Tíminn - 24.04.1966, Side 7
7
SUamUBAGUR 24. aprfl 1966
¥
starf og fullt venkefni meðan
aevin entist. Nú hefur verksvið
hósfreyjunnar þrengzt. Aðrir
aðilar hafa tekið við ýmsum
þeim störfum, sem á heimilum
voru unnin og fámennið hefur
terveldað henni samskipti við
annað fólk að vissu leyti.
Vfða væri risið lágt, ef kven-
félögin störfuðu ekki.
— Nú stendur starfsemi
flestra kvenfélaga bæði í bæj-
tmn og sveitum með miklum
bl'óma. Er það ekki í mótsögn
við það, hve lítinn þátt kon-
urnar taka I opinlberum mál-
um?
— Vissulega. Með störfum
sfnum f fcvenfélögunum hafa
fconur um land allt sannað
hæfni sína til félagsstarfa, svo
manni sýnist sjálfsagt, að þeim
væru faiin fleiri ábyrgðarstörf.
Ég er hrædd um að víða yrði
lágt risið á menningar- og
mannúðarstarfsemi, ef efcki
nyö framlags kvenfélaganna.
Hngsa sér tíl daamis allt það
fé, sem þau hafa safnað til
t&íóla, sjdkrahúsa og kirfcna.
Þau framfaramál eru ótalin,
sem kvenféLögin hafa hrundið
af stað og stutt á margan hátt
WMrf kvcnréttrodi — heléitr
.— ■ r I . . . M
■MMBWPML
— Hvaða mál ern þér hng-
lefknust? Eru fcvenréttíndi þar
efet á blaði?
— Ég er á móti því
að flokka mál undir bvenrétt-
indi, svarar frú Sigrfður. Ég vil
tala um mannréttindi. En mér
er rffct 1 huga, að fcontrr notl
tækifæri til að mennta sig og
nýti hæfileika sina sem bezt
Þjóðfélagið þarfnast þess. Karl
mennimir eru nú búnir að fá
býsna gött torskot í að ráða
opinbemm málum, án þess að
ná neinni fullkomnun og því
engin goðgiá, að konur fari nú
að láta meira til sfn taka en
hingað til. — En eigi ég að
tilnefna þau málefni, sem mér
eru hugleiknust, kemur mér
það fyrst f huga, sem öllum
konum liggur þungt á hjarta,
velferðarmál bama og ung-
linga. Svo vitum við lífca, að
eitt af grandvallarskilyrðum
vellíðunar manna er að hett-
brigðismálin séu vel rækt, þar
á meðal aðbúnaður aldraðra
borgara. Og ekki get ég und-
anskilið efnahagsmálin. Þau
snerta hverja fjölskyldu. Já
hvaða þættir mannlegs iífs eru
okkur konunum óviðkomandi?
Svo að við víkjum aftur að
menntuninni. Engum dylst, að
meginþýðingu hefur að ölluim
stigum menntunar sé góður
gaumur gefinn, jafnt verklegr-
ar sem bóklegrar menntunar.
Þjóðfélag, sem ekki menntar
þegna sína, þrifst ekki. Kann-
ski er það sjónarmið kynslóðar
sem ekki átti jafn fjölbreytt
menntunartækifæri og æska
nútímans, en mér sárnar að
heyra fólk, sem árum saman
hefur fengið að njóta þess að
stunda nám, tala hálfvegis í
þeim tón, að það hafi verið
undir ánauðaroki þann tíma,
af því að það hafi ekki haft
aðstöðu til fjáröflunar. Er það
ekki persónulegur ávinningur
— aukinn persónuþroski, að fá
að menntast?
Konan skyldi taka upp þráðínn
að nýju, þegar börnin stálpast.
— En tökum til dæmis
stúlku, sem lokið hefur
stúdentsprófi og vill halda
áfram námi, enda þótt hún
hafi stofnað heimili og eign-
azt börn. Hvaða möguleika hef-
ur hún?
— Þar er á ferðinni nýtt
vandamál, sem þarfnast nýs við
horfs. Ég held að konan verði
að ganga út frá því að ævi
hennar skiptist í þrjá þætti.
í æsku hlýtur hún sína undir-
búningsmenntun, lýkur til dæm
is stúdentsprófi. Síðan verður
hún að hafa í huga, að allar
líkur eru til þess, að næstu
tíu til fimmtán árin verði hún
bundin við heimili og börn. Að
þeim tíma loknum verður hún
að taka upp þráðinn að. nýju
og mennta sig frekar, undir-
búa sig undir nýtt starf að ein
hverju leyti. Það er sorglegt
þegar ungum konum finnst þær
verða að afsala sér gæðum lrfs-
ins, ef þær geta ekld haldið
áfram námi eða starfað við
sína sérgrein, þegar þær verða
mæður. Tvö öfl togast á um
þær og það er miður farið, ef
konan getur ekki gengið heils-
hugar að þeim verkefnum, sem
fylgja þessu æviskeiði, sorglegt
ef þær njóta ekki gleðinnar,
sem lítil böm veita. Sá tími
kemur ekki aftur. Ég er hrædd
um, að erfitt verði að skipu-
leggja þjóðfélagið svo, að kon-
ur geti jafn auðveldlega geng-
ið óskiptar út í atvinnulífið
og karlar.
Við tölum um dásemdir æskn-
áranna, en ...
— Finnst þér unga fólkið
nota sér þau tækifæri, sem því
bjóðast?
— Margt gerir það og lætur
TÍMINN
ekkert erfiði aftra sér frá að
ná settu marki og þannig finnst
mér vera miklu meiri hluti
þess unga fólks, sem ég þekki.
Oft talar eldra fólkið um það,
hve æskan sé dásamleg, en það
finnst mér ekki allskostar rétt.
Aldrei er fólk eins viðkvæmt
og hörundsárt og á þeim ár-
um. Verði unglingar fyrir mót-
læti finnst þeim vera kominn
heimsendir. Kannski er gleðin
líka heitari þá, en vandamálin
eru sannarlega margslungin og
þess vegna verðum við að
reyna að hjálpa unglingunum
í stað þess að hneykslast á
þeim og skútyrða þá sýknt og
iheilagt.
Og ég verð að segja það,
segir frú Sigríður að lokum,
að mér finnst margar ungar
húsfreyjur, sem eiga jafnvel
mörg börn, afkasta ótrúlega
miklu. f gamla daga þótti sjálf-
sagt að vinnukona væri á heim
ili þótt fámennt væri, nú þykir
gott ef tveggja til fjögurra
barna móðir fær heimilisað-
stoð nokkra tíma í viku. Að
vísu hafa nútímakonurnar
heimilisvélar og þægindi, sem
fyrri kynslóðir ekki þekktu, en
þó fæ ég ekki séð, að þær séu
atorikuminni en þær eldri. Oft
hef ég dáðst að hagsýni
og dugnaði ungu kvennanna og
ég vil að þjóðfélagið veiti þeim
þann stuðning og aðbúnað,
sem þær eiga skilið.
H.K.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
„Friður sé með yður“
Þessi fallega kveðja er sum-
arheilsun Krists og kristninn-
ar, eiginlega boð frá æðra
heimi til allra jafnt vina sem
óvina.
Og sannarlega þarf heimur-
inn á þeirri ósk og áminningu
að halda. Allt rambar á barmi
ófriðahbáls og styrjaldarótta.
Og þrátt fyrir þá hættu, sem
stafa kann af Kínverjum og
Sovét og öllu því kalda stríði,
sem stjórnarstefnu þeirra fylg-
ir þá munu komandi tímar
bræða þann ís, ef lært er að
biðja og bíða. Og því em að-
ferðimar í Viet-Nam á kostn-
að Bandaríkja og bandamanna
þeirra orðnar svo hryllilegar í
augum kristins fólks hvaðan-
awa í veröldinnL
En sleppxim öllum fjarlæg-
um hættum og hreUingum. Við
skulum líta okkur nær um sum
armál hér heima í landi frið-
arins. „Það sumrar svo seint
á stundum”. En alltaf kemur
þó sumarið og vefcur líf og
fögnuð.
En í menningarheimi ofckar
fslendinga eru ráðandi vetrar-
veldi og vorhret, sem eru greini
lega í ætt við hið versta á víg-
völium styrjaldarlandanna.
Þessi vetrarvöld kom frá
friðlausum hjörtum og svört-
um sálum þeirra, sem öfund,
Hlgimi og auragræðgi hafa al-
veg náð tökum á, að minnsta
kosti á vissum stundum.
Heimska og þröngsýni em
þama með í för og hafa meira
að segja komizt að á hæstu
stöðum og nær blindað með
moldryki hégóma og mælgi
jafnvel hina beztu meðal for-
ystumanna þjóðarinnar.
Góð dæmi um þess háttar
menningarlega blindu eru tvö
mál, sem rædd hafa verið að
því er virðist í alvöru á Al-
þingi fslendinga á nýútliðnum
vetri. En þetta em bjórmálið
og hægri handar aksturinn.
Þau eru bæði meinlaus að ytra
útliti en eiga algerlega ókristi-
legar rætur og hvatir að fmm-
þáttum. Annað er algerlega pen-
ingalegt hagnaðarmál örfárra
eða tiltölulega örfárra manna,
innflytjenda og framleiðenda
bjórsins, sem auðvitað mörgum
þykir góður, en býr yfir menn
ingarlegri hættu, sem íslenzka
þjóðin hefur naumast kynnzt
enn þá. En sú hætta birtist í
afleiðingum eituráhrifa á hugs-
un og breytni fjölda fólks, sem
mundi eyða milljónum króna
£ þennan niðurrífandi og for-
heimskandi drykk, sem gerir
engum gott í raun og veru.
Bjórkrár og þar til heyrandi
svxnastíur mundu aldrei lyfta
íslenzkri menningu, en þvert á
móti forheimska fólk og bæta
við þá bölvun áfengis, sem nú
er okkar stærsta böl og ógæfa.
Bjórmálið er fallið í bili, en
kemur bráðum aftur með aukn
um fitonsanda. Enda er ■ það
ekki málið sjálft, sem er hér
aðalatriði, heldur sá hugsunar-
háttur, sú andlega blinda. eig-
ingirni og kæruleysi um ann-
arra lífsgæfu, sem hefur gagn-
tekið þá menn, sem fyrir fram-
gangi þess berjast. Þar eru
vetrarfrdstin, sem þurfa að
hlána. Sama má segja um hægri
handar akstúrinn. Það gæti aldr
ei orðið nein synd né glæpur
hvoru megin við gengjum á
götunni, fyrri en það ógnar
lífi og lífsgæfu annarra, skap-
ar þeim harma, þjáningar og
dauða. En þetta allt mun or-
sakast af breytingu þessari,
sem enginn sér þörf fyrir, néma
nokkrir sauðheimskir þing-
menn, en sauðheimskur er haft
um þaftn, sem lætur eignhverja
forystukind leiða sig hugsunar-
laust. Og hér mun verða Ifkt
og í styrjaldarlandi, og vart
færri fallnir að tiltölu eða hlut
falli við fólksfjölda en í venju-
legum ófriði. En látum svo
vera. En það ljótasta í þessu
er, að kæruleysið fyrir manns-
lffum virðist vera svo mifcið
hjá formælendum þessa hé-
góma og sóunar, að slífct skipti
ekki neinu sérstöku máli Hvað
gerir tfl, þótt nokkur gamai-
menni verði „kvöstuð" í göt-
una og marin í stykki? Þetta
segir kannski enginn, en þetta
hljóta þeir að hugsa, sem berj-
ast fyrir framgangi svona fjar-
stæðu. Og það er hryllilegast
að svona hugsunarleysi og
óbein grimmd sknli vera tfl
hjá svona vel kristinni þjóð og
góðum mönnum. Skyldi ekki
verða næsta sporið að þjóðfor-
ingjar samþykki þegjandi og
hljóðalaust, án þjóðaratkvæðis
að stofna hér tfl herskyldu?
Það gæti allt í einu þótt svo
nauðsynlegt af því að það er
á meginlandinu og í Amerflni!!
En hið síðasta af vetrarveld-
um og vorhretum andlegum og
menningarlegum, sem bent skal
á þessu sinni eru skvetturnar
úr hlandforum öfundar, ágimd
ar og iflgirni, sem hin svoköll-
uðu sorpblöð, sorpblöðin ís-
lenzku þeyta nú í allar áttir.
Það er auðvitað ekki hægt að
banna slík blöð, við emm
frjiáls þjóð, og ritfrelsi er dá-
samlegur þáttur í uppbyggingu
menningar og er skemmst að
minnast, hvemig Sovétar hafa
troðið þau mannréttindi undir
fótum. En Guð minn góður að
til skuli vera á okkar yndis-
legu fósturjörð, sem aldrei bros
ir bjartar en um sumarmái,'
hugsun og vild sú sem birtist
í Nýjum sitormi, hjá Gný mánu
dagsblaðsins, sem hlýtur að
vera útsendari og málpípa ný-
nazista, eða í sumum greinum
nýrra vikutíðinda og sárast er
að þurfa að nefna Frjálsa þjóð
undir sama hattf. Allt eru þetta j
myrkravöld, sem ekki skrifa
undir nafni, heldur ganga
skvetturnar og skeytin út úr
myrkri svo ekki er unnt að
verjast þvi fremur en fýlunni
úr siíldarbræðslureykháfunum
sem eitra andrúmsloft borgar-
innar inn í innstu helgidóma
heimilanna. En einmitt þannig
eitrar slúðrið, sem drýpur af
pennum og úr hugarfylgsnum
þessara rithöfunda andlegt and
rúmsloft þjóðarinnar og skapar
þar tortryggni, öfund og hatur.
Einu sinni sagði skáld, sem
skrifaði og hugsaði öðru vísi
þessi orð í bjartsýni sinni og
föðurlandsást:
„Veit ég að vondur andi
varla I þessu landi
sveimar um sumarmál".
Megi Guð ljóssins gefa, að
birti nú með blessuðu vorinu
í hugarfylgsnum þessara
manna eða kvenna, og eins og
hlandforirnar voru tæmdar í
gamla daga í sveitinni á vor- *
in og gáfu fyrir hönd vor- ;
Framhald á bls. 11