Vísir - 21.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 21.01.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Þriöjudagur 21. janúar 1975. Ceir R. Andersen: ^|||r $f reymO í opinbera öryggið Sjálfstæöur hugsunarháttur og siöferöisstyrkur, aö ckki sé talaö um heilbrigöa sjálfs- bjargarviöleitni, er augljóslega á hrööu undanhaldi i þessu þjóöfélagi, og viröast fáir und- anskildir. Einstaklingar, stjórn endur fyrirtækja, félagshópar og launþegasamtök hafa sam- einazt á þessu undanhaldi, og telja, aö eina öryggiö, sem vert sé aö sækjast eftir sé hiö opin- bera öryggi”, þ.e. aö komast á framfæri hins opinbera, aö mestu eöa öllu leyti. Dæmi eru jafnvel um, að menn hafa lagt niður arðbæran og áhugaverðan atvinnurekst- ur, til þess að komast i starf á vegum hins opinbera, og um aðra, sem hafa hreinlega lagt aröbær fyrirtæki upp i hendurn- ar á rikinu, með þvi tilskildu, að þeir fengju að sitja i stjórn fyrirtækisins ákveðinn tima, eða ævilangt. Hafa þessir menn hrósað happi yfir þvi aö þurfa ekki, á eigin ábyrgð að „standa i” rekstri, eins og þeir orða það, en telja sig hafa himin höndum tekið með þvi að komast á framfæri hins opinbera. Anægjan yfir þvi að vera kominn til hins opinbera, og losna við eigin ábyrgð, kemur þó ekki i veg fyrir, að þeir sam- einist öðrum i kröfugerðum sin- um á hendur rikinu um launa- hækkanir. Tilætlunarsemi — Ragmennska. Tilætlunarsemi sú, sem nú er oröin landlæg, varðandi kröfur til hins opinbera, birtast ekki einasta i formi kröfugerða um launahækkanir, styrki og lán, heldur, og ekki siður er hún fólgin I aðgerðum einstakra fé- lagshópa og ráðamanna þeirra, sem þykjast komnir I þá aðstöðu að vera einráðir um ákvarðana- töku, eða einstakra ráðamanna innan rikisbáknsins, sem telja sig sjálfráða um aðgerðir, og viröa að vettugi viðtekna hefö, eöa snúa við hugtakinu um regl- ur og undantekningar, þegar þeim þykir henta. Dæmigerð eru mótmæli Félags Isl. bifreiðaeigenda til stjórnvalda við hverja benzinhækkun, sem gerö er oft á ári. Ekki er vitað til þess, að i mótmælunum felist neitt annað en það, að óska eftir „opinberri greinargerð” um málið, og þar með búið, málið þar með afgreitt. Hvers vegna er aldrei skorað á bifreiðaeigendur sjálfa að mótmæla benzinhækkunum með þvi að draga úr kaupum á þvi, jafnvel með skyndiákvörð- unum um samdrátt i notkun i 2—3 daga, eða vikusparnað. Þetta myndi verða miklum mun áhrifarikara, og færa benzin- eyöslu niður, og verð sömuleið- is, þegar til lengdar lætur, þannig, að meira aðhald yrði með næstu beiðni um hækkanir, og til stóraukins sparnaðar fyrir bifreiðaeigendur og þjóðarbúið i heild, vegna minni gjaldeyris- eyðslu hins opinbera. Hverjum dettur i hug að rikið hafi frumkvæði um lækkun verðs, sem það sjálft er nýbúið að heimila, — verður ekki frumkvæðið að koma frá fólkiiíu sjálfu, hinum almenna neyt- anda, til þess að hið opinbera taki mótmælin alvarlega og nýti siöferðisstyrk fólksins i bar- áttunni gegn verðhækkunum? Forstöðumenn Rikisútvarps- ins hafa nýlega boðað, að hækka þurfi afnotagjöld útvarps um 50%, að öðrum kosti verði að skera niður dagskrártimann. Hvað er sjálfsagðara en skera núverandi útsendingartima nið- ur, ef endar nást ekki saman: Hvaöa tilgangi þjónar útvarps- dagskrá milli kl. 10—12 f.h. og milli kl. 2—6 siðdegis? Senni- lega myndu flestir landsmenn telja slika ráðstöfun sjálfsagð- ari af hendi forráðamanna út- varpsins, heldur en gera kröfu um aukin afnotagjöld eða styrk- veitingu til rekstursins. En hér kemur tilætlunarsemin glögg- lega fram, með þvi að setja fremur kröfuna um hækkun af- notagjalda fram, heldur en hug- mynd um samdrátt i útgjöldum stofnunarinnar. Nú hafa afnotagjöld pósts og sima verið hækkuð, og hér getur almenningur litlum' vörnum viðkomið, nema hreinlega segja upp afnotum af simtækjum sin- um. Fyrrum var það venja, að ýmsir starfsmenn á framfæri hins opinbera fengju léð simtól endurgjaldslaust. Hvað skyldi það hafa kostað i töpuðum tekj- um að halda þvi tilætlunarsama kerfi i horfinu, — eða er angi af þessu kerfi e.t.v. enn við lýöi? Viða má skera niður útgjöld hins opinbera, og er það skylda forsvarsmanna hinna ýmsu stofnana rikisins og borgar- innar að koma fram með hug- myndir að auknum sparnaði. Það er ráðamanna þjóðfélags- ins aö gefa almenningi fordæmi um sparnað með þvi að standa á móti kröfum um launa- og verð- hækkanir. Sá sparnaður og sá lifs- „standard”, sem hér mun þurfa að taka upp er ekki meiri en svo eða lægri en sá, sem velflestar vesturlandaþjóðir hafa búið við, og hafa þær þjóðir þó verið táld ar til þeirra. sem bezt eru settar varðandi afkomu og lifsgæði öll. Það form þjóðarbúskapar, sem við tslendingar höfum búið viö er langt umfram það er annars staðar hefur þekkzt, bæði hvað varðar almenna eyðslu, en ekki siður umframeyðslu. Enn rúllar kerfið, en sýnir þó augljós merki hrörnunar. Ekki fer hjá þvi, að þegar ráðgerð er lækkun á rikisútgjöldum á árinu 1975 i hlutfalli við þjóðarfram- leiðslu frá þvi sem var á sl. ári, þurfi aðhaldssemi hins opinbera jafnt og hins almenna borgara að koma til i meiri mæli en áður hefur þekkzt hérlendis um áratuga skeið. Tilætlunarsemi við hið opin- bera hlýtur að verða að mæta með öörum hætti en stanzlaus- um eftirgjöfum og hreinni ragmennsku þeirra, er kosnir eru til þess að halda um stjórnartaumana, ef hið suður- ameriska ástand I þjóðarbúskap á Islandi á ekki að halda áfram að gerjast. Vanþóknun sinni á þessu ástandi lýsir almenningur bezt með þvi að hafna forystu sjálf- byrgingslegra verkalýðsfor- kólfa, en taka upp baráttu fyrir auknum sparnaði og niður- skuröi útgjalda, hver fyrir sig, eða með samtökum um skyndi- ráðstafanir I þessum efnum, sem myndi verða forleikur samspils almenning og rikis- valds gegn aðsteðjandi vá. £p/UnttEbR í morgun útlöndí morgun Hartfíng hœttur viðrœðum Poul Hartling for- sætisráðherra Dana hefur gefizt upp i bili við að fá aðra flokka til samstarfs við frjáls- lynda i minnihluta stjórn hans. Hefur Hartling átt viðræður við fulltrúa hinna flokkanna frá þvi urslit kosninganna 9. janúar lágu fyrir. Siöustu tilraunir til að fá sósial demókrata Anker Jörgensens til samstarfs — en þeir eru stærsti flokkurinn á þingi — fóru út um þúfur vegna ágreinings um, hvernig standa skuli að þvi að leysa efnahagsvanda þjóðar- innar. Er Hartling óhagganlegur i þeim ásetningi sinum að ætla að draga úr útgjöldum þess opin- bera, frysta laun i heilt ár og setja á verðstöðvun. Þjóðþingið kemur nú saman á fimmtudag að loknu hléi. Anker Jörgensen heldur þvi enn fram, eins og hann gerði strax eftir kosningarnar, að Hartling eigi að segja af sér og fela eigi öðrum að reyna stjórnarmyndun. Hefur hann ekki viljað fallast á tillögur Hartlings i efnahags- málunum og segist sjálfur munu koma með nýjar tillögur. Sigtúni fimmtudaginn 23. jan. kl. 8.30 Spilaðar verða 25 umferðir VINNINGAR M.A: Missið ekki af 3 utanlandsferðir einstœðu bingói Auk þess 22 aðrir . stórkostlegir vinningar Kynnir Jón Asgeirssi Hver aðgöngumiði gildir sem Happdrœttismiði Aðgangseyrir kr. 200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.