Tíminn - 28.05.1966, Qupperneq 7
IAOGARDAGTJR 28. maí 1966
ar aö byggja svo aö ekki veitir
stf.
— Já, það er nauðsynlegt að
leggja að sér, ef maður ætlar
að byggja yfir sig, næturvarzl-
an er ágætt aukastarf, rólegt
og þægilegt. Ég er á vakt tvær
helgar í mánuði og svo leysi
ég næturvörðinn af í frium og
þegar hann er veikur.
— Er ekki dálítið einmana-
legt að hírast þarna um helg-
ar, þegar ungt fólk er yfirleitt
að skemmta sér?
— Ekki finn ég mikið fyrir
því. Ég á frí tvær helgar í
mánuði og get þá skemmt mér,
ef mig langar til, en ég er
ekki mikið gefinn fyrir það
Haraldur Haraldsson
sem stendur, maður er heldur
ekki að vinna svona mikið til
að eyða peningunum í skemmt-
anir.
— Hvað er það, sem aðal-
lega þartf að gæta þarna vestur
frá?
— í»að er bæði bíóið og svo
útibú Landsbankans. Það er
nú reyndar ekki fyrir amatöra,
að gera innbrot þar, því að allt
fémætt er geymt í rammbyggð-
um peningaskáp. Það vildi þó
koma fyrir, áður en byrjað var
að hafa næturvörzlu þama að
fólk brytist inn. en ég held
að það hafi ekki haft neitt upp
úr krafsinu, og eftir að ég byrj
aði hefur slíkt aldrei. komið
fyrir.
— Er nokkuð fémætt í bió-
inu?
— Nei, nei, þar er ekkert
geymt nema sælgæti, en næt-
urvörðurinn þaitf að hafa um-
stjón með því að allir bíógest-
ir hafi horfið á brott út hús-
inu, og eins að gæta þess, að
hvergi leynist eldur, en fóik
fer oft gáleysislega með eld.
Ég þarf að sópa andyrið fyrst
á vaktinni, og hef svo frjabar
hendur það sem eftir er nætur.
Þá gríp ég venjulega í bók,
legg kapal eða finn mér eitt-
hvað annað til dundurs. Um
helgar verð ég oft áhorfandi að
ýmsu skemmtilegu, þ.e.a.s , þeg-
ar fólkið kemur út af Sögu.
Það hefur í frammi gífurleg
háreisti, hróp og köll, og tekur
ekkert tillit til þess að petta
er hótel og gestirnir þurfa
svefnfrið.
— Reynir þetta fólk aldrei
að koma í heimsókn til þin?
— Nei, það hefur ekki kom-
ið fyrir ennþá, en það er aldr-
ei að vita upp á hverju folk
tekur, þegar það hefur drukk-
ið of mikið. Ég hef verið biess-
unarlega laus við alla áreitni
fram til þessa, nema einu smm,
þegar piltungur nokkur reyndi
að stela bílnum mínum, sem
^t.óð þarna fyirir utan. Mér
þótti nú hálf lítilíjörlegt af
honum að vera að þessu rétt
fyrir framan nefnið á mér, kall
aði til hans og þá tók kapp-
inn á rás eins fljótt og fætur
toguðu. Annars hefur lítið frá-
sagnarvert komið fyrir í starf-
iniu.
— Og þú kannt sem sagt
ágætlega við þig?
— Já, alveg tvímælalaust, og
þetta er fremur vel borgarð.
Það hafa allir not fyrir auka-
tekjur, ég tala nú ekki um,
ef fólk er að byggja og ætl-
ar sér að eignast eitthvað. Það
er líka skemmtilegast að hafa
dálítið fyrir hlutunum, ég held
að hamingjan sé fólgin í vinnu,
en sé hvorki föl eða til láns.
Hef hleypt inn tveim-
ur konum, sem flúið
höfðu heimili sín.
— Hvaða foosti hefur nætur-
varðarstarfið umfram önnur
störf spyr ég Pétur
Bjömsson, sem gegnt hefur
næturvarðarstöðu á City Hó
tel um 7 ára skeið. Hann bros
ir lítið eitt, ef til vill vegna
fávizkunnar í mér, en svarið
vefst dálítið fyrir honum.
Kannski er ekki til neitt ákveð
ið svar við henni. Vitaskuld
hefur næturvarðarstartfið kosti,
og galla eins og önnur störf,
en er ekki við allra hæfi. En
Pétur kiann greinilega vel við
sig í starfinu, enda mun hann
elztur hótelvarða í bænum,
bæði að aldri og starfsaldri.
— Þetta er fjölbreytt starf
og skemmtilegt, maður kynn-
ist mörgu skemmtilegu fólki,
og næturvinnan gerir það að
verkum, að ég hef frjálsar
hendur á daginn, þegar allir
aðrir eru að vinna. Þegar ég
hef fengið mér blund að loknu
starfi, tek ég gjarnan í bílinn
minn og ek eitthvað út úr bæn
um. Maður er alltatf að upp-
götva nýja og nýja fegurð í ná
grenni Reykjavíkur. Það er
samt nokkrum vandkvæðum
bundið að snúa sólarhringnum
svona við, svefninn vill
oft verða útundan einkum á
sumrin, þegar sólin skín og
mann langar út í náttúruna.
Annars þaxf ég ekki svo ýkja
mikinn svefn.
— Er næturvarðarstarfið
ekki rólegt?
— Ekki get ég nú sagt það.
Þetta er mjög ábyrgðarmikið
TÍMJNN
lega ábyrgð á hóteBnu % hluta
sólarhrings. Verkefnin eru l£ka
næg, það er varla hægt að festa
sig við að lesa bók smástund,
því að alltaf er eitthvað, sem
kallar að. City Hótel hefur þá
sérstöðu, að þar er hægt að fá
hressingu á nætumar, sé þess
óskað. Þetta er mjög vel þeg
ið af leigjendunum, og það er
í mínum verkahring að atf
greiða þessar næturpantanir. í
svona starfi getur alltaf ertt-
hvað komið fyrir. Gestur getur
til að mynda farið fram á eitt
hvað, sem hótelið leyfir ekki,
og þá varð ég að taka í taum
ana. Einnig verðum við fyrir
talsvferðir ásókn af reykvísk-
um næturhröfnum, sem þykj-
ast vera utanbæjarmenn og
vilja fá leigt Ef mér þykir
fólkið eitthvað grunsamlegt
legg ég fyrir það sakleysisleg
ar og kænlegar spurningar, þar
til hulunni er svipt af. Maður
verður talsverður mannþekkj
ari í svona starfi.
— Er innanbæjarfólki al-
gerlega bannað að fá inni?
— Já, þannig er það yfir
leitt á öllum hótelum, og frá
þeirri reglu má ekki gera frá
vik. Reyndar hef ég nú gert
það tvisvar, en það var undir
þannig kringumstæðum, að ég
gat ekki sagt nei. Það var um
að ræða konur, sem flúð höfðu
heimilin og voru mjög miður
sín. Annars er þetta algerlega
bannað.
— Vill það ef til vill koma
fyrir, að fólk laumist út með
pjönkur sínar um miðja nótt
til að komast hjá því að borga.
— Nei, það hefur aldrei
komið fyrir hjá mér, enda eru
viðskiptavinir okkar flestir af
betra taginu, jafnt íslendingar
sem útlendingar, og mikið er
um fólk, sem leigir hjá okkur
alltaf, þegar það kemur í bæ-
inn og er orðið að nokkurs
konar föstum viðskiptavinum.
Útlendingastraumurinn er sí
fellt að aukast, og ég hef kom
izt í kynni við marga skemmti
lega ferðamenn. En ég er far
inn að reka mig á það, að við
starfsfólkið á hótelunum, er-
um alls ekki nægilega mennt-
uð til að taka á móti útlend
ingum I stórum stíl. Okkur
brestur málakunnáttu og
kunnum ekki nægilega mikið
í umgengnisvenjum. Þetta
þyrfti að breytast, ef vel ætti
að vera, en með óbreyttum
launakjörum, er eflaust erfitt
að fá menntað fólk til að vinna
starf. bví að maður ber eigin að hótelstörfum.
I
J9
BRÉF TIL BLAÐSINS
Eru það aðeins þeir, sem
ekki vilja kirkjur, sem
biðja um sjúkrahús?
Prestur einn, sem flutti út-
varpsguðisþjónustu nú fyrir noidcru
ræddi í prédikun sinni meðal ann
ans um heilsufar þjóðarinnar,
lengri meðalaldur o. s. frv. Kvað
hann suma vilja byggja sjúkra-
hús í kirfcna sitað, og þótt hann
teldi iæknis- og hjúkrunarstörfin
hin göfugustu og vegsamaði þau
á allan hátt, þá komst hann svo
að orði, ef ég man rétt, — að það
lægi við, að sér fyndist óhugnan-
legt, ef þjóðin yrði svo veikluð,
að hún þyrfti á öllum þeim sjúkra
húsum að halda, sem þeir bæðu
um, sem efcki vilj.a kirkjur. —
Eftir orðanna hljóðan verður
ekki annað séð, en að þeir, sem
mestan og beztan áhuga hafa á
sjúkrahússbyggingum, séu mót
fallnir kirkjubyggingum. Ber ef
til vill að slkilja þetta svo, að
sjúkrahús og kirkjur séu andstæð
ur, og að þeir einir, sem efcfci
vilja kirkjur biðji um sjúfcrahús
— og að þeir, sem biðja um
kirkjur vilji ekki sjúkrahús?
f ræðu sinni ræddi prestur einn
ig um það, að öll þörfnuðumst
við trúar, og sízt Skal það ve-
fengt hér.
Nú hef ég fyrir mitt leyti ekk
ert á móti kiifcjubyggingum, svo
ótrúlegt sem það er, af því að
ég hefi verulegan áhuga á fram
gangi sjúkrahússmálanna. En eftir
að hafa hlýtt á þessa ræðu prests
ins, þá verður mér á að spyrja:
Er trúin fyrst ög fremst og ein-
vörðungu sótt í kirkjurnar nú á
dögum — og ef sú trú, sem þang
að er sótt, glæðir efcki verulega
áhuga manna á líknarmálum, þar
á meðal nauðsynlegum sjúkra-
hússbyggingum, (því að engan
veit ég hafa beðið um sjúkrahús
umfram þarfir, hvort sem hann
er með eða móti kirkjubygging-
um), er það þá kristin trú, sem
þar á í hlut?
Gekk efcki sjálfur Kristur um
og læknaði sjúka, jafnframt því
sem hann kenndi og sagði dæmi-
sögur, þar á meðal söguna um
Misfcunnsama Samverjann? Sjálf-
ur lagði presturinn út af einni
„lækningu" Krists í fyrrnefndri
ræðu. Ekki minnist ég þess, að
Kristur hafi beitt sér fyrir bygg-
ingu samfcunduhúsa né boðið sín-
um lærisveinum, að þeir skyldu
íburðarmiklar kirfcjur reisa, hvar
í hans kenning skyldi boðuð af
sérlærðum prestum. Hins vegar
lagði Kristur áherzlu á að lækna,
líkna og hugga, hvar sem þess
gerðist þörf og sagði: „Það, sem
þér gjörið einum af mínum
minnstu bræðrum, það gjörið þið
mér.“
f prédifcun sinni ræddi prestur
um nauðsyn þess að vinna að
bættum hollustuháttum og auk-
inni heilsuvernd. Um það geta
áreiðanlega allir verið honum satn
mála. En meðan hvorki lækn.ir né
prestar kunna svo góð sfcil á
heilsuvernd og hollustuháttum, að
komið verði í veg fyrir sjúk-
dóma — að ekki sé talað um
slys og afleiðingar þeirra, * þá
vil ég ítrefca það, að óg þekki
engan, sem hefur beðið um sjúfcra
hús umfram núverandi þarfir —
þvert á móti er tilfinnanlegur
skortur sjúfcrarúma, bæði fyrir
þá, sem þarfnast skurðaðgerða, lyf
læknismeðferðar, taugasjúklinga
og öryrfcja, svo að nofckuð sé
nefnt. Það liggur því við, að
manni finnist orð prestsins í
ræðunni, ef marka má, minna ögn
á afstöðu prestsins og Levftans,
sem gengu framhjá særða mann-
inum í sögunni um Samverjann
miskunnsama.
Sumir segja, að kirkjiu*nar okk
ar standi hálftómar, flesta venju-
lega helgidaga. Ekki skal ég
dæma um það, en hitt veit ég,
að sjúkrahúsin standa ekki hálf-
tóm — þau eru yfirfull og víða
mörg hundruð manns á biðlista.
Og margir okfcar eldri lækna hafa
lagt á sig næstum ofurmannlegt
erfiði, oft við meira og minna
ófullnægjandi aðstæður til að
hjálpa þeim sjúku. Er þeirra
starf minni guðsþjónusta en starf
presrtsins í kirkjunni?
Sem betur fer hygg ég, að af-
staða presta almennt til sjúkrahús
mála sé mjög jáfcvæð, og ber
sérstafclega að þakka biskupi þá
skilningsríkiu og þörfu ráðstöfun
að vígja sérstakan prest erlendis,
sem hefur það að aðalstarfi að
greiða götu sjúklinga, sem þang
að leita, og aðstoða þá á allan
hátt. Veit sá einn, sem reynt hef-
ur, hversu ómetanlegt er að eiga
þann afbragðsmann í þeirri
stöðu .Slíbt starf er sannarlega
kristindómur og prédikun í \erki.
Ég minnist þess, að eitt sinn
kom ung, eiskuleg kona inn á
stofuna til okkar á Landspítalan
um f fylgd með lærðri hjúkrunar
konu. Þessi unga kona var að
læra að gefa sprautur, því að
þau hjónin voru að leggja af stað
sem kristniboðar til Afrífcu inn
an skamms. Og þau kynntu sér
víst allt það varðandi hjúlkrun og
slysahjálp, sem þau framast gátu.
Enda munu trúboðar yfirleitt vera
að meira eða minna leyti Jæfcnar,
kennarar og hjúkrunarkonur, sem
reisa bœði sjúkrahús og sfcóla
meðal hinna innbornu ___ auk
fcirkna. Þess vegna langar mig að
lokum til að benda fyrrnefndum
presti á orð Albérts Schweitzer,
mannvinarins og trúboðans al-
kunna: „Ég vildi verða læfcnir til
þess að geta starfað án þess að
prédifca nokfcuð. Árurn saman
hafði ég ausið úr orðabelg rnín-
um. Ég hafði með gleði innt af
höndum köllun guðfræðifcennar-
ans. En ég gat ekki hugsað mér
hið nýja starf sam prédiJcun um
trú fcærleifcans, heldur sem
beina framkvæmd hennar."
Ég bið nú umræddan prest að
íhuga þessi orð og það með, hvort
honum finnst fyrrgreind prédifc-
un hans í anda þeirra. Mér er
sagt, að prestur þessi sé val-
menni og drengur hinn bezti f
hvívetna. Þess vegna væati ég
þess, að hann lrynni sér núverandi
ástand sjúkra og örkumla dá-
lítið betur en hann virðist hafa
giert miðað við umimœli hans í
ræðunni, sem ótvfrætt gefa í
skyn, að beðið hafi verið um
| sjúkrahús umfram þarfir og það
geri þeir, sem efcfci vilja kirkjur.
Slífct er mikill missfcilningur, og
því verður mér á að spyrja: Eru
kirkjuræður sem þessi sá kær-
Ieiksboðskapur, sem staðfestir
kristna trú í verki?
___________Útvarpshlustandl.
Fermingar
Fermingarbörn í Setbergskirkju
Grundarfirði, hvitasunnudag 29.
maí.
Drengir:
Arni Halldórsson. Hrannarstíg 4
Bergur Sigurvinsson, Nesvegi 7.
Hermann Breiðfjörð Jóhannesson,
Grundargötu 19.
Páll Guðfinnur Guðmundsson,
Grundargötu 18.
Pálmar Einarsson, Grundarg. 15
Þráinn Nóason, Vindási, Eyrarsv.
Alda Sæunn Björnsd. Grundarg, 9
Agústa Hinriksd., Borgarbr. 6.
Ásta Jerimíasd., Grundarg. 44.
Elínbjörg Kristjánsd., Grundarg.
28.
Pramhalrt = -iis [5