Vísir


Vísir - 21.12.1974, Qupperneq 8

Vísir - 21.12.1974, Qupperneq 8
Visir. Laugardagar 21. desember ÍIM. 8 MEÐ MÍNUM EYRUM ÖRN PITIRSEN l'm þessar mundir streyma á markaðinn hljómpliitiir.al ýmsum stærðum og gerðum, góðar og lélegar. fcg verð þvi miður. að gera upp á milli þeirra góðu og þeirra lélegu (og vitanlega þeirra sein ekkert erindieiga á þessa siðu) og mun þvi eingöngu birta dóma mina um hinn fyrrnefnda hóp hljómplatna. En þær eru lika margar og hér koma hinar þrjár fyrstu, sem ekkert eiga saineiginlegt, nema þá að vera góðar hver á sínu sviði. ÖRP. ps: Á næstu siðu mun ég svo ræða um aðrar þrjár, eða stórgóðar plötur frá CHANGE, AMUNDA AMUNDASYNI (HRIF) og flokki hljóðfæraleikara með JÚLIUS AGNARSSON i farar- broddi. ÁRNI JOHNSEN: „ÞÚ VEIST HVÁÐ ÉG MEINA”. Svo ég byrji nú á að notfæra mér orð Arna: „Söngvarnir á þessari plötu eru frá mörgum stöðum. Þeir eru ekki valdir til að þóknast neinum hóp fólks, en til samans sýna þeir ef til vill það sem mér þykir skemmtileg- ast á sviði visnasöngs og þjóð- laga hér, og ég vona að ég eigi félaga.” Já, smekkur Árna er anzi fjöl- breytilegur og skemmtilegur. A plötuna hefur hann valið islenzk ljóð sem erlend (og þá við is- JÓHANN G. JÓ- HANNSSON: „LANG- SPIL”. Ég gleymi seint þeim straumi, sem fór um mig, er ég heyrði lag Jóhanns „Don’t try to fool me” I fyrsta sinn. Mig grunaði aldrei það að islenzkur tónlist- armaður gæti gert eins fallegan hlut. Nú er Jóhann kominn úr skugganum á ný, og hann hefur svo sannarlega komið á óvart á ný- EBa get ég sagt „komið á óvart”, er Jóhann bara ekki okkar eini LISTAMAÐUR án listamannalauna, launa sem hann svo sannarlega á skilið fyrir frammistöðu sina á vett- vangi lista, þ.e. listmálunar og tónsmiðar. Astæðan er kannski sti að meðlimir úthlutunar- nefndar listamannalauna eiga ekki plötuspilara, en hvað með það, Jóhann hefur hingað til komizt af án þeirra aðstoðar. LANGSPIL er tvimælalaust vandaðasta og bezta hljómplata sem islenzkur tónlistarmaður hefur látið frá sér fara á þessu ári, og þó að lengra aftur i timann væri leitað. Ekkert hef- ur til albúms þessa verið spar- að, þarna eru top-session menn Jóhanni til aðstoðar, og þeir gáfu sér allt að þrjá mánuði til að fullljúka vinnu sinni. — Tónlistin er að sjálfsögðu öll eftir Jóhann og albúið prýðir eitt af listaverkum hans, „Sjálfsmynd”. Af einstökum aðstoðarmönn- um Jóhanns má nefna þá Jon Hiseman trommuleikara, sem frægastur er fyrir starf sitt i hljómsveitinni Colosseum. Trommuleikarinn Ronnie Verral kemur einnig fram, en hann er fastur liðsmaður hljóm- sveitar Tom Jones, auk þess að spila i Ted Heath Band, (var jafnframt með á allra fyrstu Beatles plötunum). Miller Anderson hefur áður aðstoðað Jóhann með gitarleik sinum, hefur spilað i Blood, Sweat & Tears og nú i Keef Hartley Band. Orgelleikarinn er Brian Gasgoigne, sem spilað hefur með John Williams og Stomu Yamasta. Svona væri ugglaust hægt að halda áfram að telja upp fræg nöfn, en það er jú Jóhann sem á allan heiðurinn skilið. Tónsmið Jóhanns á LANG- SPIL er fjölbreytileg, við heyrum kraftmikla rokkara eins og t.d. ,,I need a Woman” og „Road Runner” (þar sem Jó- hann spilar á langspil). Svo koma falleg og róleg lög eins og t.d. „Hard to be alone” og „What ya gonna do”, ög bluesarar eins og lagið „Senti- mental Blues”. Ég ætla að láta þetta nægja um hina stórgóðu plötu Jó- hanns, en Jóhann sjálfur hefur ýmislegt fróðlegt i pokahorninu, sem eflaust mun koma fram i viðtali viðhann,sem birt verður eins fljótt og unnt er á þessari síðu. Beztu lög: „I need a woman”. „Hard to be alone”. „Sentimental Blues”. „What ya gonna do” sun records Jóteann 9. oóhannsson LANGSPIL X ROAD RUNNER ^HARD TO BE ALONE 3 YOU'LL JUST BREAK MY HEART AGAIN 4-l'M GONE 3\ NEED A WOMAN DONT TRY TO FOOL ME 6 WINDOWS 7 I LOVE MY BABY 8 WHATTA GONNA DO Q SENTIMENTAL BLUES ÍO breskum hljómlistarmönnum

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.