Vísir - 17.08.1974, Side 2

Vísir - 17.08.1974, Side 2
2 Vísir. Laugardagur 17. ágúst 1974. vimsm: Vinnuröu á laugardögum? Hrafn Gústafsson, sjómaöur. — Ég geri það svona af og til núna, liklega svona einu sinni i mánuði. Annars hef ég nú hingað til verið á sjónum, og þá vinnur maður nátturlega hvaða nafni svo sem dagurinn heitir. Þegar maður fer að skemmta sér svona á föstu- dögum og fer á fylleri er vissu- lega dálitið erfitt að þurfa að vinna á laugardögum. Egill Ásmundsson, verkamaður — Ég var að vinna á flugvellinum i Kaupmannahöfn og þar unnum* við á vöktum. Það er nú frekar leiðinlegt til lengdar, ég vildi heldur vinna vikuna og fá þá fri i tvo daga á eftir. Samt er nú alltaf gott að eiga fri á rúmhelgum dög- um til að skreppa i bæinn og þess háttar. Kristin Björnsdóttir, sjúkraliöi. — Já ég vinn á vöktum og vinn þar af leiðandi oft á laugardög- um. Þar fyrir utan vinn ég svo heima, svo að fæsta laugardag- ana á maður fri. Jú, vissulega er allt i lagi að vinna svona á vökt- um, en maður vill þó frekar vera heima hjá sér um helgar. Jósep Gestsson, háseti.— Jú, það geri ég! Ég er nefnilega sjómað- ur. Vissulega væri skemmtilegra að geta tekið sér fri um helgar til að geta hvilzt, en þvi verður bara ekki við komið. Siguröur B. Jónsson, iögreglu- þjónn. — Já, ég geri það. Ég vinn vaktavinnu og er þá 4 daga i vinnu og 4 daga i frii. Mér finnst það ákaflega skemmtilegur vinnutimi, og minar vaktir eru á- gætar og þægilegar af vaktavinnu að vera. Haraldur Guömundsson, véla- maður. — Já, ég vinn við frysti- vélap og við keyrum alla laugar- daga og sunnudaga núna. Mér finnst ágætt að vinna svona mikið og kynni ekki við mig á annan hátt. Ég skemmti mér nú aldrei á föstudögum, svo að laugardags- vinnan kemur ekki að sök. Sveitasjóðirnir fjórlitlir: Rafmagnsveiturnar draga til sín féð Greiðsluerfiðleikar stærri sveitarfélag- anna eru nú geysilegir. Hefur sveitarfélögun- um reynzt erfitt að fá auknar yfirdráttar- heimildir hjá bönkun- um, en örðugt er að gera sér nákvæma grein fyrir hversu mik- ill yfirdráttur sveitar- félaganna er, þar sem þau hafa mismunandi viðskiptabanka. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Sambands isl. sveitarfélaga stafa vand- kvæði þessi að miklu leyti af þvi, að tekjur sveitarfélaganna eru miðaðar við áriö i fyrra. 1 hlutfalli við verðbólguna hafa hins vegar útgjöld sveitarfélag- anna aukizt til mikilla muna. Myndast þannig mikið gap milli tekna og útgjalda vegna verð- bólgunnar. Allar kostnaðaráætlanir hafa þannig farið úr skorðum. Vegna þessa ástands hafa sveitar- félögin farið fram á að hækka útsvarið úr 10% i 11% en ekki hefur verið léð máls á þeirri breytingu hjá yfirvöldum enn. Á sama hátt og sveitarfélög- unum gengur þannig illa að hækka tekjur sinar, er þeim erfitt um vik að lækka útgjöld. Mikið af útgjöldum sveitar félaganna er samningsbundið eða lögbundið. Þar á ofan kem- ur, að mikill hluti af stærri framkvæmdum er boðinn út og sveitarfélögin skaðabótaskyld, ef út af bregður með greiðslur eða fyrirhugaðar framkvæmd- ir. Þau sveitarfélög.semreka raf- veitur eða hitaveitur, hafa átt I enn meiri vandræðum meö að láta dæmið ganga upp. Sérstak- lega hefur gjaldskrá rafveitn- anna valdið þvi, að taka hefur orðið til sveitarsjóðanna til að bæta hallann. Einstök sveitar- félög hafa þó fengið hækkun á gjaldskrá sinni, en almennt er rafveitan mikill baggi á sveitar- sjóði. — JB. LESENDUR HAFA ORÐIÐ LOÐNAR TILKYNNINGAR sjón- varps- mynd Hinrik skrifar: ,,Það stendur ekki á skömm- unum, þegar fólki þykir sjón- varpið bjóða landsmönnum lélegt efni. En sjaldan heyrast viðurkenningarraddir, þegar góðir þættir sjást á skjánum. Mér finnst ástæða til að þakka sjónvarpinu fyrir sýningu á kvikmyndinni „Tólf reiðir menn.” — Þetta var afbragðs- mynd, vel leikin og spennandi og efni hennar þess eðlis, að það hlaut að vekja hugsanir hjá ungum og öldnum. Hún er vissulega þess virði að verða endurtekin, svo að sem flestir mættu njóta hennar. Og úr þvi að ég fór nú að skrifa þessar linur.þá vil ég nota tækifærið og taka undir áskorun þá, sem birtist i lesendadálki Visis á dögunum. Nefnilega að sjónvarpið hefji sýningar á kristilegum þáttum fyrir börn. — Nær allir ís- lendingar eru meðlimir kirkj- unnar og eru þeirar skoðunar, að kristindómur sé áú undir- staöa, sem bezt reyndist bæði einstaklingum og þjóðinni i heild. Það má þvi gera ráð fyrir, að allur þorri foreldra muni fagna þvi, að sjónvarpið flytji slikt efni við hæfi æskunnar. Þá vil ég nefna þá hugmynd, að kristileg tónlist (ekki eingöngu krikjutónlist) fái nokkurt rúm i hinni fjölþættu dagskrá hljóðvarpsins. Og þvi þá ekki i sjónvarpinu lika? ,,Að kvöldi dags” er vinsæll þáttur, sem margir eru þakklátir fyrir. En þar mætti nýta betur möguleika sjónvarpsins og auka þannig fjölbreytnina, m.a. með kristilegum söng og á annan hátt, sem við ætti.” Jakob skrifar: „Eru opinberir starfsmenn upp til hópa ófærir um að tjá sig á islenzku máli þannig að það megi skiljast, sem þeir ætla að koma á framfæri? Eru islenzkir blaða- menn of latir til að „þýða” yfir á skiljanlegt mál skilaboð frá rikinu?'Þetta dettur mér i hug eftir að sækja oliupeningana mina. Vissulega varð ég glaður viö, þegar ég komst að raun um, að blöðin höfðu skýrt svo losara- lega frá oliustyrknum að enginn skildi upp né niður i þessari að- gerð. Dæmi: tekið úr Þjóðviljanum: „Oliustyrkurinn er nú greiddur fyrir þriggja mánaða timabil, april, mai og júni. Fyrir þetta timabil er hverjum framteljanda greiddar 1800 krónur fyrir sig, og hvern þann sem hann telur fram fyrir. Já, ég áleit að ég væri eini framteljandi fjölskyldunnar. En var ekki langskýrast að segja að borgaðar væri 1800 krónur fyrir hvern fjölskyldumeðlim — eða bara 1800 krónur á haus! Oftlega er þvælt i auglýsingum frá þvi opinbera þannig að enginn skilur upp né niður i hlutunum. Ég tók eftir þvi þarna á bæjar- skrifstofunni að enginn hafði skilið efni auglýsinga og frétta vegna styrksins. Nú, ekki er langt liðið frá Þing- vallahátiðinni miklu. Þá var aug- lýstur einstefnuakstur tii og frá Þingvöllum. Þvi lauk svo, að hinn dýri og góði Gjábakkavegur var litt sem ekkert notaður að af- lokinni hátiðinni — fólk skildi ekki hvað opinberir aðilar voru að reyna að segja fólkinu. Blaða- menn hafa eflaust ekki skilið heldur — og brugðust þeirri skyldu sinni að útskýra nákvæm- lega og með réttum orðum hvernig haga bæri akstrinum til og frá Þingvöllum. Upp úr þessu varð „mesti umferðarhnútur i 1100 ár”. Er ekki ástæða til að menn fari að hugsa svolitið skýrar og leggja minni áherzlu á hið virðulega fas og orðaleiki þess opinbera?”. „Gjábakkavegur — sá dýri og góði „þjóðhátlöarvegur” — var lítt sem ekkert notaður að aflokinni hátfðinni, þvl að fóik skildi ekki, hvað opin- berir aðilar voru að reyna að segja fólkinu........” Helgi fékk skila- boð fró Snorra Enn um höfund Njálu Spurning til Helga og Snorra Þeir fá i himnarikinu heimsend blöð héðan af jörðunni: meira aö segja Timann. Er Snorri hann las, hann flýttisér strax út á stöö og stiliti sér hátiðlega upp framan viö slmann. Svo öruggt væri með þetta höfundarheiti, hringdi hann ekki, en sendi I staðinn skeyti. Er þetta var taktiskur feill, sem aö framan er lýst, þvl fráieitt þetta huiunni af málinu iéttir. Að segja manni það, sem hann veit fyrir vist hvers vegna sendi hann þá ekki Benedikt skeytið? Cr þvi Snorri vildi tilkynna höfundarheitið, hvers vegna sendi hann þá ekki Benedikt skeytið? Ben. Ax.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.