Tíminn - 24.04.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.04.1966, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 24. apríl 1966 18 TÍMINN ÓLAFURJÓNSSON: STÓRIDÓMUR, Halldórí á Kirkjubóli swarað Á að þýða kvæði á íslenzku? spyr Halldór Kristjánsson á Kirkjnlbóli í Tímanum sumardag- inn fyrsta. „Eða eiga þýðendur okkar að ganga franihjá beztu kvæðunum? . . . Eigum við að krefjast þess að þeir einir þýði kvæði og þau ein kvæði séu þýdd sem njóta sín til fulls í þýðingu, svo að þau missi einskis. „En til- efni þess að svo fróðlega er spurt cr ritdómur eftir undirritaðan um bók Þórodds Guðmundssonar frá Sandi, Þýdd Ijóð frá 12 löndum (ísafold 1965), sem birtist í Al- þýðublaðinu 8. marz s.l. Sé þessari spurningu vikið til min þá er henni auðsvarað. Það á ekki að þýða kvæði á íslenzku með þeim vinnubrögðum sem eru víðast hvar á þýðingum Þórodds Guðmundssonar í þessari bók. Is- lenzkir höfundar mega ekki gefa út af sér leirburð undir nafni er- lendra höfuðskálda. Þetta hélt ég 'að væri svo augljóst mál að ekki þyrfti að ræða það frekar. Og ég tel að í umræddum ritdómi hafi ég sýnt ijóslega fram á það hve gallaðar þýðingar Þórodds Guð- mundssonar eru með ítarlegri at- hugun nokkurra dæma úr bók hans. Þau voru þar borin saman við frumtextann orð fyrir orð svo að rök mín ættu að liggja hverj- um lesanda í augum uppi. Halldór á Kirkjubóli tekur upp eitt þessara dæma, erindi úr kvæði eftir Bertel Gripenberg, og hefur fyrir útleggingarefni í ritgerð sinni. Reynir hann með lævísi að koma því inn hjá lesendum sín- um að undirritaður sé bæði flón og fantur, hafi ég sumpart mis- sirilið einfalt orðalag frumtextans en reyni sumpart að klekkja á Þóroddi Guðmundssyni með útúr- snúningum og ofurkröfu. Nú mun ráð að líta á kvæðið sjálft til sann- indamerkis þessari örðugu kenn- ingu. Kvæðið' er svona í þýðingu Þór- odds Guðmundssonar frá Sandi, þar sem það nefnist Skíðaslóð: í einsemd er skeiði skopað á skíðum um myrkviðar geim, þar beygt er, en hvergi hopað við hæðir og fram hjá þeim, er fjúk meðal furanna drífur, við fenin sem strjálust þær, mín þrá á seiðvængjum svífur í sífellu lengra og fjær. Af skyndingu skíðaslóð dvínar við skógartré einmanaleg, jafnt maður sem hrím, er hlýnar mun hverfa, eins þú og ég — I fjarska er búin barni við brennandi spurningu svar ein skíðaslóð hlykkjótt á hjarni, það hrösula leiðin mín var. Bændur Tvær stúlkur, 10 og 11 ára, óska eftir að komast ó góða svcitabæí í sumar. Uipplýsmgar í sima 34576. í einseimd fær slóð hver endi á ættemis bröttum núp, sem fjallafuran þar bendi oss fram á hin geigvænu djúp — er stjömur á himninum stíga, hve stálköld er þeirra glóð, en flygsurnar hvítu hníga á hverfandi skíðaslóð! Þetta kvæði hefur þann kost um- fram önnur dæmi sem rakin voru í ritdómi mínum að það er ekki óhaglega kveðið á íslenzku, síð- asta erindið er meir að segja fal- legt í útgáfu Þórodds. Halldór á Kirkjubóli skeytir ekki hót um hin daamin £ ritdómnum, þar sem vora þó m.a. tilfærð tvö kvæði í heilu líki ásamt frumtexta, en læt- in: sem þessi eina þýðing sé dæmi gerð um vinnubrögð Þórodds í heild sem vitaskuld er fjarri lagi. Hitt er sönnu nær að væri ekkert kvæði verr kveðið í bókinni en þetta yrði hún ekki mjög ámælis- verð þó Þóroddur yrði að sönnu að kveða betur og þýða trúlegar annars staðar til að ná máli sem þýðandi kvæða. Það kestnur sem sé brátt á daginn við nánari skoðun að sitthvað fer úr lagi í þessu eimfalda kvæði. Eg get til að mynda ekki nefnt það annað en afkárahátt að láta hina seiðvængjuðu þrá skopa skeið á skíðum í beygjum og sveigjum kringum hæðirnar í fyrsta erindi. Og sé litið á frumkvæðið reynast þessar aðfarir tómur tilbúningur iþýðandans. Þar er hugsun skálds- ins einfaldlega líkt við einmana- lega skíðaslóð sem hlykkjast yfir mýrar og hæðir unz hún hverfur í fjarska, lengra og lengra inn í skóginn. Þarna er engin lýsing skíðamannsiþróttar, ekki eitt orð um þrána svífandi á seiðvængjum. Hversu skáldlegur sá tilbúningur þýðandans er verða lesendur hans hins vegar að dæma hver fyrir sig. í öðru erindi kvæðisins er þessi lfking nánar útfærð, líf mannsins sem fjarar út á ókunn- um leiðum fær líkingu hinnar fornu skíðaslóðar sem hverfur í einmanaleik skóganna. Þar er veg- ferð skáldsins líkt við hlykkjótta slóð á hjami, og sagt skilmerki- lega að þeim spurningum sem brannu honum fyrir brjósti hafi aldrei verið svarað. Þarna er þýð- andi hættur að skilja textann og snýr merkingu orðanna alveg við — en það kallar Halldór á Kirkju- bóli blæmun en ekki efnis! í þessu erindi er það einnig tilbúningur þýðandans að maðurinn, þú og ég, hverfi eins og hrím í hlýind- um — sem ég hygg nú að sé ekki nema miðlungi djúpt hugsuð fullyrðing. í þriðja erindi lætur skáldið sér nægja lýsingu skíða- slóðarinnar sem lýkur loks á skyndilegu hengiflugi. Sjálfsagt er það réttur skilningur að þarna sé lýst ætternisstapa. En áhrif þeirr ar líkingar verða enn sterkari en ella í frumkvæðinu vegna þess að skáldið þarf ekki að lýsa henni beram orðum, hún kemur fullvel f ljós af samhengi kvæðisins. Hon- um nægir náttúrulýsingin. Þórodd- ur verður að segja líkinguna ber- um orðum eftir ringulreið annars erindis, gera hið sérstaka almennt, leggja út af textanum. Af þessum samanburði dró ég i ritdómnum þá ályktun að þýðandi týndi nið- ur þegar í upphafi þeirri líkingu sem kvæði Gripenberg byggist á og yrði sjálf meginhugmynd þess aldrei ljós síðan kvæðið lyti í heild í lægra haldi fyrir misskiln- ingi og vanskilningi textans í með f irum þýðandans. Halldór á Kirkju bóli hefur ekki sannað mér f§ þetta sé röng skoðun. En kvæði Bertel Gripenibergs er svona, það nefnist Ett ensamt skidspSr: Ett ensamt skidspár som söker sig bort í skogarnas djup, ett ensamt skidspár som kröker sig fram över Ssar och stup, över myrar dar yrsnön flyger och martall stSr gles och kort det ár min tanke som smyger allt lángre och langre bort. Ett.fruset skldspSr som svinner i skogarnas ensamhet, ett mánskoliv som förrinner pS vagar som ingen vet — i fjárran förblevo svaren pS frSgor som hjartat bar — ett slingrand spSr pS skaren min irrande vandring var. Ett ensamt skidspSr som slutar vid plöstligt svikande brant dar vindsliten fura lutar sig ut över klippans kant — vad stjamoma blinfca kalla, hur skymmande skogen stSr, hut látte flingoma falla pS översnöade spár! „Það hefur löngum verið talið einkenni á íslenzkri menningu að búkarlar gerðu sig digra,“ segir Halldór á Kirkjubóli og virðist með því eiga m.a, við sína hlut- deild í fslenzku menningarstarfi. Vera má. En óþarfi er það af Hall dóri að telja sig venjulegan bú þegn einvörðungu. Hann hefui sem kunnugt er fengizt bæði við stjórnmál og blaðamennsku, bók- mennta og leiklistargagnrýni, og hann hefur stöðugt afskipti opin- berlega af hinum margvfslegustu málum eins og blaðaskrif hans bera Ijóst vitni. Hann er fulltrúi Framsóknarflokksins i þingkjör- inni nefnd til úthlutunar lista- mannalauna sem víða er fræg af ekki athugað þar sem era ljóða- þýðingar íslenzkra skálda á öldinni sem leið, Matthíasar og Stein- grfms þar á meðal, og svo efcki síður þýðingar Magnúsar Ásgeirs- sonar á okkar tímum. Alveg vafa- ,'ínst er það rétt hjá Halldóri á ] kjubóli að verk þessara höfunda .,eu misjöfn að gæðum og takist þeim sumt miður en annað. En það sem úr sker er að þeir vora allir merkileg skáld á móðurmáli sínu, og þýðingar þeirra að jafn- aði unnar með skáldlegum skiln- ingi og hagleik, þær sem bezt tak- ast með sannri snilld. Það sem úrslitum ræður um gildi ljóðaþýð- inga er þrátt fyrir allt skáldskap- arverðleikar sjálfrar þýðingarinn- verkum sínum og virðist frægð t \ hversu hún heppnast sem kvæði hennar þó lengi geta vaxið, munu þeir menn óhræddir um sig og dómgreid sína sem gangast undir þvilíkan bitling. En vegna þess- arar stöðu Halldórs Kristjánsson- ar eiga íslenzk sfcáld og rithöfund- ar, þar með talinn Þóroddur Guð- mundsson frá Sandi og aðrir þeir sem við þýðingar fást, allmiklu meira undir „stóradómi" hans kom ið en mínum, og íslenzkt menn- ingarstarf almennt. f Tímaritgerð sinni bregður nú þessi menningarstjóri sann- kallaði ofbirtu yfir bófcmennta- smekk sinn þar sem hann tekur að jafna ljóðaþýðingum Þórodds Guðmundssonar saman við verk höfunda eins og Magnúsar Ásgeirs sonar, Matthíasar Jochumssonar og Steingríms Thorsteinssonar; heitir Halldór ákaft á Sigurð Nor- dal til hjálpar í þessari raun! í ákefð sinni gengur hann svo langt að eigna mér tilteknar skoðanir á ljóðaþýðingum þessara höfunda. Má ég afbiðja mér svonalagaða af- skiptasemi eftirleiðis? Halldór á Kirkjubóli getur alveg efalaust fundið sér nóg deiluefni, ef hann þarf, í þeim sboðunum sem ég raunverulega hef. Mikið efni bíður enn lítt eða a íslenzku. Nákvæmisfcrafan er jafnan vífcjandi fyrir þessari kröfu — þótt þýðing þurfi jafnan að miðla fullnægjandi skilningi frum kvæðis ef hún á að teljast full- gild þýðing en ekki stæling eða hreinlega frumort kvæði. En hvor uga þessa kröfu uppfyllir Þórodd- ur Guðmundsson frá Sandi í þeim dæmum sem hér hafa verið rakin og raunar mjög óvíða í bók sinni. , I að lýsir hins vegar Halldóri Kristj ánssyni á Kirkjubóli að hann skuli leggja amböguhátt Þórodds að jöfnu við verk Steingríms, Matthí- asar og Magnúsar Ásgeirssonar. En um skarpleik hans og sam- vizkusemi ætla ég ebki að ræða frekar. Prentvillupúkinn gerir sér supis staðar dælt við grein Halldórs á Kirkjubóli í Tímanum, og verður sitthvað skringilegt í viðureign þeirra. Ekki skil ég hvað þeir eiga ið með því að mér þyki Jóns kvæði í bók Þórodds þokkalega kveðin á fslenzku, — en það þykir Hall- dóri lof mikið um Þórodd í mín- um munni. Þetta hef ég aldrei sagt, guð hjálpi mér! Ég vænti þess að Tíminn fari varlegar með þetta tilsvar mitt — ef það skyldi fá inni í blaðinu upp á gamlan kunningsskap. I upphafi skyldi endi skoða Allmikið er nú rætt og ritað um minkaframvarpið, er nú ligg- ur fyrir Alþingi, til úrslitaað- gerða, eða afgreiðslu. Mér er það furða mikil, hve fákænskulegrar flumbrumennsku kennir í sókn þeirra manna, er vilja framgang þessa framvarps, eða hversu nærri þurfa nefjum þeirra að standa, staðreyndir reynslu hins liðna tíma, svo greint fái. Vita mættu þeir þó, ef skyggnast vildu ögn til liðinna tíða, hverjar afleiðing- ar það skóp, er leyfður var inn- flutningur minka fyrir alllöngu, þessa skaðræðis dýrs, er valdið hefur þjóð okkar stórtjóni hags- munalega, ásamt andlegum ^fögn- uði, ýmislegum og margrahátta . . Vita þeir efcki né skilja, að trassa mennskan, athyglisleysið, sem varð þess valdandi að svo fór sem fór, með innflutning minka hið fyrra skiptið, hefur enn í fullu tré í störfum og háttum æði margra okkar á meðal, og þar af leiðandi mun svo tiltakast sem fyrr, að út sleppa minkarnir. Það virðist svo sem skýfarar þeir, er ekkert sjá né skilja athugavert við nýjan minkainnflutning — bara gull og gróða — vilja engin reyndra manna ráð þýðast, öllu slíku tali vilja þeir í ’dróma drepa, þeir vilja hilma yfir það tjón sem minka koman, hin fyrri hefur vald ið þjóðinni, og veldur enn, þeir vilja loka augum fyrir því fegurð- arráni, er minkurinn hefur vald- ið, með eyðingu hins fjaðurfagra hreyfingarmjúka, fjölbreytta and- fuglalífs á vötnum og grunnám byggða og heiða. Þeir virðast því engu skeyta þótt uppétist hafi með öllu, silungur, áður veiðisælla byggðavatna, né þótt hinni verð- mætu, vinsælu laxveiði landsins, sé f hættu stefnt með nýjum minkainnflutningi. Eina afsökunin er tiltækileg væri til hugsaðra gerða þessara minkadáenda, er sú að þeir viti ekki, hvað þeir era að gera, en sú afsökun nær þó skammt, þar sem vitað e rað æ ofan í æ hefur þeim verið á bent, rök hinnar fyrri reynslu í þessu máli . . . Þeir starblína á þann geysigróða er minkaskinnaframleiðslan mundi skapa, þar era engir mínúsar á ferð. Vita þeir hve bráðlega kann að því að reka, að duttlungar kventfzkunnar í heimi úti, skjóti upp rassi og segjast ekki lengur vilja sjá minkaskinn. Þannig tókst nú til hérna á ár- unum, þegar ausa átti upp gróð- anum með blárefaræktun og refa- búin þutu upp vítt um héruð og óhemju fé var ausið f stofnkostn- að, en hvernig fór? Móðurinn, heimstízkan snéri upp á grindina, og sagði stopp. Við viljum ekki sjá framar þessi bláskinn — og þúsundir manna um allt land, hlutu stórtöp úr vösum, f stað gróðavissunnar, er áður bar hátt í hugum þeirra- ,Ég, sem þessar línur hripa til ykkar minkaframvarpsmenn og annarra þeirra. er þar fylgja ykk- ur að málum, hefi staðreyndirn- ar við/ hendur, staðreyndir, er reynsla mín hefur skapað. í endilöngum Langadal í Húna- vatnssýslu er til eitt lítið vatn, fagurt og umhverfisfrítt. Vat þetta var fyrir minkakomu, fullt af sil- ungi og setið fögra fjölþættu anda lífi, nú er silungurinn af mink- um uppétinn, og hið fagurskrýdda andalíf horfið . . . Þetta eru verk minksins þarna . . . Slíkar sögur hafa margir að segja, þeir er not ið hafa yndis og arðs, af vötnum og grannám í byggð og til heiða. Varla getur flytjendum og fylgj endum þessa óheilla og grunn- færnislega frumvarps hafa yfir- sézt að lesa ábendingar þær og aðvaranir er birzt hafa í blöðum nú undanfarið, og einnig í út- varpi um þann nýja háska, sem af getur stafað minkafrumv., ef framgang fengi, af fólki, sem sér og slrilur, hver hætta yfirvofir, hafa komið í blöðum nokkrar ágæt ar, vel rökstuddar mótmælagrein- ar, einnig hið eftirtektarverða, dagskrárspjall, Rósu Blöndals, í út varpi nú .fyrir skömmu. Hún beindi orðum sínum sérstaklega að því fegurðarafhorði fuglalífs, á ám og vötnum íslenzkra byggða . . . Var hjá henni sköraglega mælt, en ekkert ofsagt. Ekki man ég betur en búnaðar- þing, nýafstaðið hafi tjáð andúð sína á minkaframvarpinu. Að lokum spyr ég ykkur er þingbekki skipið, og hið umrædda framvarp flytjið, kennið þið einsk is geigs né ábyrgðar, við flutn- ing slíks frumvarps. Þorbjörn Björnsson frá GeitaskarðL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.