Vísir


Vísir - 17.08.1974, Qupperneq 6

Vísir - 17.08.1974, Qupperneq 6
6 Vbir. Laugardagnr 17. ágist 1174. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: FréttaStj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: mtstjorn: Áskriftargjald 600 kr. Itcykjaprent hf. Sveinn R. Kyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Drög að endurreisn í langri grein Gunnars Tómassonar, hagfræð- ings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, i siðasta tölublaði Eimreiðarinnar, er ýtarleg lýsing á orsökum efnahagsvanda íslendinga og athyglisverðar til- lögur um efnahagslega endurreisn. Lagt er til, að greiðslur úr og i Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins fari eftir breytingum á afla- magni jafnt og útflutningsverði. Markmiðið er að takmarka árlegar rauntekjusveiflur i sjávarút- vegi við 5 — 10% til þess að skera á einn helzta verðbólguhvatann. Lagt er til, að það, sem Gunnar kallar ,,verð- bólguskatt á sjávarútvegi”, verði lagt niður, sem þýðir væntanlega, að gengi krónunnar sé jafnan rétt skráð. 1 staðinn greiði sjávarútvegurinn 25% auðlindaskatt fyrir afnot af auðlindum land- grunnsins. Lagt er til, að gengið sé jafnan rétt skráð, svo að jafnvægi haldist milli verðlags og kostnaðar i islenzku atvinnulifi annars vegar og i helztu við- skiptalöndum okkar hins vegar. Lagt er til, að leyft verði að flytja inn landbún- aðarvörur og þær tollaðar til að vernda innlendan landbúnað. Jafnframt ráði samtök bænda sjálf verði afurða þeirra i samkeppni við innflutning- inn. Dregið verði úr fjárfestingu i landbúnaði, þar sem fjárfesting t.d. i sjávarútvegi sé nærri helmingi arðbærari. Niðurgreiðslur séu hinar sömu á öllum tegundum landbúnaðarafurða. Lagt er til, að verðlagsákvæði verði afnumin með öllu, þar sem þau hafi stórskaðað efnahags- kerfi þjóðarinnar og stuðlað að óhagkvæmni i at- vinnulifinu. Gunnar telur, að þetta mundi i fyrstu hækka verðlag en siðan leiða til aukins jafnvægis og aukinnar þjóðarframleiðslu. Lagt er til, að visitölubinding launa verði af- numin og kjarasamningum hagað eftir sænskri fyrirmynd. Heildarsamtökin geri ramma- samninga til 2-3 ára, sem segi til um meðal- launahækkanir einstakra starfshópa. Lögð verði aukin áherzla á starf sáttasemjara og kjara- dóms. Launabreytingar opinberra starfsmanna fylgi nákvæmlega öðrum launabreytingum. Námstimi iðnaðarmanna verði styttur og laun iðnnema hækkuð verulega til að auka framboð sérhæfðs vinnuafls og iðnaðarmanna. Vextir verði nógu háir til þess, að sparif járeig- endur og lifeyrissjóðir fái fulla greiðslu frá lán- takendum fyrir notkun fjármagns þeirra. Dregið verði úr mismunun i vaxtakjörum milli einstakra greina atvinnulifsins. Linuð vérði skattlagning atvinnulifsins, tollar og söluskattur lækkaður, aðstöðugjald afnumið og auðlindaskattur tekinn upp i staðinn. Þeir, sem eru að koma þaki yfir höfuðið á sér, fái riflega skattaivilnun i stað verðbólguhagnað- ar. Heildarstjórn fjármála verði endurbætt. Fjár- málaráðuneytið og Seðlabankinn skipti með sér ábyrgðinni og bankanum falin stjórn greiðslu- jafnaðar við útlönd, heildarframboðs fjármagns og hóflegra gengisbreytinga. Ýmsar fleiri tillögur eru i Eimreiðargrein Gunnars Tómassonar. Flestar tillögur hans eru svipaðar hugmyndum, sem hagfræðingar hafa áður sett fram og þykja góðar og gildar i ná- grannalöndum okkar, þar sem verðlag er stöð- ugra en hér. Ekki er þvi beinlinis um nýjungar að ræða i einstökum liðum, en heildarmynd þeirra er fersk og vænleg til endurreisnar efnahagslifs- ins. —JK Gamlar og nýjar eiturlyfjaslóðir Bandariska fikniefnalögreglan hrósaði góðum feng núna i vik- unni, þegar hún komst yfir 75 kilógrömm af heróini, sem falið hafði verið inni i ,,antik”-hús- gögnum. Slikt magn er talið nema að verðmæti i sölu á eiturlyfja- markaðnum um 112 milljónum dala. Fimm manns voru handtekin, vibriðin mál þetta, sem fikniefna- lögreglan hefur kallað eftir eldra máli, er gekk undir heitinu „franska sambandið”. — Franska sambandið margnefnda var mál, sem spratt upp 1962, þegar lögregla og tollverðir komust yfir heróin, sem falið hafði verið i bifreiðum, fluttum frá Frakklandi til Bandarikj- anna. Var slóðin rakin til Marseilles, en alls náðist nær 100 milljón dala verðmæti af eitur- lyfjum.— Um það mál hefur ver- ið skrifuð samnefnd bók og gerð kvikmynd um hana. Lögreglan hefur látið uppi, að upp hafi komizt um „nýja franska sambandið”, þegar mað- ur, sem vitað var til að smyglaði eiturlyfjum á milli landa, kom að máli við franska sendiráðið i New York á þriðjudag og óskaði að fá að tala við lögregluyfirvöld, svo að lítið bæri á. Franskur lögregluforingi, Jean Ravanello, var settur til þess að vera milligöngumaður sendiráðs- ins og lögreglunnar. Hann fór meb smyglarann til yfirheyrzlu hjá fikniefnalögreglunni. Sagðist smyglarinn geta veitt upplýsing- ar um, hvar lögreglan gæti fundið heróinfarm, ef hann fengi 400 þúsund dala greiðslu fyrir upp- lýsingarnar — en það jafngildir nær 4 milljónum islenzkra króna. Lögreglan mælti sér mót við manninn daginn eftir, en lét þó dulklædda lögreglunjósnara elta hann, þegar hann fór frá þeim. — Daginn eftir mætti hann þó til stefnumótsins, eins og um hafði verið talað, og hafði smyglarinn þá með sér afrit af fylgibréfi yfir húsgögn, sem send höfðu verið John Sloane. Fulltrúar fikniefnalögreglunn- ar röktu slóð húsgagnasendingar innar til flutningafyrirtækis, sem Tyrkncsk kona á leið frá valmúa- akrinum á asna sinum. Umsjón: GP fann húsgögnin i vöruskemmu sinni. Siðar komst lögreglan að þvi hjá uppljóstraranum, að Slo- ane var tilbúið nafn, og fékk sér þá húsleitarheimild til að rann- saka vöruskemmuna. Hefur lögreglan skýrt blaða- mönnum frá þvi, að fikniefna- sendingin hafi i rauninni verið smiðuðinn ihúsgögnin, sem voru látin hafa á sér yfirbragð forn- muna. Heróinið reyndis vera 90% hreint og jafnvirði 3 milljóna dollara, eins og það kom fyrir, en útþynnt hefði það selzt i lausa sölu fyrir að minnsta kosti 112 milljónir dala. Lögreglan handtók fimm manns alls. Smyglarann, sem veitti þeim upplýsingar, en hann heitir Maurice Leon Schoch og er 39 ára að aldri, frá Nice i Frakk- landi, bróður hans, Claude 28 ára að aldri, tannsmið"'/ að mennt, einnig frá Nice, Nadine Besset, rauðhærða stúlku á þritugsaldri, sem sögð var vera vinkona Maurice, Albino nokkurn Garro, sem sagður var argentinskur borgari og Claude Breteche, franskan að þjóðerni. Fikniefnalögreglan sat fyrir þeim og handtók þau, þegar þau ' komu út af matsölustað. — Það er skoðun lögreglunnar, að Schoch- bræðurnir hafi stjórnað smygl- hringnum, að stúlkan hafi fylgt Maurice til Bandrikjanna til að aðstoða við söluna, að Garro hafi haft samböndin i New York og átt að vera milligöngumaður um söl- una, en Breteche átt að vera sendimaðurinn, sem flytti peningana eftir söluna heim til Frakklands. Lögreglan upplýsir, að Maurice hafi ekki fengið 400 þúsund dal- ina, sem hann krafðist fyrir upp- lýsingarnar. Yfir þessum fimm og systur Schoch-bræðranna, Denise Monique Schoch, sem náðist ekki, vofir ákæra fyrir eiturlyfja- smygl á árunum 1970 til 1973, eða smygl á alls 600 kg af heróini. Yfirmenn fikniefnalögreglunn- ar hafa látið i ljós áhyggjur af þvi, að Ijós er komið, að þær smyglleiðir, sem þeir töldu hafa verið upprættar i „franska sam- bandinu”, virðast enn i notkun. Um leið er það Bandarikjamönn- um ekki litið áhyggjuefni, að Tyrkir hafa rofið samkomulagið við þá um að hætta ræktun ópiumvalmúans. Úr ópium er heróninið unnið, eins og mönnum er kunnugt um, og tyrkneskt ópi- um var talið vera meginuppi- staðan i eiturlyfjunum, sem flutt voru á fikniefnamarkaðinn i Bandarikjunum. Leið ópíums frá Tyrklandi STRASB0UR6 TYSKWÁND 05TRIG POLEbl SOVJETUNIONEÚ * ~J7T7ÍI jrT /*cj&\ • í /. , uiLÍ.ni:Tx/A UNGARÚ // N-VeSTUR- LEIDIN UINSfHJKM SJÓLH6IW BEIRUT Það ku vera minnsti vandi í heimi að koma ópiuminu út úr Tyrklandi, þrátt fyrir fullyrðingar Tyrkja um strangt eftirlit. Þvi er smyglaðút I vörubilum, rútum, einkabilum og með úlföldum og ösnum. —■ Oft hef- ur komið til skotbardaga með smyglurum og landamæravöröum Sýrlands, sem settu sums staðar niður jarðsprengjur við landamærin. En fengju smyglararnir grun um slíkt, ráku þeir geitahóp á undan sér I gegnum sprengjusvæðin. Mörg kíló af morfínbasa hafa farið yfir landamærin, falin niðri I vömb úlfaldans. t fyrstu létu smyglarar úlfaldana gleypa málmhylki, sem geymdu morflnbasa, en málmleitartæki tollaranna fundu þau. Nú nota þeir plasthylki eða gúmmipoka. — Þegar komið er yfir Iandamærin, slátra þeir úlföldun-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.