Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 13. september 1974.
3
— meðalbók um 1600—
2000 krónur. Minna keypt
af bókum um jólin?
söm við sig undir Jökli. Það er
önnur bók Þórðar á Dagverðará i
fylgd Lofts Guðmundssonar.
Fyrri bókin var metsölubók, og
þeir hjá Erni og örlygi búast við
þvl aftur nú.
Þá kemur bókin Enginn má
undan lita eftir Guðlaug Guð-
mundsson, höfund Reynistaðar-
bræðra. Bókin er sagnfræðilegt
skáldrit um aftökurnar i Vatns-
dalshólum.
Þá kemur út 3. bók Snjólaugar
Bragadóttur, sem heitir Allir eru
ógiftir i verinu. Blærinn i laufi
heitir bók eftir Einar frá Hergils-
ey. Þá kemur út 6. bindi bókanna
Þrautgóðir á raunastund. Það er
Loftur Guðmundsson sem skráir.
Jesús Kristur heitir bók, sem er
sú f jórða byggð á dáleiðslum Ed-
gars Cayce og fjallar um ævi og
störf Krists. Þá kemur út þriðja
bókin um Fjársjóði guðanna og
fyrsta bók i 20 bóka flokki um lönd
og landkönnuði. Þá má nefna
bókina Návigi á norðurslóðum.
Þetta er það helzta hjá Erni og
örlygi.
Ein helzta bókin hjá Prentverki
Odds Björnssonar á Akureyri er
Jökulsárgljúfur og þjóðgarðurinn
þar. Það er Theódór Gunnlaugs-
son frá Bjarmalandi sem skrifar
leiðarlýsingu. Er þar að finna
mikið af litmyndum.
Bók um Akureyri og nærliggj-
andi héruð er gefin út i samvinnu
við Iceland Review. Bókinni svip-
‘ar til Reykjavikurbókarinnar, en
er á islenzku.
Þá kemur út Bréfasafn Jóns
Mýrdal, þar sem Finnur Sig-
mundsson, fyrrverandi lands-
bókavörður, safnar saman
bréfunum. Ný útgáfa kemur út af
bókinni Eins og ég er klædd,
endurminningum Guðrúnar Á.
Simonar, og einnig kemur út ný
útgáfa bókarinnar Niður um
strompinn eftir Armann Kr.
Einarsson. Báðar seldust upp.
Þá kemur út Bilaborgin eftir
Arthur Hailey, ný barnabók eftir
Jennu og Hreiðar, sem heitir Og
blómin anga, skáldsagan Auður á
Heiði eftir Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur, ljóðabókin Ljóð frá liðnum
tima eftir Ármann Dalmannsson,
og þá skal nefnd unglingabók eftir
Magneu frá- Kleifum, sem heitir
Hanna Maria og Viktor verða vin-
ir. Loks skal getið þýddrar sjó-
hrakningasögu, þar sem segir frá
fjölskyldu sem hraktist um 48
sólarhringa á sjónum, áður en
henni var bjargað.
—EA.
Margrét Reykdal byrjar sýningu á oliumálverkum, vatnslita-
myndum, teikningum o.fl. i Hamragörðum á morgun.
„SVO SEM EKKI
NEINN BOÐSKAPUR"
,,Ég er nú ekki að reyna að
flytja neinum neinn boðskap
með þessum myndum. Ég hef
bara verið aö læra og þetta er
hluti af árangrinum,” sagði
Margrét Reykdal, þar sem við
hittum hana i gær önnum kafna
við að hengja upp myndir i
Hamragörðum við Hávallagötu,
en hún opnar málverkasýningu
á laugardaginn kl. 14.
Margrét hefur verið að læra
að mála undanfarin 6 ár þar af
þrjú og hálft ár við lista-
akademiuna i Osló ásamt fleiru,
þvi að hún tók einnig próf i lista-
sögu i háskólanum i Osló 1971,
og á s.l. vetri var hún við nám i
teiknikennarasköla i Noregi.
,,1 vetur verður það i fyrsta
skipti,sem ég fæ almennilega
tækifæri á að vinna við að mála,
þótt ég hafi hugsað mér að
kenna jafnvel eitthvað með,,”
sagði Margrét.
Þessi fyrsta málverkasýning
hennar verður opin laugardaga
og sunnudaga kl. 14-22 og virka
daga kl. 17-22. Henni lýkur 22.
sept. —EVl—
Róm 2%
hœkkun
á húvöru
til bœnda
„Algjört samkomulag cr i 6
manna nefndinni um rúmlega 2%
grundvallarverðhækkun á búvöru
til bænda.”, sagði Árni Jónasson,
erindreki hjá Stéttarsambandi
bænda, i viðtali við VIsi I gær.
i nefndinni eru fuiitrúar fram-
leiðenda og neytenda og þar hefur
sömuleiðis náðst samkomulag
um slátrunarkostnað og dreifing-
arkostnað vörunnar. Sagði Arni,
að nú stæði aðeins á ríkisstjórn-
inni að segja til um hvað yrði og
vcrður ákvörðun þar sennilega
tekin öðru hvorum megin við
helgina.
Arni sagði, að ef niðurgreiðslur
verði óbrcyttar hækki verðið
meira tii neyienda en til hænda
prósentvis. Slátrunarkostnaður
hækkar einnig, mest vegna hækk-
unar á vinnulaunum.
—EVI
„Við lágmark efniviðar, en
hámark œvintýraþrár"
„Litskyggnur þær, sem ég að
þessu sinni sýni samtimis
myndverkum minum, hef ég
tekiö á ferðalögum minum um
Evrópu á sl. sjö árum, eða allt
frá 19G7, og eru allar myndirnar
teknar á Konica. llcxanon, Auto
52”, segir Bragi Ásgeirsson
m.a. i listkynningarbæklingi
sinum, en hann sýnir um þessar
mundir I Norræna húsinu.
Bragi segist vonast til að lit-
skyggnurnar verði til fróðleiks
og gefi nokkra sýn til þess
helzta, sem sýnt hefur verið af
alþjóðlegri nýlist i Evrópu á
þessu timabili, þó að það sé eng-
an veginn tæmandi yfirlit.
Ennfremur sýnir hann eitthvað
af eldri myndlist, sem tekið ér
aðallega á listasöfnum viðs veg-
ar i Evrópu.
—EVI—
Sýning á þróun og
sögu Reykjavíkur
.. í Hasselby höll rétt hjá Stokkhólmi
Bragi Asgeirsson við eitt verka sinna: Blóðbrullup „Stóri hviti
hestur”. Sýningin verður opin til 17. sept.
„Þann 5. okt. n.k. vcrður sýning I
Ilasselby höll á hluta af þeim
Ijósmyndum, sem voru I Reykja-
vlkurdeild Þróunarsýningarinnar
I Laugardalshöllinni i sumar”,
sagði Aðalsteinn Guðjohnsen,
sem var formaður sýningar-
nefndar Re’ykja vlkurdeildar-
innar, en við ræddum við hann I
gær.
Hasselby höll er rétt utan við
Stokkhólm og er lista- og
menningarmiðstöð höfuðborga
Norðurlanda, sem eiga i
sameiningu þessa höll.
Sýningin er haldin i tilefni 1100
ára afmælis Reykjavikur og er að
vissu leyti framhald af sýningu
Reykjavikurdeildar Þróunar-
sýningarinnar, en þó er töluverðu
bætt þar við og sumt tekið úr eins
og fyrr er grein frá. Reynt er að
sýna sögu og þróun Reykjavikur-
borgar frá landnámstið og þó
sérstaklega siðan Reykjavik fékk
kaupstaðarréttindi — Og svo
Reykjavik i dag. Þetta eru valdar
ljósmyndir með skýringartextum
ásamt litskuggamyndum af
Reykjavik i dag og loks Reykja-
vikurkvikmynd sú, er sýnd var á
Þrounarsýningunni. Einnig verða
sýndar verðlaunateikningar
barna úr barnaskólum
borgarinnar.
Borgarstjórinn, Birgir Isleifur Stefán Snæbjörnsson er
Gunnarsson, opnar sýninguna og arkitekt sýningarinnar.
mun flytja fyrirlestur um —EVI
Reykjavik.
„Eitt af því athyglisverðasta
frá íslenzka sjónvarpinu
— Vér morðingjar fœr jákvœða dóma
í Noregi
„Leikritið fær mjög jákvæða
dóma, með kannski einni undan-
tekningu,” sagði Jón Þórarinsson
hjá Sjónvarpinu, þegar við
rædtlum við hann i morgun.
Hingað hefur borizt gagnrýni
norskra á leikniti Guðmundar
Kambans Vér morðingjar, sem
sýnt var i norska sjónvarpinu I
byrjun ágúst.
Mjög margir virðast hafa
skrifað um leikritið, og það er
ekki annað að sjá en það hafi
fallið flestum vel i geð.
„Þetta er vafalaust eitthvað af
þvi athyglisverðasta, sem komið
hefur frá islenzka sjónvarpinu”,
er skrifað I Verdens Gang.
Ennfremur segir þar: „Rit-
höfundurinn Guðmundur
Kamban tilheyrir beztu
rithöfundum á Islandi, og
leikritið virkar evrópskara á
mann en að það hafi verið skrifað
á þessari fjarlægju eyju i norðri.
En Kamban h'afði ferðazt mikið
um i heiminum”.
1 Dagbladet segir: „Þökkum
Islenzka sjónvarpinu fyrir „Vér
morðingjar”. Látið nú ekki árið
liða, áður en við fáum nýtt leikrit
þaöan aftur”.
Edda Þórarinsdóttir og Þor-
steinn Gunnarsson, sem fara með
aðaihlutverkin i leikritinu, fá
jákvæða dóma, og sama er að
segja um Erling Gislason
leikstjóra.
—E A
Norskum virðist hafa fallið
leikrit Kambans vel i geð. Hér
eru Edda Þórarinsdóttir og Þor-
steinn Gunnarsson í hlutverkum
sinum.