Tíminn - 10.05.1966, Page 16
Úti á þekju!
TK-Reykjavík, mánudag.
Þessi klausa var á baksíðu Morg-
unblaðsins í gær og eins og les-
endur geta séð er þar fjallað um
það, sem mikla frétt, að húsmæð
ur, sem bundnar eru heima yfir
börnum sínum, skyldu sækja um
starf, sem auglýst var við hæfi
húsmæðra, sem bundnar eru
heima. Segir Mbl. að hinn mikli
fjöldi umsókna bendi til þess, að
margar húsmæður vilja gjarna
drýgja tekjur heimilisins. Það var
gott, að þeir fundu það. Sann-
leikurinn er sá, að afkoma margra
heimila, einkum barnmargra er
mjög bág nú. Tekjur heimilisföð-
urins hrökkva ekki fyrir nauðþurft
unum. Það færist mjög í vöxt, að
konur vinni úti hálfan eða allan
daginn til að létta undir við tekju
öflunina. En þær eru æði marg-
ar, sem vildu geta tekið þátt í
tekjuöfluninni en geta það ekki
vegna þess, að þær eru bundnar
yfir börnum sínum heima og geta
hvergi komið þeim fyrir — svo
er slóðaskap borgarstjómarmeiri-
hlutans fyrir að þakka í dagheim-
ila og leikskólamálunum. Klausan
á baksíðu Morgunblaðsins sýnir
bezt, hve úti á þekju þessir menn
eru í þessum málum sem fleiri
málum. Þeir verða bara hissa! Það
gæti verið, að Reykvíkingar gerðu
þá enn meira undrandi, þegar
úrslitin í borgarstjórnarkosningun
um verða birt. Það getur verið,
að það borgi sig að auglýsa í
Morgunblaðinu, en það borgar sig
áreiðanlega ekki fyrir borgar-
stjórnarmeirihlutann, að auglýsa
það í Morgunblaðinu, hve úti á
þekju þeir eru varðandi helztu
vandamál heimilanna í þessari
borg.
STYRIMANNASKOLINN
|j|j| ||; |
1 JirnSK
v#r aastysi Siarf i 'Xtotgm*. V
'lWiðfcwvíí Jwti húsnueór.i. ^
bntwtnar er« luúma vWi
ísiötf sm, tilfeoðin ttð
» srndast 111 hlnðstas. nvorfel ’
J tnvirá oe tr.snna en a þriffjai
V ItnntlruS umsóknir mn ssnrfið 1 * 3 4
3 hlnist es' feoífti onplvsAmlintt
Jorti X >>i 'áí gttll feafi vttrfð.
i fessáa var * sewUfrrðahii er
I REYKJAVIK 75
2879 skipstjórnarmenn hafa útskrifazt frá skólanum
EJ-Reykjavik, mánudag.
Stýrimannaskólanum í Reykja
vík var sagt upp s.l. laugardag
í 75. sinn. Viðstaddir skólaupp-
sögnina voru forsætisráðhcrra,
menntamálaráðherra, sjávarút-
vegsmálaráðherra, borgarstjóri og
fleiri gestir, meðal þeirra margir
af eldri nemendum skólans. í til-
efni 75 ára afmælis skólans rakti
skólastjóri, Jónas Sigurðsson, nokk
uð aðdraganda að stofnun skól-
ans og starfsemi hans á þessum
75 árum. Gat hann þess, að alls
hefðu brautskráðst frá skólanum
2879 skipstjórnarmenn og auk
þess 494 á námskeiðum skólans
úti á landi.
I upphafi minntist skólastjór-
inn tveggja nemenda, sem látist
höfðu af slysförum á skólaárinu,
þeirra Steinars R. Elíassonar úr
Reykjavík .og Óla Gunnars Hall-
dórssonar.
Að þessu sinni luku 15 nem-
endur farmannaprófi og 74 fiski-
mannaprófi, en í janúarlok höfðu
7 lokið hinu minna fiskimanna-
prófi. Við farmannaprófið hlaut
einn ágætiseinkunn, tíu fyrstu
einkunn og 4 aðra einkunn. Við
fiskimannaprófið hlutu 7 ágætis-
einkunn, 48 fyrstu einkunn, 17
aðra einkunn og 2 þriðju eink-
unn. Efstur við farmannapróf var
Pálmi Pálsson með 7.46 og hlaut
Mta m þess, tið 'mxrgxt hns i
æðwr vHj* gjatwm drýgi* t
ilráttr betaifUsitts. ti |«or g-cttt l
i itattið siortitttt heÍaiA, svoi
Éttg ttö #ttj;}ýíd»K t úthreiddosta í
ilhlafetaa feorEttr siic 'btOU 1;
Haíþór fínnur síld
Reykjavík, mánudag.
Eins og sagt hefur verið frá í
fréttum hóf v.s. Hafþór síldarleit
út af Austurlandi s.l. fimmtudag.
Þær fréttir bárust frá skipinu í
morgun, að góðar síldartorfur
hefðu fundist um 240 sjm. rétt-
vísandi austur af Kambanesi. Torf-
urnar voru á 10—20 faðma dýpi í
nótt, en dýpkuðu á sér með morgn
inum, og voru um kl. 7 í morg-
un á 80—100 faðma dýpi. Vs. Haf
:þór mun fylgjast nánar með síld-
i argöngu þessari næstu dægur. Skip
jstjóri á v.s. Hafþóri er Benedikt
; Guðmundsson.
hann verðlaunabikar Eimskipafé-
lags íslands, farmannabikarinn.
Efstur við fiskimannapróf var Þór
ir H. Stefánsson með 7.52, og
hlaut hann verðlaunabikar Öldunn
ar, Öldubikarinn. Hámarkseink-
unn er 8.
Bókaverðlaun úr Verðlauna- og
styrktarsjóði Páls Halldórssonar
fyrrverandi skólastjóra hlutu eft-
irfarandi nemendur, sem allir
höfðu hlotið ágætiseinkunn: Úr
farmannadeild: Pálmi Pálsson. Úr
fiskimannadeild: Aðalsteinn I.
Guðmundsson, Finnbogi H. Magn-
ússon, Jónas .K Björnsson, Ólafur
G. Gíslason, Óskar Þ. Karlsson,
Þórir H. Stefánsson og Ægir
Björnsson. Þá veitti Skipstjórafé-
lag íslands bókaverðlaun í fyrsta
sinn fyrir hámarkseinkunnina 8
í siglingareglum í farmannaprófi.
Þau verðlaun hlaut Friðrik Björns
son frá Siglufirði. Verðlaunin af-
henti í þetta sinn formaður Skip-
stjórafélags íslands, Jón Eiríks-
son.
Viðstaddir skólauppsögn voru
margir af eldri nemendum skól-
ans, meðal þeirra tveir, sem
brautskráðust fyrir 60 árum, þeir
Bernharður Guðmundsson og Guð
ARA
mundur Guðmundsson. Bernharð
ur tók til máls og rifjaði upp
gamlar minningar. Einn úr elzta
árgangi skólans er enn á lífi, Ottó
N. Þorláksson. Hefur hann oft
verið viðstaddur skólauppsögn, en
gat ekki komið að þessu sinni.
Framhaid á bls. 14.
Ha, fimm lögfræðingar! —
Var ekki einhver að tala um
flokk allra stétta?
BARNAHEIMILI - VINNU-
SKÓLI - SUMARDVÖL
Framsóknarflokkurinn telur
arýna nauðsyn að fjölga verði
dagheúnilum, dagvöggustofum
Dg leikskólum í borginni, m.a.
vegna þess að fleiri og fleiri
mæður verða að afla heimil-
um tekna með starfi á almenn-
am vinnumarkaði vegna sívax-
andi dýrtíðar. Leggur flokkur
inn áherzlu á:
að dagheimilum og leikskólum
verði hið fyrsta komið upp í
þeim borgarhverfum, þar sem
þessar stofnanir eru nú ekki
til,
að komið verði á fót heimili
fyrir einstæðar mæður,
að fjölgað verði leiksvæðum í
borginni, bæði gæzluvöllum og
opnum leiksvæðum, og þau bet
Framhald á bls 14
Ráðharrar og ýmsir gestir við uppsögn Stýrimannaskólans á laugardag.
(Tímamynd GE)