Vísir


Vísir - 19.09.1974, Qupperneq 4

Vísir - 19.09.1974, Qupperneq 4
4 Vísir. Fimmtudagur 19. september 1974. Hentug i þrengslunum og stiga þar öldurnar i einn hring eða svo. Siðan sýna aðrir bilstjórar á stærri bilum, hvernig þeir snúa bilunum sinum við á punkt- inum, hvernig þeir krossa hver I veg fyrir annan á miklum hraða, hvernig þeir láta bilana fljúga milli tveggja stökkbretta og hvernig þeir stökkva á mótorhjóli yfir 15 liggjandi manneskjur. vSýningu bildjöflanna lýkur svo ætið á þvi, að þrir bilstjórar eru reyrðir niður i sæti jafn margra bila. Siðan ekur fyrsti bfllinn á miklum hraða inn á svæðið, hoppar upp á ójöfnu, flýgur nokkra vegalengd I loftinu og hafnar svo á þeirri hliðinniv sem forsjónin ræður. Eftir að hafa rústað einn bil, kemur sá næsti og hvolfir sér yfir hann og loks sá þriðji sem kórónar allt. Og út úr flökunum stiga bilstjórarnir glaðari en nokkru sinn fyrr yfir vel heppnuðum degi. -JB Paó er ekki amalegt að geta brugðið sér upp á tvö hjól, þegar þrengjast fer um mann I bæjar- umferðinni. Þetta er þó ekki al- mennt stundað nema af svo- nefndum bildjöflum, sem eru meðlimir I hinum fræga þýzka djöflaaksturshópi. Þeir halda sýningar viða um Þýzkaland á hverju sumri og bregöa sér jafnframt til annarra landa, þar sem bila- áhugamenn flykkjast á sýningar þeirra. Þótt þeirra aðalsmerki sé nú reyndar að hræða liftóruna úr áhorfendum sinum með glanna- skap, eru meðlimir þessa bfla- sirkuss frábærir ökumenn og geta leikið ýmsar listir á bflum sinum. Eins og við sjáum á myndinni, hafa tveir af meðlimunum náð leikni I að aka Opel Kadett á 2 hjólum bæði á beinni braut og i beygjum. Til að gera atriðið enn æsilegra, fara þær Birgitte Larson 22. ára, og Karola Williams 23. ára, upp á bilana Fegurðardrottningin er íslenzk í aðra œttina Þessi gul If a I lega stúlka, sem þarna situr hjá föður sínum og skoðar blaðaúrklippur, heitir Corinne Bozin. Fyrir nokkru var hún kosin ,,Miss Michigan- World" í fegurðarsam- keppni Michigan ríkis í Bandaríkjunum, en um þann titil kepptu fegurðadísir víðsvegar að úr Michigan. Blöð um öll Bandarikin sögöu frá úrslitum keppninnar og birtu myndir af Corinne, enda þykir hún sérstaklega fögur og hafa mikinn persónu- leika að bera- eða eins og eitt blaðið sagði i fyrirsögn „Beauti- ful Girl-Beautiful Person”. Við islendingar getum veriö örlitið stoltir af þessari stúlku, þvi að við eigum stóran hluta i henni Hún er hálf islenzk, dóttir Danny Bozin, sem er Banda- rikjamaður og Ingibjargar Þórarinsdóttur frá Skúfi i Austur-Húnavatnssýslu Corinne er ein átta barna þeirra, og er 18 ára gömul. Þrátt fyrir sinn unga aldur veitir hún forstöðu tizkuskóla i Michigan og er spáð miklum frama i tizkuheiminum i Banda- rikjunum á komandi árum. Tumi þumall! Þetta er ekki neinn Tumi þum- all, sem er þarna i pappaforminu, þótt maður gæti haldið það i fyrstu. Mynd þessi fékk verðlaun á sýningu i Bandarikjunum fyrir skömmu og er tekin af 10 ára gömlum strák. Hann var að taka mynd af félaga sin- um, sem er til vinstri á myndinni við sundiaug i St. Petersburg I Flor- ida, þegar piltur stökk niður af stökkbretti við I laugina. Ctkoman v a r ð þe s s i skemmtiiega m y n d , s e m Tommy Carrick, eins og ljósmynd- arinn ungi heitir, hefur fengið stóran verðlaunapening og svo þó nokkuð af. alvöru peningum fyrir að taka.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.