Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 13. september 1974. 7 Hér rœður Garbo ffltff . Nú styttist í það að við sjáum haust- og vetrarfatnað i verzlunum. Litið er ennþá kom- ið, en þetta er sá mánuður, þeg- ar sumarfatnaðurinn er tekinn og honum stungið eitthvað á bak við, ef hann er þá ekki boðinn upp á útsölunum. Víðast hvar erlendis er haust- fatnaðurinn þó löngu kominn á markaðinn, og þar kennir sannarlega margra grasa. Rót- tækustu breytingarnar eiga sér alltaf stað I Paris, enda biða sumir hverjir með öndina i háls- inum eftir að sjá, hvað upp á er boðið hverja árstið. Hér á meðfylgjandi myndum sjáum við nokkur dæmi úr hausttizkunni núna. Manni dett- ur helzt i hug Greta Garbo, þeg- ar litið er á þennan fatnað, enda hefur hún haft talsverð áhrif á tlzkufatnaðinn i haust. Sjáum til dæmis hattana. Kápurnar eru mjög gamal- dags I sniði, eins og sjá má á myndunum, en eitt snið er mjög vinsælt, og það bar reyndar talsvert á þvi I fyrravetur. Það er snið eins og við sjáum á einni myndinni. Kápan er með stór- um kraga og bundin i mittið. Engar tölur eða hneppingar eru á henni, og uppsláttur er á erm- um. Þessar kápur eru mikið i dröppuðum lit, en reyndar eru tweed-efni og efni með fiski- beinamunstri mjög vinsæl, þá sérstaklega i kápur og dragtir. A einni ipyndinni sjáum við dæmi um kápu úr efni með fiski- beinamunstri. Á myndinni eru tvær kápur. Sú með fiskibeina- munstrinu er sérlega gamal- nú litið I tizkuheiminum. Stig- vélin eru hins vegar lágbotna og minna helzt á kúreka- eða reið- stigvél. dags i sniðinu. Hin er I ryðrauð- um lit, létt og þægileg. Þarna er höttunum að sjálfsögðu ekki gleymt. Slddin er aðallega rétt neðan Umsjón: Edda Andrésdóttir fást allar’skólavörurnar, sem þurfið að taka með í skólann — og meira til! skólaárið er að hefjast. Það hefst á hverju hausti hjá okkur eins og hjá ykkur. Hjá ykkur: Nýjar námsgreinar, nýjar bækur, ný áhöld. Hjá okkur-. Nýjar sendingar af gömlu góðu skólavörunum og nýjungum í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Ein ferð í einhverja af þrem verzlunum Pennans nægir, — þar Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178 við hné. Stuttu kjólarnir og pils- in eru alveg úr sögunni. Það er lika heppilegt fyrir þær, sem vilja fylgjast alveg með tizk- unni. Stuttur fatnaður á ekkert sérlega vel við i vetrárkuldan- um hérna á Islandi. A einni myndinni er mjög skemmtileg prjónadragt, sem er hentug i kuldanum i vetur. Hér er um að ræða pils og peysu. Pilsið nær að sjálfsögðu rétt niður fyrir hné, og vel þykir hæfa að vera i stigvélum við fatnaðinn. Peysan er með rúllukraga. Garnið er yrjótt, en aðalliturinn er grábrúnn. Til þess að lifga svolitið upp á er svo borinn rauður hattur við og skræpóttur, röndóttur trefill. Það má svo geta þess, að kuldastigvélin hafa breytzt tals- vert frá þvi sem við áttum að venjast i fyrravetur. Háu hælarnir og þykku sólarnir sjást

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.