Tíminn - 28.05.1966, Page 3
LAUGARDAGUR 28. maí 1966
f
TÍMINN _____________________
■■MHiiinnnBHBMMnMnMnHBflBnMní
I INPÆIU STRIDI
Tíminn brá sér nýlega á
æfingu í Þjóðleikhúsinu,
þar sem verið er að búa
leikritið Ó, þetta er indælt
stríð, til sýningar. Óefað
munu vera deildar mein-
ingar um, hversu indælt
stríðið 1914—18 var, en
séð í ljósi þeirrar sérstæðu
söguskoðunar, sem um
það bil er að sjá dagsins
ljós í Þjóðleikhúsinu, þá
er enginn vafi á því, að
margt skoplegt og sumt
indælt hefur hent á þeim
árum. Auðvitað er þarna
um einbert háð að ræða,
sprottið upp í Bretlandi,
þar sem stríð hefur lengst
af verið hetjubarátta og
vígvalladauði hetjudauði.
Það kemur því kannski úr
hörðustu átt, þegar svona
grín berst út um heims-
byggðina frá gamla heims
veldinu.
Annars kemur manni í
hug, að mikið eigi sú þjóð
gott, sem geti narrast á
fínlegan hátt að hálfheil-
ögum hlutum. Ýmsir hafa
orðið til að skilgreina
stríð, og margt, sem kem-
ur fram í þessu leikriti,
kemur engum á óvart.
Samt var sá munur á stríð
inu 1914^Í8, og heims-
styrjöldinni síðari, að
fyrra stríðið var hvergi
nærri algjört 1 þeim mæli,
að um útrýmingarstríð
væri að ræða. Miðað við
síðari heimsstyrjöldina
var stríðið 1914-18 bókstaf
lega rómantískt stríð.
Þetta kemur m. a. fram í
öllu gríninu í leikritinu,
sem er þó nokkuð grátt á
köflum.
Myndirnar hér á síðunni
voru teknar meðan stóð á
æfingu á leikritinu. Þær
segja sína sögu að nokkru
leyti, en um svona verk
gildir það, að ekk; verður
sagt frá því, né verður það
sýnt í myndum. Fólk verð
ur að fara og sjá það.
(Tímamynd B. B.)
Palmer leikstjóri og þýSandl I
heimsókn
ivX-tf&Wííi
................. *■ ■ ■ ■ ■"
j? \
i
„Kvíddu ekki neinu þína byrði ber/ með bros á vör"
Lanrezac og sir John iFrench krossast og kyssast.
liilii.
V • nvj
■
Gamla Þýzkaland með bakið beint.