Tíminn - 08.02.1966, Side 3

Tíminn - 08.02.1966, Side 3
MUÐ.TUDAGUR g- febrúar 1966 3 TÍMINN Sextugur í dag: Kristján Sigurðsson I HLJÓMLEIKASAL Grímsstöðum Kristján Sigurðsson, oddviti á Grímsstcðum á Hólsfjöllum, er sextugur í dag. Foreidrar hans voru Sigurður Kristjánsson bóndi á Grímsstóð- um og kona hans, Kristjana Páis dóttir. Kristján tók við jörð og búskap af föður sínum og sömu- leiðis trúnaðarstörfum þeiim fyrir Fjallahrepp, er fyrr voru nefnd. Kona hans er Aðalbjörg Vil- hjálmsdóttir frá Sandfellshaga í Öxarfirði, og eiga þau 4 böm. Föð urbróðir hans, Karl, býr einr.ig á Grímsstöðum og Benedikt bróðir hans á nýbýlinu Grímstungu i hinni gömlu landareign Gruns- staða. Grímsstaðir standa við Þjóð leið milli landsfjórðunga, og Jiafa gestkomur verið þar tíðar, einkum á sumrum eftir að bílfært varð milli byggða norðan lands og aust an, og fyrirgreiðsla þar mikil í té látin. Síminn var lagður þangað frá Seyðsfirði þegar á árinu 1906, og yfir Haug til Vopnafjarðar, og hafa Grímsstaðamenn séð um við hald. Fjallahreppur mun nú 'æra annað fámennasta sveitafélag lands ins, og em heimilin aðeins sex talsins. En kjarngróður er í þess ar hálendu sveit, og með dugnaði og þrautseigju komast Fjöllungar vel af og bjóða einangrun og harð viðrum vetrarins birginn nú sem fyrr, en á vorin grær þar stand- um snemma. Forusta sveitarmála er í traustum höndum Kris'jáns á Grímsstöðum, og þar er með forsjá og atorku á þeim haiaið. En margir munu í dag minnast þess, að þeir hafi þangað komið MINNING Garðar Rafn Gunnarsson Fiílutónleikar Þann fyrsta febrúar s.l. lék Björn Ólafsson, fiðluleikari og konsertmeistari, fyrir áheyrend ur Tónlistarfélagsins mcð að- stoð Árna Kristjánssonar. — Það er nú orðinn nokkur tí.ni síðan Bjöm hefur látið til sin heyra á sjálfstæðum tónleikum en hann hefur aftur á móti jafnaðarlega leikið einleiks- verk með Sinfóníuhljómsveít inni. Verkefni hans á þessuin tón leikum voru mörg hver gamlir kunningjar frá fyrri áriin os var túlkun hans á Gemiani, Nardini, Veracini og Vivaldi litauðug og þrungin þeirri dýpt, sem Bimi er svo lagið að leggja fram, einmitt i þessi fábrotnu verk. Tónn hans var þar bæði breiður og hljómCag ur. f D-moll-partítunni eftir J. S. Bach, stóð Björn vel fyrir sínu. og dró hann marga þætti verksins fallega upp með form föstum, en þó sjálfstæðum leik. og vil. ég þar sérstaklega tilnefna „Sarabanden” svo og lokaþáttinn „Ghaconne”. sem einnig var vel fluttur. Á seinni hluta tónleikanna voru svo verk eftir Wieniav- avsky, Saint Sáens, auk tveggja „Caprice” eftir Paganini, sem helzt urðu útundan, og^undrar það engan, par eð rinr.ap við þótt ekki sé nema viðhald slíkra viruosa-verka er alveg ó trúleg Hlutui Árna Kristjáns- sonar er sér í flokki, hann gef ur hljóðfærinu nýtt líf og liti og er samspil þeirra Bjó.ms >i Áma svo groið og heil tc-ypi, að lífrænni samleik en þeir iðka, þarf að leita lengi íið. Á þessum tónleikum ríkti sá andi, sem var uppistaðan í þeim fjölmörgu tónleikum, sem þeir félagar héldu hér fyr ir allmörgum árum og marsir muna eflaust eftir. Árin, sem á milli skilja, hafa fært brim reynslu og djúpstæðari túlkun á svo mörgu, sem setti sinn svip á þessa tónleika. Unnur Arnórsdóttir. f. 1. 9. 1941 — d. 19.1. 1966 Fyrir níu árum kom til mín ungur maður, óharðnaður 15 ára unglingur, sem var að stíga sín fyrstu spor í lífsbaráttunni. Úr glaðværu andliti hans skein eftir- vænting og óvissa, eftirvænting þess, sem er að leggja upp í ferða- lag og óvissan um það, hvert sú leið lægi, er hann hafði valið sér að ævivegi. Garðar Rafn Gunnarsson hét hann, hinn ungi mágur minn, og bað mig um að vera leiðsögumann sinn og samferðamanna á fyrsta áfanga lífsleiðarinnar, er liggja skyldi um Ránarslóð. Glaðvært fas og einlægni hins óreynda ungling batt okkur þeg- ar vináttuböndum, sem styrktust og urðu nánari en oftast gerist með tengdum. Hann var námfús og atorkusam- ur og stundaði sjóinn með mér af kappi en dvaldist þess í milli á heimili mínu. Ég fylgdist af ánægju með framförum hans og sá hann breytast úr óhörnuðum unglingi í fullharðnaðan og reynd- an sjómann, sem var jafnvígur á alla þætti sjósóknar og eftirsótt- ur til hinna fjölbreytilegu starfa. Er leiðir okkar skildu fyrir fjór- um árum, blasti lífið við honum, og hann gekk út i það í gleði og tilhlökkun. Hann var sívinn- andi, hjálpsemi hans var við- brugðið, og lagði hann oft nótt með degi við bargbreytileg störf. Hann tók að sér bústjórn f sveit í forföllum, og hvort sem hann var á dekki eða í vél á togara, 1. vélstjóri eða landformaður á bát í beitingum, lék allt í hönd- um hans og fylgdi honum birta glaðværðar og góðar minningar. Hann réðst í það að kaupa bát ásamt fleirum og reri á honum við aflasæld hvenær, sem færi gafst, og sýndi glöggskyggni til eftirbreytni. Þannig hafði Garðar Gunnars- son ungur að árum búið sig vel til vegferðar á lífsleiðinni þegar ský dró fyrir sólu, og það varð hlutskipti hans að léggja út á hafið mikla aðeins 24 ára gamall. í þá ferð fylgja honum bænir og þakkir fyrir bjartar minningar um góðan dreng, sem svo skamma stund átti þess kost að vera sam- ferðamönnum til gleði og yndis- auka. Foreldrum hans og ættingjum votta ég samúð við fráfall hug- fólgins ástvinar. Sigfús Jóhannsson. Ufeyríssjóður verilunarmanna 10 ára Með launakjarasamningi milli kaupsýslumanna og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem gerður var hinn 27. maí 1955, var ákveðið að stofna Lífeyrissjóð verzlunarmanna og var þá jafn- framt skipuð undirbúningsnefnd til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd. Sjóðurinn tók síðan til starfa hinn 1. febrúar 1956. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu: Magnús J. Brynj- ólfsson, formaður, Hjörtur Jóns- son, Guðmundur Árnason. Gunn- Möppur utan um Sunnudagsblað rimans fást nú aftur tijá afgreiðslunnj 1 tdankastræt 7 Möppurnar eru með gylltan kiöl og númeraðar eftir árgöngum Verð kr. 70.00. laugur J. Briem og Ingvar N. Pálsson. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er starfræktur á svipuðum grund- velli og aðrir lífeyrissjóðir, en verzlunarfólk er ekki skyldað til þess að vera sjóðfélagar, heldur er því frjálst að ákveða, hvort það vill gerast aðilar að sjóðn- um eða ekki. Frelsið í þessu efni sem öðr- um hefur líka reynzt vel, því um 2000 verzlunarmenn og stúlkur eru nú sjóðfélagar og fjölgar þeim stöðugt. Atvinnurekendur brugð- ust strax vel við þessu máli og skildu hvílíkt öryggi sjóðurinn gat orðið fyrir starfsmenn þeirra og þá sjálfa. Sjóðurinn hefur því eflst svo sem björtustu vonir stóðu til og telur nú tæpar 100 milljónir króna. Á þeim tíma, sem liðinn er frá stofnun lífeyrissjóðsins, hefur hann greitt ekkjum látinna sjóð- félaga barnalífeyri. en þar sem sjóðurinn hefur nú starfað í tíu ár, koma nú einnig til greina aðrar lífeyrisgreiðslur. svo sem ör- orkuMfeyrir makaMfeyrir og elii- lífeyrir í reglugerð sjóðsins er svo kveð- ið á um, að sjóðfélagar skuli hafa forgangsrétt til lána úr sjóðnum Á þessum tíu árum hafa nálega 1000 lán verið afgreidd tii sjóðs- félaea oe þeim iánað samtals um 90 milljónir króna. Öllum má skiljast, hvílikur stuðningur þessi sjóður er þegar orðinn fyrir verzl- unarfólk og verzlunarstéttina í heild. Hámarkslán sjóðsins nemur 250 þúsund krónum og öllum var- ið í því skyni að gera sjóðfélög- um kleift að eignast eigin íbúð- ir. Það er mikill styrkur, ef hægt verður að lána svipað þessu áfram, en þó naumast meira en þriðj ungur þess lánsfjár, sem þarf til þess að byggja íbúð fyrir eina fjölskyldu. Verzlunarmönnum er því brýn nauðsyn að eiga aðgang að öðrum byggingalánum til jafns við aðra. íslenzka krónan fellur hratt og enda þótt sjóðurinn ætti að geta vaxið ört þannig talinn, þá ber þess að gæta, að frá þessum tíma- mótum tekur hann við skuldbind- ingum um lífeyrisgreiðslur, sem lítið hefur gætt hingað til. Verzlunarstéttin sér „ hér enn eitt dæmi þess. hvers samtök megna og er ákveðin í því að standa fast vörð um Lífeyrissjóð verzlunarmanna Núverandi stjórn sjóðsins skipa: Hjörtur Jónsson, formaður, Guðmundur Árnason, Gunnlaugur J Briem. Barði Friðriksson og Guðmundnr H Garðarsson Fram- kvæmdastjóri sjóðsins frá upphafi er Ingvar N. Pálsson. Þeqar hagýræSingar reikna Margir segja, að hægt sé að sanna svo að segja hvað sem er með lölum. Það er auðvitað ekki rétt. en hitt mætti segja, að komast mætti býsna langt í því að blekkja og villa um með tölum. Það hefur jafnan verið talinn ljótur leikur, jafn- vel hjá venjulegum mönnum, en þó enn ljótari þegar hag- fræðirtgar, sem öðrum fremur ber skylda til áð fara rétt með töíur, gera sig seka um þetta, og um þverbak keyrir, þegar hagfræðingurinn er einnig ráð- herra. Einn versti ljóður á nú- verandi mennta- og viðskipta- málaráðherra er sá, að hann gerir sig sekan um þetta hvað eftir annað. Eitt siðasta dæm- ið er það, þegar hann var að „sanna" að fjárveiting til lista mannalauna hefði hækkað veru lega hin síðustu ár. Því til sönnunar setti hann upp eft- irfarandi dæmi: Hann sagði, að fjárveiting- in til listamannalauna hefði hækkað nokkrum próscntum meira en laun fulltrúa í stjórn arráðinu síðan 1950. Hann bar saman heildarfjárveitinguna og laun einstaks manns. Þetta er auðvitað ill og vísvitandi blekking. Eigi að bera saman fjárveitingu til listamanna- Iauna og laun opinberra starfs- manna, verður að bera saman heildartölurnar, heildarfjárhæð þá, sem nú fer til launa- greiðslna opinberra starfs- manna og fjárveitinguna til listamannalauna. Fróðlegt væri að sjá þann samanburð í pró- sentureikingi ráðherrans. Það er honum ósæmandi að reyna að sanna mál sitt með viðmið- un, sem er augljóslega röng. Leiðinlegur jólalestur í grein sinni um ungu ádcilu skáldin í Morgunblaðinu s.L fimmtudag, segir Ragnar Jóns- son m.a. svo um stjómmála- ræðubækur þær, sem Bjami forsætisráðherra lét Almenna bókafélagið gef út eftir sig fyrir síðust jól: „í tveimur heilsíðugreinum um hinar fyrirferðamiklu bæk- ur dr. Bjarna Benediktssonar, sem út komu á s.l. ári, gat rit- dómari Morgunblaðsins varla bent á setningu, sem betur mætti fara á öllum þessum hundruðum blaðsíðna. Hann hafði drukkið í sig bækurnar, bæði bindin eins og himnesk- an jóladrykk, og til þess að gera enn Ijósara, hve list þeirra væri á háu plani, var Ilannes Iiafstein í sömu andrá kallaður miðlungsskáld. Ég er sjálfur mikill aðdáandi dr. Bjarna og las margt í hans merku bókum, en fjandi þótti mér samt sumar greinarnar leiðinlegar og jafnvel ótíma- bærar, svona rétt fyrir jólin." VÉL AHREINGERNING Vanir menn. Þægileg, Fljótleg vönduð vinna. ÞRIF — sfmar 41957 og 33049.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.