Tíminn - 08.02.1966, Side 1

Tíminn - 08.02.1966, Side 1
Myncfin sýnir söngvara og hljómsveit á æfingu i Háskólabíói Þau flytja þá níundu GÞE-Reykjavík, mánudag. Á sinfóníutónleikum næst- komandi fimmtudagskvöld verð ur 9. sinfónía Beethovens frumflUtt hér á landi. Stjórn- andi er dr. Róbert Abraham Ottoson, en flytjendur auk Sin fóm'uhljómsveitarinnar eru ein söngvararnir Svala Nielsen, frú Sigurveig Hjaltested, Sigurður Björnsson, Guðmundur Jóns- (Tímamynd G. E.) son og Söngsveitin Fílharmon- ía. Tónleikarnir verða endur- teknir næstkomandi iaugardag kl. 3, en uppselt er þfegar á báða tónleikana. Það er íslenzkum tónlistar- unnendum mikið gleðiefni, að nú skuli vera ráðizt í þetta stórvirki. Hefur verið vandað til þess eftir föngum, æfingar Framhald á bls 15 KROFUM VR UM ALMENNA LAUNAHÆKKUN HAFNAÐ EJ-Reykjavík, mánudag. Samningaviðræður hafa stað- ið milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og atvinnurekanda á annan mánuð, en hafa ekki bor- ið árangur. Á föstudaginn slitn- aði upp úr viðræðunum, þar sem atvinnurekendur höfnuðu alger- lega kröfu verzlunarmanna um kauphækkun, — að því er Guð- munður H. Garðarsson, formað- ur VR, tjáði blaðinu í dag. Sagði hann, að félagsfundur yrði hald- inn á fimmtudag eða mánudag, og þar mundi stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð fara fram á verkfallsheimild sér til lianda. Guðmundur sagði, að VR hefði sent kröfur sínar til atvinnu- rekenda fyrir mánaðamótin nóv- ember — desember, en samn- ingar runnu fyrst út um áramót- in. Gætu atvinnurekendur því ekki kvartað yfir því, að hafa ekki haft nægan tíma til stefnu. Ýmis minni háttar atriði voru sett f undimefnd, sem starfaði mestan hluta janúar, en ' um al- mennu kaupgjaldsatriðin náð- ist ekkert samkomulag, og slitn aði upp úr samningaviðræðunum á föstudaginn, þegar endanlega var ljóst, að atvinnurekendur vildu ekki veita verzlunar- mönnum almenna launahækkun. Guðmundur sagði, að stjórnar- fundur hefði verið haldinn í VR í dag, og að boðað yrði til félags fundur á fimmtudag eða mánu- dag, eftir því, hvorn daginn fé- lagið gæti fengið húsnæðið. — Þá mun rætt um, hvaða ráðstafanir við getum gert svo að kröfur okkar séu virtar, sagði Guð- mundur. — Þar verður lögð fram Framhald á bls. 15. Sovézkir vísindamenn segja: YFIRBORD TUNGLSINS GOTT TIL LENDINGAR NTB-Moskvu, mánudag. Yfirborð tunglsins er mjög gott til lendingar. Engin hætta er á, að geimfarið sökkvi niður í þykkt ryklag, eins og sumir vísindamenn hafa fullyrt. Mikið er um flöt, slétt svæði, að minnsta kosti á botni hins svokallaða „Stormahafs", að því er sovézki stjörnufræðingurinn, prófess or Boris Vorontsov- Veljaminov sagði í sovézka sjónvarpinu í dag, er hann útskýrði myndaseríu af tunglinu, sem byggt er upp af myndum frá tunglflauginni „Luna ■9“. Hann sagði, að rannsókn mynd anna myndi veita vísindamönnum tækifæri til þess að finna mjög nákvæmlega út, hvernig yfirborð tungslins væri. Nú þegar væri ljóst, að botninn á „Stormahafi“ er ekki þakinn basalti, eins og áður var talið, og eins og myndir m.a. frá bandarískum gerfihnött um gáfu tilefni til að ætla. Myndaserían var send til Jarð- ar á laugardagskvöldið. Myndin sýnir, að Luna-9 lenti á tiltölulega sléttu svæði nálægt miðbaug aust- urhluta Stormahafsins. Sjóndeildarhringur var um 1500 metra frá myndavélinni, og næst myndavélinni er hægt að greina hluti, sem einungis eru tveir milli metrar að stærð. Myndirnar eru teknar á ýmsum tímum sólar- hringsins, og sést sólin á mis- munandi stöðum á himninum, en það er talið mjög mikilvægt í sam bandi við athugun á því svæði, sem myndirnar sýna. Sovézki prófessorinn V. Ivan- sjenko skrifar í Izvestiju í dag, að rétt fyrir ofan tunglið hafi sjálfvirka stöðin losnað frá hemla eldflaugunum. Sérstök tæki drógu úr áhrifum sjálfrar lendingarinn- innar. Auk þess var stöðin búin sérstökum tækjum. sem áttu að koma í veg fyrir, að hún færi á hliðina, ef hún lenti í brekku. í greininni ihinnir Ivansjenko 10 LÆKNAR HAFA SAGT UPP: Læknanefndin á enn iangt í land FB-Reykjavík, mánudag. Á Þorláksmessu skipaði ráð- herra nefnd til þess að rann- saka skipun og fyrirkomulag læknaþjónustunnar á Ríkisspít ulunum eins og fyrr hefur ver- ið sagt frá, en tildrög þessarar nefndarskipunar voru þau, að fjölmargir Iæknar á Landsspít alanum, Fæðingardeildinni, Kleppi og á Rannsóknarstf' r Háskólans höfðu sagt upp störf um sínum, þar sem þeir voru óánægðir með starfsaðstöðu og launakjör. Nefndin hefur nú haldið fjölmarga fundi, en sam kvæmt upplýsingum Guðjóns Hansen tryggingafræðings hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem er formaður nefndarinnar, kemur hún ekki til með að ljúka störfum áður en fyrstu uppsagnirnar ganga í gildi. Nú munu um 10 Iæknar hafa sagt upp. Við snerum okkur i dag til Guðjóns Hansen og spurðum hann um störf nefndarinnar, og sagði hann meðal annars, að hann vildi taka það fram, að það sem komið hefði fram í blöðum, um að ætlað hefði verið, að nefndin lyki störfum áður en fyrstu læknarnir hætta Framhaio a ols 15 á, að Sergej Korolev, sem andað- ist nýlega, hafi verið aðalmaður- inn á bak við kerfi það, sem kom fyrsta geimfarinu til tunglsins. Það hefur vakið nokkra athygli, hversu skamma stund Sovét menn hafa látið Lunu-9 senda myndir til jarðar, og í dag stað- festu sovézkir vísindamenn, að sögn brezka útvarpsins, að raf- sellur tunglfarsins væru svo til útnotaðar. Rússar hafa látið í ljósi nokkra reiði yfir því, að brezkir visindamenn tóku líka á móti myndum frá Lunu-9 og birtu þær án þess að hafa samráð við sovézka vísindamenn. Talið er sennilegt, að banda- rískir vísindamenn hafi gert til- raun til þess að taka á móti mynd Fíamhald á bls. 15. VERÐAIBUAR JARÐAR 7000 MILLJÚNIR ÁRIÐ 2000? NTB-Washington, mánudag. fbúar lieimsins voru 3308 milljónir talsins um mitt ár 1965, og ef mannfjölgunin heldur áfram með sama hraða, munu 7000 milljónir manna vera á jörðinni um næstu alda- mót, að því er segir í tilkynn- ingu óháðrar bandarískrar rannsóknarstofnunar, sem sér- hæfir sig í mannfjölgunarmál- um. Stofnunin fullyrðir, á grund- velli upplýsinga, sem m.a. Sam einuðu þjóðirnar hafa safnað saman, að mannfjölgunin sé hröðust i Mið- og Suður- Amer íku, en næst kemur Afríka og Asía. í skýrslu stofnunarinnar seg- ir, að 7/8 hlutar mannfjölg- unarinnar næstu 35 árin muni eiga sér stað' í þróunarlöndum Asfu, Afríku og Suður-Amer- íku. Ekkert þróunarlandanna hefur enn getað dregið veru- lega úr mannfjölguninni. Samkvæmt skýrslu stofnun- arinnar, fæddust 125 milljónir barna í fyrra, og á sama tíma létust 60 milljónir manna. Það þýðir tvær fæðingar fyrir hvert dauðsfall. Á eftirstríðsárunum hefur dauðsföllum farið hlut- fallslega mjög fækkandi. Sam einuðu þjóðirnar telja, að fyr- ir síðari heimsstyrjöldina hafi verið 26 dauðsföll á hverja þús und íbúa í heiminum, árið 1955 var talan 19 pr. þúsund og nú er talan orðin 16 pr. þúsund.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.