Tíminn - 10.03.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.03.1966, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 10. marz 1966 14 TÍMINN / FENGU 5% Framhald af bls. 1. verzltmarmenn og þar með að firra viðkomandi aðila og allari almenning verkfalli og afleiðing- um þess, mælum við með sam- þykkt þess samkomulags sem náðst hefur. Hins vegar skal lögð á það sér stök áherzla, að við óbreyttar að- stæður í verðlagsmálum er all- mörgum smásöluverzlunum alger- lega ókleift að taka á sig þá út- gjaldaaukningu, sem samningun- um eru samfara. Reykjavík, 9. marz 1966, f samninganefnd kaupmanna- samtaka íslands, Sig. Magnússon, Knúfur Bruun. rulofunar BlNGIIi^ Halldór Kristinsson gullsmiður — Sími 16979. AÐALFUNDUR SUF Framhald af 1. síðu. Fun’dinum verður framhaldið í dag, fimmtudag, kl. 9 f.h., en þá hefja umræáuhópar störf sín. Þeir starfa til kl. 12. Kl. 14 mun Ey- steinn Jónsson, formaður Fram sóknarflokksins, flytja ræðu, en að henni lokinni verða umræður um álit umræðuhópa. Fundinum verður slitið í kvöld með hófi í Tjarbúð, sem SUF býð- ur fulltrúum til.! SF Framhald af bls. 1. (1%), Óháðir 0,39% (0,7%), Slese víkurflokkurinn C.33% (óbreytt), ýmsir ópólitískir listar 2.03% (6- breytt) og Sósíalistiski þjóðar- flokkurinn 7,29% (5%). í sveitastjórnarkosningunum greiddu um 73.35%' kjósenda at- kvæði samkvæmt bráðabirgðatöl um, en við bæjarstjórnarkosning arnar 75.7% kjosenda. Bæjar- og sveitastjórnarkosning arnar vöktu sérstaka athygli í ár ÞAKKARÁVÖRP Orlofskonur, Varmalandi 2. — 8. sept. 1965. I Alúðarþakkir færi ég ykkur öllum fyrir hlýjar kveðj- ur og gjafir í veikindum mínum. Lifið heilar. Ólöf Geirsdóttir, Hafþórsstöðum. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötíu og fimm ára afmælinu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Ari Bergmann Einarsson, Ólafsvík. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jónína Osk Guðmundsdóttir andaðist að heimili sínu Hlégerði 27, Kópavogi, 9. marz. Jarðar- förin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega hina mikfu samúð okkur auðsýnda vi ðandlát og útför sonar okkar, unnusta og bróður, Birgis Vestmanns Biarnasonar Háholti 19, Akranesi. Ásta, Bjarni Jónsson, Ósk Axelsdóttir og systklni. vegna þess, að um 320 sveitafé- lög hafa nú verið innlimuð í bæj arfélög, eða í stærri sveitafélaga- heildir Af þeim orsökum m.a. munu jafnaðarmenn hafa misst meirihluta sinn i bæjarstjórnum víða um landið, m.a. í Köge, Hels ingör, Fredrikshavn, Varde, Bog- ense, Assens, Svendborg og Ny köbing Mors. Vinstri menn og íhaldsmenn misstu meirihluta sinn í Thisted og Frederikssund. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra, sagði í dag, að úrslit þess- ara kosninga mundu ekki fá nein landspólitísk áhrif. — „Margir kjósendur greiða öðru vísi at- kvæði við bæjar- og sveitastjórnar kosningar en við þingkosningar”, sagði hann. Paul Hartling, for- maður Vinstri flokksins, tók í sama streng, en formaður íhalds flokksins, Paul Sörensen, sagði, að úrslitin væru staðfesting þess að samstarf borgaralegu flokk- anna yrði að halda áfram, og það að styrkjast. Aksel Larsen, for- maður SF, sagði, að gleðilegast og þýðingarmest í sambandi við úrslitin væri, að borgaraflokkarn- ir virtust ekki, í heild, hafa bætt við sig fleiri atkvæðum en verka lýðsflokkarnir í heild. Yngsti borgarstjórnarmaðurinn í Kaupmannahöfn er Christian Amby, sem var kjörinn fyrir SF. Hann varð 21 árs daginn fyrir kosningarnar. Maðurinn minn, faöir okkar og tengdafaðir, Einar Jónsson frá Neðri-Hundadal, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, föstudaginn 11. marz kl. 13.30 , Lára Lýðsdóttir börn og tengdabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og bálför hjartkærrar eiginkonu minnar, og móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðlaugar R. Guðbrandsdóttur Gísli Stefánsson, Stefán Laufdal, Sirry J. Laufdal, Aðalsteinn Guðmundsson, Ólafur J. Laufdal, Jóna Hafsteinsdóttir, Trausti J. Laufdal, Hrönn Haraldsdóttir, Hafdís J. Laufdal, Erlingur J, Laufdal, og barnabörn. Hjartkær móðir okkar tengdamóðir og amma, Kristín Jónsdóttir Sigurðsstöðum, Akraneesi. y Verður jarðsett laugardaginn 12. marz n. k. og hefst athöfnin með húskveöju að heimili hinnar látnu kl. 1,30. Börn, tengdabörn og barnabörn. FÉL. BORG. Framhald af bls. 16. innar, að halda þar í vetur sex kvöldvökur, þar sem allt verður meg þvilíkum menningarbrag sem unnt er. Var í því skyni stofnað styrktaimannafélag til þess að tryggja fjárhagsgrundvöll þess- arar starfsemi. Þegar á vígsludegi rituðu níutíu einstaklingar nöfn sín í bók, sem til þess var ætluð og leggja þeir að mörkum fimm hundruð krónur hver, en fá í stað inn ókeypis aðgang að öllum kvöldvokunum sex. Auk þess verða svo seldir aðgöngumiðar að hverri kvöldvöku um sig, og kosta þeir hundrað krónur fyrir fullorðna. Fyrsta kvöldvaka Grímsnesinga í Borg verður sunnudagskvöldið 13. marz. Þar mun Bjarni Bjarna son á Laugarvatni flytja ávarp og ræða um menntamál sveitanna, Skúli Halldórsson, tónskáld, leik ur á pianó, Þórbergur Þórðarson rithöfundur flytur sjálfvalið efni Ingveldui Hjaltested (systir Sig- urveigar) syngur, og stúlkur úr húsmæðraskólanum á Laugarvatni sýna lancier undir stjórn Mínervu Jónsdóttur, íþróttakennara. Loks er svo þess að geta, sem ekki mun sízt vekja athygli: Lista maðurinn Balthazar hefur teiknað myndir af öllum bændum í Gríms nesi, og er þessa dagana að ljúka við síöustu myndina, og verða þesar myndir allar sýndar á fyrstu kvöldvökunni. Það er ætlun Grímsnesinga að halda allmargar slíkar kvöldvök- ur í félagsheimiii sínu á hverju ári og leggja fyllstu rækt við að hafa þær vandaðar sem kostur er. á. | áfrýjandi þá áunnið sér eins mán I aðar uppsagmarfrest“. 1 Eins og áður segir krafðist áfrýj andinn launa í Í4 daga eftir slysið samkvæmt 4. grein ofangreindra laga. Um túlkun þessara laga seg ir í úrskurði Hæstaréttar: — ,,Laga boð þetta takimarkast ekki af neinu öðru ákvæði laganna, að því er slys varðar. Á hinn bóginn er svo kveð ið á í 6. og 7. gr. laganna að ákvæði þeirra haggi ekki samn ingum urn greiðslu atvinnurek- enda „á sjúkrapeningum til starfs manna sinna“, að ákvæði samnings milli atvinhurekenda o,g launþega, sem brjóta í bága við lögim, séu ógild, ef þau rýra rétt launþega, o.g að haldast skuli „þau réttindi, sem veitt eru með sérstökum lögum, samningum eða leiðir af venjum í einstökum starfsgreinum, ef þau eru launþega hagstæðari en ákvæði þessara laga“. Með hliðsjón af þessum ákvæðum og þeim sjónar miðum, sem liggja þeim til grund vallar, eru eigi efni til í máli þessu að beita þrengjandi lögskýringu, að því er varðar nefnda 4. gr., sem samkvæmt fortakslausum orðum sínum tekur í skiptum aðila t.il slyss áfrýjanda . . Samkvæmt því sem nú var rakið, á áfrýjandi rétt til fullra launa greint tímabil úr hendi stefnda". Það er ánægjulegt fyrir laun- þega, að Hæstiréttur hefur nú lagt fram endanlegan úrskurð um skiln ing á þessari grein laganna, og að sá úrskurður hefur fallið verka lýðshreyfingunni í vil. Vita laun þegar því nú að fullu um rétt sinn á þessu sviði. Málflytjendur voru Sigurður Baldursson, hrl. frá málflytjenda skrifstofu Ragnars Ólafssonar, fyr ir hönd Félags Járniðnaðarmanna og Einar Baldvin Guðmundsson f. h. atvinnurekendans. TÚLKUN Framhald af 16. síðu. ar á þessari grein hefur verið sú, að hún nái til allra sjúkdóma og allra slysa, hvar svo sem þau eiga sér stað. Vinnuveitendur hafa aftur á móti talið, að hér væri átt við slys í merkingunni „vinnuslys". í uncijrrétti féli dómsúrskurður Vélsmiðjunni Héðni í vil, en Fé- lag járniðnaðarmanna áfrýjaði mál inu til Hæstaréttar í dómnum seg ir m. a.: — „Áfrýjandi réðst lil stefnda i janúarmánuði 1948 var í þ.jónustu stefnda unz hann linn 3. janúar 1962 slasaðist að iþrotta æfingum og varð óvinnufær. Hafði HÆKKA ÞARF Framliald af 16. síðu jarðarkaupa. Þetta er alltof lítið. Lánin þurfa að vera hærri og til lengri tíma. Veðdeildina hefur skort fé til útlana og af þeirn sökum orðið að tregðast við út- lánum. Á s.l. ári var henni fyrir milli- göngu landbúnaðarráðherra tryggt J0 milljón króna lán og á þessu ári er gert ráð fyrir jafn háu láni til hennar. Tryggja þarf deildinnj áframhaldandi starfsfé um leið og framangreind breyting á útlánum yrði gerð. Jarðakaupa- lán þurfa að vera til langs tíma og vaxtakjör hagstæð. Nágranna þjóðir okkar íslendinga hafa flestar eða allar komið slíkum lánum hagstætt horf, víða eru þau ailt til 70 ára og vextir eru þar mjög lágir. Breyting í þá átt sem hér um ræðir, mundi stór- bæta aðst.öðu íslenzks landbúnað ar. Þá ályktar Bunaðarþing að skipa þriggja manna nefnd til þess að endurskoða lögin um bú- reikningaskrifstofu ríkisins. Skai nefndir. hafa lokið störfum fyrir næsta reglulegt Alþingi og lagt tillögur sínar fyrir það. í greinargerð með ályktuninni segir, að Búreikningaskrifstofan hafi verið starfrækt um meira en þriggja áratuga skeið á vegum Búnaðarfélags ísiands. Starf henn ar hafi m.a. veriö auk reiknings- legrar mðurstcðu búrekstrarins, að sýna hvað hver búgrein út af fyrir sig léti af mörkum í heild arrekstrinum í þessu er fólginn merkui fróðleikur og bending um það, nvaða búgrein það er, sem gefur bezta raun á hverjum stað. Efti’ að starlsemi séxmanna- nefndannnai 'vonefndu kom til sögunnai sem reiknar út árlega búvöruvera landbúnaðarins, hef ur hún axand' mæli leitað eft ir uppivsingu.u trá Búreikninga- skrifstolunni. Vegna ófullnægjandi vinnuafls og takmarkaðs fjármagns hefur skrif stofan ekki getað veitt þá þjón ustu, sem æskileg væri. Búnaðar- þing teiur því óhjákvæmilegt, að starfseini skrifstofunnar verði stór um aukin og starfsreglum henn- ar breytt í það horf, að hún ann ist ekki aðeins um búreikninga, heldur fjalli hún einnig um öil búnaðarfræðileg atriði, sem ekki falla af sjálfu sér undir Hagstofu íslands og kæmi þá til álita. hvort ekki væri rétt að breyta um nafn á skrifstofunni og nefna hana Hagstofu landbúnaðarins. 10 MÍLLJÓNIR Framhald af 16 síðu. um, nema Eyjabergið náði ekki toppnum, en var alltaf nálægt því. Öllum sem hafa unnið um borð í þessum skipum, hefur komið saman um, að þeir hafi ekki komið út á betri sjóskip af þessari stærð (um 100 lestir). — Það er óhætt að segja ag þarna fari í súginn verð mæti að upphæð nær 10 milljónir króna. Þetta kom reyndar sérstaklega illa við mig. Báturinn er 6 ára gam all, og ég fór með hann út til Þýzkalands í haust, eine og ég hef gert annað hvert ár til að láta hreinsa vélar o. fl. Báturinn var í mjög góðu ásigkomulagi, þegar. ég kom með hann heim. Eg lagði í hann yfir 600 þús- und krónur í Þýzkalandi í nóvember og desember. — Eg er ekkert farinn að ákveða, hvort ég kaupi annað skip, forðast að hugsa um þau mál í bili, sagði Sigurður að lokum. KVÖLDVAKA Framhald af 16.’ síðu. eftirtöldum mönnum: Ólafi Vil- hjálonssyni. Bólstað, síma 50575, Ármanni Péturssyni, Eyvindar- stöðuim, síma 50772, Gunnsteini Karlssyni síma 40405 og Jóni Þór arinssyni, Bergi, skna 50010. STÚDENTAR Framliald af 16. síðu. Véstemn Ólason, stud. mag. hef ur ritað greinina Um nýskipan á félagsmálum stúaenta, og gerir hann þar grein fyrir lögum, sem nýlega hafa veríð samþykkt fyrir stúdentaráð, en þar er kveðið svo á um. að fjölgað skuli i ráðinu. og eins, að kjörtímabil ráðsmanna verði lengt. Þá er grein eftir Steingrjm Gaut Kristjánsson, lög fræðing og fjallar hún um æðra nám í Frakklandi. Þá er í blaðinu viðtal við Egil Egilsson, formann Fél. ísi. stúdenta í Kaupmanna- höfn, og bregður hann upp mynd af lífi íslenzkra stúdenta þar f borg. í StúdentaDlaðinu er ýmis- legt fleira, m.a. er skýrt frá nor- rænni formannaráðstefnu í Oulu sagt fra nýju félagi stúdenta í heimspekideild og margt fleira. ELDHÚSINNRÉTTINGAR Framhald af bls. 2. Þrátt fyrir 90% innfl.tolla má reikna með lækkun bygg.kostn., en að svo stöddu er ekki hægt að segja um endanlegt verð á inn- réttingunum. Afgreiðslufrestur er áætlaður 2—3 vikur/frá verksmiðju Pólarís h. f. hefur komið app skipulagsþjónustu fyrir húsbyggj endur, sem þess óska. Rafmagns tæki og vaskar geta fylgt innrétt ingunum. Heyrst hefur, að í athugun sé að lækka tolla á innréttingum til að greiða fyrir sölu þeirra og lækka um leið byggingarkostnað inn. U -V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.