ------ ------------------ ■ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.