Tíminn - 10.05.1966, Side 5

Tíminn - 10.05.1966, Side 5
MUÐJUDAGUR 10. maí 1966 TÍMINN . Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr 95.00 á mán tnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hl. Tölur, sem tala í Reykjavík er nú hærra verðlag á húsnæði en nokkru sinnl Ástæðan er sú, að síðan „viðreisnin“ kom til sögunnar hefur verið byggt miklu minna af íbúðum en áður og hefur það hvergi nærri fullnægt eftirspurninni. Seinustu 10 árin hefur árleg tala fulllokinna íbúða í Reykjavík verið sem hér segir: Árið 1956 . . . . 705 íbúðir — 1957 .. . 935 — — 1958 .. ....... . 865 — — 1959 .. . . 740 — — 1960 .. . 642 — — 1961 .. . 541 — — 1962 .. . . 598 — — 1963 .. . 665 — — 1964 .. , . 576 — — 1965 . . . 624 — Talan fyrir árið 1965 er byggð á skýrslu byggingafull- trúans í Reykjavík, en' fyrir hin árin er farið eftir skýrslum, sem birtar hafa verið í Fjármálatíðindum, sem Seðlabankinn gefur út. Samkvæmt þessum skýrslum hefur tala fulllokinna í- búða í Reykjavík numið seinustu fjögur árin fyrir „við- reisnina 1956:—1959, 811 íbúðum á ári til jafnaðar, en sex „viðreisnarárin” 1960—‘65 hafa þær numið 607 1- búðum til jafnaðar. Þessi mikli samdráttur hefur orðið til þess að auka húsnæðisskortinn stórkostlega að nýju. Báðir núverandi stjórnarflokkar hafa verið sinnulaus- ir um raunhæfar aðgerðir í húsnæðismálunum, eins og framangreindar tölur sýna bezt. Þeir hafa látið bygging- ar stórfyrirtækja og gróðamanna hafa algeran forgangs- rétt. íbúðabyggingar fyrir almenning hafa alveg mætt afgangi. Nú fyrir borgarstjórnarkosningarnar vakna þeir loks af værum svefni og lofa öllu fögru. Reynslan sýnir, að látalátum Sjálfstæðisfokksins og Alþýðuflokksins fjnir kosningar er ekki að treysta. Hús- næðismálin verða ekki leyst nema ný forusta komi til sögunnar og þau látin fá forgangsrétt eins og 1956—59. Mbl. og kommúnistar í forustugrein Mbl. er ráðizt harðlega á þá, sem hafi einhver mök við kommúnista, og þó sérstaklega, ef þeir gera sig seka um að kjósa þá til einhverra trúnaðarstarfa. Ef menn vissu ekki, að Mbl. skrifaði þetta til þess að látast vera á móti kommúnistum, yrði þetta ekki skilið öðruvísi en árás á formann Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarna Benediktsson, en hann hefur margsinnis á þessu kjörtímabili kosið sjálfur kommúnista eða látið ein- hvern af flokksbræðrum sínum gera það, þegar kosið hefur verið í trúnaðarstöður á Alþingi. Þannig eiga kommúnistar að þakka þessu fulltingi Bjarna, að þeir eiga nú fultrúa í bankaráðunum og stjórnum helztu rík- isfyrirtækjanna. Dr. Bjarni er ekki einn um það að hafa veitt komm- únistum slíka aðstoð. Gerðist það ekki einmitt rétt fyrir seinustu bæjarstjórnarkosningar. að Sjálfstæðisflokk- urinn lánaði kommúnistum einn af borgarfulltrúum sín- um til að koma Einari Olgeirssyni í stjórn Sogsvirkjunar- innar? Geir Hallgrímsson getur áreiðanlega upplýst hvaða Sjálfstæðismaður það var, sem þá kaus kommúnista. SigurvSn Eínarsson alþm.: Ostjórn í efnahagsmálum Vöxtur verðbólgunnar aldrei meiri en seinustu 6 árin Fyrir 6 árum lofaði ríkis- stjórnin þjóðinni því, að hún myndi stöðva verðbólguna. Hún lét sér ekki nægja að lofa þessu í ræðum á Alþingi, í blaðaskrifum og á fundum víðs vegar um landið. Hún gaf út heila bók mcð loforðunum, bókina Viðreisn, sendi hana inn á hvert heimili í landinu, og lét þjóðina borga. En bókin Viðreisn er nú orðin athyglisvert heimildarrit. Hún sýnir þjóðinni fyrirheit rikis- stjórnarinnar, að hún ætli að koma atvinnu- og efnahagslíti landsins á traustan og örugg an grundvöll. Hún nefnir að vísu þær verðlagshækkanir sem leiða munu af viðreisnarráðstöfunum sínum í bili. En hún segir t. d. að 13% hækkun framfærslu kostnaðar „hlyti að sjálfsögðu að verða öllum almenningi afar þungbær“, svo að hún ætli að sjá um að hækkunin fari ekki yfir 3%. Önnur fyrirheit i bókinni eru þessu lík< t. d. að byggingar- kostnaður hækki ekki nema um 10—11%. Ríkisstjórnin hefir nú fengið 6 ár til að efna f.vrirheitin sín. fyrirheitin um stöðvun verð bólgu, fyrirheit um traustan og öruggan grundvöll atvinnu- og efnahagslífs, án þess að fram færslukostnaður hækki nema um 3%. Og efndirnar eru m. a. þess ar: Togaraútgerð er haldið uppi með styrkjum. Fiskiðnaðurinn varð að fá 80 millj. kr. fjárhags aðstoð í einu lagi fyrir stuttu síðan, til þess að stöðvast ekki. Iðnaðurinn dregst saman og Iandbúnaðurinn er þannig sett ur, að bændurnir eru tekju lægsta stéttin í landinu- Þann ig er hinn „öruggi“ grundvöll ur atvinnulífsins. En verðbólgan? Hefir hún vaxið upp fyrir þessi 3%? Á réttum sex árum hefir vísitala framfærslukostnaðar hækkað, ekki um 3%, heldur um 83%. En þetta er ekki að marka. Ríkisstjórnin breytti útreikn- ingi þessarar vísitölu þaunig, að hún sýnir miklu rninni hækkun, en annars hefði orðið. En við höfum annan og rétt ari mælikvarða á dýrtíðina. Það er varðlagið á Iífsnauðsynj um, sem við verðum allir að kaupa. Og hvaða hækkanir hafa orðið á þeim undanfarin 6 ár? Rafmagn, hiti o.þ.h. hefir hækk að um 67% Fatnaður hefir hækkað um 72% Ýmsar vörur og þjónusta hafa hækkað um 114% og matvörurnar hafa hækkað um 136% og er þá síðasta bjargráðið ekki meðtalið, hækkunin á fiski og smjörlíki. Fyrir 6 árum voru ársútgjöld meðalfjölskyldu fyrir nauðsynj ar sínar, þegar húsnæðiskostn aður var ekki meðtalinn, am 51 þús. kr. Nú kosta þessar sömu nauðsynjar fjölskyldunn ar yfir 100 þús. kr. Þær hafa hækkað um meira en helming á þessum fáu árum. Sigurvin Einarsson Og þó er ástandið í húsnæðis málum enn alvarlegra. Fyrir 6 árum kostaði meðal íbúð um 445 þús. kr. Nú kost ar jafnstór íbúð um 967 þús. kr- Hún hefir hækkað í verði um meira en hálfa milljón á 6 árum. Allt lánið, sem húsnæð ismálastjórn veitir, 280 þús. kr. dugar ekki fyrir 2% árs verð hækkun. f ofanálag er svo rík isstjórnin búin að vísitölubinda vexti og afborganir af íbúða- lánunum. Árlegar greiðslur lántakenda geta því maigfald azt á komandi árum, ef við- reisnarstefnan heldur áfratn. Ársútgjöld meðalfjölskyldu fyrir nauðsynjar sínar, að með töldum húsnæðiskostnaði, ef fjölskyldan býr í nýlegri íbúð eru áreiðanlega ekki undir 160 —200 þús. kr. á ári eins og nú er komið. Þannig hafa þá cfndirnar á fjTÍrheitunum orðið. Lífsnauð synjar manna áttu ekki að hækka nema um 3%. En þær hafa nú hækkað á 6 árum um 112%. Byggingarkostnaður íbúða átti ekki að hækka nema um 10-11%. En hann hefir á þess um sömu árum hækkað urti 113%. Og það má reyndar bæta því við, að því var heitið, að af- nema skatta af almennum launatekjum. En álögur á þjóðina skv. fjárlögum, í formi margskonar skatta og tolla, hafa hækkað á 6 undanförnum árum úr 1500 millj. kr. í 3800 millj. kr. eða um 153%. — Nú er ekki á það minnzt, að hækkun framfærslukostnaðar verði öllum almenningi afar þungbær. Ríkisstjórnin mun ekki eiga heitari ósk, en að fá að halda völdum áfram. Og stefnubreyt ing kemur henni ekki til hug ar. Hvemig myndi þá verða umhorfs í atvinnu- og efnahags málum þjóðarinnar eftir 6 ár, ef sama verðbólguþróunin héldi áfram, eins og hún hefir verið undanfarin 6 ár. Þá myndu árs útgjöld meðalfjölskyldu verða um 350 þús. kr. Þá myndi með alíbúð kosta á þriðju milljón kr. Þá myndi meðal fiskibátur kosta 25—30 milljón kr. og ýsuflök í soðið, þau myndu kosta um 50—60 kr. kg- Þetta á þjóðin í vændum ef áfram verður fylgt viðreisnar stefnunni. Hvernig ætli að þá yrði á- statt um sölu ísl. afurða á erl. mörkuðum? Fiskvinnslustöðvar geta ekki selt afurðir sínar nú á erl. mörk uðum fyrir kostnaðarverð, vegna verðbólgunnar innan- Iands, nema með styrkveiting- um, þrátt fyrir geisiiniklar verðhækkanir erlendis á und anförnum árum. Hvað þá ef vinnslukostnaðurinn tvöfaldast? Og hér er um meir en 90% af útfl.afurðum landsmanna að ræða. Það er því ckkert smá- ræði, sem hér er í húfi. En hvað segir rildsstjórnin um þessa óðaverðbólgu? Hefir hún engar áhyggjur af henni? Nei. Engar verulegar áhyggj ur. Hún segir sem svo, að all ar ríkisstjórnir hafi átt við verðbólgu að stríða undanfarin 25 ár, en engin ráðið við hana. Hér séu allir Jónar jafnir, hvaða flokkar sem farið hafa með völd, og núverandi rikis- stjórn sé síður en svo lakari en aðrar í þessum efnum. Þessar staðhæfingar ríkis- stjórnarinnar eru stórkostlegar blekkingar. Til eru skýrslur um verðlagsþróunina, allt frá 1914. Að vísu ekki nógu ná- kvæmar skýrslur fram til 1939. en öruggar skýrslur frá þeim tíma. Þessar skýrslur sýna það ótvírætt, að f hálfa öld hefir aldrei verið ríkjandi slik óða verðbólga hér á landi, eins og undanftrin 6 ár. Síðmtu 26 árin hefir verð- bólguþróunin verið þessi: Nauðsynjar manna sem kost- uðu 1000 kr. 1939, hækkuðu um 450 kr. að meðaltali á ári í 20 ár, fram til 1959 og kostuðu þá um 10 þús. kr. En næstu 6 árin, fram til 1965, hækkuðu þessar nauðsynj ar um 1600 kr. á ári að meðal tali og kostuðu á síðasta ári tæpl. 20. þús. kr. Vöxtur verðbólgunnar er því nærri þvi fjórfaldur síðustu 6 árin, miðað við það, sem hann var að meðaltali á ári 20 árin á undan- Ólafur Thors Ieit öðrum aug um en núverandi rí.kisstjórn á þann háska, sem óðaverð- bólgunni fylgir- Hann sagði í einni áramótagrein sinni að hann játaði að ríkisstjóminni hefði ekki tekizt að ráða niðnr lögum verðbólgunnar, en ef það tækst ekki, þá væri allt annað unnið fyrir gíg og beinn voði fyrir höndum. Núverandi ríkisstjórn er ekki hrædd við voðann, senni lega af þvi að hún sér hann atls ekki. Framsóknarmenn hafa þrá- faldlega sýnt fram á, að hrein óstjórn er ríkjandi í efnahags málum þjóðarinnar. Ríkisstjóm inni þykir þetta ósvífinn dóm ur. Um þetta liggur nú fyrir vitnisburður þess manns, er ekki verður sakaður um ósvífni Framhald á bls. 14. ÞRIÐJUDAGSGREININ é

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.