Vísir - 04.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 4. október 1974. 3 Ilringarnir settir upp, hin heilaga stund sameiningarinnar. Presturinn, ungu hjónin og fulltrúar flugfélaganna. (Ljósmynd Vfsis BG) Tvöföld rómantík í Árbœjarkirkju: UNGT BANDARISKT PAR OG FLUGFÉLÖGIN TVÖ! sig hérna á Islandi. Brúðguminn svaraði þvi til, að þar sem þriggja daga stoppið hefði verið óhjákvæmilegt hefðu þau viljað nota það sem bezt, hvers vegna ekki að gifta sig? Það fyrsta, sem við tókum eftir, þegar þau gengu heim traðirnar að kirkj- unni, var islenzkur upphlutur sem brúðurin bar með sóma. í ljós kom, að upphluturinn var upprunninn frá Silfrastöðum i Skagafirði, en þaðan er einmitt kirkjan komin. Þau hafa hvorugt komið til Is- lands áður, en eru staðráðin i að koma hingað aftur, helzt sigl- andi á sinum eigin báti, til að sjá miðnætursólina. James er skúlptúristi, en Susan sagðist aðallega elda mat og hló glaðlega, enda nýgift og hamingjusöm. Svaramenn brúðhjónanna voru þeir Erling Aspelund, hótelstjóri Loftleiða, og Sveinn Sæmundsson.blaðafulltrúi Flug- félagsins, og má segja, að þar séu flugfélögin tvö hátiðlega pússuð saman, og þar með skýr- ing fengin á „tvöföldu brúð- kaupi”. _ jh Brúðarmarsinn hljómar um litlu kirkj- una i Árbæ. Stemningin er hin hátiðlegasta, enda má segja að hér fari fram tvöfalt brúð- kaup. Reyndar ekki nema ein vigsla, en skýringin kemur brátt i ljós. Guðmundur Þor- steinsson, sóknarprest- ur Árbæjarsóknar,gef- ur hér saman banda- riskt par, sem kom hérna við á leið sinni til Evrópu. Brúðhjónin eru Wilbur James Frey og Susan Sears Sheridon frá Connecticut i Bandarikjun- um. Það fyrsta sem við spurð- um brúðhjónin, þegar við gátum nælt okkur i smá viðtal, var auðvitað hvernig I ósköpunum þeim hefði dottið i hug að gifta Sóknar- presturinn er líka tónskáld Fjölmenni streymdi að kirkjunni á Eskifirði i fyrrakvöld i einmuna veðurblíðu. Þar voru haldnir orgeltónleikar á nýtt og fullkomið pipuorgel frá Þýzkalandi. Það var Páll Kr. Pálsson, sem lék verk eftir Bach, Schubert og Járnfeldt, auk frumsamins verks eftir sjálfan sóknarprest þeirra Eskfirðinga, séra Sigurð H. Guð- mundsson og organleikarann, Iljalta Guðnason. Var góður róm- ur gerður að tónleikunum. A sunnudaginn verður orgelið vigt við hátiðarmessu i kirkjunni, sem nýlega var máluð að innan af þeim Grétu og Jóni Björnssyni, og þykir það verk hafa tekizt með eindæmum vel, að sögn fréttarit- ara Visis á Eskifirði. Sorp Hafn- firðinga í Gufunes Sorpi Hafnfirðinga er nú ekið á hauga i Gufunesi, og er það til mikilla bóta, að sögn bæjarverk- fræðingsins þar, Björns Arnason- ar. öllu sorpi úr bænum var áður ekið suður fyrir bæinn eða út á svokallað Hamranes, sem er nálægt álverksmiðjunni. Enn verður þó einhverju rusli ekið þangað, en svokallað húsa- sorp er allt keyrt I Gufunes, og sömuleiðis frá verzlunum og mat- vælavinnslustöðum. Að sögn Björns er sorp urðað, ef það fer út á Hamranes, og þannig komið I veg fyrir að það fjúki. — EA. Hámarks- hraði lœkkaður á leiðum frá borginni Ökumenn, sem aka að staðaldri leiðirnar út úr borginni ráku aug- un i það um mánaðamótin, að bú- ið er að lækka hámarkshraðann á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Þar sem menn hafa glaðir ekið á 80 km hraða i sumar, verða þeir nú að láta sér duga sjötiu. Þessi ráðstöfun stendur þó aðeins yfir veturinn. í lok april næsta vor koma mennirnir með skrúfjárnin og skipta aftur um skilti. Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn umferðarmála, sagði Visi, að uggvænlega mikið yrði af slys- um viö framúrakstur á þessum leiðum, einkum Vesturlandsvegi. Astæðan væri sú að sumum hætti til að aka þar hægar en ástæða er til. Við það safnast gjarnan röð bila á eftir „góða ökumannin- um”, en þá fara hinir óþolinmóðu og þeir sem þurfa að komast leið- ar sinnar i flýti að reyna að kom- ast fram úr. En það þarf langa leið til að komast fram úr röð bila, og oft virðist sem mönnum sé illa við, að farið sé fram úr þeim og sýni þá fulla óbilgirni. „Af þvi verða slysin,” sagði Ósk- ar, „að við erum svo miklir ein- staklingshyggjumenn og sýnum ekki nægilega tillitssemi.” — SH. °> Fólk dreymir 3-4 ****"• 1 sinnum á nóttu Eins og öll mannanna börn eiga það sameiginlegt að hafa grátið, hlegið og borðað, þó misjafnlega skiptist, þá eigum við það öll sameiginlegt að dreyma. Alla dreymir þrisvar til fjórum sinn- um á hverri nóttu. Venjulega man fólk þó aðeins þann draum, sem það var að dreyma, þegar það vaknaði. Draumar geyma upplýsingar um innra sálarlif okkar, það sem er að gerast i dulvitundinni, og eru þvi mikilvæg uppspretta fyrir þekkingu okkar á okkur sjálfum. Fólk, sem vaknar upp af martröð, á venjulega við einhver vanda- mál að striða, áhyggjur, ótta eða annars konar vanliðan, sem dul- vitundin varpar fram i drauminn. Nú i októbermánuði hefjast námskeið um drauma og merk- ingu þeirra og fleiri sálfræðileg atriði. Námskeið þessi eru haldin á vegum Rannsóknarstofnunar vitundarinnar, að Skólavörðustig 4c (bakhús). Leiðbeinandi á nám- skeiðunum verður Geir Vil- hjálmsson sálfræðingur og Ingi- björg Eyfells verður honum til aðstoðar á sumum þeirra. Aðalgrundvöllur þeirra atriða, sem tekin verða fyrir, er hin svo- kallaða mannúðlega sálarfræði, en hún var árið 1972 viðurkennd sem fullgilt svið visindalegrar at- hugunar á manninum sjálfum af bandariskum sálfræðingum. Hún er fyrst og fremst sálfræði hins heilbrigða sálarlifs og eitt af aðalmarkmiðum hennar er það að leiða i ljós, hvernig unnt sé að ýta undir sálræna þróun fólks, efla sjálfsbirtingu þess, stuðla að þvi, að fólk vaxi frá takmörkun- um sinum og erfiðleikum i átt til fullrar birtingar hæfileika sinna og eiginleika. Ein þeirra aðferða, sem kynnt- ar verða, eru tónlistarlækningar, en þær hafa vakið mikla athygli að undanförnu sem aðferð til að kenna fólki að þekkja sjálft sig betur, og þá jafnframt náungann um leið. Þá verður einnig námskeið um stjórn vitundarinnar, en við- fangsefni þess eru bæði einstak- lingsbundnar leiðir til stjórnunar á vitundarástandi, leiðbeining imyndunaraflsins, hugleiðsla og fleira. Þriggja mánaða sálvaxtar- námskeið er einnig á dagskránni, og er það ætlað þeim sem áhuga hafa á langtima vinnu að eigin þróun. Námskeið verður einnig i svo- kallaðri grúppudýnamik og er það ætlað kennurum og kennara- nemum, sem efla vilja hæfni sina i mannlegum samskiptum. A öllum framantöldum nám- skeiðum er, jafnhliða þeim sér- stöku viðfangsefnum sem um get- ur I hvert skipti, alltaf byggt á grúppudýnamik. Það eru hópað- ferðir, sem notaðar eru til að æfa fólk i að stjórna persónuleika sin- um og til þess að efla hæfni þess til félagslegra samskipta. Þeir, sem áhuga hafa á nám- skeiðum þessum, geta fengið upplýsingar að Laufásvegi 6, siminn er: 25995. Væri óskandi, að árangurinn yrði meiri velliðan og ánægjulegri samskipti þeirra, sem námskeiðið sækja, bæði inn- byrðis og út á við. — JH — ÆVINTYRAMAÐUR TIL ISLANDS Maðurinn, sem gerði Arabiu-Lawrence heimsfræg- Lowell Thomas, — áttatiu og tveggja og enn I fullu fjöri. an i fyrri heimsstyrjöldinni, er væntanlegur til tslands i næstu viku. Hann er Lowell Thomas, einn frægasti útvarps- og sjón- varpsmaður Bandarikjanna. Thomas hefur heimsótt flest öll riki heims i starfi sinu, og var til dæmis fyrsti hviti mað- urinn, sem fékk að heimsækja Tibet á þessari öld. Hann er fæddur árið 1892 i Banda- rikjunum og er enn i fullu fjöri, á sifelldum ferðalögum. Lif hans hefur verið eitt óslitið ævintýri, en hann ólst upp á hinu fræga „cripple Creek” gullgrafarasvæði i Kletta- fjöllunum meðan gullæðið stóð sem hæst. Thomas er ekki aðeins kunnur útvarpsmaður. Hann er einnigjiekktur rithöfundur, landkönnuður og kvikmynda- gerðarmaður. Hann hefur skrifað um fimmtiu bækur um ferðalög sin, menn og málefni. Auk þess hefur hann gert frægar kvikmyndir eins og „Seven Wonders of the World” Um árabil gerði hann ferðaþætti fyrir CBS-sjón- varpsfyrirtækið, sem hétu „High Adventure.” Thomas kemur hingað i boði íslenzk-ameriska félagsins til að flytja ávarp á skemmtun þess að Hótel Loftleiðum laugardagskvöldið 12. óktóber næstkomandi. Með honum kemur vinur hans, A. H. Motley, sem gefur út vikuritið Parade Magazine, sem er sunnudagsfylgirit fjölda dag- blaða i Bandarikjunum. Þetta er önnur heimsókn Lowells Thomas til Islands, en hann gerði nokkra útvarps- þætti hér um skákeinvigi Fischers og Spassky. Nú vill hann aftur á mót heimsækja Vestmannaeyjar og safna þar efni i sina vinsælu út- varpsþætti, sem útvarpað er um öll Bandarikin. -JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.