Vísir


Vísir - 19.09.1974, Qupperneq 6

Vísir - 19.09.1974, Qupperneq 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 19. september 1974. VÍSIR Ctgefandi: 'Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfssori Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Ilelgason Fréttastj'. erl. frétta: Björn Bjarnason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 RjtsVjörn: ' 'Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. .Blaðaprent hf. Allt í óvissu Viðræður rikisstjórnarinnar og Alþýðusam- bandsins, sem nú eru á lokastigi, hafa gengið eins vel og hægt var að vona. Þátttakendur i viðræð- unum eru sammála um, að þar hafi rikt góður andi, enda mun rikisstjórnin hafa tekið töluvert tillit til óska Alþýðusambandsins og breytt áformum sinum til samræmis við það. Ekki var við þvi að búast, að viðræðurnar leiddu til sérstakra samninga. Alþýðusambandið fer ekki með samninga fyrir hönd aðildarfélaga sinna. En Alþýðusambandið fékk sem stærsti fulltrúi launþega i landinu tækifæri til að hafa veruleg áhrif á væntanlegar aðgerðir rikisstjórn- arinnar i málum, sem varða lifskjör almennings. Athyglisvert er þó, að Alþýðusambandið hefur þrátt fyrir allt þetta ekki talið ástæðu til að draga til baka striðsyfirlýsinguna, sem fólst i áskorun- inni til aðildarfélaganna um að segja upp samningum vegna gengislækkunarinnar. Sú áskorun er þvi i gildi enn. Og á forsiðu Þjóð- viljans i dag er varaforseti Alþýðusambandsins, Snorri Jónsson, að rukka inn uppsagnir frá að- ildarfélögunum. Þjóðin hefur þvi ekki neina tryggingu gegn þvi, að allt fari i bál og brand á vinnumarkaðnum. Hún sér bara, að Þjóðviljinn er daglega að egna sjálfsmorðssveitirnar til átaka, um leið og blaðið ræðst með sinu venjulega, ruddalega orðbragði að fulltrúum Alþýðusambandsins i viðræðunum við rikisstjórnina og sakar þá um að reka erindi rikisst jórnar innar. Nú er skammt að biða bráðabirgðalaganna, sem rikisstjórnin hyggst gefa út að loknum þess- um viðræðum. Kjarni þeirra verður væntanlega sá, að frysting kaupgreiðsluvisitölunnar, sem vinstristjórnin hóf 1. júni i sumar, haldi áfram i átta mánuði i viðbót eða til 1. júni á næsta ári. 1 áframhaldandi frystingu felst áframhaldandi kjaraskerðing. En munurinn er sá, að nú á að greiða sérstaka láglaunauppbót á mánaðarlaun, sem eru lægri en 54.000 krónur. Þeir sem hafa 50.000 krónur eða minna, fá 4.000 króna uppbót. Og þeir sem hafa 50.000 — 54.000 krónur, fá stig- lækkandi uppbót, þannig að endanleg laun þeirra verða 54.000 krónur. Þeir sem meiri laun hafa, fá enga uppbót. Talið er hugsanlegt, að hliðstæð uppbót verði greidd á eftir- og helgidagavinnu. Þá er ekki gert ráð fyrir, að fyrirhuguð 3% launahækkun 1. des- ember verði fryst. Ekki er heldur gert ráð fyrir, að frysting kaupgreiðsluvisitölunnar verði ótak- mörkuð, heldur hækki laun, ef visitalan fer upp úr ákveðnu hámarki. Og loks munu niður- greiðslurnar á landbúnaðarvörum ekki lækka nema um 12,5%. Af þessu er ljóst, að rikisstjórnin hefur tekið verulegt tillit til sjónarmiða Alþýðusambandsins og hyggst framkvæma margvislegar ráðstafanir til að milda þær byrðar sem efnahagsráðstafanir leggja á herðar hinna lægst launuðu i landinu. Ekki er enn ljóst, hvort forustumenn einstakra launþegafélaga taka nokkurt tillit til þessarar merkilegu tilraunar, sem m.a. dregur úr tekju- mismun i þjóðfélaginu. Þeir hafa aðstöðu til að eyðileggja þessa tilraun og breikka tekjubilið i þjóðfélaginu eins og þeim tókst að gera fyrir rúmlega hálfu ári, með þeim alvarlegu efnahags- afleiðingum, sem allir geta nú séð. —JK Hver Iverður \fyrir Iþeim í jnœsfa sinn? 1 Hryöjuverkamennirnir þrlr úr # japanska „Rauöa hernum” eins 1 og þeir kalla samtök sln, eru I sagöir vera þrautþjálfaöir skæru- 1 liöar og hermdarverkamenn. I Japönsk yfirvöld halda þvi | fram, aö mennirnir þrlr, sem ( tóku franska sendiráöið I Haag, 1 og sá fjóröi, Furuya, sem þeir ( fengu látinn lausan úr frönsku 1 fangelsi, séu allir reyndir byssu- ■ menn. 1 Furuya, sem heitir öðru nafni f Koji Suzuki og var I haldi I Le 1 Sante-fangelsinu i Paris, er talinn ( vera háttsettur foringi i þessum 1 fámennu en annars mjög svo ill- ( ræmdu og útlægu hryðjuverka- 1 samtökum. ( Menn tóku eftir þvi, að „rauð- 1 liðarnir” þrlr úr sendiráðinu I f Haag sýndu Furuya virðingu, likt 1 og yfirmanni, þegar þeir hittust á f flugvellinum við Amsterdam. Og 1 reyndar áður, er þeir röbbuðu f saman i sima, um leið og hann 1 kom til Schiphol-flugvallar frá f Paris. — Kölluðu þeir hann að 1 vlsu „Félaga Furuya”. Hann á f hinn bóginn var fár við þá og lét 1 eins og hann vildi litið eða ekkert f hafa saman við þá að sælda i 1 fyrstu. Las hann þeim pistilinn f fyrir að hafa látið samningatil- 1 raunirnar við hollenzku yfirvöld- f in dragast á langinn. Leyndi þaö 1 sér ekki af hljóðritun simtalsins, f semhannáttiviðþrimenningana. 1 Japanir segja, að mennirnir f þrlr, sem tóku sendiráðið franska 1 i Haag og héldu I nokkra daga f fyrst 11 gislum og siðan 9, séu á 1 aldrinum 23 til 26 ára. Um nöfn f þeirra er ekki vitað. Einn þeirra 1 var særður á handlegg, þegar f hann varö fyrir skoti lögreglu- 1 manns, þegar þeir tóku sendiráð- f ið á föstudag. Félagi hans veitti 1 honum hjálp i viðlögum, og sást f þá, að þeir höfðu hlotið góða 1 þjálfun skæruliða, meðal annars I aöstoð við særða. Japönsk yfirvöld, sem hafa gert „Rauða herinn” útlægan, segja, ab samtökin hafi ekki nema svo sem tiu félaga, sem séu sýnilega orönir illa fjárþurfi I útlegð sinni. Telja menn fjárskortinn vera meginorsök þess, að mennirnir I Ifranska sendiráðinu gerðu i upp- hafi kröfu um 1 milljón dala I lausnargjald fyrir gislana. Aðal- tilgaagur sendiráðstökunnar var þó áreiðanlega sá, að fá „félaga Furuya” lausan. — Skæruliðarnir geröu sér þó að góðu að fá aðeins 300 þúsund dali, sem hollenzk yfirvöld reiddu fram, gegn loforði Frakka um að bæta þeim það sið- ar upp. Þessi skýring um fjárþörf skæruliðanna er ofur sennileg. Þjálfun skæruliða krefst mikils fjár, og það þarf ekki litið til að vopna þá vel, láta þá fara huldu höfði og smygla vopnum þeirra á áfangastaði. Auk þess styðst það við aðrar aðgerðir „Rauða hers- ins” og arabískra skæruliða, sem Franski sendiherrann, sem var glsl Japananna I nokkra daga, sést hér I glugga sendiráðsins kalla niður á götuna og bera skilaboð á milli. Einn þrlmenninganna japönsku ýtir tveim glslum á undan sér út úr franska sendiráðinu I Haag. Allir þrlr hryðjuverkamannanna eru sagð- ir þrautþjálfaöir skæruliðar. að undanförnu hafa ávallt gert kröfur um reiðufé i lausnargjöld. Japanska lögreglan veit deili á flestum félögum „Rauða hers- ins”. Meöal þeirra er 28 ára göm- ul stúlka, sem talin er vera aðal- skipuleggjandi starfsemi „Rauða hersins”. Heitir hún Fusako Shigenobu og er náinn vinur jórd- önsku skæruliðastúlkunnar Leilah Khaled, sem var fyrsti kvenflugvélaræninginn. Hinir eru: Hisan Omura, stúd- ent frá Kyotos Ritsumeikan há- skólanum, stjórnleysingi, sem vitað er til að fór til Vestur-Berlín frá Japan. Mariko Yamamoto, 34 ára fyrrverandi afgreiðslumaður verzlunar I Paris, sem franska lögreglan lét visa úr landi. Haruo Wako, 26 ára stúdent frá Keio-há- skóla, sem tók þátt i árásinni á oliuhreinsunarstöðina i Singapore I janúarmánuði i vetur sem leið. Masao Adachi, 35 ára kvik- myndaleikstjóri, og leiðtogi bylt- ingasinnaðra Japana I Paris. Taketomo Takahashi, 39 ára, fyrrum prófessor við Rikkyo-há- skólann. Nobuhiro Takemoto, öðru nafni Osamu Takita, 33 ára fyrrverandi lektor við hagfræði- deild Kyoto-háskóla, mjög rót- tækur hugmyndafræðingur. Og loks Tsuneo Umenai, 27 ára for- ingi I „Rauða hernum” I Japan, sérfræðingur I meðferð sprengi- efnis. Þetta er hópurinn, sem veldur lögregluyfirvöldum um heim all- an hugarangri og kviða. — Eng- inn veit, hvar þeir láta til skarar skriða næst. Hverjir verða fórn- arlömb þeirra, eða hvort þau sleppa eins vel og gislarnir i franska sendiráðinu i Haag. Þessi mynd var tekin fyrir utan franska sendiráðið, þegar yfir- völd voru að reyna að gera Japönunum inni skiljanlegt með spjöldum, hvernig þeir ættu að nota slmatækin inni. „Félagi Furuya” stigur niður landganginn á Schiphol-flugvelli, iaus orðinn úr franska fangelsinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.