Vísir - 17.08.1974, Page 20
VISIR
Laugardagur 17. ágúst 1974.
Hvoðfa
lœknar
í laun?
„Endurskoðun á dámi kjara-
dóms á launum lækna hefur nú
farift fram og hafa launin hækkað
frá 19% upp i 22%”, sagði Þor-
steinn Geirsson hjá fjármála-
ráðuneytinu f viðtali við blaðið I
gær.
Aöstoðarlæknir hefur nú kr.
90.899 I staö 75.000.00 króna áöur
og sérfræöingur á sjúkrahúsi hef-
ur kr. 139.000.00 og hafði áöur
116.000.00.
Miðaö er viö, aö laun þessi séu
greidd frá 1. marz s.l.
Ekki er óalgengt, að rikis-
starfsmenn fái endurskoöaöa
ákvöröun kjaradóms, ef kaup
hækkar hjá öðrum stéttum þjóö-
félagsins.
Sem kunnugt er hafa rlkis-
starfsmenn ekki verkfallsrétt og
voru þvi margir læknar búnir aö
segja upp störfum sinum, en hafa
nú endurráðiö sig.
— EVI.
Gert við
Suðurlands-
veginn við
Sandskeið
„Þetta er venjulegt slitiag, sem
verið er að setja á Suðurlands-
veginn um Svinahraun og niður
fyrir Sandskeið”, sagði Sigurður
Jóhannsson, vegamálastjóri, I
viðtali við blaðið I morgun.
Oliumöl var lögð á þennan kafla
áriö 1970, og var búizt viö, aö hún
myndi endast i mesta iagi fjögur
ár. Nú hefur umferð oröiö miklu
meiri en ráö var fyrir gert I upp-
hafi, svo að þaö var kominn timi
til aö gera viö veginn. Ekki ætti
þetta aö valda verulegri truflun á
umferö, því aö aðeins önnur ak-
reinin er tekin i gegn i einu.
Sigurður sagði, að olíumöl væri
þaö slitlag, sem reynzt hafi bezt,
miðað við verð.
— EVI —
Vilja mun frjálsari
reglur um leiguflug
,,.... Þvi leggur Nord-
isk Hotel- og Restaur-
antforbund eindregið
til, að gildandi ákvæð-
um um leiguflug milli
flugstöðva á helgum
verði rýmkaðar svo á
öllum Norðurlöndunum
að unnt sér að skipu-
leggja ferðir, sem hefj-
ast með brottför á
föstudegi eða laugar-
degi og komu á sunnu-
degi eða mánudegi.”
Þannig segir meðal annars i
tilkynningu, sem okkur barst
frá Sambandi veitinga- og gisti-
húseigenda. Tilkynning þessi er
send I tilefni af blaðaskrifum
þeim, sem fram hafa farið aö
undanförnu um það, hvort halda
eigi óbreyttum reglum þeim,
sem nú gilda um leiguflug til og
frá Islandi, vegna hagsmuna
flugfélaga þeirra, sem halda
uppi reglubundnu áætlunar-
flugi.
A ársþingi N.H.R.F., hér I
Rvlk sumariö 1972 var ályktaö
aö undirbúa umræður og aö-
geröir, til þess að rýmkaðar
yröu gildandi reglur um leigu-
flug innan Noröurlanda, og á
ársþingi sambandsins I Stokk-
hólmi 1973 ályktaði þingið, að
gagnkvæmar heimsóknir ibúa
Norðurlanda væru liöur I raun-
hæfu samstarfi Norðurlandanna
og til þess betur fallnar en nokk-
uö annaö til þess at efla menn-
ingar- og viöskiptatengsl þess-
ara þjóöa.
Beindi ársþingið þeirri áskor-
un til Noröurlandaráös, aö regl-
ur um leiguflug á milli Noröur-
landanna yröu geröar mun
frjálsari en nú er til hagsbóta
fyrir Ibúa landannam
S.ViG. barst fyrir stuttu fyrr
nefnd tilkynning frá forseta
N.H.R.F., þar sem m.a. er vak-
in athygli á því, aö ferðamanna-
fjöldi á milli Noröurlandanna
innbyröis hafi ekkert aukizt:
þrátt fyrir almenna aukningu
ferðamanna I heiminumm
Tiöar einsdags feröir ibúa,
sem húa nærri landamærum,
sýna/ aö mikill áhugi er fyrir
hendi á gagnkvæmum heim-
sóknum til nágrannalandanna,
en Ibúum, sem fjær búa, ætti aö
skapa sömu möguleika til gagn-
kvæmra heimsókna I annað nor-
rænt land, t.d., meö skipulögö-
um helgarferðum; sem seldar
yröu á viðráðanlegu verði fyrir
allan almenning, með innifal-
inni gistingu og uppihaldi.”
Þannig segir m.a. I tilkynn-
ingunni, og: „Slíkar helgarferð-
ir ibúa Norðurlanda krefjast
þess, fjarlægðanna vegna, aö
fariö sé með flugvélum á milli
áfangastaða, en verð á venju-
legum áætlunarflugleiðum er
svo hátt, að það er ofviða venju-
legri fjölskyldu aö ferðast þann-
ig”
„Hins vegar er unnt meö
skipulögðu leiguflugi aö lækka
svo fargjöldin, að þau veröi við-
ráöanleg.”
Þá segir ennfremur að núgild-
andi reglur um leiguflug heimili
ekki stutt leiguflug á milli Norð-
urlandanna, og er eindregiö lagt
til, að gildandi reglur um leigu-
flug milli flugstöðva veröi
rýmkaðar.
— EA.
Matvörukaupmenn í vandrœðum:
Sjá fram á
sykurskort
„Sumar heildsölurn-
ar eru hættar að af-
henda okkur vörur
nema borgað sé út i
hönd”, sagði einn mat-
vörukaupmaðurinn, er
blaðið leitaði frétta hjá
þeim.
„Greiöslufresturinn hefur
stytzt til muna, og viö verðum
nú oft á einum mánuði að borga
tveggja mánaöa úttekt. Þetta er
ekki allt, heldur eru heild-
sölurnar smátt og smátt farnar
aö taka vexti af vöruvlxlunum,
sem ekki var gert áður. Kaup-
menn mótmæltu slikum vöxtum
kröftuglega, er slikt kom til tals
I fyrra, en nú eru heildsalarnir
farnir aö leggja þessa vexti á I
rikara mæli.”
Það er þvl greinilegt, aö efna- *
hagsástandiö I landinu hefur
komiö hart niður á matvöru-
kaupmönnunum. Þrátt fyrir
þessar kvaöir eiga heildsölurn-
ar I erfiðleikum viö aö leysa út
sinar vörur. Lltiö er nú um syk-
ur hjá kaupmönnum og má bú-
ast viö sykurskorti, ef efnahags-
málin halda áfram aö þróast I
sömu átt og þau gera nú.
Mestu vandkvæðin eru i sam-
bandi við sekkjavöruná. Má bú-
ast við þvl, aö áöur en llöur á
löngu veröi ástandiö með hveit-
iö orðiö svipað og með sykurinn,
ef ekki rætist skyndilega úr.
—JB
„Sumarið
sjötíu og
fjögur#/
Liklega verður „sumariö
sjötiu og fjögur” lengi I minnum
haft. Sannkallaö Mallorka-sum-
ar, segja menn. Sólskin dag eft-
ir dag. En nú er sumri tekiö aö
halla, senn mega menn búast
viö aö þurfa aö halda til vinnu á
svölum haustmorgnum. Og
enda þótt sólin skini sem fyrr,
þá er þvi ekki fyrir aö synja, aö
andvaranum fylgir eilitill kuldi
noröan úr höfum, rétt svoija tii
aö minna á, aö viö búum norður
viö tsliaf, en ekki hiö sólrlka
Miöjarðarhaf. Llklega ekki sem
verst hugmynd aö klæöa sig vel
eins og þessi ungi maöur, sem
mælir sig viö risavaxin stráin I
fjörukambinum. Ella kann fólki
aö veröa hætt viö kvefi svona
rétt I sumarlokin, þrátt fyrir þá
ofgnótt vitamina, sem sólin hef-
ur þó gefið okkur i sumar sem
vetrarforöa gegn pestum og ó-
áran.
13 flug-
freyjum
sagt upp
13 flugfreyjum hefur verið
sagt upp hjá Loftieiöum. Eru
þaö flugfreyjur, sem hafa
stytztan starfsaldur af þeim,
sem starfa hjá félaginu.
Eftir þeim upplýsingum,
sem blaöiö hefur fengiö, er
þetta gert af hagkvæmnis-
ástæöum. 1 vetur fækkar ferö-
um, og eins hafa vcriö færri
flugfreyjur I feröum I sumar.
Þessi fækkun stendur ekki I
sambandi viö sameiningu
félaganna, heldur er hér um
skipulagsatriöi aö ræöa.
— EA.