Tíminn - 24.04.1966, Page 5

Tíminn - 24.04.1966, Page 5
SUNNUDAGUR 24. apríl I9G6 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKICURINN Fiamkvænidastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsfnu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greíðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrai skrifstofur, síinl 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. tnnanlands — í lansasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hvað gera kjósendur? Það er fnunskylda hverrar ríkisstjórnar að reyna að hafa sem öraggust tök á efnahagsþróuninni. Ríkisstjórn, sem ekki getur valdið því hlutverki, á ekki tilverurétt. BBeami ber tafarlaust að vikja ög gefa þingi og þjóð tæki- færi til nýrrar stjórnarmyndunar. Það er staðreynd, sem ekki verður mælt á móti, að náverandi ríkisstjóm hefur alveg brugðizt þessu hlut- vecki. Hvergi í Evrópu hefur dýrtíðin vaxið eins óðfluga og á íslandi í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Seinustu þrjú árin hafa íslendingar átt Evrópumetið í fjármálalegri óstjóm. Þrátt fyrir miklar kauphækkanir hefur hlutur launþega farið versnandi. Þrátt fyrir ó- venjuiegt góðæri ríkir neyðarástand hjá sjávarútveginum sanrkv. ummælum stjómarblaðanna sjálfra. Orsök þess- arar öfugþróunar er hinn mikli vöxtur dýrtíðarinnar. í skjóh hans hefur hvers konar afætum tekizt að hrifsa það til sín, sem atvinnurekendur og launþegar áttu að fá. Allt hefur þetta stafað af því að ríkisstjórnin hefur gef- izt upp við það, sem allar ábyrgar ríkisstjómir telja að- albutverk sitt, en það er að hafa hæfilegt taumhald á efnahagsþróuninni til þess að koma í veg fyrir vaxandi dýrtíð og verðrýrnun gjaldmiðilsins. í staðinn hefur rík- isstjórnin tekið þann kost að hanga við völd og hjálpa sjálf til að magna dýrtíðareldana með hinum margvísleg- ustu skattahækkunum. Það var eðlileg afleiðing af þessu, að Framsóknarflokk- urirm flutti fyrir skömmu vantraust á ríkisstjórnina og krafðist nýrra kosninga. Það er þjóðarnauðsyn, að upp- lausninni í efnahagsmálunum ljúki og reynt sé að skapa víðtækt samstarf um viðnám og viðreisn. Rikisstjómin handjárnaði þinglið sitt til að fella van- traustið, en reynslan hefur haldið áfram að sýna, hve sjálfsagt og réttmætt það var. Nýjasta dæ,mið er hækkun fisfcverðs og smjörlíkisverð, sem mun auka stórlega hraða dýrtíðarhjólsins. Ríkisstjórnin hefur með því sýnt, emi einu sinni, að hún hefur gefizt upp við alla raun- hæfa stjóm á efnahagsmálunum og ekki er annars en aukinnar upplausnar að vænta meðan hún fer með völd. Það er nú kjósendanna að sýna, hvort þeir vilja sætta sig við þetta upplausnarástand. Þeir hafa ýmis tækifæri til að sýna viðhorf sitt í verki. Þeir geta talað því máli, ef þeir vilja, sem ríkisstjómin skilur og óttast. Þeirra bíður nú það verk að hefjast þannig handa gegn uplausnarástandi, fyrst bæði stjómin og þingmeirihlut- inn hafa gefizt upp við það. Formskilyrði Alþýðublaðið fordæmir þá, sem ekki hafa fallizt á ál- samninginn, nema vissum skilyrðum væri fullnægt, t.d. varðandi staðsetningu hagstætt raforkuverð, íslenzka Iögsögu. í annan stað hælir blaðið sér svo af því, að Al- þýðuflokkurinn hefði ekki undir neinum kringumstæð- um samþykkt álsamninginn ef álbræðslan hefði ekki lof- að því að gerast ekki aðili að Vinnuveitendasambandinu. Þar er þó nánast sagt aðeins um formsatriði að ræða, því( að álbræðslan getur alveg eins 'samfvlkt með atvinnu- rekendasamtölcunum, þótt hún sé ekki formlegur meðlim- ur þeirra. Skilyröi Alþýðuflokksins var því ólíkt lítilvægara en skilyrði þeirra, sem hafa beitt sér gegn álsamningnum á Alþingi. Munurinn er sá, að skilyrði þeirra eru málefna- leg, en hjá Alþýðuflokknum eingöngu formleg. TÍMINN_______________________________s r....... .. ......—— .................-i Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Heyrir Atlantshafsbandalagið orðið fortíðinni til? Næsta takmark að Ijúka kalda stríðinu í Evrópu De Gaulie ' RÉTT er að athuga þann orðasveim, sem nú er á kreiki hér í Washimgiton, eða við get um skipulagt samþjóðlegt hem aðarbandalag, sem Fraikfcar taka ekki þátt í, ef „gamli þrá kálfurinn11 lætur ekki undan. Slíkt tal sýnir bezt, hvílík ring ulreið hefir leitt af árekstrin um milli frumkvæðis de Gaull es og ákvörðunar utanríkis ráðuneytis Bandaríkjanna um að hafast eikfci að. Erfitt er að taka hugmiyndina alvarlega. En ef við reynum að gera okkur í hugarlund til- veru vestræns hernaðarbanda lags án þátttöku Frakka, hljót um við um leið að gera ráð fyrir, að Frakkar yrðu í bezta falli hlutlausir í hugsanlegu stríði við Rússa, og gætu ef til vill orðið bandamenn þeirra. Þetta mætti heita hernaðar leg fjarstæða. Sé gert ráð fyrir að við förum að alþjóðlegum lögum og reglum, hlyti af þessu að leiða, að her Atlamtshafs- bandalagsins (hersveitir Banda ríkjamanna ekiki síður en aðr ar) yrðu inniklemmdar á hinni mjóu landræmu milli austur- landamœra Frakklands og hem aðarlandamæra Rússa við Sax elfi. Her Atlantshafsbandalagsins styddist þá ekki lengur við flotastyrk Frakka, Spánverja og Bandaríkjamanna. Hann ætti því aðeins um tvo kosti að velja, eða annars vegar að halda kyrru fyrir í Vestur- Þýzkalandi og berjast þar til hinzta mans, og hins vegar að hörfa inn í hlutlaust Frakikland og verða kyrrsettur þar. Frakk land er hið landfræðilega hjarta Atlantshafsbandalagsins og að ganga inn á hugmyndina um tilveru þess án Frakfca er í raun og vera óbein sönnun þess að krafan um breytingu banda lagsins til samræmis við mú- timann liafi sett okkur alger lega úr jafnvæigi. MEGIN HINDRUN þess, að opin.berir aðilar hér vestra hugsi heUbrigt um Atlantshafsbandalagið, felst í algerlega ástæðulausum hleypi dómi. Þetta er sá hleypidómur, að de Gaulle sé að reyna að endurreisa fortíðina, eða það ástand, sem ríkti fyrir 1914, en sé ekki að búa sig undir fang brögð við þá framtíð, sem við blasir í lok kalda stríðsins í Evrópu. Lykillinn að sfcilningi á því, sem er að gerast í sam- bandi við 'Atlantshafsbandalag ið, felst í að gera sér ljóst, hvort sem mönnum kann að líka betur eða verr, að ’oaratt an stendur um hitia litlu Evr ópu „frá Atlantshafi til Úral- fjalla", en segja má að hún sé tekin að hrærast og byrjuð að undirbúa fæðingu sína. Af þessu stafar öll óvissan og allar flækjurnar í Evrópu um þessar mundir. Baráttan snýst alls ekki um, hvort halda eigi fast við Atlantsliafsbanda lagið, sem skipulagt var árið 1949. Bandalagið tilheyrir for tíð, sem þegar er að baki okk ar. Málið snýst vissulega ekki um, hvort Evrópa eigi að láta af hugmyndinni um einingu og hverfa á ný að ástandinu frá 1914, þegar hún skiptist í tvö stríðandi hernaðarbandalög, eins og sumir embættismanna okkar láta sér um munn fara. Hitt er í raun og veru aðal atriðið, hvort Evrópumönnum auðnist á þessari kjarnorkuöld að binda endi á fcalda stríðið sín í milli og mynda í þess stað nýtt og stærra samíélag Evrópu. VIÐ BÆTUM ekki á neinn veg fyrir okkur með því að breiða út þá skoðun, að við séum að snúast til andstöðu við myndun hinnar stækkuðn Evr ópu, eða ætlum að hindra hana. Takist að koma á víðtækari ein ingu Evrópu mun af henni leiða endursameiningu Þýzka- lands, ásamt fleiri góðum hlut um. Önnur leið er ekki fær lil friðsamlegrar endursameining ar Þýzkalands. Slík Evrópa yrði öflugt vígi öryggis gegn upp- lausn og óeirðum í Asíu og Afríku. Vestur-Evrópa hefir verið herverndarsvæði Bandaríkj- anna á áranum milli 1950 og 1960. Ef sættir geta tekizt milli Austur og Vesturs í Evrópu leiðir af því, að við eignumst þar öfluga vini ef ekki félaga, í stað þess að þurfa að standa einir, yfirgefnir og einangrað ir ffá öðrum stórveldum hér í heimi, eins og við verðum að gera f dag. Víst yrði einnig til góðs að að Þjóðverjum auðnaðist að ná tökum á sinni eigin fram tíð. Ef marka má opinberar yfir lýsingar þeirra, svo sem út gefna yfirlýsingu nú fyrir skemmstu, virðist þeim ekki enn auðnast að gera meira en að drepa blágómunum á þessa framtíð, og hrökkva meira að segja til baka þegar svo vill til. Alvarlegasti annmarki Sam bandslýðveldisins Þýzkalands er einmitt skortur á hugrekki til að viðurikenna hugmyndina um almennar, evrópskar sættir og taka henni opnum örmum. | J

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.