Tíminn - 08.03.1966, Síða 11
TfMINN
ÞRIÐJUDAGUR 8. marz 1966.
n
VERDIR LAGANNA
aðsetursstað. Gamla stofnskráin, sem tengdi störf Alþjóðar-
nefndar sakamálalögreglu lögreglustjórninni 1 Vín, var vita
gagnslaus, þvi nú var Austurríki hersetið land.
Fyrsta grein nýju stofnskrárinnar skilgreinir verkefni
stofnunarinnar á þessa leið:
„Markmið Alþjóða lögreglusámtakanna er að tryggja og
ýta undir af opinberri hálfu viðgang fyllsta gerlegs gagn-
kvæms samstarfs milli allra sakamálayfirvalda innan þeirra
takmarka, sem lög hvers lands um sig setja, að koma á
fót og efla allar stofnanir, sem líklegar eru til að stuðla
að því að hefta afbrot gegn almennum hegningarlögum, en
forðast vandlega öll afskipti af málum, sem eru pólitísks,
trúarlegs eða kynþáttalegs eðlis.“
Fámennri undirnefnd undir forsæti Ronalds Howe var
falið að velja nýjan aðsetursstað. Hún valdi París, og hefur
það val reynzt vel. Franska ríkisstjórnin féllst fúslega á að
veita aðstoð, bæði fé og mannafla. Ákveðið var að franska
og enska skyldu vera opinber mál stofnunarinnar. Hin end-
urfædda stofnun tók til starfa 1946. Skrifstofuhúsnæði fékkst
við Rue Alfred de Vigny, og þar tók tveggja manha starfs-
lið að vinna ásamt Ducloux að því að gera áætlanir um
gildrur til að leggja fyrir alþjóðlega glæpamenn.
Fyrsta vandamálið var að afla nýrra skýrslna um alþjóð-
lega glæpamenn, því að Þjóðverjar höfðu hirt öll gögn sem
safnað hafði verið fram til 1939. Það\ bætti úr skák, að
belgisku lögreglunni hafði tekizt að varðveita skjalasafn sitt
næstum óskert, og nokkuð af gögnum fannst líka í sprengju-
rústum Berlínar. Brátt gátu starfsmennirnir þrír í París tek-
ið til óspilltra málanna, og ekki leið á löngu, að þeir rákust
á ýmsa svikahrappa, falsara og innbrotsþjófa fyrirstríðsár-
anna, sem virtust alveg jafn gírugir og leiknir og áður.
Brýna nauðsyn bar til að koma upp nýju safni handbóka.
Louwage stjórnarforseti reyndi að komast yfir frábært safn,
sem aldurforseti afbrotasérfræðinga, Hans Gross, hafði aflað
sér. Þetta afbragðssafn hefði komið stofnuninni í París að
miklu gagni, en austurrískum yfirvöldum var verðmæti þess
vel ljóst og gerðu ráðstafnir til að það yrði kyrrt í Vín.
TOM TULLETT
Þótt svona tækist til, fékkst brátt stofn að góðu bókasafni,
sem nú telur um 2000 bindi.
Ducloux hlýtur að hafa verið hreykinn, þegar hann gat
gert þessa nýju grein fyrir markmiði stofnunarinnar aðeins
þrem árum eftir að flutt var inn í þröngu húsakynnin í
París.
„Að koma á skjótum samskiptum milli allra rannsóknar-
stofana sakamála til að greiða fyrir að sakborningar, sem
leitað hafa hælis í framandi löndum þekkist, séu handtekn-
ir og leiddir fyrir rétt, veita dómstólum fulla vitneskju um
feril atvinnuafbrotamanna og láta lögvísindamönnum, félags-
fræðingum og öðrum vísindamönnum allra þjóða í té fræðslu
sem lögreglan aflar með beinum samskiptuiji sínum við lög-
brjóta.“
Mesta afrek hans var að geta boðið fram slíka milligöngu
svona fljott. Þegar hann varð að láta af störfum 1951, skilaði
hann í hendur eftirmanni sínum og núverandi framkvæmdar-
stjóra, Sicot, fyrsta flokks stofnun.
.J>riðji kafli.
Starfssvið Alþjóðalögreglunnar er allur hnötturinn, en
starfsliðið telur ekki nema 51 karla og konu. Flestir í þeim
hópi vinna í aðalstöðvunum við Rue Paul Valéry, nokkrir í
fjarskiptastöðinni fimmtíu kílómetra fyrir utan borgina. En
þótt starfsliðið sé svona fátt, hefur Alþjóðalögreglan náð
slíkri leikni í staríi, að æfðustu og slóttugustu bófum, sem
við alþjóðlega glæpastarfsemi fást, stafar af henni ótti og
skelfing.
Mest finnst gesti til um það, hve allt gengur greitt í aðal-
stöðvunum og hversu laust er við að asa eða æsings gæti
hvað sem á dynur. Þetta er vél sem vinnur af nákvæmni og
%etur seilzt lengra en nokkur annar sem fæst við hið flókna
löggæzlustarf. Hvenær sem vera skal getur hún rétt út hand-
legginn og komið' afbrotamanni, sem hélt að fjarlægðin
skýldi sér, á bak við lás og siá.
Alþjóðalögreglan starfar nú í nafni lögregluliða sjötíu og
átta ríkja og samræmir starf þeirra allra að því að fást við
hættuna sem þotuöldinni fylgir, hraðfara og háskalega svik-
I
UNG STULKAIRIGNINGU
GEORGES SIMENON
— Hvert er dánarmeini'ð?
spurði Maigret.
— Hauskúpubrot.
Læknirinn þreifaði í hári henn-
ar.
— Hún hefur verið slegin með
mjög þungu áhaldi, sennilega
hamri. Áður hefur hún verið sleg-
in í andlitið með krepptum hnefa.
— Getið þér sagt mér, hvenær
hún hefur dáið?
—> Það hefur sennilega verið
milli kl 2 og 3 í nótt. Dr. Paul
getur gefið yður nánari upplýs-
ingar, þegar hann hefur krufið
hana.
Vagninn frá líkskurðarstofunni
var kominn og tveir menn komu
með börur. Þeir tóku líkið og
Maigret sneri sér að Janvier.
— Eigum við ekki að fá okkut
snarl?
Hvorugur þeirra hafði matar-
lyst, samt fóru þeir inn á krá og
fengu sér lauksúpu af því að þeir
höfðu ákveðið það fyrir klukku-
tíma. Marigret hafði gefið skip-
un*um að senda ljósmynd af hinni
myrtu til dagblaðanna.
— Ætlarðu að skreppa? spurði
Janvier.
Maigret vissi, að hann átti við
likskurðarstofuna.
— Jú, ætli ég líti ekki þangað.
— Dr. Paul er þar. Eg hringdi
í hann.
— Calvados?
— Því ekki það.
Það sátu tvær konur og átu súr-
kál við borð við hliðina á þeim,
tvær „dansmeyjar" og Maigret
gaf þeim auga til að sjá hvort
hin myrta líktist þeim nokkuð í
útliti.
— Ferðu heim?
— Ég kem með þér, sagði Jan-
vier.
Klukkan var hálf-fjögur þegar
þeir komu á líkskurðarstofuna þar
sem dr. Paul tók á móti þeim í
hvítum sloppi og að venju hékk
sígaretta út úr öðru munnvikinu.
— Hafið þér rannsakað hana.
— Rétt litið á hana.
Líkið lá á marmaraplötu og
Maigret leit undan.
— Hvað álítið þér.
— Ég býst við að hún hafi verið
milli 19 og 22 ára. Hún hefur verið
við góða heilsu en ég held að
hún hafi verið vannærð.
— Heldurðu að hún hafi verið
danmær í næturklúbb.
Dr Paul pírði á hann augum
og hallaði undir flatt.
— Eigið þér við þessar stelpur,
sem sofa hjá gestunum?
— Já. «
— Þá er svar mitt neitandi.
— Hvernig getið þér staðhæft
slíkt?
— Af því að unga stúlkan hef-
ur aldrei sofið hjá neinum.
Janvier, sem gat ekki haft aug-
un af líkinu leit nú undan og
roðnaði.
— Eruð þér vissir um að hún
er ósnortin?
— Fullkomlega.
Hann setti á sig gúmhanzkana
og spurði hvort þeir vildu bíða.
Maigret kvaðst bíða í hliðarher-
bergi. Þar biðu þeir Janvier þögl-
ir langa stund unz Maigret rauf
þögnina. ’
— Mér leikur hugur á að vita
hver hún er í raun og veru. Mað-
ur fer ekki s^mkvæmisbúin nema
í leikhús eða fína' veizlu eða á
ákveðna næturklúbba. Og þá fer
maður ekki í svo útjöskuðum sam
kvæmiskjól, sem þessum.
— Kannski brúðkaup, sagði
Maigret án þess að trúa því sjálf-
ur.
Maigret sendi Janvier inn eftir
fötum ungu stúlkunnar. Hann
kom aftur með bláa kjólinn og
undirföt fölur sem nár svo Mai-
gret hélt að hann ætlaði að selja
upp. Kjóllinn hafði verið oftlega
þveginn og innan f hálsmálinu
fundu þeir lítið ásaumað merki,
sem á stóð: „Mademoiselle Iréne,
45 Rue de Douai.“
Það er í grenndinni við staðinn
þar sem líkið fannst, sagði Mai-
gret. Hann athugaði sokkana, ann
ar var gegnsósa, buxurnar, brjóst-
haldið og lítið mjaðmabelti með
sokkaböndum.
— Var þetta allt?
— Já. Skórnir eru keyptir í
Rue Notre Dame-de-laurette.
— Kannski Lognon uppgötvi
eitthvað? sagði Janvier svo.
— Það efast ég um, sagði Mai-
gret.
Loks kallaði dr. Paul á þá.
Krufningunni var lokið.
— Ég hef ekki mikið að segja
ykkur til viðbótar. Banameinið er
hauskúpubrot. Hún hefur fengið
minnst þrjú þung högg. Ég get
ekki fyllilega sagt til um hevrs
konar verkfæri var notað. Fyrst
hefur hún fallið á kné og læst
nöglunum í einhvern því að ég
fann svartar ullartæjur undir nögi
unum. Það bendir til þess að um
karlmann sé að ræða.
Dr. Paul bauð þeim upp á
koníak. Maigret þáði boðið með
þökkum og Janvier fór að dæmi
hans.
— Ég býst við að ásetningur
banamannsins hafi verið sá að
slá hana í rot en þegar hún gafst
ekki upp, hefur hann gripið til
annarra ráða. Það hefur því ekki
verið ráðizt á hana aftan frá. Hér
getur því ekki verið um launsátur
að ræða á götuhorni að því er ég
tel. Og ekkert bendir tii *- >ss að
átökin hafi átt sér stað utandyra.
— Innihald magans?
— Og blóðrannsóknin sýnir að
hún var þó nokkuð ölvuð, sagði
dr. Paul og brosti einskonar brosi.
— Eruð þér vissir?
— Já. Þér munuð sjá niðurstöð-
una í skýrslu minni á morgun.
Síðustu máltíðina sína hefur hún
borðað á að giska sex-átta tím-
um fyrir dauða sinn.
— Hvenær dó hún?
I dag
Sól-
um
— Um tvöleytið um nóttina.
— Hún hefur þá borðað um sex-
sjö leytið.
— Já. En drukkið eftir það.
Varla gat líkið hafa legið á
Vintimllle-torginu meira en 15
mínútur áður en það var uppgötv-
að.
— Hafði hún nokkra skartgripi?
gamla en fremur ódýra skartgripi,
Dr. Paul sýndi þeim nokkra
eyrnalokka og nælu sem hún hafði
borið og armband.
— Er þetta allt? Hafði hún ekk
ert á fingrunum?
Það var sérgrein dr. Pauls að
finna út atvinnu manna eftir um-
merkjum á höndum.
— Hún hefur ekki unnið mik-
ið við hússtörf. Hún hefur ekki
OTVARPIÐ
Þriðiudagur 8. marz.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
113.00 Við
I vinnuna.
14.4 Við, sem heima sitjm.
veig Theódórsdóttir talar
snyrtingu almennt. 15.00 Miðdegis
útvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 17.20
Framburðarkennsla í dönsku og
ensku. — 17.40 Þingfréttir 13.00
Tónlistartími barnanna Guðrún
Sveinsdótir stjórnar tímnum. 18.
20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir. 20.
00 Einsöngur í útvarpssal: Erling
ur Vgfússon syngur íslenzk ’ög
við undirleik Ólafs Vignis Alberts
sonar 20.20 Frá Grænlandsstrónd
um. Þorvaldur Steinason fly«:ur
fyrsta erindi sitt um dvöl sína
þar vestra 1949. 20.40 „Dapnis
og Chloe“, svíta nr. 2 eftir Rav-
el. 21.00 Þriðjudagsleikritið: „Sæ-
farinn“ eftir Lance Seveking sam
ið eftir skáldsögu Jules Verne
Þýðandi: Árni Gunnarsson Leik
stjóri: Benedikt Árnason. 21.30
Píanótónleikar. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. Lestur Passíusáima
(25). 22.20 Húsfrú Þórdís. Sóri
Gunnar Árnason flyur lokakafla
söguþáttarins eftr Magnús Björns
son frá Syðra-Hóli (7). 22.40
„Bjórlagasyrpa“: Hamb.kórinn
syngur. 23.00 Á hljóðbergi. Bjórn
Th. Björnsson listfræðingur velur
efnið og kynnir 24.00 Dagskrar-
lok.
Miðvikudagur 9. marz.
Á morgun
7.00Morgunútvarp. 12.00 Hádegis-
útvarp 12.00
Hádegisútvarp.
13.00 Við
vinnuna:.
Tónleikar. 14.40 Við, sem heima
sitjum. Sigríður Thorlacius ies
skáldsöguna „Þei, hann hlustar“
eftir Sumner Locke Elliot (23«
15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Sið-
degisútvarp. 17.20 Framburðar-
kennsla í esperanto og spænsku.
17.40 Þingfréttir. 18.00 Útvarps-
sag baarnanna: „Flóttinn" eftir
Constance Savery. Rúna Gisladótt
ir kennari les þýðingu sína (8,.
18.20 Veðurfregnir. 19.30 Tón
leikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Dag
legt mál. Árni Böðvarsson flytur
þáttinn. 20.05 Efst á baugi Björgv
in Guðmundsson og Björn Jó-
hannsson tala um erlend málefni
20.35 Þrjár álnir lands. Aðalsteinn
Steindórsson eftirlitsmaður
kirkjugaðra flytur erindi. 21.00
Lög unga fólksins. Bergur Guðna
son kynnir. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir. Lestur Passíusálma (20
22.20 „Frú Ripley tekst ferð a
hendur“, smásaga eftir Hamliri
Garland fyrri hluti. Þýðandi
Ragnhildur Jónsdóttir. Lesari-
Anna Guðmundsdóttir leikkona
22.45 Tónverk fyrir tvö pianó og
fjórhentan píanóleik eftir Igor
Stravinsky. Arthur Gold og Ro-
bert Fizdale leika.
23.25 Dagskrárlok.