Vísir - 22.10.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 22.10.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Þriðjudagur 22. október 1974. Matsveinn og háseti Matsvein og háseta vantar á linubát frá Reykjavik. Uppl. i sima 52170. Eigum nú fyrirliggjandi landsins glæsiiegustu antik- ramma. Tilvalda t.d. utan um spegla „Sjón er sögu rikari”. Innrömmunie Edda Borg, Reykjavikurvegi 64, Hafnarfirði. OPIÐ frá 1 Hentug og vel launuð kvöldvinna Óskum eftir að ráða fólk til áskriftasöfn- unar á blöðum og timaritum i Laugarnes- hverfi, Kópavog, Garðahrepp og Hafnar- fjörð. Vel launað aukastarf fyrir duglegt fólk. Hilmir hf., sími 35320. Fjársöfnun stendur nú yfir í hinum ýmsu hverfum borgar- innar. Byggingarnefnd Sjálf- stæðishúsins vonast eftir áframhaldandi stuðningi frá sjálfstæðisfólki. Ath: Giróreikningur okkar er 18200 Draumur að rætast Með fjárstuðningi og mikilli sjálfboðavinnu er nú langþráður draumur að rætast. Aðeins er eftir að steypa upp efstu hæð nýja Sjálfstæðishússins. Offsetprentun Offsetprentari (pressumaður) óskast. Umsóknum sé skilað á óðinsgötu 7, eigi síðar en þriðjudaginn 22. okt. VÍSIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 'A klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kL hálf-ellefu að morgni og erá götunni klukkan eitt. i'' FVrstur með * fréttimar vism Ekki er allt sem sýnist Aldrei fyrr hefur sllk Grand Prix kappaksturskeppni veriO haldin. A brautinni i Brands Hatch hringnum eru 100 frægir kappaksturbflar I Formúlu eitt og allir knúðir hinni þrautgóðu átta strokka Ford kappaksturs- vél. Raunar var né verður aldrei nein slik keppni haldin. Bilarnir eru litlir leikfangabilar og myndataka var I tilefni þess, að bfll knúinn Ford vél vann sigur I hundraðasta sinn i Formúlu eitt keppni. Markið náðist þegar Carlos Reytemann vann bandarisku Grand Prix keppnina I Brabham Ford. Það er ljósmyndarinn Ken Denyer, sem við sjáum skriða þarna um kappakstursbrautina með myndavél sina. ,,Ég hef fengizt við að ljósmynda kappaksturskeppni viða um heiminn, en þetta verkefni var þó erfiöast af öllu,” segir Ken. Hann náði þessum góða árangri með 25 millimetra linsu, og eins og sjá má á myndinni er skerpan ótrúleg. -JB. Thaledomide-bœtur Japansstjórn og lyfjafram- leiðandinn, Dainippon, hafa komizt að samkomulagi um greiðslu 2,300 milljóna jena (9,3 milljarðar kr.) skaðabóta til handa japönskum fórnarlömb- um thaledomides. Bætur þessar taka aöeins til 63fjölskyldna, sem eiga börn, er fæddust fötluð, vegna þess að mæöur þeirra tóku inn thale- domide á meðgöntutimanum. En gizkað hefur verið á, að tala fórnarlamba thaledomides I Japan sé einhvers staðar á milli 200 og 1000. — öll börn af þessu tagi njóta þó ókeypis læknisaö- stoðar og styrkja frá sérstökum sjóðum, sem stofnaðir hafa ver- ið i þvi skyni. Fimmtán ár eru nú liðin, siö- an fyrstu vansköpuöu börnin fæddust, vegna þess að mæður þeirra tóku inn þetta lyf. Eins og lesendur muna, var thale- domide gefið sem svefnlyf og við magakveisu. — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.