Tíminn - 10.05.1966, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. maí 1966
\lj
TÍMINN
11
■
VERÐIR LAGA
A
TOM TULLETT
58
Þannig lauk sígarettustriðinu, sem hófst þegar Van Delft
skipstjóri sigldi í mesta meinieysi úr höfn í Tangier áleiðis
til Möltu.
Tíundi kafli.
Falsarar láta ekki við það sitja að framleiða falsaða
peninga. Á síðari árum hafa þeir notfært sér það að ferða-
ávísanir eru orðnar algengur gjaldmiðill, sem losar ferða-
menn við að bera á sér háar upphæðir í reiðufé. Notkun
.erðaávísana hefur aukizt jafnt og þétt í Evrópu síðan
bandarískt ferðafólk kom fyrst með þær, og lögreglunni
varð fljótt ljóst, að glæpamenn hlytu að notfæra þetta
nýja tækifæri til að maka krókinn.
Þeir, sem hafa í hyggju að hagnast ólöglega á ferða-
ávísunum eiga um tvær leiðir að velja. Þeir geta fram-
vísað stolnum ávísunum, líkt eftir nafninu, sem á þær eru
ritaðar og lagt fram vegabréf með sama nafni. Þessa aðferð
nota tugir alþjóðlegra glæpamanna, sem stela ávísunum,
en hverfa svo áður en lögreglan kemst á slóðina.
Aðrir glæpamenn hafa valið þann kost að framleiða
falsaðar ferðaávísanir, því þeir vita að verzlanir, hótel,
ferðaskrifstofur og bankar taka fúslega við þessum plögg-
um í skiptum fyrir peninga eða vörur. Þessir glæpamenn
verða jafnframt að falsa vegabréf með því nafni, sem er
á ávísunum þeirra, því viðbúið er, að þess verði krafizt
að þeir geri grein fyrir sér. Glæpamenn, sem þessa iðju
stunda verða að geta leikið hlutverk sitt. Þeir klæðast
ríkmannlega og aka í dýrum bílum. Þeir gista aðeins í
fínustu hótelum og leggja sér ekki annað til munns en
beztu réttina og dýrustu vínin. Og þeir gefa ríkulegt þjórfé.
Alþjóðalögreglan í París fjallaði árið 1958 um eitt mál
af þessu tagi, sem að flestu leyti er einkennandi. Þar
var um að ræða falsaðar 100 dollara ávísanir á Bank of
America. Ávísunum þessum var framvísað í mörgum lönd-
um og glæpamennimir sem að verki voru notuðu mörg
mismunandi nöfn og þjóðerni.
I febrúar 1958 kom skýrsla frá Alþjöðalögregiunni í
Brussel um athæfi bófa, sem kallaði sig Joseph E. Huffman,
hafði í fórum sínum bandarískt vegabréf og nafnskírteini
liðsforingja í bandaríska flotanum. Hann kvaðst vera skip-
verji á bandaríska herskipinu Robin Hood, en aðstoðarfor-
stjóri að atvinnu. Hann seldi ferðaskrifstofu í Antwerpen
níutíu og átta falsaðar hundrað dollara ávísanir á Bank
of America og sextíu í viðbót í sömu borg. Þessum feng
náði hann á tveim dögum.
Viku síðar kom annað skeyti til Parísar og skýrði frá
að sami bófi hefði húsvitjað í Brussel og selt fimmtíu
falsaðar ávísanir fyrir 5000 dollara. Með þeim greiddi
hann platínuhring, sem í var greiptur tólf karata demant-
ur. Loks kom þriðja skýrslan frá höfuðborg Belgíu. Enn
hafði Huffman féflett skartgripasala, fengið annan platínu-
hring fyrir tvö þúsund dollara í fölsuðum ferðaávísunum.
Alltaf kallaði hann sig Huffman, en skírnarnöfn voru
ýmist Joseph E., Joseph Elmo eða J. Emile. Lýsingar á mann-
inum tóku af allan vafa á, að hér var einn og sami ná-
ungi að verki.
Aðalstöðvar Alþjóðalögreglunnar sendu út lýsingu og nöfn-
in, sem notuð voru. Nokkrum dögum síðar hafði bandaríska
lögreglan upp á hinum rétta Joseph Elmo Huffman, sem
átti heima í bænum Brexel í North Carolina. Ljóst var
að hann var með öllu saklaus af svikunum. í ágúst 1956
hafði hann glatað tösku með persónuskilríkjum sínum í
New York. Lögreglan taldi vist, að sá sem hafði fundið
þessi plögg eða stolið þeim létist nú vera sá maður, sem
þau tilheyrðu.
Belgíska lögreglan sló ekki slöku við og yfirheyrði grun-
aða menn hvern af öðrum. Allir reyndust þeir saklausir
og nýjar fregnir af Huffman héldu áfram að berast. Hann
hafði komið við i París og féflett tvo kaupmenn. Ekki gerði
hann sig ánægðan með það, heldur seldi víxlara að nafni
Degan Mojzeus falsaðar ávísanir fyrir 4000 dollara.
Sífellt varð ljósara að hér var um alþjóðlega starfsemi
að ræða. Huffman „starfaði“ um tíma i Róm og hafði
fé af nokkrum kaupmönnum, skaut svo upp kollinum á
Riviera-ströndinni og lagði Jeið sína um Cannes, Nice og
Montá Carlo. Á öllum þessum stöðum seldi hann ávísanir
af birgðum sínum, sem virtust óþrjótandi.
í nokkrar vikur lét Huffman ekki á sér kræíá, og þá
tilkynnti lögreglan í Vín sölu 103 falsaðara ávísana fyrir
OANSABÁ DRAUMUM
HERMINA BLACK
18
og mig dauðlangar að sjá þetta
leikrit.
— Jæja, það er ágætt, sagði
Jill. — Ég verð að þjóta, yndis-
leg — ég má ekki yfirgefa sjúkl-
inginn lengi í einu.
— Ég gleymdi að spyrja, sagði
Judy. — Er allt i lagi? Hefur
hinn guðdómlegi Vere bætt við
sig einun lárviðarsveignum enn?
— Mörgum sveigum, svaraði Jill.
— En sá maður! Ég þori að
veðja, að hann er ánægður eins
og hundur með tvær rófur, hróp-
aði Judy upp yfir sig. — En þetta
er reglulegur sigur fyrir hann —
hún er ekki eins og venjulegur
sjúklingur — hann hefur rétt til
að finnast starfsferill mikilhæfrar
listakonu vera sér að þakka. Ég
þori að veðja, að fyrsta kvöldið
sem hún dansar aftur, verður
„goggurinn" kominn til að sjá og
hugsar með sér: — Þetta er mitt
verk! Og hann mun hafa alveg rétt
fyrir sér. Þrátt fyrir galsafengið
yfirborðið, hafði Judy sálfræðilegt
innsæi, sem kom öllum á óvart.
— Þú ættir að skrifa sögur, dúf
an mín, sagði Jill og gerði sér
upp hlátur.
— Ef ég gerði það, mundu þær
alltaf enda vel, fullvissaði Judy
hana um. — Og gleymdu því ekki,
að ég hef alltaf haft hugboð um
hvernig þessi muni enda — hún
þagnaði og fór að blistra stef úr
brúðarmarsi Mendelsohn og augu
hennar blikuðu hrekkjarlega. —
Ég skal veðja tíkall að ég hef
rétt íyrir mér.
— Ég veðja aðeins einu sinni
á ári — á kappreiðunum i Derby,
svaraði Jill. — Vertu ekki of fljót
á þér — hvorug okkar hefur efni
á að tapa tíu krónum á þessum
erfiðu tímum. Ég er glöð yfir því
að þú færð svona skemmtilegt boð
á afmælisdaginn þinn — sé þig
seinna. Hún brosti skyldurækin
þegar hún gekk brott, en hvernig
sem hún reyndi að hugsa ekki um
það fann hún sáran, skarpan sting
í hjarta sínu . . .
Eldri hjúkrunarkonurnar á Fag-
urvöllum höfðu þau forréttindi að
fá teið borið til sín í eigið hvíld-
arherbergi, og seinna um daginn
þegar Jill hafði skolað niður ein-
um tebolla og blaðað í gegnum
myndablað, var hún á leið yfir
anddyrið þegar straumlínulagaður
skínandi, svartur bíll kom akandi
og stanzaði við tröppurnar
Gestir. hugsaði Jill. sem þekkti
bíla flestra læknanna. en það var
enginn tími til að stanza og at-
huga hvers kyns mannlegan farm
þessi afar dýra bifreið innihélt.
Hún hafði skilið Söndru eftir und-
ir umsjón ungfrú Baerlin, sænsku
nuddkonunnar, sem hafði verið
fengin til að gefa henni nauðsyn-
lega meðferð — og . hlaut þeirri
fyrstu nú að vera lokið. Jill lang-
aði til að ræða við Freja Bearlin
— og ef hún flýtti sér mundi hún
rétt ná henni áður en hún yfirgaf
númer tuttugu og fimm.
Hún var rétt komin að stigan-
um þegar rödd írska dyravarðar-
ins, sem sat í klefa sínum við stóru
útidyrnar, barst henni til eyrna.
— Systir Forster —
— Já, Patrik? hún sneri sér við
dálítið óþolinmóð.
— Það er herramaður hérna að
spyrja um ungfrú St. Just — þér
hringduð niður til að segja, að
enginn mætti fara upp til hennar
í hálftíma og hann er ekki liðinn
ennþá.
— Allt að því. Ef þér viljið
koma upp, getið þér beðið fyrir
utan herbergið hennar í nokkrar
mínútur ef þess gerizt þörf. Jill,
sem hafði gengið til baka stóð
andspænis manninum sem hún
hafði nú uppgötvað. að hafði kom-
ið í hinni íburðarmiklu bifreið.
Svo að þetta var Glynn Errol!
Ilann var fríðari en myndirnar
sem hún hafði séð gáfu til kynna.
Ekki eins hávaxinn og Vere Carr-
ington, en hann bar hæð sína með
sjálfsöruggu kæruleysi, Ijóshærður
— hann var ekki með hatt —
með ótrúlega ljós augu, sem virt-
ust allt að því græn í vissri birtu.
Kattaraugu! hugsaði Jill og það
var eitthvað fremur kattarlegt við
eiganda þeirra.
Gráu sumarfötin hans voru
auðsjáanleaa mjög dýr og blátt
hálsbindið með gulum yrjum var
í stíl við vasaklútinn, sem gægðist
upp úr brjóstvasa hans. Hann
var vissulega laglegur, vel til hafð-
ur, afkvæmi veraldar sem Jill
hafði fram að þessu haft mjög lít-
ið samband við.
Hann sagði með fágaðri frem-
ur letilegri röddu:
— Þakka yður kærlega fyrir. Ég
hef alls ekkert á móti þvf að bíða.
— Komið þá upp, hún sneri sér
við og gekk á undan i átt að
lyftunni. Það var aðeins þegar
eitthvað sérstakt var um að vera,
eða sjúklingur þurfti á hjáip að
halda, að dyravörðurinn stjórnaði
lyftunni. f dag var það Jill sem
þrýsti á hnapp númer þrjú. Með-
an lyftan steig upp, fann hún að
samferðamaður hennar horfði á
hana, en hún hafði ekki minnsta
áhuga á að vita hvað hann hugs-
aði, hún sjálf var ósjálfrátt farin
að bera hann saman við Vere Carr
ington. Það virtist algerlega
ómögulegt, að stúlka með fullu
viti gæti haldið áfram að hafa
áhuga á þessum manni þegar hún
hafði hitt Vere. En hún — JiU
— hafði nú aldrei verið gefin fyr-
ir listræna menn. Henni fannst
það óhugsandi að núna. þegar
Sandra hafði kynnzt Vere gæti
hún haldið áfram að hafa áhuga
j á þessum manni. Hún gleymdi því,
I að Vere tilheyrði hennar — JiU —
heimi, en Glyn Errol tilheyrði
heimi dansmeyjarinnar, og þau
hlutu að eiga margt sameiginlegt.
Þegar þau fóru fram hjá fyrstu
hæðinni, rauf Glyn Errol þögn-
ina: — Hvernig hefur hún það?
Gekk allt að óskum?
Jill leit rannsakandi á hann og
þégar hún sá hann brosa, varð
hún enn ákveðnari í þvi, að hann
væri ekki fyrir hennar smekk. Það
hvíldi augljós hörkusvipur yfir vel
löguðum munninum. Hann mundi
ekki verða miskunnarlaus — eins
og Vere, hann mundi hreinlega
verða óvingjarnlegur.
— Ég á við hvort það sé nokk-
ur von tU þess að hún verði heil-
brigð, útskýrði hann. — Eða er
þetta allt tU einskis?
— Það er vissulega ekki „tíl
einskis," sagði Jill hvasslega. —
Eftir sex mánuði — e.tv. enn
fyrr, ætti ungfrú St. Just að vera
farin að dansa aftur — þ.e.a.s.
ef hún ekki gerir of mikið áður
en henni er leyft það.
— Jæja, verður hún það? sagði
hann ósnortinn. — Það eru góð
ar fréttir. En hann virtist langt
frá því að vera ákafur, og Jill
fann til vanþóknunar. Lyftan
stanzaði einmitt í ann mund.
Errol lávarður vék til hliðar svo
að hún gæti gengið út á undan
honum, og um leið og hún gekk
út á stigapallinn, gat hún ekki
gert að sér að spyrja:
— Bjuggust þér ekki við að
uppskurðurinn myndi heppnazt?
Hann yppti öxlum. — Ég er
hræddur um, að ég hafi ekki mikla
trú á læknum. En hvað sem öðru
líður er ég reiðubúinn að viður-
kenna þegar ég hef á röngu að
standa En ég býst við að henni
hafi liðið illa meðan á þvi stóð.
— Ef þér eigið við. að hún
Otvarpið
Þriðjudagur 10. maí
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna
15 00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð
degisútvarp
18.00 Þjóðlög.
18 45 Tilkvnn
ingar. 19.20 Veðurfregnir 19 30
Fréttir 20.00 fslenskir iista-
menn flytja verk islenzk.-a hóf
unda; VI: Svala Nilsen svngur
lög eftir Skúla Halldórsson.
Höf. leikur á píanóið 20.30 Það
svarrar á hleinum við Horna
fjörð Dagskrá um sikipssk iðana
frönsku á sönduni Austur-
Skaftafellssýslu. 21.50 Forleik
ur um hebresk stef op 34 eítir
Prokoffjeff. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir 22.15 „Mynd í
spegli“. saga eftir Þóri Bergs
son. Finnborg Örnólfsdóttir og
Arnar Jónsson lesa (1) 22.35
„Alltaf brosandi“- ttupert
Glawitsch syngur óperettulög.
22.50 Á hljóðbergi Björn Th.
Björnsson stj. 23.25 Daesikrár-
lok.
Miðvikudagur 11. maf
7.00 Morgunútvarp 12.00 Háieg
isútvarp 13.00 Við vinnuna 15.
00 Miðdegisútvarp 16.30 Siðdeg
fSBBB
isútvarp
18 00 Lög á
nikkuna 18 45
Tilkynningar 19.20 Veðurfregn
ir 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt
mál Árni Böðvarsson flytur
þáttinn 20.05 Efst á baugi
Björn Jóhannsson og Tómas
Karlsson tala um erlend mál-
efni. 20.35 Raddir tækna Ragn
ar Karlsson talar um svafn og
svefntruflanir. 21.00 Lög unga
fólksins Gerður Guðmundsdótt
ir kynnir. 22.00 Fréttir >g veð
urfregnir. 22.15 ..Mvnd I snegli“
saga eftir Þóri Bergssoa Finn
borg örnólfsdóttir og Arnar
Jónsson lesa (2 ) 22.35 Kammer
tónleikar. 23.15 Dagskrárlok.