Vísir - 11.12.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 11.12.1974, Blaðsíða 6
6 Vfsir. Miftvikudagur 11. desember 1974. VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: . Ritstjórnarfuiitrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Biaöaprent hf. Við sátum eftir Okkur er tamt að stæra okkur af menntun. En er það rétt, að við séum almennt menntaðri en aðrar þjóðir? Liklega ekki. Á einu mikilvægasta sviði. menntunar höfum við tvimælalaust orðið eftirbátur þeirra þjóða, sem eru framsæknastar. í fullorðinsfræðslu hefur orðið gjörbylting á siðustu tiu árum. Þetta svið hafði verið vanrækt, en skilningur á mikilvægi þess óx i kapphlaupi risaveldanna, Banda- rikjanna og Sovétrikjanna. Það varð augljóst, að menntun þjóðar og afl hennar i harðri samkeppni við aðrar varð ekki metið með þvi einu að telja, hversu margir æskumenn hefðu lokið prófum i skólum. Það var að sjálfsögðu menntun þjóðarinnar allrar, ungra sem aldinna, sem varð að leggja á vogarskálina. Ný tækni ryður sér sifellt til rúms. Eigi menn ekki að dragast aftur úr og verða sem steintröll i starfi, verða þeir sifellt að endurnýja þekkingarforða sinn og tileinka sér nýjungar. Það er nú yfirleitt viðurkennt i framsæknum rikjum i menntamálum, að þvi meiri sem hlutur fullorðinsfræðslunnar sé, þvi fullkomnara sé fræðslukerfið. A þessu sviði stöndum við ömur- lega. Fjárframlög til fullorðinsfræðslu eru nú i Bandarikjunum og Sovétrikjunum talin nokkuð svipuð og framlög til hins hefðbundna skóla- kerfis, sem við byggjum nær eingöngu á. Við erum i þessum efnum i hópi vanþróaðra rikja, þar sem hugmyndir um svokallaða fullorðins- fræðlsu eru þokukenndar. Á öðrum Norðurlöndum hefur fræðsla full- orðinna nú þegar þróazt talsvert, einkum í Sviþjóð. í nýkomnu stjórnarfrumvarpi um fullorðins- fræðslu, sem nefnd hafði samið, er stefnt að þvi sem kallað er ævimenntun landsmanna. Ævi- menntunin skiptist annars vegar i svonefnda frummenntun, sem er hið lögbundna skólakerfi eins og nú er, og hins vegar er fullorðinsfræðslan. Fullorðinsfræðsla á að geta verið með þrennum hætti. í fyrsta lagi skólanám, sem sé hliðstætt frummenntun hinna yngri i skólakerfinu. I öðru lagi starfsnám, viðbótarmenntun, endurmenntun og ummenntun fólks, sem nú þegar starfar i at- vinnulifinu. Loks er um að ræða fristundanám eða frjálst nám. Með þessu á að skapa fullorðnum ný tækifæri til að öðlast menntun og þjálfun, sem þeir einhverra orsaka vegna hafa farið á mis við, tryggja skal jafnræði i menntun milli yngri og eldri og skapa tækifæri til hagkvæmrar nýtingar fristunda. Gert er ráð fyrir, að rikið eigi frumkvæði að þessu og sett verði reglugerð, sem hrindi af stað umbyltingu i menntamálum. Riki, sveitarfélög og fræðsluumdæmi, sem skal stofna, greiði allan kostnað við þá þætti fullorðinsfræðslunnar, sem eru hliðstæðar núverandi skólakerfi, en yfirleitt greiði hið opinbera þrjá fjórðu af kostnaði við námsflokka, námshópa og bréfaskólakennslu. Þegar um ræðir starfsmenntun fullorðinna i at- vinnulifinu, ætlast frumvarpið til, að hið opinbera veiti næga styrki til að greiða kostnað við námið og vinnutap. Hér er mikið i fang færzt, en við, sem stærum okkur af menntun, höfum setið eftir i bekk. —HH sölu aö koma blóöinu á hreyfingu 1 æöum ferðafólks. Voodoo er annars litrlkt sambland af kristinna manna trúarbrögðum og trú margra Vestur- Afríkuþjóöa á stokka og steina, en menning margra þjóðflokka á eyjum Karibahafsins hefur orðið fyrir einkennandi áhrifum frá Vestur-Afriku, sem sennilega er arfur þrælasölunnar, en hennar leið lá einmitt þarna um. En fleira kemur trúlega til. Voodoo-trúðariðkanir eru þvi orðnar með allmiklum verzlunar- blæ og falskur tónninn kann að verða til þess — sem Papa Doc reyndar eitt sinn spáði — að Voodoo missti tök sin á fólkinu, að minnsta kosti I höfuðborginni. Þrátt fyrir tilraunir til þess að halda Ihinn forna blæ, þrátt fyrir að flestir búi við naumari kost en þekkist I velferðarrikjum og þrátt fyrir það aðdráttarafl, sem fá- tæktin og hreysin virðast hafa, þá er engin hætta á, að gagngert veröi reynt aö viðhalda bæjar- bragnum til þess að þóknast duttlungum ferðamanna. Ekki svo að það megi ekki hrófla við húsum eða hverfum vegna minja- gildis þeirra, eins og t.d. þekkist hér. Þúsundir flykkjast til borgarinnar ár hvert utan af hrjóstrugu fjalllendi lands- byggöarinnar I von um að geta á mölinni haft I sig og á. Byggingariðnaðurinn blómstrar þvi við það verkefni að seðja hús- næðishungur aðfluttra. Ný hús þjóta upp. En þörfin er áfram fyrir húskofana, sem eru að falli komnir, enda frá tlmum franskra yfirráða. Búið er áfram I ryðg- uöum bárujárnsskúrum, sem nötra við viðkomu. Jafnvel þótt fjármagnið væri viö höndina, er þó óvlst, að Haiti- menn, sem hafa búið við sjálf- stæði slöan 1804 og eru mjög stoltir af fornum siðvenjum slnum, fransk-afrlska Kreólamáli slnu, hljóðlátum rykugum strætunum, . byggingarstllnum, sem ber vott um nýlendu- drauma Frakka,. mundu ryðja þessi hverfi. Þótt þeir gangi svo langt að endurbyggja húsin I sinni upprunalegu mynd, eru þeir ekkert að flýta sér við að rifa þau. Fyrir þær sakir sýnist Port-au- Prince hólpin fyrst um sinn fyrir háhýskaarkitektum, umferðar- öngþveitinu og streitu nútima- lifnaðarhátta. Voodoo til Ferðamenn, sem koma til hinnar snauðu Haiti, greiða meira fyrir eitt glas af hinu hefð- bundna þarlendra, nefnilega rommpúns, heldur en daglauna- maður þar hefur upp úr krafsinu i brauðstriti heils dags. En I þessari niðurnlddu, áhyggjulausu höfuðborg Karl- bahafsins eru menn ekki að velta vöngum yfir slíkum hagfræði- legum sérkennum. Frá þvl að einræðisherrann Francois (Papa Doc) Duvalier, leiö en hann burtkallaðist fyrir þrem árum, hefur Hatiti smám saman vaxið I alþjóðlegu áliti, einkum þar sem leynilögregla hins, hinir illræmdu „Tontons Macoutes”, hvarf um leið af sjónarsviðinu. Nú eru feröa- mennirnir farnir að streyma til eyjarinnar aftur. t hinu auðuga úthverfi „Petionville”, er stendur hátt I fjallshlið og gnæfir yfir gömlu borgina, Port-au-Prince, geta hinir endurheimtu ferða- menn.sem aöallega eru Ameríku- menn valið úr tylft nýrra glæsi- hótela. Fullkomin með sund- laugum, görðum skreyttum hita- beltisjurtum og hvað eina bjóða þau upp á fjölbreyttar skemmt- anirog þjónustu. Menn þurfa ekki einu sinni út af hótelinu til þess að sjá Voodoo-galdrasæringar. En ef þeim verður gengið niður I borgina um rykug torg og skuggasund gamla bæjarins eru þeir fljótlega afkróaðir af hinum snauðu. Nær hver einasta stórborg hins vanþróaðri hluta heimsins hefur sinn skammt af leiðsögumönnum, götusölum og beiningamönnum. Hinn fátæki Iýður Port-au-Prince flykkist að ferðamönnunum eins og flugur, en sker sig þó að einu leyti sérstaklega úr öðrum betli- lýð. Auðmýktin er þeim ekki til trafala og naumast að þeir geti talizt vinsamlegir. Haiti er án tvímæla snauðasta rlki á vesturhveli. Stjórnmála- saga þess er ofbeldiskennd — Samt er þorri þeirra 500 þúsunda, sem höfuðborgina byggja, áhyggjulaust glaðvært fólk. Hefur það þó oft mátt þola skort og pestir ýmsar. Aöfluttir menn, sem lengi hafa búiö I landinu, telja, að ein- angrun landsins — meðan flest rlki heims sniðgengu það vegná kúgunarstjórnar Papa Docs — hafi orðið til þess, að Haitimenn geri sér ekki grein fyrir, hve langt þeir eru á eftir öðrum þjóðum I almennum lifskjörum. En það kann að vera að á þessu verði nú breyting. Fjöldi ferða- manna hefur þrefaldazt slðan Papa Doc féll frá, og er orðinn um 200 þúsund á ári. Þetta litla lýðveldi rakar inn fé á þeim. Það sem ferðamennirnir sækja I er þessi sérkennilegi ævintýra- heimur, sem Graham Greene lýsti svo vel I bók sinni „The Comedians” og Vesturlanda- menn þekkja aðeins af kvik- myndum og ótrúlegum frá- sögnum af stjórnarháttum Papa Docs. Það er eins og að ganga llllllllllll UMSJÓN: GP beint inn á leiksviö, þar sem land- könnuðir hins siðmenntaða heims hitta fyrir hrærigraut innfæddra, kynblendinga og landnema I ein- hverju leikriti um afkomendur uppreisnarmannanna á Bounty eða viðmóta ævintýri. Reynt er að ríghalda I kjarna þessara ævintýrasagna með þó hálffölskum fjöldaframleiðslu- og verzlunarblæ. Fátæktin er svipuð rómantiskri hulu, hótelin eru slegin glæsibrag nýlendutímans, hvarvetna otað að minjagripa kaupendum myndum og út- skornum gripum og þvi haldið fram, að þetta séu ýmist forn- munir úr musterum eða gullekta heimaiöja frumbyggja eyjar- innar. Og svo auðvitað voodoo á hverju strái. Það er ekki til sú sýningar- skonsa I allri borginni, semekki reynir að selja ferðalýðnum að- gang að voodoo-særingum. San'nir átrúendur, og það er meirihluti ibúanna, llta með van- þóknun á þann svartagaldur, sem búiö er aö kllna utan I voodoo til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.