Vísir - 17.08.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Föstudagur 16. ágúst 1974 —150. tbl. Leiguflugíð innan Norðurlanda verði frjálsara, álykta hótel- og veitingamenn: „SKIPULAGT LCIGUFLUG - FARGJÖLD VIÐRÁÐANLIGRI" — sjá baksíðu Skortur á sykri yfir- vofandi — baksíða Blöndunarvél Sverris flutt upp á Kjalarnes — sjá bls. 3 Hrikalegt ástand í efnahags- málunum — sjá bls. 3 Láttu ganga Ijóðaskrá — bls. 9 — bls. 8 og 9 bls. 14 og 15 Flokksforingjarnir orðvarir um viðrœðurnar: „Töluðum saman án þess að kœmi til árekstra" //Það má segja, að þess- ar skyndiráðstafanir, eða tímabundnu ráðstafanir, sem gera þarf í efnahags- málum, hafi verið meira ræddar heldur en önnur atriði. Það hefur verið minna rætt um framtíðar- mál, en það kemur að þeim". Þetta sagði Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, 1 gær, þeg- ar Vísir leitaöi fregna af viðræð- um Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hjá honum. Visir ræddi einnig við Geir Hallgrims- son formann Sjálfstæðisflokksins. Það var á þeim báðum aö heyra, að áfram miðaði i viðræö- unum, og Ólafur sagði i eilitið gamansömum tón um fundinn i gær: „Við töluðum saman, án þess að kæmi til árekstra.” Geir tók undir þau ummæli Ól- afs, aöefnahagsmálin heföu veriö meira til umræðu en önnur mál, og bætti viö: „Það hefur verið talað almennt um ýmis mál, sem þarf að taka til meðferðar, bæði á sviði efnahags- mála og annarra mála, annað heldur en þennan bráða efna- hagsvanda. Efnahagsstefnan, — sagði Ólafur Jóhannesson um fundinn í gœr lausn efnahagsvandans nú, og svo frambúðarstefna á sviði efna- hagsmála, hefur verið til um- ræðu.” Geir sagði, að enn væri verka- skiptin ekki komin á dagskrá inn- an viðræðunefndarinnar. Hann sagöi einnig, að milii funda við- ræðunefndarinnar hafi menn not- að timann til að kanna einstök atriði og einstök mál. Hvorugur þeirra, Geir eða Ól- afur þorði að spá um, hvenær um- ræðunum lyki. Geir sagöi þó, að þar sem unnið yrði í málinu yfir helgina, ættu málin að fara að skýrast i vikunni. Þessi ummæli flokksforingj- anna gefa reyndar lítið til kynna, hvernig viðræðurnar ganga raun- verulega, en af þeim má þó sjá, að enn stefnir i átt til samstöðu flokkanna tveggja um stjórnar- myndun. Þess ber þó aö geta, sem ólafur sagði, að enn er ekki fariö að ræða framtíðarmál, en það er einmitt á þeim málum, sem helzt væri að búast viö mis- munandi matiog skoðunum. Sem dæmi má nefna varnarmálin. ÓH. rnV ’ gm §111 1 j/ Búa við fegurstu götuna Það þykir vist ekkert amalegt að geta státað sig af þvi að búa við fegurstu götuna i Reykjavik. Það geta ibúar Hvassaleitis nú, þvi að gatan var með réttu kjörin fegursta gatan i borginni i ár. Það var fegrunar- nefnd Reykjavikur, sem kunngerði þetta i gær. Fleiri götur i ná- grenni Hvassaleitis hafa verið kjörnar þær fegurstu i borginni, t.d. Safamýri og Brekku- gerði. Nú er bara að taka sig til sem fyrst og undirbúa fegrun götu sinnar, svo að hægt verði að hrósa happi yfir þvi að búa við þá fallegustu næsta ár. — EA SPAIN OG STJÓRN- MÁLIN.... Nú er vert aö gefa stjörnu- spánni auga meö ástand al- þingis^ i huga. Ólafur Jó- hannesson er I Fiskamerkinu og Geir Ilallgrimsson er i merki Bogmannsins. llvernig haldiö þiö aö þetta fari? Bls. 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.