Tíminn - 08.03.1966, Page 7
ÞRIÐJUÐAGUK. 8 marz 1966.
7
TÍMINN
Akvæöin um aðild ríkisins aö
haf nargeröum m jög úrelt
Sfö þingmenn Framsóknarflokksins bera fram
frumvarp um aukinn stuðning og ýmis nýmæli.
Frumvarp Framsóknarmann-
anna sjö, Gísla Guðmundssonar,
Jóns Skaftasonar, Halldórs E.
Sigurðssonar, Sigurvins Einars-
sonar, Halldórs Ásgrímssonar,
Bjöms Pálssonar og Ágústs Þor
valdssonar um ríkisframlag til
hafnargerða og lendingarbóta,
var til fyrstu umræðu í neðri
deild í gær, og hafði Gísli Guð-
mundsson framsögu.
Erumvarpið gerir, eins og áður
hefur verið skýrt frá, ráð fyrir,
að hafnar- og lendingarbóta-
stöðvum verði skipt í þrjá flokka
A, B, og C eftir fjárhagsaðstöðu
til þess að koma upp undirstöðu-
mannvirkjum, og ríkisframlag við
það miðað, 50% af kostnaði A-hafn
60% af B-höfnum og 70% af C-höfn
um. Einnig skal ríkissjóði heimilt
að ábyrgjast lán til greiðslu hluta
af byggingarkostnaði.
Gísli Guðmundsson sagði, að
frumvarpið hefði nýmæli að
flytja, bæði um flokkun hafn-
anna, hækkun ríkisframlagsins og
aðstoð við hafnargerðir sam-
kvæmt tveggja ára áætlun.
Gisli minnti á aðstöðu þjóðar
innar á eylandi, sem hlyti að
gera hana að siglingaþjóð, og ætla
mætti, að hún yrði það í vaxandi
mæli. Hin tiltölulega mikla utan
ríkisverzlun styddi einnig þá þró-
un. Sjósókn á auðug fiskimið við
strendur landsins yrði ávallt mjög
mikil, ef við bærum giftu til að
vernda fiskistofnana. Nútíma sigl-
inga- og fiskveiðiþjóð þyrfti góð-
ar hafnir og hér á landi yrðu þær
að vera af mönnum gerðar. Þar
þyrfti afgreiðslubryggjur, hafn-
arbakka, bátakvíar og önnur
mannvirki. Hafnargerðir væru
eins nauðsynlegar og vegalagn-
ing og rafvæðing. Góðar hafnir
hefðu ekki aðeins haglega
þýðingil, heldur ykju mjög ör-
yggi fyrir skip og menn.
Gísli rakti síðan nokkuð fyrstu
tilraunir til hafnargerða og lend-
ingarbóta hér á landi. Fyrst hefðu
einstaklingar og fyrirtæki verið
að verki, en hafnargerðir bæjar-
og sveitarfélaga væru verk síðari
tima. Margir þeirra, sem nú væru
miðaldra, væru aldir upp við notk
un uppskipunarbáta en bygging
Reykjavíkurhafnar á árunum 1914
-17 markaði þáttaskil í þess-
um málum, og fyrir rúmlega 50
árum hefði Alþingi ákveðið að
láta hefja undirbúning almennra
hafnargerða hér á landi, og gert
um það merka ályktun á öðru ári
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Unnu
erlendir og innlendir verk-
fræðingar síðan að því næstu ár
að gera áætlanir um hafnargerðir
og upp úr 1918 má telja, að hafn
arframkvæmdir á vegum ríkisins
hefjist hér á landi. Var lengi fram
an af unnið að þessu eftir lögum,
sem Alþingi setti um hverja höfn
eða lendingarbót, er ríkið styrkti,
og þá ákveðið í hvert sinn, hvort
ríkið legði fram þriðjung, helm
ing eða tvo fimmtu kostnaðar. Ár
ið ’46 voru í gildi 24 slik hafnar-
lög, sagði Gísli, og önnur 24 um
lendingarbætur, en það ár voru
sett ný og almenn hafnargerðar
lög og öll hin eldri lög felld inn í
þau. Síðan hefur þessum lögum
verið breytt nokkrum sinnum og
bætt við nýjum stöðum. í lögum
þessum, eins og þau eru nú, eru
taldir 35 hafnarstaðir og 78 lend-
Gísli Guðmundsson
ingarbótastaðir. Vmsir þessara
staða hafa þó lítið eða ekkert rík-
isfé fengið og framkvæmdir þar
varla fyrirhugaðar fyrst um sinn,
en talið er, að á 60-70. hafnarstöð
um sé að jafnaði eitthvað unnið
a.m.k. öðru hverju, og þessa staði
kvaðst Gísli fyrst og frern^t hafa
í huga, þegar hann ræddi um
þessi mál. i
Samkvæmt gildandi lögum legg'
ur ríkissjóður fram 40% af kostn
aði við hafnargerðir og 50% af
kostnaði við lendingarbætur, en
auk þess er heimild til ríkis-
ábyrgðar fyrir lánum allt að því
sem á vantar og hefur sú heimild
mikið verið notuð.
Þótt mikið hefði verið unnið að
hafnarbótum hér á landi, á liðn
um árum, væri þó meira ógert, og
og margt hefði orðið dýrara
en þurfti, ef fjárráð hefðu verið
meiri og tækni betri og leiðbein-
andi hendur nær, en raun hefur
oft á orðið. Mikill hluti hafnár
gerðanna hefði verið unninn fyrir
lánsfé, sem sveitarstjórnir hefðu
dregið saman með ærnu erfiði,
en ríkið oft og einatt ekki staðið
í skilum með heitin framlög nema
að nokkru leyti á réttum tíma.
Það hefði og komið í ljós, að
tekjur hafnanna í smíðum eru yf-
irleitt fjarri því að standa undir
60% af byggingakostnaði, sem
ríkið greiðir ekki, og langt er
síðan greiðslur og vextir af lán-
um hafnanna tóku að falla á ríkis-
sjóð að meira eða minna leyti.
Gísli sagði, að á árinu 1958
hefði alþingismönnum og fyrir
svarsmönnum hafna verið orðið
ljóst, að lögin frá 1946 voru að
verða úrelt og nauðsynlegt að rík
ið bæri meiri hluta bygging
arkostnaðar. Höfðu þá einnig ver-
ið sett sérstök lög um landshafn
ir, sem gerðar eru að öllu leyti
á ríkiskostnað. Alþingi álykt-
aði þá að fela ríkisstjórninni að
endurskoða lagaákvæði um skipt
ingu hafnargerðarkostnaðar
milli ríkis og sveitarfélaga, og
ennfremur að láta gera 10 ára
áætlun um nauðsynlegustu hafn-
arframkvæmdir á landinu, og var
atvinnutækjanefnd falið að vinna
þetta verk í samráði við vita-
málastjóra. Skilyrði til starfsins
voru erfið, en tilraun var þó gerð
og mun hún hafa komið að ein-
hverju gagni. Nefndin sagði í
skýrslu sinni, að áætlunin væri
aðeins tilraun til þess að gera
grein fyrir verkefnum kom
andi ára. Jafnframt gerði nefndin
ýtarlega athugun á gildandi
hafnargerðarákvæðum og af-
henti samgöngumálaráðuneyt-
inu frumvarp til laga ásamt grein
argerð haustið 1961. En frum-
varp þetta hefur aldrei verið lagt
fram eða birt. Þótt Alþingi
teldi það nauðsynlegt fyrir átta
árum að breyta lögum þessum,
þá hefur sú nauðsyii ekki rekið
fastar á eftir þeim en þetta.
Við, sem stöndum að frumvarpi
j því, sem nú er lagt fram, teljum
I að málið þoli alls ekki lengri bið,
j sagði Gísli. Á undanförnum ár-
í um höfum við flutt tillögur um
hækkun ríkisframlaga til hafnar
gerða, en þær hafa ekki borið
I árangur. Við viljum því gera
eina tilraun enn og berum því
fram nýjar tillögur með nokkuð
öðru sniði en áður, Jafnframt
leggjum við til, að Alþingi taki
upp ný vinnubrögð í áætlunargerð
og geri ráð fyrir staðgreiðslu á
ríkisframlagi og tryggð verði á
skömmum tíma greiðsla ógreiddra
framlaga.
Síðan gerði Gísli grein fyrir
þeim breytingum, sem frumvarp
ið felur í sér, flokkaskiptingunni
og hækkandi ríkisframlögum en
lækkandi ábyrgðarheimildum í
samræmi við það. Hann gerði og
grein fyrir nýmælum um tveggja
ára áætlanir og öflun fram-
kvæmdafjár í samræmi við hana,
svo og því, að lögfest verði, að
ríkið greiði framlag sitt að fullu
ár hvert og bundinn endir á það
ástand, að hafnarsjóðir eigi fram-
kvæmdafé inni hjá ríkinu árum
saman.
Gísli minnti að lokum á
það, að íslendingar ættu nú rúm
lega 900 vélknúin þilskip, en auk
þess rúmlega 1300 opna vélbáta.
Ekkert lát mætti verða á hafnar
gerðum víðs vegar um land, og
byggðin væri víða undlr því kom-
in. Þjóðfélaginu í heild bæri að
tryggja þá þróun, sem hér þyrfti
að eiga sér stað. Gísíi sagði, að
flutningsmönnum hefði ekki þótt
rétt að svo stöddu að leggja til, að
allar hafnir yrðu landshafnir, en
það mál þyrfti meiri athugunar
við. Ekki vildi hann heldur full-
yrða, að þetta frumvarp næði
alveg þeim tilgangi, sem hafður
væri í huga, en það ætti að ná
langt til réttrar áttar.
Frumvarpinu var síðan vísað
til nefndar og annarrar umræðu.
EYJAFLUG
með HELGAFELLI NJÓTia ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
SÍMAR: ____
VESTMANNAEYJUM 1202
REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120
SPESIALFABRIKK I NORGE
for puffed Hvete — Ris — Havre og Kvikk-Ris
(hurtigkokende ris) söker forbinnelse med agent-
firma som er godt innarbeídet hos Kolonialgross-
ister.
BRÖDRENE AARESTAD,
Stavanger, Norge.
NY VERZLUN
Eitthvað fyrir alla í undirfatnaði.
Einnig smávörur. snyrtivörur og fleira.
Gjörið svo vel að líta inn.
Verzlunin SILA
Bændahöllinni, sími 1 59 85.
KONI
STILLANLEGU
HÖGGDEYFARNIR
Ábvrgð 30.00». km akstur
eða * ár — IC ára reynsla
á islenzkum wegum sannar
gæðin.
ERu I REYNDINNI ÓDÝR-
USTU HÖGGDEYFARNIR
SMYRILL
Laugav )70 <ími 1-22-60.
LOGTAKSURSKURÐUR
Samkvæmt krötu bæjargjaidkerans í Hafnarfirði
fyrir hönd bæiarsjóðs Hafnarfjarðar úrskurðast
hér með lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum
fyrirframgreiðslum upp í útsvör ársins 1966 og
fasteignagjalda sama árs.
Fer lögtak fram á áb>Tgð oæjarsióðs en á kostnað
gjaldenda að liðnum 8 dögum frá birtingu úr-
skurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann
tíma.
HafnarfirSi 5. marz 1966,
Bæjarfógetinn 5 Hafnarfirði,