Vísir - 21.12.1974, Blaðsíða 18

Vísir - 21.12.1974, Blaðsíða 18
18 Vlsir. Laugardagur 21. desember 1974. sKMnvy BJÖRN EFSTUR HJÁ TR Björn Þorsteinsson hefur tryggt sér efsta sæti á „opna skákmóti” T.R. Hann hlaut 6 vinninga úr 7 skákum, en þeirri vinningatölu geta Asgeir Þ. Arna- son eða Sigurður Jónsson einnig náð, þar eð þeir hafa 5 vinninga og biðskák sin á milli. t fljótu bragöi virðist biðskákin jafn- teflisleg, misiitir biskupar og staðan í jafnvægi. Röð efstu manna á mótinu var þessi: 1. Björn Þorsteinsson 6 v. 2. Björn Halldórsson 5 1/2 v. 3. -4. Asgeir Þ. Arnason 5 v. + biðsk. 3.-4. Sigurður Jónsson 5 v. + biðsk. 5.-8. Björgvin Vlglundsson 4 1/2 v. 5.-8. Bragi Halldórsson 4 1/2 v. 5.-8. Bragi Kristjánsson 4 1/2 v. 5.-8. Haraldur Haraldsson 4 1/2 v. t slðustu umferð sýndi Björn Þorsteinsson mikla keppnis- hörku, er hann lagði Braga Kristjánsson að velli eftir að hafa haft verra tafl lengst af. Bragi náöi sterku taki I byrjun og hélt því langt fram eftir skákinni, eða allt þar til timahrakið kom til sögunnar i lokin. Hvitt : Bragi Kristjánsson Svart : Björn Þorsteinsson 1. e4 Spánski leikurinn e5 2.RÍ3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 d6 6. Hel Bd7 7. Bxc6 bxc6 8. d4 exd4 9. e5 dxe5 10. Rxe5 Be7 11. Dxd4 0-0 12. Rc3 h6 13.BÍ4 Bd6 14. Ha-dl He8 15. Dc4 He6 16. Rxd7 Hxel + 17. Hxel Dxd7 18. h3 Hb8 19. Bxd6 cxd6 20. b3 a5 21. Re4 Rd5 22. Dd4 He8 23. c4 Rc7 24. Hdl d5 25. cxd5 cxd5 26. Rc3 Hd8 27. Da7 Dd6 28. Dxa5 Ha8 29. Rb5 Hxa5 30. Rxd6 Hxa2 31. Hcl Re6 32. Hc8+ Kh7 33.Rxf7 d4 34. He8 Rf4 35. Hel d3 36. Kfl d2 37. Hdl Hc2 38. g3 Hcl 39. gxf4 Hxdl+ 40. Ke2 Hbl 41. Kxd2 og hvitur gafst upp. Hxb3 Eftirfarandi skák fylgir forskrift Karpovs : Kortsnojs I áskorenda- einviginu og hér tekst svörtum ekki frekar en Kortsnoj að jafna taflið. Hvitt : Björn Þorsteinsson Svart : Torfi Stefánsson Petroffs-vörn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7.0-0 Rc6 8. Hel Bg4 9. c3 f5 10. Db3 0-0 11. Rb-d2 Kh8 12. h3 Bh5 13. Dxb7 Hf6 14. Db3 Hg6 15. Be2 Bh4 16. Hfl f4 17. Ddl Hh6 18. Rxh4 Dxh4 19. Bxh5 Hxh5 20. Rxe4 dxe4 21. Bxf4 Hf5 22. Bg3 Df6 23. Dg4 He8 24. Hf-el De6 25. He3 Gefiö. Jóhann örn Sigurjónsson j s^iJi Nýstárleg sólun á hjólbörðum Bandag-aðferðin við sólun á hjólbörðum er nú orðin eins árs á tslandi. Þessi þýzka aðferð er nokkuð nýstárleg, og hefur verksmiðjan hér i Reykjavik haft meira en nóg á sinni könnu. Vegna anna hefur þvi verið horfið að þvi ráði að einskorða sólunina við hjólbarða stórra vörubifreiða. Með þessari að- ferö er formmunstraðurog hert- ur sólinn limdur á með þrýstingi I stað þess að heitsóla barðann. Myndin er af starfsmanni hjá Bandag með borða á stóran flutningabil. Bœkur frá œskuárum foreldranna, — í fullu gildi Ljósmyndarinn rakst á þessi börn á einu barnaheimilinu I borginni. Þau voru niðursokkin I að lesa bækur, sem foreldrar þeirra kunna áreiðanlega utan- bókar, þegar þeir voru á sama aldri, ævintýraljóð Stefáns Jónssonar. Barnshugurinn breytist ekki svo ýkja mikiö, enda þótt nú séu talsvert aðrir timar en fyrir þrem áratugum eða svo. Þakka Kjœrnested Bæjarstjórn Seyðisfjarðar er ánægö með frammistöðu Guð- mundar Kjærnested og félaga hans. A fundi bæjarstjórnarinn- ar nýlega var gerð samþykkt þar sem fagnað var þvi að lög- um var komið yfir þýzkan land- helgisbrjót. Sendi bæjarstjórnin þakkir til Guðmundar og skips- hafnar hans. Bók bókanna Varla er hægt að skilja svo við- bókafréttir fyrir þessi jól, að ekki sé minnzt á bók bókanna, Bibliuna sjálfa. Enda þótt sú bók sé stærst og merkust allra bóka á markaðnum, er verðið á henni mun lægra en almennt gerist. Er hún nú til i tveim út- gáfum og I fjölbreyttu bandi og litum, — veröið frá 700 krónum auk söluskatts. Núverandi heimsskipulag á ekki langt eftir, segja Vottar „Bjargið lifi ykkar með þvi að lifa samkvæmt fyrirætlun Guðs”, eru heiti ræðu á fjögurra daga landsmóti, sem Vottar Jehóva halda dagana 26. til 29. desember i Sjómannaskólanum I Reykjavik. Vottarnir trúa þvi, að núverandi heimsskipulag eigi stutt eftir, en rikið, sem beðið er um i Faðirvorinu, þeg- ar sagt er „til komi þitt ríki”, muni koma i þess stað. Búizt er við á þriðja hundrað manns hvaöanæva að af landinu til mótsins. NÚ RENNUR JÓLASTJARNA Það hefur mikið verið rætt og ritað um það undanfarin ár að jólaboðskapurinn sé að kafna i öllu þvi umstangi sem fylgir jólunum. Þetta er sjálfsagt rétt aö vissu marki. Akveðnir þættir jólaundirbúningsins hafa gengið út I öfgar hjá sumum. En er slikt ekki bara eðlilegt. Með aukinni dýrtið verða jólagjafir dýrari og þeim mun fjölbreyttari sem við getum haft matinn dagsdaglega, þvi erfiðara verður að hafa tilbreytingu I þeim efnum á jólum. Við getum að visu sleppt þvi að gefa jóla- gjafir, en þetta er gamall siður sem mörgum mun reynast erfitt að leggja niöur. Það má kannski segja að það sé oröin skylda að gefa gjafir við ýms tækifæri eins og á jólum, afmælum og þegar fólk fermist. Þetta býður þeirri hættu heim að fólk hættir aö gefa gjafir, vegna þess að það langi til þess, heldur vegna þess að það verður að gera það. Jón á Einarsstöðum kveður. Hvað er það sem kyndir eldinn, kveiknum elur skærstan loga, lætur hugann hæst sér voga, hækkar dag og styttir kveldin? Sá hugsunarháttur er lika orðinn nokkuö algengur, að það þurfi að gefa öðrum jafndýrar gjafir og manni sjálfum eru gefnar. Þar með skiptir ekki lengur máli að hugurinn að baki gjafarinnar sé góður, heldur verðmæti hennar I pen- ingum. Þú hefur oft, þaö segi ég satt, sungið ljóð I haga og margan dapran getað glatt gleðisnauöa daga. En hvernig svo sem þessu er farið, þá gleymum viö ekki helgi jólanna. Það má að visu segja að fæst af þvi sem við gerum I tilefni þessarar hátiðar sé beinlinis gert Jesú Kristi til dýrðar, en er hún samt sem áður ekki I anda hans, gleðin og góðvildin sem virðist verða svo almenn einmitt á jólunum. Nú rennur jólastjarna og stafað geislum Iætur á strák i nýjum buxum og telpu I nýjum kjól. Hve kertaljósin skina og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur er börnin halda jól. Jón á Arnarvatni kvéður. Gleði vor er hin rauða rós, er rjóðar veikan og bleikan, og það er hún sem leiðir i Ijós lifið og ódauðleikann. Ég held lika að þvi fleiri sem krásirnar eru á borðum okkar, og þvi dýrari sem gjafimar eru sem við fáum eða gefum, þeim mun auðveldara ætti okkur að verða að hugsa til þeirra sem eru sjúkir, hungraðir og fátækir bæði hérlendis og er- lendis. Þótt hugsunin um þetta fólk verði kannski ekki til þess að við reynum neitt að gera fyrir það, getur hún orðið til þess að við förum að meta betur það sem við höfum fram yfir þetta fólk, en erum ef til vill ekkert alltof ánægð með. Gestur Pálsson yrkir. En allt, sem bærist innst i sálu minni, og allt sem neitar mér um stundarró, er þetta: ég vil elska einu sinni, bara einu sinni til —og þá er nóg. Þátturinn endar á ljóðinu Jól eftir örn Arnarson. Og mitt i allri dýrðinni krakkakrili grætur — það kemur stundum fyrir, að börnin gráta um jól en bráðum gleymist sorgin, og barnið huggast lætur og brosir gegnum tárin sem fifill móti sól. Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. ó, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild i helgi jólanætur, er heimur skrýöist Ijóma frá barnsins jólasól. En innst i hugans ieynum er litið barn, sem grætur — og litla barnið grætur, aö það fær engin jól. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.