Vísir - 22.10.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 22.10.1974, Blaðsíða 13
Vísir. Þriöjudagur 22. október 1974. 13 -K-n-K^-k-k-k-k-k-k-k-K-K-K-k-k^-k-k-k-k-k-ific-tt-k-k-k-k-K-it-ifk-k-k-K-k-K-k-K-x-it-k-k-k-K — Þá er bölvuð uppþvottavélin biluð enn einu sinni....hlauptu yfir til nágrannans og fáðu lánaða tvo hreina diska. — Hvað eru prestarnir að skipta sér af þessu? Mér fyndist nær að spyrja einhverja aðra! Filadelfía Almennur bibliulestur i kvöld kl. 8.30. Ræðumaður Einar Gisla- son. Keflavik Kristniboðsfélagið i Keflavik heldur fund þriðjudaginn 22. október kl. 20.30 i Kirkjulundi. Reidar G. Albertsson sér um efni fundarins. Allir eru velkomnir. Pennavinir Hollenzkur strákur vill komast i bréfasamband við Islending. Hann hefur áhuga á frimerkja- söfnun, lestri, dýrum, göldrum og mörgu fleira. Hann er 14 ára og getur skrifazt á á enzku, þýzku, frönsku og hollenzku. Þeir sem skrifa honum eiga von á að fá mörg falleg frimerki. Utan- áskriftin er: Hans Fiddler Annerstreek 68 Annen (Dr.) The Netherlands (Holland) Frá Styrktarfélagi van- gefinna Rausnarleg gjöf Velunnari félagsins, sem ekki vill láta nafns sins getið, hefur gefið Styrktarfélagi vangefinna 1 milljón króna til styrktar starf- semi félagsins. Félagið færir gef- anda einlægar þakkir fyrir þessár rausnarlegu gjöf. Arfur Friðmundur Jósefsson, er lézt að Hrafnistu 17.10.1973, arfleiddi félagið.Nýlega er lokið skiptum i dánarbói hans. Arfur sá, er kom I hlut félagsins, nemur kr. 1.284.000.- tlt er komin hjá Rikisútgáfu námsbóka Lestrarbók handa 5. bekk grunnskóla. Gunnar heitinn Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, og Tryggvi Gislason skólameistari völdu efni bókarinnar. Hún er 214 bls. i demy-broti, með 34 teikningum eftir listamanninn Arna Elfar. Efnið I þessa Lestrarbók handa 11 ára börnum var einkum valið til að vekja athygli á bókmennt- um er fjalla um börn i óliku um- hverfi og við breytilegar aðstæð- ur. I eftirmála bókarinnar segja höfundar m.a.: ,,A öld firringar, þar sem fólki gengur æ erfiðar að njóta einföldu hlutanna og saklausu gleðinnar frá bernskuárunum, er ef til vill ekki úr vegi að reyna að fóstra komandi kynslóð við frásagnir af hinu einfalda lifi ef það mætti verða til að minna á hversu hin hreina fegurð, létta sorg og fölskvalausa gleði bernskunnar er, ekki aðeins meðan það stend- ur heldur alla ævi siðan. Það er þvi von okkar að sumt af efni þessarar bókar geti fylgt lesend- um hennar alla ævi og fóstrað þá og kennt þeim að þekkja sjálfa sig og njóta smálegra hluta.” Prentun bókarinnar annaðist Ingólfsprent hf. Minningaspjöid Hringsinsfást i Landspitalanum, Háaleitisapó- teki, Vesturbæjarapóteki, Bóka- verzlun Isafoldar, Lyfjabúð Breiðholts, Garðsapóteki, Þor- steinsbúð, Verzlun Jóhannesar Norðfjörð, Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði, og Kópavogs- apóteki. E3 M KC Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 23. október. llrúturinn, 21. marz—-20. april.Vertu opinn fyrir nýjum hugmyndum. Vinir þinir óska eftir umsögn þinni um eitthvert málefni. Gefðu svar þitt ekki umhugsunarlaust. Hjálpaðu ástvini i verki. Nautið, 21. aprfl—21. mai. Vertu eins eðlilegur og likur sjálfum þér og þú mögulega getur, þá er öruggt, að allt fer vel. Þú virðist eiga harðan keppinaut á einhverju sviði. Tviburarnir, 22. mai—21. júni.Þú átt i erjum við skyldmenni eöa kennarann fyrri part dagsins. Farðu yfir skýrslur og annað skriflegt, þar sem villur gætu leynzt. Reyndu aö hugsa skýrt. Krabbinn, 22. júni—23. júli.í dag ættirðu að yfir fara ýmislegt i sambandi við fjármálin. Það, sem virðist vera öruggt og þú treystir á, gæti brugðizt. Láttu engan vaða ofan i þig. Ljónið, 24. júli—23. ágúst.Nú gerast breytingar á lifsmunstri þinu og nýtt atriði hefst i leiknum Reyndu aö þroska samband þitt við ákveðna manneskju og finna smáfrið i sálinni. Meyjan, 24. ágúst—23. sept.Það borgar sig ekki að taka ákvarðanir of snemma, heldur athuga vel áður öll atriði, sem til greina koma. Eftir- miðdagurinn færir óvænta ánægju. Vogin, 24. sept,—23. okt.Gættu þess að misskilja ekki það, sem börn segja. Þau sjá hlutina i dálit- ið öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið. Passaðu vel upp á alla reikninga. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þú nýtur þin bezt heima fyrir i dag. Þó gæti eitthvað þar eða á vinnustað valdið þér töluverðum áhyggjum. Loforðum má auðveldlega breyta. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Athygli þin upplýsingum, svo þú skalt biða með að taka ákvarðanir. Það sakar ekki að kikja i náms- bækurnar öðru hvoru. Steingeitin, 22. des.—20. jan.Þú getur grætt á aö koma þér vel, hvort heldur er við yfirmenn eða viðskiptavini. Endurskoðaðu afstöðu þina eftir það, sem gerðist I gær. Vatnsberinn, 21. jan.—19. feb. Þú gætir gerzt einum of nærgöngull snemma dagsins og gætir valdiö hiki með þvi. Seinna tekst þér þó að leið- rétta allan misskilning. Fiskarnir, 20. feb—20. marz.Þú verður vitni að áhugaverðri kjaftasögu i dag, en varaðu þig að leggja eyrun að þvi. Notaðu skynsemina til til- breytingar. ★ ! ¥ ¥ I ¥ í ¥ T“ ¥ ¥ ¥■ $ ¥■ ¥■ ¥■ ¥ ¥■ ¥ ¥• ¥■ ¥• ¥ $ ¥ I ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ | í DAG | í KVÚLD| í DAG | í KV ÖLD | í DAG | i Evrópu, og það svo, að sumir jafna þessari sögu hans til Fausts Goethes eða sögu Cer- vantes um Don Quixote. Sagan kom fyrst út i þremur bindum árið 1827 og siðan i endurskoðaðri útgáfu 1842. Hún er að efni til ástarsaga og greinir frá raunum ungra elskenda, sem bundizt hafa heitum og hyggja á brúðkaup um það leyti, sem sagan hefst. Þau heita Renzo og Lucia og eru óbreytt sveitafólk, eins konar „piltur og stúlka” sins lands og sins tima. Manzoni velur sögu sinni stað og stund I Toskanahéraði á Langbarðalandi á fyrri hluta 17. aldar og fléttar inn i hana sögulegum viðburðum samtimans, þrjátiu ára striöinu, uppreisninni I Milanó, plágunni miklu og fleiru. A ttallu eru á þessum tima mjög misjafnlega sjálfstæð smáriki, og erlend stórveldi eiga þar mikil Itök og áhrif. Frakkar og Habsborgarar höfðu barizt um Milanó, en á þeim tima, er saga Manzoni gerist, ráöa Spánverjar yfir héraðinu. Þá sveit situr Don Rodrigo og er hann orsök allra rauna elskendanna, með þvi að hann leggur blátt bann við þvi að þau eigist. Sendir hann menn að hóta sóknarprestinum öllu illu, ef hann gefi þau saman. Prest- urinn, Don Abbonito, er maður ekki hugumstór, og hlitir hann banninu, en þá kemur til skjalanna munkur nokkur Don Cristoforo að nafni, og reynist hann elskendunum hinn mesti hollvinur. Höfundur þessarar sögu , Alessandro Manzoni, var maður hóglyndur og lifði kyrrlátu lifi. Hann var tvikvæntur, en missti báðar konur sinar, sem og átta börn sin af tíu. Hann ólst upp i kaþólskum sið, en kynntist i æsku kenningum efahyggju- manna og hallaðist um skeið mjög að skoðunum Voltaries. Hann kvæntist kalvinstrúar- konu og snerist þá um skeið til þeirrar trúar, en síðar tóku þau hjónin bæði kaþólska trú. Hann settist þá að á búgarði sinum á Langbarðalandi og undi sér þar við ritstörf, einkum þó ljóða- og leikritagerð. ,,I promessi sposi” var hin eina af skáldsögum hans, sem hlaut verulega frægð, en fyrir hana naut hann virðingar og aðdáunar bókmenntamanna og trúarleiðtoga sins tima. Manzoni lézt árið 1873, og árið eftir samdi tónskáldið Guiseppe Vardi tónverk i minningu hans, Requiem Manzoni”. „Hjónaefnin telja samtals átta þætti, en sýningartimi hvers um sig er ein klukku- stund. -ÞJM. SJONVARP Þriðjudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Hjónaefnin (I promessi sposi). Ný itölsk framhalds- mynd i átta þáttum, byggð á samnefndri skáldsögu eftir einn helsta brautryðjanda Italskrar skáldsagnagerðar, Alessandro Manzoni, sem uppi var frá 1785 til 1873. 1. þáttur. Þýðendur Sonja Diego og Magnús G. Jóns- son. Sagan gerist á 17. öld skammt frá Milanó, sem um þær mundir laut stjórn Spánverja. I landinu rikir stöðugur ófriður og farsóttir og óáran herja á fólkuð. Aðalpersónur sögunnar, Lucia og Renzo, eru ung og ástfangin. Brúðkaup þeirra hefur þegar verið ákveðið, en áður en af þvi verður kemur slæm hindrun i ljós. Spænskur valdamaður i bænum, Don Rodrigo að nafni, leggur hug á stúlk- una, og kemur i veg fyrir giftinguna. Aðalhlutverk i framhaldsmyndinni leika Paola Pitagora, Nino Castelnuovo og Tino Carr- aro, en leikstjóri er Sandro Bolchi. 21.45 Þvi fer fjarri Norskur skemmtiþáttur með stuttum, leiknum atriðum.. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.15 Heimshorn Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Sonja Diego. 22.45 Dagskrárlok. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Fólk og stjórnmál Auð- unn Bragi Sveinsson les þýðingu sina á endurminn- ingum Erhards Jacobsens (5). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.15 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Sveitabörn heima og I seli” eftir Marie Hamsun Steinunn Bjarman lýkur lestri þýðingar sinnar (16). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 19.50 „Garður ásta”, ljóða- flokkur eftir Franz Tous- saint Jón skáld úr Vör les eigin þýðingu. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Skúmaskot Hrafn Gunn- laugsson sér um þáttinn. 21.30 Djass á Norrænu tónlist- arhátiðinni i Kaupmanna- höfn 3.-9. þ.m. Jón Múli Árnason kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Septembermánuður” eftir Fréderique Hébrard Gisli Jónsson islenskaði. Bryndis Jakobsdóttir les (12). 22.45 Harmonikulög Jo Basile leikur með hljóms.veit sinni. 23.00 A hljóðbergi „Gabriel- Ernest”, smásaga eftir Saki. Keith Baxter les. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.