Tíminn - 24.04.1966, Qupperneq 1
MfMH
BLAÐ II
Séð yfir hluta gestanna á iFramsóknarvistinni í Súlnasalnum i Bændahöltinni á fimmtudagskvöldið.
Glæsilegum samkomum Fram
sáknarfélagsins í vetur lokið
Að kvöldi sumardagsins
fyrsta var haldin geysifjöl-
menn Framsóknarvist á vegum
Framsóknarfélags Reykjavíkur
ir Súlnasalnum í Bændahöll-
inni. Þetta var sjötta, og jafn-
framt síðasta, framsóknarvist-
in, sem félagið heldur á þess-
um vetri. Hafa þessar skemmt-
anir Framsóknarmanna i
Reykjvík verið mjög vel sótt-
ar — 440—520 manns hafa
komið á þær hverju sinni.
Strax eftir fyrstu vistina í
vetur var ákveðið að efna til
fimm kvölda keppni, og lauk
henni á fimmtudagskvöldið
Þá hefur jafnframt verið ut-
hlutað verðlaunum til þeirra
efstu á hverju kvöldi fyrir sig.
Sigurvegarar í fimm kvölda
keppninni urðu þessir:
Fyrstu verðlaun fyrir hjón
hlutu Þórarinn Sigurðsson og
Þorbjörg Daníelsdóttir, Garða-
hreppi. Þau hlutu samtals 1635
slagi. Önnur verðlaun hjóna
hlutu Þórhalla Gunnarsdóttir
og Sigurður Jóhannesson, og
hlutu þau 1628 slagi.
Fyrstu verðlaun kvenna
hlaut Ingibjörg Kristjánsdótt-
ir, en hún hlaut 825 slagi. Önn
ur verðlaun kvenna hlaut Kol-
brún Steinþórsdóttir. en hún
hlaut 817 slagi.
Fyrstu verðlaun karla hlaut
Larus Hermannsson, en hann
fékk 851 slag. Önnur verðlaun
karla hlaut Guðni Árnason,
800 slagi.
Þórarinn Sigurðsson og kona hans, Þorbjörg Daníelsdóttlr, sjást hér með verðlaun sfn, en þau hlutu
fyrstu verðlaun hjóna í fimm kvölda keppninni. — Tímamyndir B|. Bj.
Fyrstu verðlaun hjóna fyrir
þetta seinasta kvöld, sem spil-
að var, hlutu Kári Jónasson
og Fjóla Jóelsdóttir, en þau
hlutu samtals 371 slag. 1. verð-
laun karla fyrir kvöldið hla«t
Kári Jónasson, með 187 slagi,
og 1. verðlaun kvenna hlaut
Fjóla Jóelsdóttir en hún var
með 184 slagi.
Önnur verðlaun karla hlaut
Jakob V. Emilsson með 185
slagi og önnur verðlaun kvenna
hlaut Jóhanna Þorvaldsdóttir
með 184 slagi, og var dregið
um fyrstu og önnur verðlaun
kvenna milli hennar og Fjólu
Jóelsdóttur, en báðar höfðu
jafn marga slagi.
Á hverju kvöldi, sem spilað
hefur verið hafa verið af-
hent verðlaun fyrir það kvöld
— þ.e. fyrstu verðlaun hjóna,
1. verðlaun karla 1. verðiaun
kvenna og önnur verðlaun
karla og kvenna.
Glæsileg verðlaun voru fyrir
fimmkvöldakeppnina. Fyrstu
verðlaun hjóna var flugfar til
Skotlands og heim aftur fyrir
hjónin. Önnur verðlaun hjóna
var rúmábreiða. Fyrstu verð-
laun karla var gjafakort fyrir
alfatnaði. Fyrstu verðlaun
kvenna var gjafarkort fra Mark
aðinum að upphæð 4000 krón-
ur. Síðan voru einnig góð önn-
ur verðlaun fyrir bæði karl og
konu.
Á vistunum i vetur hafa allt-
Framhaid a ols 15
Itfl