Vísir - 23.12.1974, Síða 10

Vísir - 23.12.1974, Síða 10
34 Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. Vfsir. Mánudagur 23. desember 1974. 35 y Ýmsa siði frá jólum heið- inna forfeðra okkar Norður- landabúa höfum við tekið upp, án þess þó að gera okk- ur fyllilega grein fyrir upp- haflegum tilgangi þeirra. Sjálft orðið „jól", er æva- gamalt. Það var notað um hina miklu hátíð íbúa norð- urslóða um miðjan vetur. Orðið er komið af fornís- lenzka orðinu „ýlir", en það var annar vetrarmánuður í fornu tímatali, hófst venju- lega seint i nóvember og stóð út desember. Liklega hafa þá fariö fram fórnir til guðanna og athafnir i þvi skyni að efla frjósemi og hamingju fyrir komandi ár. Einstöku fræðimenn hafa haldið þvi fram að jólanafnið hafi frumþýðinguna „glens” eða „gaman”, e.t.v. komið af orðinu „jocus” á latfnu. Hvað um það, all- ir munu þó sammála um aö ekki sé skyldleiki milli orðanna „jól” og „hjól”. Hjóllaga merkin, sem fólk fór eftir jóladagana tólf, frá 25. desember til 6. janúar, voru krituö á loftbita i fjósinu. Þau áttu að boöa veöur næstu 12 mánaða. Hér hefur það verið sólin, en ekki hjólið, sem haft var að fyrirmynd. „Eftir öllum sólarmerkjum að dæma”, segja menn gjarnan, og frá þessum sið er sá talsháttur kominn. Upphaflega mun hann hafa verið: „eftir öllum jólamerkj- um að dæma”. Nýrri jólasiður breiddist út frá 'íoröurlöndum um viöa veröld.Það var 1904 að danski póstmeistarinn Einar Holböll fann upp á aö búa til og selja jólafrimerki. Fyrsta árið var merkið selt á 2 aura, og safnaöi hann með þvi móti 74 þúsund krón- um i sjóð, sem varið var til baráttu gegn berklaveiki hjá börnum. Stuttu siðar var heilsuhæli byggt fyrir það fé. Nokkrum árum siöar tóku Sviar og trar upp þessa góðu hugmynd, og fáum árum siðar var hugmynd- in notuð i Bandarikjunum af danska blaðamanninum Jakob Riis, sem starfaði i 30 ár sem saka- málafréttaritari i New York. Með þessari útgáfu lagði Riis grundvöll að viötæku hjálpar og mannúðar- starfi. t dag er þessi aöferö notuö i tugum landa i þvi skyni að hjálpa nauöstöddum börnum. t Englandi er enn við lýöi jólasið- ur, sem barst til landsins með hin- um norrænu vikingum. Þessir illa siðuðu landar okkar og frændur, sem léku ibúa margra landa svo grátt, komu með stórar kringlóttar kökur úr mjúku deigi með ýmiss konar fyllingum. Þeir vildu haida upp á jólin á tilhlýðilegan hátt, vik- ingarnir. Þessar kökur eru enn þann dag i dag kallaðar „Yule- cakes” meðal enskra. Oftast eru þær fylltar með rúsinum og súkkati, eins og reyndar i fleiri lönd um. Lengst af hefur önnur tegund jólakaka veriö vinsæl viða um lönd. Þessar kökur voru á stærð við stálpuð börn og var á þeim manns mynd eða dýrs. Enginn vafi er á að þessi siður á rót að rekja til miðs- vetrarblótsins forna. Við blótin var mönnum og dýrum jafnvel fórnað til forna, Frey til dýröar, og gelti hans. 1 Sviþjóð hefur jólageithafurinn verið kunnur i fjölda ára, en hann er búinn til aö mestu úr stráum. Liklega er hér ruglað saman tveim gömlum jólasiðum. Jólageithafrin- um var slátrað og hann boröaður með óskum um farsælt ár. En á timum miöaldakirkjunnar var far- ið aö nota geithafurinn sem ímynd djöfulsins. Aður fyrr var hafurinn þekktur i Noregi sem „julesvein”, en þá var jólahafurinn dulbúinn i mannsgervi, táknmynd hinna illu vætta, sem áttu að vera á ferð um jólaleytiö, eöa að hann átti að hræða burtu hina illu anda. Taliö var að hópur anda riöi um loftin og hrifsaði með sér fólk. Þetta var eitt af þvi illa, sem hent gat fólk um jólaleytið. Einnig þeir burthrifnu gátu snúiö aftur til jarð- ar, i illum tilgangi og gegn þessari hættu vörðu menn sig með þvi að setja tjörukross á dyr sinar og öl- tunnu. Jólaölið var einkum mikilvægt i jólahaldi Svia til forna. ölið var drukkiö goðunum til minnis. Þessi venja hélzt eftir að goðum var hrundiö af stalli, og þannig drukku menn skál frelsarans og Mariu meyjar langt fram á kristna tið. Jólamatur og jólaöl hafa i augum maígra verið tákn hátiðar og gleði. Hinn gómsæti sláturmatur hefur skapað hefð meðal Svia, en á jóla- kvöld dýfa menn brauðfleinum i hina matarmiklu og bragðgóðu súpu sina og borða þá. Sviar hafa og þá venju að bjóöa litlar, skreytt- ar bollur, sem aðeins eru á borðum jóladagana. Sáðkökurnar svonefndu voru aftur á móti ekki til annars en að skoða þær. Þær voru á borðum um öll Norðurlönd yfir jólin. Brauðinu var siðan blandað i sáðkornið til að uppskeran yröi betri en ella. Hluta af jólaölinu var varið i svipuðum tilgangi. Þvi var gjarnan hellt yfir ávaxtatré og akra með sama markmið i huga, — betri uppskeru. Annars staðar, einkum i Noregi, fengu hesturinn og hinir illu andar sinn hluta af jólabrauðinu. En hvaðan höfum við fengið jóla- sveininn okkar, — eða öllu heldur jólasveinana? Liklega eru þetta ensk-amerisk áhrif ásamt þýzkum frásögnum af heilögum Nikulási, Santa Kláusi, eða Knecht Ruprecht, sem upphaf- lega var biskup i Litlu-Asiu. Með timanum hefur þessari persónu verið blandaö saman við jólaálfinn, sem gat verið annaöhvort, góður eða slæmur. Þegar iólasögurnar fóru að fá myndksreytingar fór aö bera á að þeim var blandaö saman, álfinum og biskupnum. Litli grá- móskulegi álfurinn fékk nú lánaða rauða húfu og rauða biskupskápu heilags Nikulásar. Jólagjafir eru almennt kallaðar „julkapp” á sænsku. Þetta sænska orð á rætur að rekja til gamalla jólasiða. 1 jólaskrúðgöngunni, sem farin var til heiðurs heilögum Nikulási, var auk jólahafursins og fleiri táknmynda annarra, fjöldi klappara. Þvi var trúað að þeir gætu hrakið burtu illa vætti með klappi sinu. Þetta hefur siðar breytzt i það form að menn fóru um og klöppuðu (og bönkuðu ) utan dyr góðvina sinna, köstuðu inn gjöf, sem e.t.v. var kaka með innbakaðri mynt, en hurfu siðan i skyndingu án þess aö kennsl yrðu á þá borin. Þessi siður var lika viðhafður við önnur tækifæri en um jól. I dag eru jólagjafir lagöar við jólatréð, viöa eru þær settar i risa- vaxna sokka, i stórar skáiar eða föt, sem eru eins og fórn á altari jólafriðarins. Jólagjöfin er mun eldri siður en jólatréö. Jólatréð barst til Danmerkur frá Þýzkalandi. Liklegt er að siðurinn hafi borizt frá Elsass. Enskir sér- fræðingar i fræðum jóianna vilja sumir álita að siðurinn eigi rætur að rekja til heilags Nonifaitusar, sem uppi var á 8. öld, og setja þennan sið i samband viö hiö heilaga eikartré Drúidanna og mistilteininn. Fyrsta jólatréð mun hafa verið tendrað ljósum 1811, en varð fyrst almennt um siðustu aldamót. Frá Danmörku hefur tréð siðan borizt til Islands. Sviar voru mun fyrri til, þaö var algengt á herragörðum á 18. öld og viðar á 19. öld. Sumir hafa talið að Marteinn Lúther hafi veriö upphafsmaður þess siðar að hafa ljósum prýtt jólatré á fæö- ingarhátið frelsarans, en vart mun það eiga við rök að styðjast. Enda þótt jólahátiðin sé yngst hinna kristilegu stórhátiöa, hafa jólin þó verið nefnd mesta hátið ársins, og blandast varla nokkrum hugur um að svo sé. Um þetta hafa bæði kristnir menn og heiðnir ver- ið sammála. Aö siðustu skulum við rétt aðeins ræða um einn nýjasta jólasiðinn, — að senda vinabæ jólatré. Þetta þekkja Islendingar, sem taka viö trjám frá Norömönnum, Svium og Þjóðverjum árlega og hafa gert um allmörg ár. Þessi siður hófst á ár- um siðari heimsstyrjaldarinnar. Nokkrir fifldjarfir Norðmenn fundu upp á þvi að laumast gegnum kaf- bátagirðingar Þjóðverja og sigldu til Englands með jólatré til hins landflótta konungs sins. Siðan hef- ur norskt jólatré staðið um hver jól á Trafalgar Square i London, góð kveðja frá einu landi til annars. Aðiar þjóðirhafa siðan fylgt þessu fordæmi og getur vart hugsazt betri jólakveðja milli þjóða. SBHHBHHMHHHEBBl Hlemmtorgi — Simi 14390 Texti: Johannes Flensmark Teikningar: Kamma Svensson Þýtt, endursagt og eilítið staðfœrt JÓLASI 1 IRNIR OG UPPRUNI ÞEIRRA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.