Vísir - 21.12.1974, Page 1

Vísir - 21.12.1974, Page 1
vism 64. árg. — Laugardagur 21. desember 1974. — 259. tbl. Utandyra og bjargaðist úr snjóflóðinu — baksíða Hœttu við að senda hjólpargögnin — baksíða Sjónarvottur: Þetta var eins og stormsveipur — baksíða SNJOFLOÐIN A NESKAUPSTAÐ: ASTANDIÐ KL. EITT I NOTT: NIU MANNS LÁTNIR, - FJÖGURRA [R SAKNAÐ Niu iik höfðu fundizt f snjóflóðinu á Neskaup- stað, þegar Visir fór i prentun i nótt. | Þrir höfðu fundizt lifs og voru komnir á sjúkra- hús, en fjögurra var ennþá saknað. Af þeim, sem fórust fundust tveir i síldarbræðslunni, einn I bíl, sem barst í sjóinn, og tveir i frystihúsi, sem sópaðist fram að sjó og liggur mölbrotið I fjörunni. Fjögurra var enn saknað. Þar af var einn að vinna við jarðýtu, sem stóð hjá bflaverkstæði, sem varð fyrir snjóskriðunni, einn var i bflnum, sem sópaðist 60 metra fram I sjó, einn var i sildarbræðslunni og einn I fisk- vinnslustöðinni. Það var rétt fyrir klukkan tvö i gær, að snjóflóð skall á húsunum innarlega i kaup- staðnum. Flóðið náði frá húsinu Bjargi, sem stendur uppi af mjölgeymslunni, en hún er i framhaldi af sfldarverksmiðj- unni, og austur að nýju fiskmót- tökunni. öll mannvirki, sem stóöu ofan við bræðsluna, sópuðust fram á hana, þar með taldir þrir tómir lýsisgeymar. Svartoliugeymir með 8-900 tonnum af svartoliu fluttist einnig fram, og lak olian úr honum i sjóinn. Annað snjóflóð i kjölfarið Um tuttugu minútum siðar skall annað snjóflóð á byggðinni nokkru austar. Lenti það meðal annars á verkstæði Bifreiða- þjónustunnar, Steypustöð Gylfa Gunnarssonar og ibúðarhúsinu, sem fyrr er frá sagt, svo og bflnum, sem i vor tveir menn. A milli flóðanna eru tvö ibúöarhús, sem sluppu, svo og fjárhús. Samanlagt var svæði beggja snjóskriðanna frá Bjargi að svokölluðu Shellporti, á að gizka 6-800 metra breitt. Það var lán i óláni, að engin vinna var i fiskvinnslu- stöðvunum önnur en vélaeftirlit, þegar óhappið dundi yfir, þar sem lokið var á fimmtudag að vinna að þeim fiski, sem fyrir lá. Hefði full vinna verið þar, hefðu tugir manna lent i flóðinu. Allir verkfærir menn til hjálpar Almannavernd Neskaup- staöar kom saman þegar FÓRU TIL HJÁLPAR OG SLUPPU UNDAN SNJÓFLÓÐINU Menn, sem voru við vinnu á verkstæði Bifreiöaþjónustunnar á Neskaupstað, urðu þess varir, er fyrra flóðið rann. Þeir flýttu sér af stað til þess að hjálpa, en einn þeirra sneri við til að koma i gang jarðýtu, er stóð við verk- stæðið. Hans var enn saknað, siðast er til fréttist, en hinir sluppu, þegar siðara flóðið rann og tók verkstæðið með sér. Einn maður var að vinna á efri hæð fiskvinnslustöðvar- innar, en er skriöan féll yfir, fór efri hæðin gersamlega af. Maðurinn sópaðist undan flóðinu og slapp við meiri háttar áföll. Fleiri munu einnig hafa sloppið naumlega undan þessum hamförum. —SH Hásiö sem merkt er meft ðrinni hsgra megin á myndlnni er Bjarg, sem markar vestari mörk fyrra snjófióftsins. Flóftift náði að hrifa meðsér geymana þrjá, sem sjást fremst hægra megin á myndinni, og má af þvi marka breidd þess. Siftara flóöið sem rann nær en myndin sýnir, gekk um 60 metra I sjó fram, en hið fyrra mun Iengra að sögn sjónarvotta. — Ljósm. Mats Vibe-Lund. kunnugt varð um slysið, og skipulagði björgunarstarfið. Allir verkfærir menn söfnuðust saman til hjálpar og hófu þegar leit að hinum týndu. Ekki var strax ljóst, hve margir hefðu lent i flóðinu, þvi að fleiri höfðu verið á ferli á þessu svæði en voru þar að vinnu eða á heim- ilum. Þegar Visir hafði samband við Neskaupstað siðast I nótt, voru allir verkfærir menn við leitarstarfið, sem ekki voru orðnir úrvinda af þreytu. Von var á 50-60 manna liði frá Eski- firði til að leysa þá af, og öðru eins liði frá Reyðarfirði til að leysa Eskfirðingana af með morgninum. Almannavarnaráð fékk i gær afnot af írafossi, skipi Eimskipafélagsins, sem hélt til Reyðarfjarðar að sækja vinnu- vélar, ljósavélar og mannhjálp. Meðal annars voru snjóruðningstæki send ofan af Egilsstöðum til Reyðarfjarðar I veg fyrir Irafoss. Þá hélt Selfoss einnig frá Akureyri til Neskáup- staðar með ljósavélar. Flóðið sleit einnig rafmagnslinur og er mikill hluti Neskaupstaðar raf- magnslaus. Selfoss á einnig að taka fiskinn úr frystihúsinu, þar sem vélar þess eyðilögðust, og fara með hann i geymslu annars staðar. Flutt úr húsum við efstu göturnar Þá var fólk flutt i gærkvöldi úr öllum húsum við efstu götu bæjarins. Var þetta varúðar- ráðstöfun, ef til frekari flóða kæmi. Almannavarnir gerðu i gær ráðstafanir til þess að flugvél flygi austur með hjálparbúnað. Meðal annars var talin þörf á gasgrimum, vegna þess að leki hafði komið aö ammoniaks- geymum i frystihúsinu. Guöjón Petersen hjá Almannavörnum sagði Visi I nótt, að sú hætta væri ekki lengur fyrir hendi, þar sem ammoniakið heföi rokið og væri ekki lengur hættulegt. Hætt var við að senda vélina af ótta viö, að þrýstingur frá henni kæmi nýjum skriðum af stað. —SH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.