Tíminn - 10.05.1966, Qupperneq 14
14
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 10. maí 196fi
Verð fjarverandi
frá 10. þ.m. um óákveðinn tíma.
Jóhanna Hrafnfjörð, Ijósmóðir
LOFTORKA S.F.
TILKYNNIR
Tökum að okkur hvers konar jarðvegsframkvæmd
ir. Höfum til leigu öll tæki þeim tilheyrandi. Ger-
um tilboð, ef óskað er.
LOFTORKA SF., — Verktakar, vinnuvélaleiga,
Hólatorgi 2, sími 21450.
Vi3 þökkum innilega,
samúS, virðingu og þátttöku vi3 útför móður okkar tengdamóður,
Maríu Sigríðar Jónsdóttur
frá Þóroddsstöðum,
sem fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju 7. maí.
Sérstakar þakkir færum við Ólafsfirðingafélaginu á Akureyri, sem
mættl fjölmennt með karlakór við för skipsins snemma morguns, og
Jónf J. Þorsteinssyni fyrir kærleiksrík kveðjuorð til látinnar móður.
Kfrkjukór Ólafsfjarðar og Ólafsfirðingum öllum þökkum við al-
menna hluttekningu, söng við komu skipsins, skreytingu kirkjunnar,
komu til kaffiboðs i félagsheimilinu, ávarp bæjarstjórans þar,
virðulega kirkjuathöfn prestsins og dýrðarsöng lóanna við opna
gröflna.
Stjórnendum Drangs og skipsmönnum þökkum við góða ferð út
Eyjafjörð undir sorgarfána.
Sveinbjörn Jónsson, Guðrún Þ. Björnsdóttir,
Þórður Jónsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Gunnlaugur S. Jónsson, Hulda Guðmundsdóttir,
Ágúst Jónsson, Margrét Magnúsdóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vinarhug og
samúð við andlát og útför,
Inga Þórs Stefánssonar
Þá viljum við þakka af hærðum hug öllum þeim sem styrktu okkur
í hans löngu sjúkdómslegu, þakka viljum við sérstaklega stjórn
Loftleiða og starfsfólki ómetanlega aðstoð.
Hrefna Ingimarsdóttir,
Stefán Ingason,
Sigmar Ingason.
Útför móðursystur minnar,
Ingigerðar Símonardóttur
fer fram f Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. þ. m. kl. 10,30.
Jóannes Zoega.
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir
fyrrum húsmóðir í Stóradal,
verður jarðsungtn að Svínavatni fimmtudaginn 12. maí. Athöfnin
hefst með húskveðju i Stóradal klukkan 2.
Hanna Jónsdóttir, Sigurgeir Hannesson,
Guðrún Jónsdóttir, Hjörtur Hjartar,
Guðfinna Einarsdóttir, Barnabörnin.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát cg jarðarför systur okkar,
Málfríðar Guðjónsdóttur
Krossi, Austur-Landeyjum.
Sérstakar þakkir færum við Árnýju Sigurðardóttur og fjölskyldu
hennar fyrir vináttu þeirra við hina látnu. Einnig þökkum við
heimsóknir f erfiðri sjúkdómslegu.
Systkin hinnar látnu.
Móðir mfn
Ingibjörg Jónsdóttir
Litlu-Brekku Grímsstaðaholti
andaðist f Landakotsspítala 8. þ. m.
Fyrir hönd systkina.
Eðvarð Sigurðsson.
Kosninga-
handbók
Fjölvíss
fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 1966
er komin út.
þar er að finna allar upplýsingar um nokkrar und-
anfarnar bæjarstjórnarkosningar og síðustu al-
þingiskosningar. Ennfremur er rúm til að skrifa
niður úrslit komandi kosninga.
Kosningagetraun er í bókinni.
Allir þekkja kosti Fjölvísshandbókanna. Bókin
fæst í öllum bóka- o'g blaðasölustöðum um land
allt.
BÓKAÚTGÁFAN fjölvís.
VINNA
Stúlka með gagnfræðapróf
óskar eftir vinu á skrif-
stofu eða verzlunarstörf,
helzt í vefnaðarvörubúð
eða bókabúð.
Upplýsingar í síma 40821.
Herbergi
óskast
Ungur, reglusamur maður
óskar eftir herbergi sem
fyrst. Upplýsingar i síma
20367 milii kl. 12 —1 og
eftir kl. 7 á kvöldin.
anum nýjustu útgáfu af ensku al-
fræðiorðabókinni, Enryclopædia
Britinnica. Orð fyrir þeim hafði
Einar Guðmundsson. Forseti Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands flutti kveðju frá samband-
inu, og Einar Thoroddsen, yfir-
hafnsögumaður flutti kveðju frá
skipstjóra- og stýrimannafélaginu
Ægi.
Að lokinni skólauppsögn höfðu
menntamálaráðherra, doktor Gylfi
Þ. Gíslason, og frú boð inni í
ráðherrabústaðnum fyrir alla við
stadda. Þar ávarpaði menntamála-
ráðherra gesti og flutti skólanum
þakkir fyrir starf hans í þágu ís-
lenzku þjóðarinnar á liðnum árum
og óskaði honum velfarnaðar í
framtíðinni.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 12.
uppsagnafrest landsliðsþjálfara
lengri en það, að hann gæti hætt
störfum fyrirvaralaust. Ég vona,
að „Austurbæingur" Iáti sér þessi
svör nægja.
-alf.
LÓÐAMÁL
Framhald af bls. 1.
standa á þessu loforði í bláu bók-
inni, sem menn munu fá í hendur
innan tíðar, en þessar eru nú efnd
irnar. Halda menn að loforðin
verði betur efnd, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn fær aukið fylgi í kosn-
ingunum annan sunnudag?
STÝRIMANNASKÓLINN
Framhald af 16. síðu.
Af 50 ára prófsveinum talaði Loft-
ur Bjarnason útgerðarmaður. Þeir
færðu skólanum að gjöf líkan af
íslandi og landsgrunninu' smíðað
af Bajdri Ásgeirssyni eftir frum-
gerð Páls Ragnarssonar, sjómæl-
ingamanns. Nikulás Jónsson, skip-
stjóri, hafði orð fyrir 45 ára próf-
sveinum. Þeir færðu skólanum fjár
hæð í Styrktarsjóð nemenda. Af
25 ára prófsveinum talaði Hall-
dór Sisurþórsson Þeir gáfu skól-
anum kennslutæki í siglingaregl-
um. 20 ára prófsveinar færðu skól-
BARNAHEIMILI
Framhald af bls. 16.
ur búin tækjum en nú gerist,
að Vinnuskóli Reykjavíkur veiti
viðtöku öllum þeim unglingum,
er til hans leita, og reynt verði
að hafa sem fjölbreytilegust og
þroskavænlegust verkefni við
hæfi pilta og stúlkna,
að fjárhagsstuðningur verði
veittur þeim aðilum, er skapa
reykvískum mæðrum og börn-
um skilyrði til sumardvalar í
sveit.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Framhald af bls. 5.
í garð ríkisstjórnarinnar. en
það er sjálfur viðskiptamáln-
ráðherrann Gylfi Þ. Gíslason.
í ræðu á Alþingi 31. marz s.
I. sagði liann m. a-: „Ilvarvetna
í veröldinni myndu myndu i
menn telja 10% verðbólgul
mikla verðbólgu, og ég hygg
að langflestir séu sammála um
það, að svo mikil verðbólga
hljóti að teljast skaðleg. Hagn
aðurinn fellur í skaut aðilum,
sem ekkert hafa til hans unnið,
— hagnaðurinn er afleiðing af
óstjórn í þjóðfélaginu, en mikil
verðbólga hlýtur að teljast
óstjóm þegar til lengdar læt-
ur“.
Hann talar hér skilmerkilega
um óstjórn, ef verðbólgan fer
yfir 10%.
En hver hefir þá verðbólgan
orðið undanfarin 6 ár.
Neyzluvöruv ísitalan hefur
hækkað úr 101 í 214 st, eða um
112%, en það eru um 18,6%
að meðaltali á ári.
Byggingarvísitalan hefir
hækkað úr 132 í 281 stig, eða
um 113%, en það eru am 18.
8% að meðaltali á ári.
Viðskiptamálaráðh. reiknar
að vísu verðbólguna fyrir eitt
og eitt ár í senn tll þess að fá
út lægri tölur en það stoðar
heldur ekkí, vcxtur verðbólg-
unnar er samt langt fyrir ofan
10% á ári.
Viðskipamálaráðherra hefir
þannig staðfest þann dóm
Framsóknarmanna, að óstjórn
sé ríkjandi i efnahagsmálum
þjóðarinnar. En ætli hann
breyti þá um stefnu þegar hann
hefur nú loksins komizt að
þessari niðurstöðu? Hver býst
við því?
En muna mætti hann eina
málsgrein úr 1. maí-ávarpi full
trúaráðs verkalýðsfélaganna í
Rvík í vor:
„Verkalýðssamtökin Iíta það
mjög alvarlegum augum, að
margítrekuð Ioforð ríkisstjórn
arinnar um stöðvun verðbólg
unnar, hafa reynst marklaus,
og má þar minna á síðustu verð
hækkanir á brýnustu lífsnauð
synjum almennings, sem bitna
harðast á tekjulágum baruafjöl
skyldum".
Þetta segja forystumenn
verkalýðssamtakanna, þ. á. m.
stuðningsmenn ríkisstjórnarinn
ar.
Sigurvin Einarsson