Vísir - 21.01.1975, Síða 2

Vísir - 21.01.1975, Síða 2
2 Vlsir. Þriöjudagur 21. ianúar 1975. dsasm: Hvaö færöu þér I morgunmat? Páll Þóröarson, nemi: — Bara mjólk og ekkert meö. Það er hægt að fá mjólk og snúð í skólanum,en ég kaupi það yfirleitt ekki. Rafn Sigurösson, nemi: — Ég fæ mér eina brauðsneið með smjöri oe kannski hangikjöti. Yfirleitt fæ ég mér franskbrauð en stundum rúgbrauð. Með þessu fæ ég mér yfirleitt djúsglas, þar sem ég drekk ekki mjólk. Ég á heima stutt frá skólanum svo ég fer heim i fríminútunum og fæ mér kaffi. Guörún Bergmann, nemi: — Ég fæ mér ristað brauð og mjólk eða kakó. Stundum fæ ég mér lika ekkert. 1 hádeginu fáum við vin- konurnar okkur heilt fransk- brauð, ristum það á lengdina og setjum salat á milli. Sigriöur Asmundsdóttir, nemi: — Ég fæ mér kornfleks og mjólk eða ristað brauð eða bara það sem til er. Ég narta i epli eða samloku I skólanum. Kristin Aöalsteinsdóttir, nemi: — Fyrst ét ég allra handa fjörefni, siðan ristað brauð, jafnvel súpu, graut eða eitthvað annað, sem til er. Þá er ég södd þegar ég legg af stað I skólann og alveg fram til klukkan 12, þegar garnirnar fara að gaula á ný. Ómar Kristmundsson, nemi: — Ég fékk mér rúgbrauð með smjöri i morgun ásamt köldu kókómalti. Stundum fæ ég mér lika franskbrauð með osti, sem þá dugir fram til klukkan hálftiu. Þá næli ég mér i appelsín og prins póló I skólanum. Er krókur betri Erlendur Erlendsson hringdi: „Símakerfið hefur leikið mig heldur illa nú i morgun (20. 1.) Ég þurfti nauðsynlega að ná i ákveðið simanúmer i Hafnar- firði og hringdi þvi þangað. þessu og hringdi i biianadeild simans. Var mér sagt, að þetta númer i Firðinum, ásamt fleir- um, hefði farið úr sambandi vegna bilunar. SKOÐANIRNAR KOMN- AR.EN NÖFNIN VANTAR Samtals hef ég liklega hringt 15 sinnum. 1 hvert einasta skipti var svarað, en aldrei i númer- inu, sem ég var að hringja i, og aldrei i sama númeri. Að sjálf- sögðu gætti ég þess vel og vand- lega að velja alltaf rétt númer. Að lokum gafst ég upp á Ég hefði nú haldið, að ef sima- númer fara úr sambandi vegna bilunar, þá eigi önnur númer ekki að svara i staðinn. Svo var þó núna, og að sjálfsögðu fæ ég að borga brúsann, þvi þegar manni er svarað, telst skref á reikninginn . Þetta á ég bágt með að sætta mig við”. Lesendur viröast sumir ótrú- lega tregir aö láta uppi nöfn sin, um leiö og þeir láta I ljós ’skoö- anir slnar. Hjá okkur liggja t.d. tvö ágæt- is bréf, sem nöfn vantar undir. Annaö er frá „þremur vinnufé- lögum”, og hitt er undirskrifaö af „J.S. og H”. Ef bréfritardr æskja þess aö erindi þeirra veröi birt, verða þeir aö hafa samband viö blaöiö og láta nöfn sin i ljós. Aö sjálfsögöu gildir þetta um alla þá sem rita á þessa siöu les- endanna — nöfn veröa aö fylgja bréfum, ásamt heimilisfangi og simanúmeri. Lúsast ófram W a vinstri akrein „Bilstjóri” hringdi: „Það fer i taugarnar á mér, að sjá alla þessa stóru og hæg- fara flutningabila á vinstri ak- reinum gatna sem hafa tvær akreinar i hvora átt. Á hverjum einasta degi lendi ég I þvi að aka I langri röð á eftir stórum flutningabil, sem heldur sig kirfilega á vinstri akrein. Röðin myndast fyrir aftan hann, af þvi að ein- hver álika hægfara er á þeirri hægri. Það er ekki mikið út á það að setja, að menn fari hægt á hægri akrein, en ófyrirgefan- legt, þegar slikt er stundað á þeirri vinstri. Sérstaklega, að atvinnubilstjórar með meira- próf skuli vera þar að verki. Ekki veit ég hvað þeir sjá sér til þæginda við að aka hægt á vinstri akrein, þegar þeir vita, að sú hægri en ætluð fyrir slikt. Reyndar er öllum ófyrirgef- anlegt, að lúsast áfram á vinstri akrein. Sú akrein er til að komast fram úr og hraðar ef menn vilja. Raunar er kominn timi til, að Islendingar fari að læra til hvers tvær akreinar eru hafð- ar á götum, og hvernig á að nota þær. Það er aðdáanlegt að sjá hvernig þetta kerfi gengur snurðulaust úti i Bretlandi. Þar eru upp i þrjár akreinar i hvora átt. A einni aka flutn- ingabilar og þeir aðrir sem þurfa að aka hægt. A þeirri næstu aka bilar hraðar, og á þeirri þriðju er mesti hraðinn. Ef það kemur til, að einhver þarf að hægja ferðina af ein- hverjum ástæðum, þá færir hann sig umsvifalaust inn á næstu akrein til að verða ekki til trafala. Stundum getur verið óþol- andi að aka hérna I umferð- inni og sjá bila skreiðast á- fram á vinstri akrein, en allir á fullri ferð á þeirri hægri. Þá er búið að snúa kerfinu gjör- samlega við”. kelda? en Friðrik Þorvaldsson skrifar: I Visi 14. jan. er bréf frá lesanda, sem telur brú af Seleyri i Borgarnes hinn mesta óþarfa og eyðslu á fé. Svigurmæli hans I garð H.E.S. samgönguráð- herra og annarra Borgnes- inga eru forkastanleg, en vita mætti S.N., að fleiri munu nota þessa þörfu samgöngubót en þeir og spara sér þannig tima, ferðafé og farartæki. Ég veit, að þegar bréfritari talar um eyðslu.þá á hann við það, að framkvæmdin verði of dýr miðað við eitthvað og eitt- hvaö. En ég hefi heyrt talað um I fullri alvöru, að vegagerð væri eyðsla á rikisfé. Vegna þess hugsunarháttar erum við nú að byrja á að leggja vegi um landið. Þetta er afleiðing þess lágkúruskapar að espa skattgreiðendur gegn sjálf- sögðum álögum, eins og þeir væru litilsigldir menn. Liklega gæti einhver orðið doktor af þvl að reikna, hve miklu væri ódýrara að lifa i landinu nú, ef það væri með vegum, eins og orðið er fyrir löngu hjá öðrum þjóðum. Einnig er það um- hugsunarefni um leið, þegar verðbólga hér er borin saman við aðrar þjóðir, að nú verjum við stórfé i framkvæmdir, sem þær hafa áður gert og njóta góðs af. Hjá okkur hefir margt farizt fyrir. Malarvegasjónarmið og hræðslan við skattana .hafa firrt vegayfirvöld fjármagni. Samt er hér þó vegakerfi fyrir svo furðugott, að engu er fyrir að þakka nema afburða starfskröftum vegamálanna, æðri sem lægri. Það var beinlfnis sneypulegt fyrir mig að sjá vegagerðar- tilraunir Sverris Runólfsson- ar, þar sem verið var að dunda með úreltar vélatítlur. Ég hafði sem sé séð 1968 i Þýzkalandi, hvernig vélasam- fella lagði veg i héraðinu Alt Heidelberg. Á árunum ’69 og ’71 sá ég einnig samvirkni vegagerðarvéla i Kanada og U.S.A., svo að heimspeki eymdarinnar varð mér ljósari en ella. Ég held að það sé rétt stefna að leggja hraðbrautir, þar sem aðstaða er sérstaklega góð, þótt bréfritari spyrji, hvers vegna sé verið að gera varanlegan vegarspotta i Borgarfirði. Erfiðir millikafl- ar mega biða betri tlma. Með þvi móti lengjast ökufærir vegir. Tæplega 2 km hraðbraut af Seleyri i norðanvert Borgar- nes er snilldarbragð I sparnaði og fyrirhyggju og óþarft að láta 400 m langa brú vaxa sér i augum. Við höfum lifað við þá kenningu að betri sé krókur en kelda, sem var rétt meðan keldan var ekki tilhæfð. Að hætti annarra þjóða hlýtur þetta að breytast. Englend- ingar eru nú að brúa Humber og hafa sett nýja stórbrú á Firth of Forth. Bandarikja- menn hafa sett tæplega 40 km brú skammt frá New Orleans og svo langa brú yfir Chessa- peakefjörð, að hún myndi ná langleiðina upp i Borgarnes frá Rvk., ef hún væri hingað komin. Þjóðverjar eru að spenna stórbrú (viaduct) milli fjallgarða til að raska ekki lifnaðarháttum dalbúanna. í japönsku timariti er sagt frá þvi, að i nóv. ’73 hafi þar I landi verið tekin i notkun lengsta brú i Asiu og um mitt yfirstandandi ár verði 3 stór- brýr tilbúnar, ein þeirra er lengsta hengibrú i heimi. Samtimis þessu er byrjað á 9 brúm og er engin þeirra styttri en um 1100 metrar. Þannig stytta framsýnir menn vegalengdir. Bréfritari VIsis ætti aldrei framar að minnast á 400 m brúarstubb á sama hátt og hann gerði. Ann- ars talar það sinu máli, að verð á km i brú miðað við ölvesárós yfði rúmlega 600 millj. kr„ svo að þeir menn sem eiga eftir að lifa og starfa 1 þessu landi mega fara að hugsa sig um.” Nómer- ið bilað, en þá svaraði bara nœsta númer Krónurnar skiptu ört um eigendur, meðan Erlendur Erlendsson hringdi og hringdi, en fékk svar ails staðar annars staöar en I rétta númerinu. Ljósm.: Bj. Bj. LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.