Tíminn - 05.06.1966, Síða 7
SUNNUDAGUR 5. júní 1966
timinn
1?
Gervitungl á að
safna upplýsingum
um ísbjörninn
Frekari upplýsingar um ísbjörninn eru nauðsyn-
legar til þess að hann deyi ekki út — Þess vegna
á að deyfa dýrin, setja radíósenditæki um háls
þeirra og senda á loft gervitungl til að fylgjast
með ferðum þeirra.
Það er orðið ærið langt síðan
menn tóku að hringmerkja sund
fugla tffl að fylgjast með ferðum
þeirra. og á svipaðan hátt hafa
laxagöngur verið rannsakaðar
um langt árabil. Þetta hvort
tveggja þykir bæði sjálfsagt og
eðlilegt, en hitt lætur fremur
undarlega í eyrum, að nú eigi að
fara að hringmerkja ísbimi. Sá,
sem fynst kom fram með þessa
hugmynd, er heimskautalíffræð-
ingurinn Vagn Flyger. Hann er
af dönsikum ættum, en er starf-
andi við háskólann í Maryland,
skammt frá Washington.
Fyrsta alþjóðaráðstefna meðal
heimskautaiíiffræðinga var haldin,
síðastliðið haust. Þar kom meðal
annars fram, að hætta væri á nt-
rýmingu ísbjarna vegna ofveiðL
F.nn er of lítið vitað um lifnaðar
hætti og eiginleika þessa tigna
heimskautadýrs, til þesa að unnt
sé að koma á hagnýfcum ráðstöf
unum því til friðunar. Aðilar að
ráðstefnunni urðu ásáttir um, að
eins og sakir stæðu, ættu ísbjarn
arlöndin fimm,“ hvert í sínu lagi
að hafa með hendi rannsókn á ís
biminum.
„ísbjarnalöndin fimm, eru
Bandaríkin, Noregur, Danmörk,
Kanada, og Sovétríkm. Norðmenn
eiga ísbirai á Spitzbergen, Danir
á Græniandi, Kanadamenn við
strendiur Norður-íshafsins, og
Bandaríkjamenn á ísbreiðum
Alaska. Rússar einir hafa algert
veiðibann á ísfbjömum, því að
eins og þeir sögðu á fyrrgreindri
ráðstefnu, álíta þeir, þá náttiíru-
verðmæti, sem beri að varðveita.
Nú hefur Vang Flyger komið
fram með þá hugmynd, að hring
merkja ísbimi, svo sem að fram-
an greinir. Urn háls dýranna á
að setja 12 kg þungt band, sem
hefur að geyma radóísendi, en
hann gefur uppiýsingar um, hvar
dýrið heldur sig, hvað það er
að gera og hvernig því líður. Þess
ar hringmerkingar eiga að hefj-
Martin Schein, félagi dr. Flygers, i
af deyfingunnL
ast í stórum stil á sumri komanda
en þær koma ekki að neinu veru
legu gagni fyrr en gervitungl hef
ur verið sent á braut til að taka
við upplýsingum frá radíósend-
unum. Nú er geimferðarann
sóknarstofnunin NASA komin í
spilið, og hyggst hún senda upp
næsta vor, gervitungl á braut yfir
bæði heimskautin. Gervitunglið er
af gerðinni Nimbus, og er því
einkum ætlað að senda frá sér
upplýsingar um veðurfrar á þeim
slóðum, sem ísbjörninn heldur
sig. En tækið á einnig að taka á-
móti upplýsingum um háttalag og
ferðir dýrsims.
Dr. Flygr ætlar að takast á
hendur undirbúningsleiðangur til
Spitzbergen, áður en langt um líð
ur, og mun Norska heimskauta
rannsóknarstofnunin skipuleggja
þann leiðangur. Ef til vill mun
sænsk helekoptervél aðstoða hann
en tvær slíkar verða sendar í jökla
og jarðfræðirannsóknarferð til
Spitzíbergen um svipað leyti. Ann
ans er þessi ferð dr. Flygers á
vegum Heimskautarannsóknar
stofmmar Norður-Ameríku, sem
er sérstök stofnun bæði í Banda-
ríkjunum cfe Kanada. f ferð með
dr. Flyger verður visindamaður
inn Jobn Sater, en hann hefur
mikið gert af því að rannsaka
lifnaðarhætti ísbjarna. Eitt sinn,
er hann var stöðvarvörður á stór
um ísjaka á reki skammt undan
Norðurpólnum, varð hann vitni
að þvi, er ísfejöm nokkur át ödl
flögin, sem afmörkuðu lendingar-
brautina á fiugvelli ísbreiðunnar.
í samvinnu við vísindamann-
inn Martin Schein, hefur dr. Flyg
er fundið upp sérstaka aðferð til
að kynnast lifnaðarháttum ís-
bjarna. Hér er um að ræða lítinn
hiut, sem likist byssukúlu, reynd
ar er þetta nú byssukúla, en af
sérstakri tegund. Dr. Flyger lit-
bjó hana í fyrstu til að veiða rá
dýr, lifandi í Maryland. Oddur
skotbylkisins er löng nál, og þeg
ísbjarnar, sem er að vakna
Senditæki eru hengd um Háls ís-
bjarna dr. Flygers.
ar hún hæfir dýrið, rennur úr
henni vökvi, sem lamar vöðva-
kerfi dýrsins, þegar í stað. Kúl-
unni er hleypt af með séretöku
vopni, sem hefur hlaupvíddina 12,
5 mm.
Dr. Sclhein var á Spitzfeergen
fyrir fjómm árum og stjóm
aði þar leiðangri, sem var gerður
út í því skyni að taka ljósmynd
ir af ísbjömum. Allt frá heim-
koimu sinni þaðan hefur hann
starfað með dr. Flyger. Við ósa
McKenzie fljótsins í Kanada
beitti Flyger kúlum sínum til að
veiða hvali lifandí. Sjáifur sá
hann viiltan íSbjöm í fyrsta skipti
í marz síðastliðnum. Þá voru þeir
Schein úti á heimsakutaísnum und
an Barrow í Norður-Alaska, þar
sem þeir notuðu fyrrgreindar
byssukúlur til að veiða ísbirai.
Flyger segir svo frá þeirri ferð:
Við notuðum léttar filugvélar með
áföstum skíðum til lendingar á
snæviþöktum ísnum. Þegar vi
komum auga á ísbjöm, stigum
við út úr flugvélinni og földum
okkur á bak við næstu hæð í ísn
um. Önnur flugvól var látin fljúga
yfir björninn, og skeifdist hann
við Mjóðin, og hélt í átt til okkar.
Þegar hann átti eftir 35 metra til
okkar, Meyptum við af. Við mið
uðum á aftuhhluta dýreins, svo að
deyfingarvökvinn kæmist fyret
inn í stóran vöðva, en þó að við
hefðum ekki hæift í afturhlutann,
hefði það engu máli skipt, því að
hvar sem dýrið er hæft, hættir það
að geta hreyft sig 5—20 mínút
um eftir að skotið er riðið af.
Að þessu loknu er dýrið mælt,
siðan er það merkt á öðru eyr-
anu með númeruðum málmhlut,
og á honum eru einnig tilmæli
til þess, er síðar meir fjarlægir
hlutinn, um að láta okkur vita,
hvar dýrið hafi verið skotið. En
þar að auki litum við afturiiluta
Framhald á bls. 22.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Fyrírgefíð - og yíur
verður fyrírgefíð
Stórmennið mikla, Albert
Schweitzer, kunni fleira en
störfin á sjúkrahúsi sínu og
listamannstökin á hljóðfæri
sitt.
Hann kunni líka þá list, að
tala svo að við átti og heyrt
skyldi, og skilið af þeirn, sem
ekki þýddi að tala við í hefð
bundnum prédikunarstól, en
af því mætti margur prestur
og kennari læra.
Ein helzta gagnrýni á ís-
lenzka presta, sem því miður
styðst við full rök, er sú, að
þeir tali of hátíðlega og flytjj
prédikanir sínar á máli, sem
vart eða ekki nái eyrum og
áhuga eða öllu heldur hjórtum
áheyrenda.
Sdhweitzer sjálfur segir svo
frá:
„Ég hef guðsþjónustu á
hverjum sunnudagsmorgni á
sjúkrahúsinu mínu í fenjaskóg
inufh við Lambaréné.
Söfnuður minn er hópur ínn
lendra manna sem eiga heima
hér inn í Afríku í smáþorpum,
sem þeir hafa kvatt um stund
til að afla sér aura, svo að
þeir geti keypt sér konu, þeg
ar þeir koma heim aftur.
Sjúklingar mínir og vanda-
fólk þeirra — því að innlend
ir hér taka heimilisfólk sitt
nneð sér, er þeir þurfa á sjúkra
hús — komandi rólandi inn-
an úr skóginum og setjast að
undir skuggsælum þökum bygg
inganna.
Ég leik á lítið orgel, sem
auðvelt er að flytja til og frá.
En söfnuðurinn getur ekki
sungið, því að hér talar fólk
ið á 6 mismunandi mállýzkum,
sem tilheyra ættflokkum
þeúTa.
Ég krefst ekki þagnar og
kyrrðar undir guðsþjón-
; ustunni. Það yrði þeim ofviða.
i Þeir kveikja því eld og mat-
j reiða máltíðir sínar, þvo og
greiða börnum sínum, bæta
fiskinet sín og vinna sín morg
unverk, meðan tveir eða þrír
túlkar þýða orð mín á það mál
sem fólkið skilur.
Ég verða að nota mjög hvens
dagslegt mál, Áheyrendur mín
ir þekkja hvorki Adam né Evu,
spámenn eða kirkjufeður. En
tali ég um eirðarlausan huga
eða frið hjartans, þá skilur
jafnvel hinn frumstæðasti,
hvað átt er við.
Þeir skilja, hvað ég meina,
þegar ég lýsi Jesú, sem þeim
er flytur þeim frið við Guð
og frið í hjörtun. Ef þeim hef
ur tekizt við prédikun mína,
að tiieinka sér eitt centigramm
af fagnaðarboðskap friðarins,
þá hef ég sáð fræi, sem vex
upp og ber ávöxt, þótt síðar
verði .
En ég verð að tala með hlut
kenndum orðum, og lýsingum,
svo að þetta frumstæða fólk
skilji mig. Ekki nægir mér t.d.
að segja, að Jesús hafi ætlazt
til að Pétur fyrirgæfi, sjö sinn
um. Það mundu fara fram hjá
Því verður að nota myndamál
úr þeirra eigin hversdagslegu
tilveru.
Sunnudag nokkurn talaði ég
á þessa leið: „Það kemur til
þín maður, sem er alþekktur
að illsku, eu Jesús segir, að
þú eigir að fyrirgefa honum.
En þú verður fár við, því að
hann hefur emmitt móðgað þig
eftirminnilega, og þér finnst
hann eiga hefnd skilið.
Seinna kemur geit nágrann-
ans og étur alla banana, sem
þú ætlaðir að hafa í morgun-
mat. En í stað þess að s'kamm
ast yfir skaðanum, segir þú
honum bara, að hann ætti nú
að borga þér bananana, sem
geitin hans hafi étið. En neiti
hann því, ferðu samt glaður
leiðar þinnar, og þakkar Guði,
að enn er nóg af banönum
þótt þessir séu búnir og komn
ir í maga geitarinnar. Guð hef
ur gefið þér svo mikið, að þú
verður að taka skaðanum með
þolgæði.
Nú kemur maðurinn, sem
tók tíu knippi af banönum,
fyrir þig á markaðinn, til að
selja þá ásamt sínum eigin
afurðum. En nú fær hann þér
aðeins andvirði fyrir 8 knippi
og fullyrðir, að þú hafir ekki
beðið sig fyrir meira. Þig lang
ar auðvitað mest til að öskra
framan í hann, að hann sé
ótíndur lygari. En þá hugsar
þú til þeirra mörgu, ósanninda
sem þú hefur sjálfur sagt, og
þá stillist skap þitt og þú geng-
ur þögull inn í kofann þinn.
En einmitt þegar þú ætlar
að kveikja upp eldinn, upp.götv
arðu, að brennið, sem þú tínd
ir saman í gær með erfiðis
munum er horfið. Því Iiefur
verið stolið. En samt neyðir þú
sjálfan þig til að þegja, og
fyrirgefa. Þú leitar ekki að
þjófnum, þótt þig gruni, hver
það sé, og þú kærir hann ekki
fyrir höfðingjanum, þótt það
sé beinasta leið til að klekkja
á honum að verðleikum.
Síðdegis, þegar þú ætlar til
vinnu á akrinum, finnur þú þér
til mikillar gremju, að einhver
hefur tekið beitta og góða hníf
inn þinn og látið í staðinn bit
lausan, ónýtan kuta.
Þú þekkir eiganda þessa
gamla kuta, en hugsar með þér
að úr því að þú hafir nú getað
fyrirgefið fjórum sinnum, þá
getirðu það líka í þetta sinn.
Og þá finnurðu, allt í einu,
að þú ert svo innilega glaður,
þrátt fyrir aila erfiðleikana í
dag. Þór finnst einhvern veg-
inn, að þetta sé einn bezti dag
ur ævi þinnar. En af hverju?
Af því að hjarta þitt fyllist
gleði yfir því, að hafa orðið
við óskum Guðs.
Nú er komið kvöld, og þig
langar til að ganga niður að
fljótinu til veiða. En þá kemstu
að raun um, að einhver hefur
tekið blysið þitt. Nú verður þú
sem von æðisgenginn, og finnst
þú hafir fyrirgefið nóg f dag.
En samt fær Jesú ennþá
vald yfir hjarta þínu o.g þú
færð lánað blys og gengur ró
legur niður að ánni.
En þá sérðu, að báturinn
þinn er horfinn. Einhver
náunginn hefur bara tekið
hann traustataki og er kominn
á honum út á fljótið.
Nú felur þú þig bak við tré
og hugsar ráð þitt, hvemig
þú skulir gera alla veiði þessa
ránsmanns upptæka og draga
Framhald á bls. 22.