Vísir - 23.12.1974, Page 9

Vísir - 23.12.1974, Page 9
Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. 33 Nýju fötin keisarans Hér hafiö þiö skemmtilegt jólaspil, sem allir geta tekiö þátt I á jólunum. Og á meöan þiö spiliö fylgizt þiö meö hinu skemmtilega ævintýri Hans C. Andersens um hégómafulla og pjattaöa keisarann sem tveim svikurum tókst aö narra. Leikreglur: Hver þátttakandi fær einn hnapp, sem lagöur er á reit 1 og tiu rúsln- ur. Slðan finniö þiö tening og þá getur leikurinn hafizt. Þegar komiö er aö svört- um reit, er eitthvaö I uppsiglingu og takiö nú eftir: 4. Keisarinn skiptir um föt á klukkutima fresti. Biöiö eina umferö. 12. Þjónar keisarans eru i óöa önn aö bera keisaranum klæöin. Færöu þig áfram á reit 15. 14. Dag nokkurn er bariö aö dyrum hallarinnar. Biöiö þar til 1,3 eöa 5 kem- ur upp á teningnum. 16. Tveir vefarar segja, aö þeir geti ofiö hin dýrlegustu klæði, sem veröi ósýni- leg hverjum þeim, sem ekki standi I stöðu sinni. Þú mátt kasta teningnum aftur. 21. Tveim vefstólum er komiö fyrir og vefararnir þykjast vefa úr hinu dýrleg- asta silki og gulli. Þeir stinga þó sjálfir öllu i sinn eigin vasa. Allir þátttakend- urnir, fyrir utan þann, sem á tölunni lendir, veröa aö fá yfir sex til aö kom- ast áfram. 23. Keisarinn sendir ráðherra sinn til að lita eftir verkinu. Hann sér engan þráö, en þorir ekki aö segja þaö vegna hræöslu um aö veröa rekinn. Færöu þig þrjá reiti aftur á bak. 27. Keisarinn sendir umboðsmann sinn. Hann lofar klæöin mjög þótt hann sjái þau ekki. Hann heldur nefnilega aö allir sjái þau nema hann sjálfur. Biddu eina umferð. 34. Keisarinn fer aö lita á hin glæsilegu klæði. ,,En hvað þau eru falleg”, segir hann án þess aö sjá þau og hugsar: „Skyldi ég ekki vera nógu góöur keis- ari?v’ Færðu þig tvo reiti fram á viö. 37. Svikararnir sýna hin „glæsilegu klæði” og fá fúlgu fjár fyrir vefnaöinn. Þú færö tvær rúsinur frá hverjum hinna þátttakendanna. 41. Svikararnir láta sem þeir umvefji keisarann hinum nýju klæðum fyrir skrúögönguna i gegnum bæinn. Þeir hljóta fálkaorðuna að launum. Þú færö eina rúsinu frá hverjum hinna þátttak- endanna. 45. Allir bæjarbúar blöa I ofvæni eftir að sjá nýju fötin keisarans. Biddu þar til 2, 4 eöa 6 koma upp á teningnum. 48. „Ja, glæsileg eru þau. Og þau fara svo vel”, hrópa allir I hrifningu. Allir færi sig einn reit til baka. 51. Svikararnir tveir hlaupast á brott úr bænum. Allir þátttakendurnir færi sig fram um einn reit. 53. Herbergisþjónarnir þykjast halda I slóöann. Þeir þora nefnilega ekki aö ljóstra þvi upp, aö þeir sjái ekkert. Fær- iö tvo reiti áfram. 57. Keisarinn er himinlifandi yfir hrifningunni, sem nýju fötin hans valda. Þú færö aukakast, en átt aö færa þig aftur á bak samkvæmt tölu þeirri, sem upp kemur. 60. „En keisarinn er ekki I neinum föt- um,” segir litiö barn. „Hann er ekki I neinu”. Þú hefur nú unnið og færö þrjár rúsinur hjá hverjum þátttakanda. Nú er hægt aö byrja aftur. Kannski geta hinir unnið rúsinurnar af sigur- vegaranum I næsta leik.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.