Tíminn - 10.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1966, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 10. mar* 196« Myndin af Æskulýðsfélögunum úr Reykjavík var tekin á Akureyri. Stud. theol. Kristján Guðmundsson situr fyrir miðju. Ljósm. GPK. NÍU ÆSKULÝÐSFÉLAGAR í HEIMSÚKN TIL AKUREYRAR HZ-Reykjavík, miðvikudag. f febrúarmánuði fóru fimm fé- lagar úr Æskulýðsfélagi Akureyr- arkirkju í heimsókn til Reykjavík- ur í boði Æskulýðsfélags Lang- holts- og Bústaðarsóknar. Fyrir rúmri viku síðan fóru svo 9 fé- lagar úr Æskulýðsfélagi Langholts og Bústaðarsóknar ásamt Kristj- áni Guðmundssyni stud. theol. í boðsheimsókn til Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju. Tíminn hafði tal RANNSAKA MÁLHELTI BARNA Nokkur undanfarin ár hefur fræðslumálastjórn haft í þjónustu sinni sérmenntaðan kennara, sem hefur haft með höndum rannsókn- ir á málhelti, svo og talþjálfun málhaltra skólabarna víðs vegar *ð af landinu. Starfsemi þessi hefur legið niðri það sem af er þessu skólaári, vegna forfalla, en verður nú tekin upp að nýju í Heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík, og mun Gylfi Baldursson, jnagister, annast hana en hann er nýkominn til landsins frá framhaldsnámi í talmeina- og heyrnarfræði við Michiganháskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum. Starfsemi þessi var áður bundin við talþjálfun barna á fræðslu- skyldualdri utan Reykjavíkur, en framvegis munu reykvísk skóla- börn einnig geta leitað aðstoðar og meðferðar í Heilsuverndarstöð inni. Fyrst í stað verður sennilega ekki unnt að anna nema meiri- háttar málgöllum og þeim vanda- málum, sem slíkum göllum eru samfara. Vandamenn þeirra barna, sem hér eiga hlut að máli, hafi samband við Gylfa Baldursson í Heilsuvernarstöðinni. Hann er þar til viðtals eftir hádegi alla virka daga nema laugardaga. EKKI LEYFILEGT AÐ OPNA KL. 5. Forstöðukona Brauðhússins að Laugavegi 126, bað Tímann að koma þeirri leiðréttingu á fram- færi, að Brauðhúsið opnar kl. 6 á morgnana, en ekki kl. s 5 eins og auglýst var af misgáningi. Sam kvæmt reglugerðarákvæðum er ekki leyfilegt að opna matsölu- staði fyrr en kl. 6. af KriStjáni Guðmundssyni og innti hann nánar um förina. — Við lögðum af stað á föstu- degi og vorum til mánudags á Akureyri. Það yrði mikið verk tað telja upp alla þá staði sem við sáum og það sem gerðist. M. a. skoðuðum við Davíðshúsið, Matt- híasarsafnið, skíðahótelið, mennta skólann. Einnig var okkur boðið í leikhús. Það hittist þannig á, að á sunnudeginum var Æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar og við það tækifæri hélt ég predikun í Ak- ureyrarkirkju. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og unglingarnir létu vel yfir móttökunum og dvöl- inni, en þau dvöldu á einkaheim- ilum. Gestrisnin var dásamleg og kunnum við Akureyringum hinnar heztu þakkir fyrir allt. Meiddist illa í umferðarslysi HZ-Reykjavík, þriðjudag. Það slys varð rétt fyrir kl. sjö í kvöld að ekið var á mann, Sig urð Jónsson, Barmahlíð 35 á mótum Stakkahlíðar og Miklu- brautar og slasaðist hann allmik- ið. M. a. mun hann hafa lær- brotnað og mjaðmargrindarbrotn- að. Hemlar bifreiðarinnar, er ók á manninn, höfðu bilað. Maður- inn var fluttur á Landspítalann. Erindi um félagsmál launþega flutt í dag f dag, íimmtudaginn 10. marz, verða flutt fimmta og sjötta er- indið af 10 í erindaflokki Félags- málastoínunarinnar um félagsmál launþega. Fyrra erindið, sem hefst kl. 20.45 í kvikmyndasal Austurbæjar skóla, flytur Óskar Hallgrímsson, formaður Félags íslenzkra raf- virkja, og talar hann um skipu- lagsmái iaunþegasamtakanna. Síðar,' erindið flytur Hannes Jónsson, félagsfræðingur, og tal- ar hanr um réttindi og skyldur félagsmanna, heilbrigðan félags- anda og hlutverk forystumanna félaga. Á miili 80 og 90 þáttakendur eru innritaðir á námskeiðið, og er meginþorri þeirra úr forustuliði ýmissa launþegasamtaka. Borgarbréf Völundarhús stjórnleysisins. f miðri forinni þykir íhald- inu henta að gefa út gatna- gerðaráætlunina fyrir 1966. Þeessi áætlun á víst að verða til huggunar þeim, sem ekki komast að eða frá húsum sín- um nema í bússum, eins og þeir verða að gera sem búa við Sogaveg og Bústaðaveg, svo dæmi séu nefnd. Þar verður að halda börnum innan dyra þessa daga, vegna þess að varla er óhætt að hleypa þeim út í svaðið. Svo tekið sé dæmi af Sogavegi og Bústaðavegi, þá er ekki því til að dreifa, að þessar götur séu svo nýjar, að vit- neskjan um þær hafi ekki náð fram til malbikunardeildarinn ar í því völundarhúsi stjóm- leysisins, þar sem bæjarstjórn- armeirihlutinn ræður ríkjum. Heldur er þarna um að ræða þá meginstefnu, sem íhaldið hefur haft í gatnamálum frá fyrstu tíð, að í fósturjörðinni skuli menn ganga upp að hnjám. Bæði Sogavegur og Bú- staðavegur eru miklar umferðar götur, og þær voru orðnar það áður en sumir af þeim gullröss um, sem nú skipa bæjarstjórn- armeirihlutann, fóru að bera sig um að ráði. En þær mega bíða enn um stund og bera svip Síberíuþorps hvenær sem klaka leysir úr jörð. Sigurstrangleg vartræksla. Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, gerði sér áratugum saman ekki grein fyrir því að húsbyggingar og gatnagerð í borgum haldast í hendur. Mal- argöturnar í Reykjavík héldu borginni lengi á því stigi frum- býlingsháttar, að aðeins verður jafnað við mestu útkjálkastaði. Það eina, sem gerðist hér í gatnamálum lengi vel var, að lækur í miðbænum var byrgð- ur og teknar af tfébrýr. Eftir að götur miðbæjarins höfðu verið malbikaðar, varð frum- býlingsástandið viðvarandi í úthverfum, og gangstéttir virtust teljast til hreins mun- aðar. Tuttugu og fimm ár eru t.d. síðan Efstasund byggðist. Þar er gatan enn eins og göt- ur voru hér um aldamótin og ótal fleiri dæmi mætti nefna En borgarstjórnarmeirihlutinn tekur forinni og malargötun- um eins og hreinum hvalreka. Á allra síðustu árum hafa þeir gert nokkra bót á ráði sínu og talsvert af götum hefur ver- ið malbikað. Það hefur verið helzta áróðursatriði þeirra, að nú væru að koma malbikaðar götur. Þeir vissu sem var, að fólk tók þessari ráðabreytni fegins hendi. Hins vegar hefðu þeir ekki haft af miklu að státa þessi árin, ef götur hefðu verið malbikaðar jafnframt því sem byggðin jókst. Með því að halda borgarbúum í for- inni í áratugi þykast þeir hafa fundið leiðina að hjarta þeirra nú með því að byrja malbik- un. Og á þessari sigurstrang- legu vanrækslu hyggjast þeir halda uppi ágæti sínu sem fyr- irhyggjumenn þróttmikillar borgar. I VESTUR-ÞYÍKAR ELDHUS- INNRÉTTINGAR KYNNTAR SJ—Reykjavík, miðvikudag. Hörð samkeppni er nú í inn- flutning'i á cldhúsinnréttingum. í dag boðaði Pólarís li. f. til blaða mannafundar og kynnti vestur- þýzkar innréttingar frá H. J. Lem cke í Hamborg, og var forstjóri fyrirtækisins mættur á fundinum. Eftispurn eftir erlendum eldhús innréttingum er nú mjög mikil, og Ánægjuleg kvöldvaka F. í. KT-Reykjavík, föstudag. Ferðafélag íslands hélt í gær- kvöldi fjórðu kvöldvöku vetrarins í Sigtúni og var umræðuefni kvölds ins íslenzki hesturinn. Kvöldvakan var vel sótt og var gerður góður rómur að skemmti- atriðum kvöldsins, en þau voru ræða, sem Einar G.E. Sæmund- sen, formaður Landssambands hestamanna flutti um íslenzka hestinn frá upphafi byggðar og sýning litskuggamynda úr ferða- lagi á hestum um Fjallabaksleið- ir og víðar. Flutti dr. Sturla Friðriksson skýringar með mynd- unum. Þá var myndagetraun og voru verðlaun veitt fyrir flest rétt svör. Að lokum var stiginn dans til miðnættis. Var þetta hin bezta skemmtun. „Allra meina bót“ í l Aratungu og á Selfossi Njarðvíkurleikhúsið hefur að undanförnu sýnt gamansöngleik- inn „Allra meina bót“ eftir Patrek og Pál. Sýningar eru nú orðnar tíu talsins og hefur aðsókn veri? góð, en sýnt hefur verið í Njarð víkum og í nágrenni Reykjavík ur. Nú hefur verið ákveðið að sýna leikinn fyrir austan Fjall og verð- ur fyrsta sýningin í Aratungu á laugardagskvöld kl. 21.30 en síð- an verður sýning á Selfossi á sunnudagskvöld kl. 21. sagði Páll G. Jónsson, framkvæmda stjóri Pólarís h. f„ að 250—300 manns hefðu komið á skrifstoíu fyrirtækisins til að spyrjast íyrir um eldhúsinnréttingarnar þegar fyrirtækið auglýsti. Eldhúsinnréttingarnar, s&m heita Diamant, eru aðallega úr ljósu harðplasti, stílhreinar og snyrtilegar, og eru þær fáaniegar í einingum, þannig að hægt er að kaupa í byrjun allra nauðsynleg ustu einingar fyrst og bæta síðan við eftir efnum og ástæðum. Forstjóri H. J. Lemcke sagði, að Þjóðverjar hefðu eftir stríð fram- leitt ósmekklegar eldhúsinnrétting ar, en i samvinnu við Svía var formi innréttinganna breytt og nú framleiddi fyrirtækið 800 þúsund til 1 milljón innréttinga á ári. Þýzka fyrirtækið mun breyta inn réttingunum, sem seldar eru til íslands, þannig að borðhæð verður 90 cm í stað 85 og sökkull verður hærri en í venjulegum innrétting um. Framhald á 14. síðu. Myndin sýnir hluta Diamant innréttingarinnar. . út.1 • 1. ■. i'l Á: (f ti o í,u(i< < ‘A k Lí. U u Á VÁ vv AV.' •'ÁV' >< u v; w Vl* v.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.