Tíminn - 08.03.1966, Síða 8

Tíminn - 08.03.1966, Síða 8
ÞRIÐJUDAGTJR 8. marz 1966 8 TÍMINN Enn einu sinni verður þess vart, hversu menn eru sagðir láta sér misannt um uppeldi sitt. Meðan sumir vegsama dyggðugar minjar glepjast aðrir af undrum heims- ins og gleyma margar stundir að horfa inr í liðna tíð En þetta er lífið. Tímarnir yngja það ekki upp. Ný kynslóð ber ekki fóta- stokkinn heldur ekur í bíl eða flýgur. Henni dugir nú efeki Staf- rófsfcver fyrir minni manna börn heldur berast henni ný sjónarmið ný viðfangsefni, ný hugsun, ný þekking, að ekki sé nú talað um nýja gleði. Þegar ég var stráfeur, virtist það vera andlegt sport á hverjum safnaðaríundi að býsnast yfir spill ingu ungdómsins. Þá eins og nú voru merm, sem virtust hafa öðl- azt stimplun upp á rétta vizfcu og voru jaínvígir nútímamönnuim í því að raða fólki í vonda og góða hópa í eins feonar samanburðar- siðferði. Mér leiddist þetta raus, en þóttist fá nofekra uppreisn mitt fermingarvor, þegar Magnús próf. á Gilsbairka visiteraði. Að lokum las hann bókun sína yfir viðstödd um fyrirmönnum og síðasta setn- ingin ei mér minnisstæð: „Eitt ungmenni mætti til spurninga og rcyndis' ágætlega að sér.“ Síðan tróg hann bókinni inn í marghelg að altarið, og taldi ég það merki um, að nú hefði verið skráð það, er beinast lá fyrir. Þetta tel ég, að meg; sanna, að jafnvel þeim, sem í dag hljóta harðasta dóena sé eigi alls varnað, og að allt hleypi- dómalaust fólk sé miklu betra en það er sagt líta út fyrir. Hinn i des. s.l. var flutt mjög rómað ermdi, og komst ræðumað ur að þeirri niðurstöðu, að frá fornu fari væri þjóðareðli okkar veifct. Hann færði til sönnunar, að afkomenour norrænna vífeinga í Normandi urðu franskir _ eftir nokkra mannsaldra og að íslend- ingar í Vesturheimi urðu fljót- lega beztu borgarar þar. Fyrir þessari kenningu bar hann erl. mann. Mér fannst óþarfi af svo ágætum ræðumanni að flagga þessum sleggjudómi. Víkingarnir fluttust inn í nýtt umhverfi. Þar- lendar tronur óiu þeim böm og bjuggu þeien heimili í samræmi við gróra aðstöðu af keltneskum toga. En ætli samt sem áður hafi ekki einhverjar eðlistægjur verið eftir, þegar Normandíar rásuðu inn í England á 11. öld, þótt þeir mæltu að mestu á franska tungu? Öllu hæpnari var dómurinn um Vestur-fslendinga. Þeir urðu að byggja allt upp af grunni og skapa sei og sínum öryggi, sem ekki hefur komið á siifurfati. Þar heíur neimilishvötm og umhverf isafskipts vitnað svo um hinn sterka ættstofn, að einstaklingar hans ruadu brautir. Þessi napra kveðja í garð Vestur-íslendinga er þvi miður ekki dæmalaus. Einn háríðisdag þeytti ríkisútvarp ið út furðulega illa gerðu^ gysi, sem var lagt í munn Vestur-íslend ingi, sem hér skyldi teljast í heim sókn. Sagt er, að tvisvar verði gamall maður barn, og margur, sem í slíka heimsókn kom, var gripinn bamslegum tilfinningum en það er lítilsiglt að gera sér tárvota gleði þeirra að skimpi. Eg veit vel, að ræðumaðurinn 1. des. hefur ekki ætlað sér að særa nexnn óg hefur kannske ekki gert. Þetta var aðeins krókaleið hans til að sanna það þolleysi og áhrifahneigð, sem við erum sagð ir vera haldnir af, jafnframt skyldu þær ógnir stækkaðar, er okkur gætu stafað af hinu amer- íska sjónvarpi, sem einnig er tal ið niðrandi fyrir sjálfstæðið. En það er fleira, sem þjóðum heyrir ti' sjálfstæðis og metnaðar en það, sem þær sjá og hlusta eft- ir. Eitt sinn heimsótti okfear á- gæti forseti nagrannaþjóð. Síðan feom xiingað vildarmaður, er með sæmd lét í það skína, að hann væri ekfci eingöngu í þeim er- indagjörðum að iðka sport. Var þetta frá mínu sjónarmiði nóg, og hvorugt ferðalagið þurfti raunar að eiga sér stað, en þar sem viss- ar venjur gilda í þessu meðal sjálf stæðra þjóða, mætti spyrja, hvar önnur þjóð í heiminium myndi fyr irfinnast. sem eigi fengi þjóðhöfð- ingjaheimsókn endurgoldna með fullri viðhöfn. Að skrifuðum þess- um orðum má vera, að sú grein sem ég er hér að semja, fáist eigi birt, en með diplómatiskum fett- um mun ekki skorta útlistanir. Þótt lafnan beri mikið á þeim mönnum. sem hafa hátt, þá eru alltaf einhverjir, er hrökkva ekki í kút, þott þeir gelli, sem telja sig handhafóvald í maiti og dómum. Þannig varð almenningi eigi meira um. en þótt fluga hefði hóstað, pegar heill kirkjukongress hér dæmdi sjálfan dómprófastinn villutrúaimann. Auðvitað verður síra Jón Auðuns að bíða hins síð- asta iúðurhljóms án forréttinda, þótt öðrum kunni að duga að þyrlast upp að hinu gullna hliði og þeyta þar 220 volta sírenu. Eu ef dómsýkin skyldi eigi endast * hinum æðstu stöðum til staðfestu á því, að þeir sjái allt rétt, sem til þess bjóðast þá má vera, að þar sem minna er í húfi, kunni einnig afc leynast veila. Mér er það xjóst, að með því að horfa vig og við á amerískt sjónvarp er ég á efri árum aftur kominn . úrkast að dómi hinna hreinhjórtuðu, en vita mega þeir það, að ýmsir menn, sem marka skal, virðast vera á göngu frá þjóðinni Þannig var það á Þing- völlum >930. Hvarvetna var mann þröng, en mest þó i Almannagjá, er þekktur raddmaður vap, látinn fara að aveða þar rímur. Hvenær eiga menn að hlýða á svo þjóð- helgan söng, ei ekki á 1000 ára bátíð á helgum stað? Ekki hafði þá útvarp, sjónvarp eða önnur syndarinnar tákn lagt til atlögu við hinn þjóðlega smekk, en allt um það tófest söngvaranum að kveða Almannagjá auða, sem var kraftaverk, eins og á stóð. En þetta er ekki í eina skiptið, sem strenguvJnn í brjósti fólksins ym ur ekki, þótt honum sé sagt. Þeg ar sjómenn máttu ekki syngja lengur Heyrið morgunsöng á sæn um, var þeim skikkaður nýr stétt arsöngui sem enginn þeirra kann og aldrei heyrist nema fyrir borg tm. Ágætt lag Hallgríms Helgason ar er hins vegar vandlega falið. Eg veit. að þeir, sem vanda um gera þaö oft af góðri þekkingu, þótt um ýmsa kunni að hafa snak að á gamlárskvöld. Það var eitt- hvað hjárænuiegt við þá, sem m. m. stóðu að varalitasýningunni í haust. Það var heiðursverk svo fullkomið, að gagnrýnendur máttu eigi fleii- orðum við koma. Fyrir óhapp uppgötvaðist rauð rák á myndfletinum seint og um síðir og kom spánskt fyrir. En málinu var bjargað án listskoðenda eða kemískr? tilfæringa. Klessan átti þarna að vera, en hins vegar virt ust blindii- deplar í ijóma dýrðar innax hafa verið víðar en á einum stað. Ef til vill eru það svoha klessur, sem þannig slysast á .óskeikulleikann, eins og þegar klukka slær á vitlausum tíma, er valda því, að málarar, sem ekki búa til litaspjöld heldur tjá okkar dásamlega land í tign þess og bjartri vídd, eru spjáðir með því, hve þeir séu heppnir með veður. Eitt sinn las ég erl. samsetning eftÞ Ustdómara, sem fullyrti, að .-rúnjtninnasaia, hvar sem er, væri andlaus fjöldaframleiðsla, upp- rubbuð fyrir fávísa ferðamenn. Efckert hefði listgildi, nema menn legðu í það alla sína einkasál, og skildist mér, að einu gilti, hvernig sálin væri. Eg þekkti mann, sem af öllum lífs og sálar kröftum fékkst við ijóðagerð. Einn afraksiturinn er svona, og samkv. fcenningunni hlýtur hann að vera frambærilegt listaverk: Hættið þið strákar hiskomí / Haldið ykkur saman sní / Þið fljúgist oft á ílufluflu / farið i burtu tututu. Ekki lætur tónlistin sitt eftir liggja, þv. ýmsir hafa til þess sál að vera í eins konar stórvelda- styrjöld innan og utan við tónstig ann með þeim afleiðingum, að skelfingarglamur er kvalið úr góðum hljóðfærum og ólíklegustu hlutum, og snobbsins vegna verða einhverju til þess að snuða merki legheitum upp á skilningarvitin og láta sem þeir gapi af hrifn- ingu. Þótt rímnasöngurinn, sem var góður í rökkvuðum baðstofum, þyldi ekki oittuna og nýjan hý- býlayl, þá. er ólíklegt, að menn- ing ofckar í tónum og ljóði sé í hættu vegna nokkurra hérvill- inga, en í þeim menningarlegu sviptingum, sem eiga sér stað, er það enginn mælikvarði, hvort menn eru með eða móti sjónvarp- inu við Keflavík. Vig myndum standa á svipuðum menningar- punkti, Dótt það hefði eigi kom ið. Slífe verður þó ekki sannaað. Tildrögin móta dagana, og eng- inn veit hvernig umhorfs væri, hefði aðdragandi verið annar. Að einu ieyti hefur þó sjónvarpið unnið grand, og einmitt þar sem sízt skyldi æ'lað. Andstæðingar þess finna því allt til foráttu, enda bótt það sýni ekkert jafn ljótt, cjg ,t.d. Tbíóin. Ýmislegt er þó lélegi. en margt, sem er ómet- anlega gott, enda segja viðförul- ir menr. að sjónvarp þetta sé eitt hið bezta i heiminum. Tugþús undir íslendinga sannreyna, hvernig góðir menn í vonzku veikja fyrir sér annan málstað, þegar svo auglióslega er ýkt til. Jafnvei afstaðan til sjálfrar her stöðvarinnar er ekki mælikvarði á ættjarðarást. Þegar sumir óska stöðinni fjandans til, telja aðrir hana viðnám gegn öðru verra. Eitt sinn áttum við ríkisstjórn, sem batzt samtökum um að koma hernum úr landi. Til framkvæmda kom ekki, og ég hef grun um, að jafnvel sosialistunum hafi þótt gott að fá daglega stórfé þaðan. Hafi svo verið, og sé það rétt, að öllu sé stjórnað af æðra máttar- valdi, má segja, að forsjónin hafi samið heilan kafla í veraldarsög- una með tilliti til vinstri stjórnar- innar. Lætin í Ungverjalandi urðu sumum vakning, og frum- hlaupið við Sues skapaði mótvæg- ið. En setjum nú svo, að sjónvarp ið hætti eða gleymdist, eins og Kanaútvarpið, sem enginn man, nema ef til vii! gjaldhirðir Stefs, myndi þá vera óhætt að leggja upp árai af því að menningin væri komin á írían sjó? Ræðan 1. des. svarar þvi. Þar var raðað upp varnaðarorðum af einurð, sem vonandi þagnar ekki. En það er ekki nóg að hjala við myndina, sem blasir við. Börn eru alin upp á kjarabótum í stað hugsjóna jg framtíðin er ekki lengur hið bjarta tákn, sem sló bjarma é veg vonglaðrar æsku. Vitibornir menn skammast aftur fyrir sig um það hver hafi eyðilagt gærdaginn mest, svo að stundum lítur út fyrir að enginn morgun- dagur sé í vændum. Þjóðfélagið er nolgi-afið al eirðarleysi og stendur opið upp á gátt fyrir þeim, sem lifa á yfirgangi og hramsi. Ef þeir illvígustti ættu að velja á mUli tiiveru þjóðarinnar og offylli, myndu þeir ákvarða: Það draslast einhvem veginn með föðurlandsnefnuna. Við veljum eina brauðsn'eið enn. En „landsins heill er hjá þeim ungu”. Eftir að ungmennin hafa sveipazt hvítum fenmingarkyrtii og hlýtt á falleg ráð í eina Hukfcu stnmd, og með nokkurt annað vega nesti blandast þau þessum flaum þar sem bíða eigi aðeins táma- bundin vandkvæði, heldur líka sú þoranraun að fóma ungum kröft um í útlendum verksmiðjum í sínu eigin föðurlandi. Að vísu er talað um bráðan þroska, en alvar lega hugsandi menn álíta, að það sé aðeins gelgjuskeiðið, sem hafi lengzt. Þótt við höfum ágætlega mennt aða kennarastétt, era oft þung spor stigin af litlum fótum inn í kennslustofumar Sagt er, að hinn dánx hafi sinn dóm með sér, en jafnvel böm, sem í fyrsta sinn koma upp að borði þekkingarinn- ar, eru fyrirfram dæmd. Til era líka - kennarar, se-m þusa um and- lega vaneldissjúkdóma og síminnk andi orðaforða barna. Þeir, sem unna þeim sannmæiis, vita. að þetta er rangt Hin daglega móð- urmálsnotkun í útvarpi miðlar þeim orðum auk heimila, leik- valla og annars umhverfis. Allir, sem vilje sína barnæsku muna, viðurkenna, að orðaforði barna nú er miklu meiri en áður var, en það fer oft svo, að þeir, sem sleppa sér í ofstæki, finna ekki sannleikann fyrir fjasi, og mann- legt er það, ef eitthvað mistekst við uppeldi, að kenna um slæmu „hráefni”. Eitf sinn var sagt, að dálítið meira þyrfti til en að iírópa herra, herra. Og stundum freistast maðui til að álíta, að sumum mönnum færi betur að geipa ekki svo ákaflega um yfir- troðslur annarra að þeir ættu ekki nægjaniega siðaspeki afgangs handa sjáifum sér. Eg vil ekki segja, að dómar um æskuna nú séu rætnari en áður, en.svigrúm hennar hefur þrengzt. Hún reynir að byggja upp heim sem á sinn hátt getur gert hana stóra á lítlum stað. Æskan stend ur miklu meira ein en hún gerði. Eg veit ekki, hvort hún óskar að færast okkur nær. Ég veit heldur ekki, hvort við viljum tempra sjálfisánægjuna, listayfirlætið og bölmóðinn, sem getur gert „græn- an pálma að svörtu hrísi“, en hitt tel ég, að það þurfi að fram- lengja æskuskeiðið og agann. Það er verkefni fyrir æskulýðsleið- toga að styrkja ævibilið, sem ligg ur frá endaðri barnaskólagöngu til meira náms. strangrar vinnu. Þá færii nugsjóna- og drauma- blærinn æskufólkið upp í hinn æðra bekk starfs og dáða, og þótt glóð æskunnar kunni að vera ein- fær um að herða vopn persónu- leikans, þá er handleiðsla víð- sýnna manna mikil vörn gegn því, að æskumenn geysist fram úr þróun sinni hálfgerðum barna- skap og kunni ekki að kalla sig burt frá yfirdrepsskap og hræsni. Aðrar þjóðir herða unga menn við herskyldu. þar sem gerðar era sko'tgrafir og hryggir fyrir skotmörk Við höfum engan á- huga á slífcu tómstundasýsli, en er þær hafa til þess löngun, fé og tíma ættum við að hafa eitt- hvert verkefni við hæfi. Hugsazt getui, að stað sbotgrafa og hryggja kæmu vegir, skógrækt og skrúðreitir. Hin gamla þegnskyldu hugsjón kæmi hér að gagni sem uppelidsmálahreyfing, og sá rernb ingur, sem lagði hana að velli rís ekki app aftm. Það kerfi, sem þannig vrði til, fcostar auðvitað fé Framhald á 14. síðu. EFTIR FRIÐRIK ÞORVALDSSON

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.