Tíminn - 08.02.1966, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar 1966
9
TÍMINN
anlands í sumar, t.d. hjá Hels-
ingjaeyri, þegar Svíarnir komu
með bíla sína yfir Sundið, þá
sýndi sig, að þeir voru mjög
óöruggir, er þeir komu i^nn í
umferðina Danmerkur megin.
Þeir óku miklu hraðar og ógæti
legar en Danirnir, og óhætt er
að segja, að þeir lenda ósjald-
an í slysum, af 'því að þeir
fylgja ekki vegbrúninni. Þetta
getur nokkuð stafað af þeirri
tilfinningu, að mönnum finnst
allt vera miklu betra og ör-
uggara heima fyrir. Ég var líka
um tíma suður á Jótlandi og
fylgdist með því, er Þ.ióðverj
arnir komu akandi norður yfir
landamærin. Það var áberandi.
hve Þjóðverjarnir óku miklu
hraðar og ógætilegar og meiri
framúrakstrar, en Danir, og
eru þó báðar þessar þjóðir með
hægriumferð. Nú vitum við um
Englendinga, að þeir halda
enn í vinstriumferð, má segja
sð þeir hafi líka aðstöðu og
við sem eyþjóð. En hvernig
verður í framtíðinni, ef bíla-
brautir verða lagðar neðansjáv
ar milli meginlandsins og Eng-
lands? Þá eru þeir náttúrlega
komnir í jafnmikil tengsl, og
þegar eru það tugir eða hundr-
uð þúsunda bila, sem fara
þarna á milli með ferjum á
Eiríkur Ásgeirsson,
forstjórí:
Reynsla á liðnum árum og
áratugum færir okkur heim-
sanninn um, að hægri handar
umferð á landi fer stöðugt vax-
andi Ekki af því, að sú um-
ferðarregla sé hinni vinstri
betri, heldur eingöngu vegna
nauðsynjar á samræmingu í
þessum efnum við þá aksturs-
reglu, sem meginhluti heims nú
aðhyllist, og sem fer saman
við alþjóðaumferðarreglur í
lofti og á sjó.
Hin sívaxandi samskipti
þjóða í milli. samræming á
hverskonar reglum og þörf fyr-
ir aukna almenna hagræðingu
og framleiðni, krefst þess. Það
er t.d. ekki lengur orðið einka-
mál einnar þjóðar, hvers kon-
ar umfferðarmerki hún notar í
vegakerfi sínu. Um það atriði
gilda nú alþjóðalög. — Am-
eríka öll, að undanskyldu smá-
ríkinu Honduras í Mið-Amer-
íku. víkur nú til hægri. Sömu
sögu er að segja um stórveld-
ið Kína, og á síðustu árum
hafa tvö Afríkuríki, annað á
vesturströndinni hitt á austur
ströndinni, Cameroun og
Ethiopia, bætzt í hópinn. Mörg
önnur ríki þar eru sögð ákveð-
in i að breyta. Bíða aðeins eft-
ir að geta notfært sér reynslu
Svía.
Athyglisvert er, að engin þjóð
hefur breytt úr hægri í vinstri
handar umferð.
Aukin umferð og bætt vega-
kerfi krefst góðs skyggnis öku-
manna. Nauðsynlegt er því, að
stýrið sé réttu megin í öku
tækinu miðað við umferðar-
stefnu. Sérstaklega hefur þessa
orðið vart, eftir að hinn svo-
kallaði akreinaakstur var hér
upp tekinn, en það nýmæli er
í umferðarlögum frá lRöS.
Stýri í lang flestum bifre'iðum
hér er öfugu megin miðað við
vinstri handar umferð.
Reynsla þeirra þjóða, sem á
síðustu árum hafa breytt um
akstursreglur, sannar, að slysa
hætta af völdum breytingarinn
ar hefur verið ofmetin. Það er
því fullkomið ábyrgðarleysi að
staðhæfa, að um stóraukinn
slysafaraldur í umferðinni
verði að ræða fyrst eftir breyt-
inguna, eða eins og þekktur
maður hér í borg hefur orðað
það: „Skipulögð fjöldamorð.*'
.{ sambandi við umferðarslysin
ber að hafa í huga, að slysa-
hættan af mismunandi umferð-
arreglum er stöðugt mikil og
vaxandi. Og ennfremur, að vel
skipulögð kynningarstarfsemi,
áróður og hvers konar annar
undirbúningur fyrir breyting-
una, hefur varanleg áhrif á
bætta umferð og umferðar-
menningu um alla framtíð.
Við íslendingar keppumst
við að laða til okkar erlenda
ferðamenn. Langflestir þeirra,
eða 85% komu árið 1964 frá
löndum, sem hafa hægri hand-
ar umferð. Fæstir þessara gesta
okkar hreyfa ökutæki hér. En
höfum þá hugfast, að hinum
gangandi vegfaranda er miklu
meiri hætta búin í umferðinni,
en stjórnendum ökutækja.
Skoðun mín er sú, að spurn
ingin verði ekki um það, hvort
við eigum að breyta úr vinstri
í hægri umferð, heldur hvenær
við gerum það. Kostnaðurinn
við breytinguna, verði hún
framkvæmd árið 1968, er nú
áætlaður 50 millj. kr. — Það
eru miklir peningar. En ver-
um þess minnug, að sú upp-
hæð vex gífurlega, eftir að
bygging viðamikilla umferðar-
mannvirkja hefst. Nauðsynlegt
er því, að umferðarbreytingin
verði framkvæmd sem fyrst.
Hjálmtýr Pétursson,
kaupmaður:
Að taka upp nægri handar ak
er að mínum dómi hrein fá
sinna. Við höfum hér algjöra
sérstöðu vegna legu landsins.
Til meginlands Evrópu er fjög-
urra til fimm daga sigling, til
Vesturheims helmingi lengri
leið á sjó. Af þessum sökum
verður hér aldrei um neina
teljandi bílaumferð að ræða.
Það eru ekki öllu fleiri en tíu
til tuttugu bílar, sem fara héð-
an út árlega. og svipuð tala
kemur inn með erlendum ferða
mönnum. Eigum við að fara að
víkja til hægri, til þess að þess-
ir ferðalangar séu ökufærari er
lendis? Eða er það vegna
„verndarar" okkar í Keflavík,
sem allir góðir íslendingar
munu óska góðrar heimferðar
við fyrsta tækifæri. — Að-
staða Svía er ekki sambærileg,
enda er það ill nauðsyn, sem
knýr þá til að skipta um. Þeir
hafa hægri handar akstur allt
í kringum, Finnland, Noregur
og Danmörk. Með fyrirhugaðri
brú yfir Ermasund eru Svíar
komnir beint inn í hægri hand-
ar kerfi meginlandsins. Fyrir
hvern er svo verið að ræða
um þetta mál hér? — Engan.
Að fleygja í þessa fjarstæðu
tugum eða hundruðum millj.
króna, er vitanlega hrein sturl-
un. Það er álíka mikill leik
araskapur og að vera að „pota"
upp íslenzku sjónvarpi í gam-
alli bílasmiðju.
Hvað líður bráðnauðsynleg-
um umbótum á vegakerfi
mesta þéttbýlisins, t.d. Hafnar-
fjarðarvegi með tvöfaldri ak-
rein? Hvenær ætlar vegamála-
stjórnin að fjarlægja tvær
stórhættulegar, ónýtar brýr
undir Hafnarfjalli? Hve lengi
á að nota háskalegan og illfær-
an veg yfir Bröttubrekku, sem
liggur í 400 metra hæð yfir
sjó, en Heydalsvegur fæst ekki
lagður, í 100 metra hæð, snjó-
laus vegur til Vestur- og Norð
urlandsins? Við höfum alls stað
ar óleyst verkefni í vegamál-
um, þótt við förum ekki að
eyða milljónahundraði í leik-
araskap við að breyta öllu vega
kerfinu óg ökutækjum fyrir
hægri handar umferð.
Einar B- Pálsson,
verkfræðingur:
Ég hef verið ákveðinn tals-
maður breytingar úr vinstri I
hægrihandar umferð hér, og
það af ýmsum ástæðum. í
fyrsta lagi mætti nefna það, að
samskipti okkar og annarra
þjóða aukast mjög með ári
hverju. Það á eftir að sýna sig
á næstu árum, að ísland á eft-
ir að verða ferðamannaland í
framtíðinni í ríkara mæli en
hingað til. Og eins og hér er
ýmsum högum háttað, samgöng
um og fleiru, en landið hefur
upp á mjög sérstæða náttúru-
fegurð að bjóða, þá munu fjöl-
margir útlendir ferðamenn
fremur kjósa að ferðast á eig-
in eyk og vera frjálsari ferða
sinm. en að vera háðir áæl-
unarbílum eða hópferðum. sem
koma á tiltölulega fáa staði.
og það verðum við að horf-
ast í augu við. að almennings-
flutningakerfi okkar er harla
strjált og óþroskað^ hér eru
engar járnbrautir og áætlunar-
ferðir fáar. Það fer áreiðan-
lega i vöxt, að erlendir ferða-
menn munu kjósa að ferðast
hér um þannig að leigja sér
bíla og aka þeim sjálfir, miklu
fremur það en að ferðamenn
hafi fyrir því að koma með
eigin bíla yfir hafið hingað.
Annað er það. að íslendingar,
sem ég held megi segja að séu
orðnir í mjög ríkum mæli bíla-
þjóð, vanir að hafa eigin bíla
til umráða, að þegar þeir koma
til annarra landa, þá muni þeir
í síauknum mæli fara eins að,
taka sér á leigu bíla og ferð-
ast þannig um, og þetta er
ekki síður mikið atriði en hitt.
Ég hef sjálfur gert nokkuð að
því að aka bfl erlendis, og ég
geri mér ljóst, að það er alltaf
vandkvæðum bundið að venja
sig við annað umferðarkerfi en
hér ríkir. Þetta er hægt að
gera, einkum ei maður er ung-
ur og viðbragðsfljótur, en það
veldur ætíð sérstöku viðbótaó
álagi, ef athyglin þarf að vera
sívakandi yfir því, að maður
geri ekki vitleysu á þessum
stað eða hinum.
Annars virðist mér, að þetta
atriði, að víkja til annarrar
handar á förnum vegi, snerti
ekki einungis þá sem aka bfl-
um, það þarf líka fótgangandi
fólk að gera. Þar sem umgengn
ismenning er í góðu lagi, þyk-
ir fólki sjálfsagður hlutur að
víkja ætíð til sömu handar, er
það mætist á götu, í stiga eða
lyftu eða á gönguni í húsum
inni, fylgja þannig viðurtekn-
um reglum engu síður en þeir
sem ferðast í ökutækjum. Þetta
er hliðstætt því, að við venj-
umst því að heilsa með hægri
hendinni. Á ferðum mínum er-
lendis hef ég iðulega lent í
því sjálfur og horft upp á
landa mína verða að viðundri
með því að vikja til vinstri,
þegar annað fólk víkur til
hægri. Þá tvístígur maður fyr-
ir framan fólk og verður að
viðundri á gángstéttinni eða í
húsum inni. Þessa gætir e.t.v.
minna úti um land, þar sem
rými er nóg, en í borgum og
bæjum þarf þetta að vera sjálf-
krafa regla hjá gangandi jafnt
sem akandi fólki. Það er fráleitt
og fáránlegt, að fólk þurfi, í
hvert sinn sem það fer til ann-
arra landa, að hugsa sig um,
hvorum megin það eigi að
ganga., í þessu landi eða hinu.
Margir segja, að okkur sé
ekki meiri nauðsyn en Bret-
um að leggja niður vinstri-
handar akstur og taka hægri
í staðinn. Það eru reyndar enn
fleiri þjóðir, er enn hafa vinstri
handar akstur í gildi, t.d. í
Asíu. En því er ekki að heilsa,
að flest þau lönd, sem við höf-
um samskipti við, hafi þennan
hátt á lengur. En fyrir þessa
vanafestu verCa Breta að álíka
viðundri og við erlendis. Það
er engin ástæða fyrir okkur
að vera að baka okkur sömu
óþægindi og þeir með þessari
sérvizku sem og annarrri, sem
þeir halda í, eins og t.a.m.
þessu ólukkans peningakerfi
sínu. Það veldur langflestu
fólki, sem til Bretlands kem-
ur, tvímælalaust erfiðleikum.
Þótt ég þykist ekki, sérlega
slæmur í reikningi, þá hef ég
látið snuða mig þar í landi
af þeim sökum. En hvað um-
ferðinni viðvíkur, þá er miklu
hægara fyrir okkur en Breta
að kippa þessu í lag nú, þeim
er svo miklu meiri vandi á
höndum. Minnast mætti á það,
að ég var á mikilli umferðar-
ráðstefnu í London í fyrra, þar
sem voru mættir menn hvaðan
æva úr heiminum. Og forseti
ráðstefnunnar. starfsmaður Ev
rópuráðsins á meginlandinu,
mikilsvirtur maður í flutninga-
málum í Evtódu, setti ráðstefn
una og sleit henni með svip-
uðum orðum, að hann vonaðist
til þess, að þegar slík ráð-
stefna yrði næst haldin í Eng-
landi. þá yrðu Englendingar
búnir að taka upp hægrihand-
ar umferð. Og þá kinkuðu marg
ir brezkir verkfræðingar og um
ferðarsérfræðingar kolli til sam
þykkis fyrir sig, persónulega a.
m.k. Því vil ég bæta við, að
breytum við ekki til nú, held-
ur þetta áfram að vera mikill
höfuðverkur og óleyst vanda-
mál. Breyting hlýtur fyrr eða
síðar að verða, en eftir því
sem það dregst lengur, verður
það æ kostnaðarsamara. Síðar
þyrfti að gera svo miklar breyt
ingar á umferðarmannvirkjum,
sem ekki eru fyrir hendi enn
sem komið er, en koma, þegar
farið verður að byggja umferð-
arkerfi Reykjavíkur, eins og
gert er ráð fyrir í aðalskipu-
laginu. Þar sem stór og mikil
gatnamót eiga að koma, verð-
ur að haga mörgum hlutum
eftir því, hvort aka skal hægra
megin eða vinstra megin. Breyt
um við ekki til nú, munum
við iðrast þess síðar.
Gestur Ólafsson,
bifreiðaeftirlitsmaður:
Það sem einna • helzt snýr
að okkur í Bifreiðaeftirlitinu
að því er varðar ríkjandi um-
ferð hér, vinstrihandarumferð-
ina, eru erfiðleikar út af ljósa-
búnaði í bflum, vegna þess, að
bílar eru yfirleitt fluttir hing-
að með ljósum fyrir hægrihand
arumferð. Þegar svo eitthvað á
bjátar og allt orðið vitlaust.
verða menn sjálfir að skipta
um samlokur og perur. Mér
finnst, að það þurfi að vera
sérstakt eftirlit með ljósabún-
aði ökutækja, strangt eftirlit,
sem starfar utan bifreiðaeftir-
litsins, hvort sem það ætti að
vera á hendi rafmagnseftirlits-
ins eða ljóstæknifélagsins eða
enn annars aðila, sem fenginn
yrði til að sjá um, að ekki
yrðu flutt inn ökutæki nema
með réttum ljósum, líkt og
tíðkast með ljós í hús, raf-
magnsvélar og tæki. Annað er
það, að ef hér verður vinstri-
handarumferð áfram, þá væri
auðvitað æskilegt að hafa hægri
handar stýri í bilunum. Þegar
menn ætla að aka fram úr
stórum bílum. þarf ekill með
vinstra stýri að færa sig inn
á vegarmiðju til að sjá fram
með bílnum á undan, en væri
hann með hægrihandarstýri,
þyrfti ekki að hafa það mik-
ið fyrir því að gá að umferð-
inni á undan. Margar radir
hafa verið uppi um það, að hér
reki engin nauðsyn til þess að
breyta til, en þó mætti segja
mér, að svo geti farið að við
verðum að gera það, vegna
þess, að settar verði alþjóða-
reglur þar að iútandi. Því er
ekki að neita. að æskilegast
væri, að sömu umferðarreglur
giltu alls staðar í heiminum,
eða a.m.k. í Evrópu. Sumir
Framhald á bls. 12