Vísir - 21.01.1975, Side 1

Vísir - 21.01.1975, Side 1
65. árg. — Þriðjudagur 21. janúar 1975 — 17. tbl. „HORFUM EKKI LENGI AÐGERÐALAUSIR Á", — segja þeir á Hvammstanga — baksíða — sjá bls. 5 - bls. 3 Happdrœtt- in eyddu 8 milljónum til að auglýsa — bls. 3 • Sitja uppi með nýju bifreiðirnar Framleiðsla bilaverk- smiðjanna hrannast upp i vöruportum þeirra, og sitja nú t.d. bandariskir bilafram- leiðendur uppi með 1,7 milijón nýrra bila, sem eng- inn finnst kaupandinn að. General Motors hefur nú bætzt i hóp með Chrysler og Ford og bjóða hverjum og einum alit frá 200 til 500 dala afslátt, sem kaupir af þeim bfi og staögreiðir hann. Hver sem er getur keypt og ekið vélsleða Moksturinn kostar 4-500 þúsund krónur ó sólarhring — meðan allt er í gangi. Unnið dag og nótt ó Akureyri „Við vorum að slá á þetta um daginn og okkur reiknast til, að kostnaður- inn sé á milli 400 og 500 þúsund á meðan öll tæki eru í gangi, það eru 7 ruðningstæki, 2 ámoksturstæki og svo bilar sem aka snjónum í burtu." Þetta sagði Guðmundur Guðlaugsson, bæjarverkfræðing- ur á Akureyri, þegar við ræddum við hann i morgun, en nú er unnið dag og nótt við snjómokstur i bænum. „Þetta gengur nokkuð vel,” sagði Guðmundur ennfremur. „Flestar götur eru að verða færar, þó er nokkuð þröngt að mætast ennþá á þeim mörgum.” „Við byrjuðum á fimmtudaginn að ryðja, en ég treysti mér ekki til þess að segja um hvenær þvi lýkur. Við verðum eitthvað við þetta næstu daga.” Guðmundur sagði, að frostið hefði ekki haft mikið að segja, þar sem snjórinn var litið blaut- ur, og þvi olli það ekki erfiðleik- um við moksturinn. Hann kvaðst ekki muna eftir öðru eins fannfergi, frá þvi hann kom til Akureyrar en það var árið 1966. I morgun var ákjósanlegasta veður á Akureyri, logn og heiðskirt. -EA. Verð- jöfnunar- sjóðurinn bjargar, - í bili — bls. 3 í snjó á Suðurnesjum Þótt sólin hækki á lofti með hverjum deginum, sem líður, teiknar hún þó enn langa skugga um miðjan daginn. Þegar sólin skein af heiðum himni í gær, þótti öllum krökkum, sem tækifæri höfðu til, tilvalið að bregða snjóþotu, sleða eða bílslöngu undir aftur- endann á sér og renna sér niður f annhvítar brekkurnar. Ekki er þó auðvelt um vik hjá Reykvíkingum. Innanbæjar er litinn snjó að hafa og verður að bregða sér út fyrir bæinn til að komast í sleðafæri. Þeir í Sandgerði hafa hins vegar mátt búa við mikil snjóþyngsli undan- farna daga og þar rakst Bragi Ijósmyndari Vísis á þessa krakka að leik í einni brekkunni eftir há- degið í gær. -J B. Svandis og Helga nutu Iika góða veðursins I gær og drógu fram snjóþoturnar. 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.