Tíminn - 08.02.1966, Page 14
/
14
TÍMINN
ÞRIÐ.IUDAGUR 8. febrúar 1966
TIL SÖLU
Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla
14 er til sýnis og sölu Chevrolet Station bifreið
árgerð 1955, í mjög góðu standi. Upplýsingar á
staðnúm. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni, varð-
stjóra, fyrir 15. þ.m.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
7. febrúar 1966.
Akurnesingar
Möppur utan um Sunnudagsblað Tímans fást hjá
Jóni Guðmundssyni, skósmíðameistara,
Skólabraut 30.
'FósturmóSir og tengdamóSlr okkar,
Katrín Einarsdóttir
Snorrabraut 35,
Lézt að Siúkrahúsinu Sólvangi laugardaginn 5. febrúar.
Guðrún Tómasdóttir,
Slgmundur Ólafsson
Móðir okkar,
Sigríður Tómasdóttir
, frá Kollabæ,
lézt aS heimill sínu Rauðalæk 18, laugardaginn 5. þ. m.
. Börn hinnar iátnu.
Litli drengurinn okkar,
Jón Magnús
lézt á fæðingardeild Landsspítalans aðfaranótt 3. febrúar. Jarð-
setning hans hefur farlð fram Innilega þökkum við oss sýnda samúð.
Sérstaklega viljum vlð þakka Gunnari Biering, læknl svo og öðrum
læknum og hjúkrunarliði, Fæðingardeildar Landsspitalans fyrir alla
þá umönnun sem lltli drengurinn naut sína stuttu ævi.
Guð blessi ykkur öll.
Bára Björnsdóttir,
Magnús Þórðarson.
Eiginmaður minn,
Lézt 5. febrúar.
í
Ólafur Ólafsson
lækntr
Vasterás Svíþjóð,
Sigrún ísaksdóttir.
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér samúð og
hlýhug við andlát elginmanns mfns,
Jóhannesar Jónssonar
Kristín Jóhannsdóttir,
Tyrflngsstöðum.
Minningarathöfn um
Sverri Jónsson, flugstjóra, og
Höskuld Þorsteinsson, flugkennara
Fer fram I Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. febrúar kl. 10.30
Flugsýn h. f.
Faðir okkar,
Ágúst Þorgrímur Guðmundsson
Vesturvegi 20, Vestmannaeyjum,
Lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kvöldi 6. febrúar.
, Börn hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
Guðmundar Guðmundssonar
fyrrverandi matsveins.
Alúðarþakkir tll hjúkrunarliðs við sjúkrahús Seyðisfjarðar.
Fyrir hönd vandamanna
Jóhanna Guðmundsdóttir.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Framhald af bls 5
Uim suma kostnaðarligí orkar
nokkuð tvímælis um, hvort þá
sbuli telja til reksturs eða eigna
breytingar ,en mestu máli skipt
ir vjð samanburð að á sama hátt
sé reiknað öll árin. I fjárhags-
áætlun og bæjarreikningum eru
götur og holræsi aískrifuð að
veitingar til nýrra gatna og hol
ræsa með framkvæmdafé og hér
er svo gert
Fjárveitingar til Byggingar-
lánasjóðs og Lista- og menning
arsjóðs eru her taldar með
eignabreytngum til samræmis
við færslu þessara liða áður
Loks eru áætlaðar afskriftir
dregnar frá rekstursgjöldum öll
fullu strax á fyrsta ári, og því árin.
færð sem rekstursgjöld. Við slík
an samanburð sem þennan er Niðurstaðan verðoir þá, sem
hins vegar venja að telja fjár hór segir:
Ár Tekjur Rekstursgj. Eignabreytingar Hlutfall
þús. kr. þús. kr þús. kr. rekstursgj.
1962 20.300 11.650 8.650 57.4%
1963 27.800 17.000 10.800 61.2%
1964 41.168 22.658 18.510 55.0%
1965 51.910 29.590 22.320 57.0%
1966 68.750 38.765 29.985 56.4%
Af töflu þessari sést, að hlut kjörtímabil, enda þótt þjónusta
fallstala reksunsgjaldanna hef- bæjarfélagsins við borgarana
ur haldizt þvi nær óbreytt og hafi stóraukizt á ýmsum sviðum.
þó fremur farið lækkandi þetta
REGLUR
Framöaia al bls 2
Þegar að fundinum loknum var
haft samband við framkvæmda
stjóra „Skálholts“ og honum gerð-
ar ljósar þær aðfinnslur, sem hér
hefur verið getið. Engu- að síður
birti bókaútgáfan auglýsingu sína
og átti þá form. R.S.Í. fund með
framkvæmdasjóra og stjórnarfor-
manni bókaútgáfunnar, þar sem
leitazt var við að samræma sjónar-
mið beggja aðila, svo auglýsa
mætti samkeppnina í nýrri mynd.
Forráðamenn útgáfunnar féllust
efnislega á tvö síðargreindu atrið-
in, en töldu að atriðið um verð-
launin og hin inniföldu ritlaun
skipti það miklu máli að rétt væri
að skjóta því til umsagnar Bók-
salafclags íslands, og að það og
R.S.Í. semdu með sér reglur um
slíkar samkeppnir, er giltu fram-
vegis.
Bókaútgáfan Skálholt mun því
afturkalla auglýsingu sína og
fresta ákvörðunum þar til slíkt
samkomulag hefur náðst.
Tíminn bar þessa greinargerð
undir Njörð P. Njarðvík. Hann
sagði, að Skálholtsútgáfan hefði
Loðnuveiðar
framundan
SJ—Reykjavík, mánudag.
Vestmannaeyjabátar héldu á
veiðar í dag eftir langt hlé. Bát
arnir lóðuðu á talsvert magn af
loðnu á allstóru svæði skammt
undan Vestmannaeyjum. Bátar frá
Reykjavík eru nú að taka löðnu
nætur og ætla að halda á veiðar í
nótt.
EYJAFLUG
með HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120
talið réttast að vísa þessu máli
til Bóksalafélagsins, þar sem út-
gáfan hefði ekki talið rétt að þeir
semdu um málið við Rithöfunda-
sambandið og sköpuðu með því
fordæmi í máli, sem kæmi öllum
útgefendum við. Varðandi hina
þrjá málsliði sambandsins sagði
hann að útgáfan hefði fallizt á
síðasta atriðið fyrir sitt leyti. Nið-
urstaðan af málsgrein tvö hefði
orðið sú, að eðlilegt var talið, að
maður frá útgáfunni ætti sæti í
dómnefnd. Hins vegar skyldi hann
ekki vera formaður nefndarinnar.
Þá sagði Njörður, að útgáfan
hefði aflýst þessari sögusam-
keppni, en það útilokaði ekki að
boðað yrði til nýrrar samkeppni
síðar.
SLYS OG ÓHÖPP
Framhaia af bls. 2
mannaeyjum, hafði í dag engan
árangur borið Fjöldi fólks leit-
aði í fyrradag og segja má,
að leitað hafi verið um alla eyj-
una, en piltsins varð ekki vart.
Þá hefur Andri Heiðberg, kaf-
ari úr Reykjavík kafað í höfn-
inni í gær, og í dag, en einskis
orðið vísari.
Rétt fyrir hádegi í dag var
slökkviliðið í Reykjavík kallað
upp á Spítalastíg, en þar hafði
kviknað í Consul Cortina-bifreið,
R-5447, og logaði í vélarhúsi og
undir bílnum. Skemmdir urðu
talsverðar, m.a. brann annað fram
dekkið.
Krakkar höfðu verið að leika
sér með eld við bílinn, og kveikt
í benzíni, sem lekið hafði af hon-
um. og logaði glatt í bílnum, þeg-
ar slökkviliðið kom, en því tókst
að slökkva bálið á skömmum
tíma.
í kvöld um 6 leytið varð kona
fyrir bíl á Keflavíkurveginum rétt
fyrir ofan Hafnarfjarðarveg við
Sólvang. Bíll úr Njarðvíkum
lenti á konunni, og skall hún í
götuna. Hún var töluvert slösuð,
hafði m.a. fótbrotnað.
KOSTA MOKSTUR
Framhald af 16 síðu.
einungis moka á móti öðrum, en
að sjálfsögðu er Vegagerðinni
frjálst að moka alla vegi á móti
öðrum.
Flestar mjólkurflutningaleiðir
eru mokaðar á móti öðrum, og
eru það þá oftast mjólkursamlög
in og hrepparnir sem greiða helm
inginn, og stundum jafnvel flutn
ingabílstjórar og er þettr n- kkuð
misjafnt eftir þvi hvar er i land
inu.
— Við mokum leiðina austur að
Klaustri. sagði Snæbjörn eins og
' leið liggur til Akureyrar . ''uafs ;
I víkur og Stykkshólms og r.u ver j
stöðvanna á Reykjanesi, i Búðar|
dal, frá ísafirði til Bolungarvík
ur og Súðavíkur frá Egilsstöðum
tii Reyðarfjarðar og Eskifjarðar
svo eitthvað sé nefnt.
í Dalasýslu og á Snæfellsnesi
sjá mjólkursamlögin um verkið á
móti Vegagerðinni og sö'mu sögu
er að segja í Skagafirði. í Eyja
firðinum og á Suðurlandi standa
aflur á móti hrepparnir straum af
helmingi kostnaðarins. Vegagerð
in sór ein um að ryðja veginn
út að flugvellinum á Patreksfirði,
en er aftur á móti ekki skylt að
greiða nema helminginn, ef rudd
ur er vegurinn frá Patreksfirði til
Bíldudals.
Snæbjörn sagði að lokum:
Marga fjallvegi mokum við á
okkar kostnað, þegar við mokum
þá, t. d. Siglufjarðarskarð og
Breiðdalsheiði, en þó ekki alltaf,
ef okkur líst ekki á veðurútlitið.
Þá höfum við stundum farið fram
á það við aðra aðila, að þeir moki
á móti okkur, ef þeim er annt um
að vegurinn verði opnaður. Við
mokum sem sagt aðalvegi, en þar
á ég við fjölförnustu vegina. Vega
gerðin mokar þessa vegi þó cin
ungis þegar hún telur sér það
fært, ef illa viðrar eða miklir
snjóar eru, lokast þessar leiðir
einnig eins og t. d. hefur nú gerzt
á leiðinni milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar.
ÍÞRÓ f TIR
Framhald af bls 13
eftir að hafa sýnt góðan varnar-
leik. Tékkarnir náðu aftur 3ja
marka forystu, 8:5, en ísl. liðinu
tókst aftur að jafna 9:9 og á
síðustu mínútu hálfleiksins
náði Gunnlaugur forystu 10:9
úr vítakasti, og skoraði síðan
glæsilegt „sólómark“ á síðustu
sekúndunum, 11:9 og þannig var
staðan í hálfleik.
í síðari hálfleik hélt ísl. liðið
forustu, þar til 8 mínútur voru
eftir — með einni undantekn-
ingu þó, því Tékkarnir jöfnuðu
13:13 á 14. mínútu. — en á 22.
mínútu var staðan 15:15. Þegar
5 mínútur voru eftir, náðu Tékk-
arnir forustu með marki, Rada,
sem skoraði úr víti. Rada reynd-
ist ísl. liðinu þungur í skauti á
síðustu mínútunum, því hann skor
aði 8 siðustu mörk Dukla, þar af
nokkur úr vítaköstum. Rada skor-
aði 17:15 og 18:15 fyrir Dukla, en
Hermann skoraði síðasta mark
leiksins.
Eftir gangi leiksins hefði jafn-
tefli ekki verið ósanngjörn úrslit.
Þó lá alltaf í loftinu sem Tékkarn
ir væru sterkari aðilinn, og brott
rekstur Harðar Kristinssonar af
velli í síðari hálfleik og misnotað
vítakast Gunnlaugs, þegar stað-
an var 15:15, reyndist Tékkun-
um hjálp á þýðingarmiklum
augnablikum.
Mörk fslands: Gunnlaugur 6 (3
víti), Hermann 4 (1 víti), Guð-
jón 3 og Hörður 3 (öll víti).
Hjá Tékkunum bar Rada (7)
af, en alls skoraði hann 11 mörk,
þar af 5 úr vítaköstum. Þá má
nefna Mares (3) og Duda (11). í
miarkinu lék Voha og stóð sig
mjög vel.
Danski dómarinn Wester-
gaard dæmdj leikinn og hafði
góð tök á honum.
ÍÞRÖTTIR
Framhald af bls. 13
nema hvað það hefði slegið
hollenzkú meistarana út í
síðustu umferð keppninnar.
Um^Iið Vals er það að
segja, að það verður nær
óbreytt frá leikjunum gegn
Fredensborg, en þó verður
Vigdís Pálsdóttir ekki með.
Dómari í leiknum verður
norskur, E. Bolstad.
Austur-þýzka liðið er
væntanlegt í nótt og mun
þá vera hægt að gefa upp-
lýsiugar um það í blaðinu
á miðvikudaginn.